Alþýðublaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
PÓLITÍK
-4-
Fðstudagur 14. október 1994
SAMBAND
UNGRA
JAFNAÐARMAN NA
41. þing SUJ
- Ölfusborgir 4. til 6. nóvember 1994
Föstudagur 4. nóvember:
19:00 - 20:30 Greiðsla þinggjalda og afhending þinggagna.
20:30 - 20:45 Þingsetning. Magnús Ámi Magnússon,
formaður SUJ, flytur ávarp.
20:45 - 21:00 Ávarp gests.
21:00 - 21:15 Kosning starfsmanna þingsins: Þingforseta,
varaforseta, aðalritara, 3 manna kjörbréfa-
nefndar, 7 manna nefndanefndar,
forstöðumanna starfshópa.
21:15 - 22:00 Skýrsla framkvæmdastjómar SUJ, skýrsla
framkvæmdastjóra SUJ, skýrsla gjaldkera SUJ,
skýrsla formanna fastanefnda SUJ, skýrsla
formanns Styrktarsjóðs SUJ.
22:00 - 22:30 Umræður um skýrslur.
22:30 - 23:00 Lagabreytingar, fyrri umræða.
23:00 - ??:?? Létt spjall og léttar veitingar.
Laugardagur 5. nóvember:
09:00 -10:00 Sameiginlegur morgunverður.
10:00 -10:30 Lagabreytingar, seinni umræða. Afgreiðsla.
10:30 - 11:10 Skýrslur forstöðumanna málefnahópa SUJ,
tillögur að ályktunum kynntar.
11:10 -12:20 Skipað í málefnahópa. Fundir málefnahópa.
12:20 -13:00 Matarhlé.
13:00 -15:20 Fundir málefnahópa.
15:20 - 16:20 Álit málefnahópa. Umræður.
16:20 -17:20 Almennar umræður.
17:20 -18:00 Kosning framkvæmdastjómar SUJ.
18:00- 19:00 Hlé.
19:00 - ??:?? Hátíðardagskrá.
Sunnudagur 6. nóvember:
09:00 -10:00 Sameiginlegur morgunverður.
10:00 -11:00 Fundir starfshópa.
11:00 -12:20 Álit starfshópa. Umræður.
12:20 -13:00 Matarhlé.
13:00 -13:30 Almennar umræður.
13:30 -14:30 Umræður. Afgreiðsla ályktana.
14:30 -15:00 Kosningar: Málefnanefndir, stjóm Styrktarsjóðs
SUJ, 2 endurskoðendur og 2 til vara.
15:00 -17:00 Stjómmálaályktun 41. þings SUJ. Umræður.
Afgreiðsla.
17:00-17:15 Þingslit.
Nánari upplýsingar gefur Baldur Stefánsson,
framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna.
Skrifstofur SUJ eru að Hverfisgötu 8-10, II. hæð,
101 Reykjavík. Sími 91-29244, fax 629155.
Alþýðuffokkurínn á
Vesturlandi:
Kjördæmis-
ráðog
prófkjörs-
nefnd
fundaá
laugardag
Kjördæmisráð Alþýðu-
flokksins á Vesturlandi
og prófkjörsnefiid boða
til fundar laugardaginn
15. október.
Fundurinn verður
haidinn í félagsheimil-
inu Röst á Akranesi og
hefst hann klukkan
10:30 árdegis. Áætlað
er að fundi Ijúki um
klukkan 14:00.
Dagskrá:
1. Akvörðun um próf-
kjörsreglur.
2. Kosningaundirbún-
ingur og flokksmál.
Framsögumenn: Sig-
urður Tómas Björg-
vinsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðuflokksins,
og Sigurður Eðvarð
Arnórsson, gjaldkeri
Alþýðuflokksins.
- Stjóm kjördœmisráðs.
Samband ungra
jafnaðarmanna:
Áríðandi
fundur
Sambands-
stjómar
í Kópavogi
Samband ungra jafn-
aðarmanna heldur síð-
asta fund Sambands-
stjórnar fyrir 41. lands-
þing SUJ, næstkom-
andi laugardag, 15.
október.
Fundurinn hefst klukk-
an 12:00 og verður í fé-
lagsmiðstöð jafnaðar-
manna í Kópavogi, að
Hamraborg 14a.
Á fundinum verða
meðal annars kynntar
tillögur að breytingum
á lögum Sambands
ungra jafnaðarmanna.
Áríðandi er að fulltrú-
ar FUJ-félaganna á 41.
landsþingi SUJ mæti.
- Formaður.
Æ, ÞESSI VERÖLD...
Frumlegir ALLABALLAR?
Varist
eftir-
11 kingar...
Olafur
Ragnar
Gríms-
son og félagar
hans í Alþýðu-
bandalaginu
þjófstörtuðu
kosningabarátt-
unni í fyrradag
með pompi og
prakt. Ólafur
Ragnar boðaði til
blaðamanna-
fundar, eins og
alltaf þegar hann
þarf að segja
þjóðinni „merki-
lega“ hluti.
Ástæðan var
kynning á ein-
hveiju sem hann
kallar íslandsrút-
CfticUaTisarttltBbl»«m»Sí« llm 600 kauptilboð föst Stjá Kúsnæðisstofnun *»!!»:« aíí«-Saemjiö3) Xöm ■•«*»»«
s U«fcM0 IkaajMi
CBta8ÍbBI9> I R*ök(f focWtUntfamksi- «mt?SB$5B 8 aada^WotatyliLi-ivlnnu | «»u»s
DVIGÆR: Hinn frumlegi
leiðtogi allaballa stal hug-
myndinni um íslandsrútuna
frá sœnskum krötum, enda vill
Ólafur Ragnar trúa því sjálfur
að hann sé formaður í krata-
flokki.
an, sem eru einskonar sérleyfisferðir kommúnista
um landið.
Mörgum kann að þykja þetta afar frumleg hug-
mynd hjá Ólafi Ragnari og félögum. En írumleg-
heitin ná ekki langt þar sem blaðamaður Alþýðu-
blaðsins sá samskonar bfl með pólitískum merking-
um er hann var á ferð um Svíþjóð fyrir kosningam-
ar þar í landi í síðasta mánuði.
Nú gæti hugmyndasmiðurinn Ólafur Ragnar
reyndar hafa fengið sömu hugmynd og sænskir krat-
ar. Það þykir hins vegar ólíklegt þar sem sami blaða-
maður hitti Einar Karl Haraldsson, framkvæmda-
stjóra Alþýðubandalagsins, á útifundi með Ingvar
Carlsson í Stokkhólmi, en það var einmitt þessi
sami Carlsson sem ók um Svíaríki á rauðum sendi-
ferðarbfl sem nefndist „Carlssonstáget".
Sömu heimildir herma að Einar Karl hafi fengið
þá línu frