Alþýðublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 14. október 1994 mVBLMO HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Vantraust ástjómar- andstöðuna? Stjórnarandstaðan á Alþingi er málefnalega gjaldþrota. Það kom glöggt fram í umræðum um stefnuræðu forsætis- ráðherra, þegar málglaðir oddvitar Framsóknar, Alþýðu- bandalags og Kvennalista reyndust ekki hafa neitt til mál- anna að leggja. Augljós batamerki í efnahagsmálum voru sniðgengin en skrattinn málaður í mörgum litum á vegg- inn. Stefna stjómarandstöðunnar í öllum veigamestu mál- um var jafn óljós eftir sem áður. Ekki hafði suð myndavélanna fyrr þagnað í þingsalnum en stjómarandstaðan kom sér aftur í kastljós ijölmiðla; nú með því að kreíjast umræðna um stöðu ríkisstjómarinnar. Þar var sama gasprið og innihaldslausa gagnrýnin endur- tekin. Ríkisstjómin stóð hinsvegar sterkari eftir en áður. Nú hefur stjómarandstaðan boðað vantraust á ríkisstjóm- ina. Forystumenn Framsóknar, Alþýðubandalags og Kvennalista viðurkenna opinberlega að sú tillaga muni ekki ná fram að ganga. Þetta sé hinsvegar „eðlilegt fram- hald af umræðunni“! Það má kannski til sanns vega færa að tilgangslaus vantrausttillaga sé eðlilegt framhald af til- gangslausu málþófí. Það er hinsvegar raunalegt að stjóm- arandstaðan skuli hafa svo djúpa þörf til þess að auglýsa málefnafátækt sína með þessum hætti hvað eftir annað. Stjómarandstöðunni ber, á öllum tímum, að sýna ríkis- stjóminni aðhald. Það er hin lýðræðislega skylda stjómar- andstöðunnar. Þessari skyldu hafa málþófsmenn Fram- sóknar, Alþýðubandalags og Kvennalista bmgðist alger- lega. Vantraustið hittir þá sjálfa íyrir. Furðuleg ráðstöhm Ríkisútvarpið er orðið íslendingum það sem konungsfjöl- skyldan er Bretum; stöðug uppspretta umtals og hneyksl- ismála. í gær var skýrt frá því að Illuga Jökulssyni hefði símleiðis og fyrirvaralaust verið sagt upp starfi sem pistla- höfundi á Rás 2. Að sögn Illuga gaf Sigurður G. Tómas- son dagskrárstjóri honum þá skýringu að pistlar hans væm of pólitískir og hann „nennti ekki lengur að hlusta á kvartanir valdhafandi manna.“ Það er aumt hlutskipti hjá Sigurði, sem er háttsettur yfirmaður hjá RÚV, að láta segja sér fýrir verkum af geðstirðum pólitíkusum sem ekki þola gagnrýni. Viðbrögð hlustenda RÚV í gær vom eftirminnileg: í ffétt- um var skýrt frá því að símkerfi stofnunarinnar hefði ekki þolað álagið þegar fólk hringdi til að lýsa yfir stuðningi við Illuga. Svo virðist sem yfirmenn útvarpsins þoli ekki heldur álagið sem fylgir því að standa vörð um málfrelsi gagnvart varðhundum flokkanna. Yfirlit um ATVINNUHORFUR frá sjónarfióli fyrirtækja: Skortur á starfs- fóHd ífískinn - / fýrsta skipti frá árinu 1991 telja atvinnurekendur ekki þörfá að fækka starfsfólki I byggingarstarfsemi vildu atvinnurekendur fœkka um 110 manns. Nú liggja fyrir niðurstöður úr atvinnukönnun Þjóð- hagsstofnunar sem gerð var í september. Aukin umsvif í þjóðarbúskapnum setja svip sinn á niðurstöðumar. I fyrsta skipti ffá árinu 1991 telja at- vinnurekendur ekki þörf á að fækka starfsfólki þegar á heild- ina er litið og skortur virðist vera á starfsfólki í fiskiðnaði. Könnunin leiddi í ljós að starfsmannafjöldinn er að öllu samanlögðu í samræmi við eft- irspum. Niðurstöðumar em hins vegar mismunandi fyrir einstakar atvinnugreinar og landssvæði. Könnunin er gerð þrisvar á ári, í janúar, april og september. Þegar litið er til einstakra greina skiptir nokkuð í tvö hom. Skortur virðist vera á starfsfólki í fiskiðnaði en á móti er talið æskilegt að fækka fólki í byggingastarfsemi og verslun og veitingastarfsemi. Aðrar greinar virðast vera í betra jafn- vægi. Eðli málsins samkvæmt kemur því viljinn til fækkunar starfsfólks fram á höfuðborgar- svæðinu en til íjölgunar á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu vildu atvinnurekendur fækka um 265 manns, eða um 0,5% af mann- afla. Þar munar mestu um æski- lega fækkun í byggingastarf- semi um 115 manns og í þjón- ustu um tæp 100 manns. Atvinnurekendur á lands- byggðinni vildu íjölga um 265 manns, eða um 0,9% af mann- afla. Munar þar mestu um æskilega fjölgun í fiskiðnaði um 200 manns. í nýbirtri þjóðhagsspá er áætlað að atvinnuleysi verði 4,8% á þessu ári. Þetta sam- svarar því að um 6.300 manns hafi verið án vinnu allt árið að meðaltali. Gert er ráð fyrir því að atvinnuleysi verði svipað á næsta ári. Svör frá 220 fyrirtækjum Fjöldi fyrirtækja í könnuninni er um 245. Þau eru í öllum at- vinnugreinum, nema landbún- aði, fiskveiðum og opinberri þjónustu. Sjúkrahús eru þó með í könnuninni. Svör bárust frá 220 fyrirtækjum og 200 fyrir- tæki eru í pöruðum niðurstöð- um. Umsvif þessara fyrirtækja eru um 35% af þeirri atvinnu- starfsemi sem könnunin nær til, en hún spannar um 75% af allri atvinnustarfsemi í landinu. f könnuninni var spurt um fjölda starfsmanna í fullu starfi hjá fyrirtækjunum í september síðastliðnum. Spurt var hvort einhveijar breytingar á starfs- mannahaldi hafi verið æskileg- ar í mánuðinum miðað við um- svif. Niðurstöðumar sýna vilja atvinnurekenda til að fjölga eða fækka starfsmönnum í septem- ber. Þannig fást vísbendingar um laus störf eða æskilega fækkun á vinnumarkaðinum, skipt eftir helstu atvinnugrein- um. Loks vom atvinnurekendur beðnir um að áætla fjölda starfsmanna í desember næst- komandi og apríl og september á næsta ári. Fjöldi starfsmanna í einstökum mánuðum og áætlun fram í tímann er notað til að spá fyrir um vinnuaflið. Fiskiðnaður í fiskiðnaði vildu atvinnurek- endur fjölga starfsfólki um 200. Öll fjölgunin kemur fram á landsbyggðinni og er hún 3,2% af áætluðum mannafla í grein- inni á landsbyggðinni. í april síðastliðnum vildu atvinnurek- endur fækka um 60 manns, ein- göngu á landsbyggðinni, en á sama tíma í fyrra vildu þeir fjölga um 150 starfsmenn. Æskilegar breytingar á starfs- mannahaldi í fiskiðnaði hafa nær eingöngu komið fram á landsbyggðinni í þessum könn- unum. Iðnaður í iðnaði vildu atvinnurekend- ur ijölga um 40 manns, sem er um 0,4% af mannafla. Á höfuð- borgarsvæðinu vildu þeir fækka um 30 manns en fjölga um 70 manns á landsbyggðinni. í apríl síðastliðnum vildu atvinnurek- endur fækka um 120 á landinu öllu, um 50 á höfuðborgar- svæðinu og um 70 á lands- byggðinni. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurekendur fækka um 170 á landinu öllu, um 100 á höfúðborgarsvæðinu og um 70 á landsbyggðinni. Byggingarstarfscrai í byggingarstarfsemi vildu at- vinnurekendur fækka um 110 manns. Öll fækkunin kemur fram á höfuðborgarsvæðinu og er hún 2,3% af mannafla í greininni á höfuðborgarsvæð- inu. I apríl síðastliðnum vildu atvinnurekendur fækka um 50 manns, eingöngu á höfuðborg- arsvæðinu. Á sama tíma í fyrra kom fram vilji til að fækka um 115 manns á landinu öllu, 75 á höfuðborgarsvæðinu og 40 á landsbyggðinni. Verslun og veitingastarfsemi í verslun og veitingum vildu atvinnurekendur fækka um 125 sem er um 0,8% af mannafla í greininni. Á höfúðborgarsvæð- inu vildu atvinnurekendur fækka um 35 manns og um 90 manns á landsbyggðinni. I aprfl síðastliðnum vildu atvinnurek- endur fækka um 70, eingöngu á landsbyggðinni. Á sama tíma í fyrra vildu þeir fækka um 85 á landinu öllu, um 20 á höfuð- borgarsvæðinu og um 65 á landsbyggðinni. Samgöngur 1 samgöngum mátti varla greina vilja til breytinga á starfsmannahaldi, hvorki á höf- uðborgarsvæðinu né á lands- byggðinni. Þetta er svipuð nið- urstaða og í apríl síðastliðnum og á sama tíma í fyrra. Sjúkrahús Á sjúkrahúsunum vildu stjómendur fjölga um 30, ein- göngu á landsbyggðinni sem er um 1,9% af áætluðum mann- afla á sjúkrahúsunum á lands- byggðinni. í apríl síðastliðnum vildu atvinnurekendur fækka um 15 manns. Þeir vildu fækka um 30 á höfuðborgarsvæðinu en fjölga um 15 á landsbyggð- inni. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurekendur fækka um 15 á höfuðborgarsvæðinu en ljölga um 20 á landsbyggðinni. Önnur þjónusta I annarri þjónustu, þar með talið peningastofnunum og þjónustu við atvinnuvegina, vildu atvinnurekendur fækka um 40 manns, sem er 0,2% af áætluðum mannafla. Á höfuð- borgarsvæðinu vildu þeir fækka um 95 manns en fjölga um 55 manns á landsbyggðinni. í apríl síðastliðnum vildu þeir fækka um 45 manns, um 70 á höfuð- borgarsvæðinu en ljölga um 25 á landsbyggðinni. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurekendur fækka um 285 á landinu öllu, um 255 á höfuðborgarsvæðinu og um 30 manns á landsbyggð- inni. Höfuðborgarsvæðið Á höfuðborgarsvæðinu vildu atvinnurekendur fækka um 265 manns í heildina en það svarar til 0,5% af áætluðum mannafla. Hlutfallslega mest var þörf á fækkun í byggingastarfsemi eða um 2,3% og í annarri þjón- ustustarfsemi um 0,5%. í öðr- um greinum var ekki vilji til teljandi breytinga á starfs- mannahaldi á höfuðborgar- svæðinu. í janúar síðastliðnum vildu atvinnurekendur fækka um 200 manns en það svarar til um 0,4% af mannafla. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurek- endur fækka um 475 manns eða um 0,9% af áætluðum mannafla. Landsbyggðin Á landsbyggðinni vildu at- vinnurekendur fjölga um 265 manns, sem er um 0,9% af áætluðum mannafla. Hlutfalls- lega var þörf á fjölgun mest í fiskiðnaði eða um 3,2%, um 2,3% í iðnaði og um 1,9% í rekstri sjúkrahúsa. Mestur var vilji til fækkunar í verslun og veitingastarfsemi um 2%. I öðr- um greinum var vilji til minni- háttar breytinga á starfsmanna- haldi. Þetta er umskipti frá apríl síðastliðnum er atvinnurekend- ur vildu fækka um 165 manns en þar svarar til um 0,6% af áætluðum mannafla. Á sama tíma í fyrra vildu atvinnurek- endur fækka um 25 manns á landsbyggðinni, sem er um 0,1% af áætluðum mannafla. Atþýðublaðsmyndir / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.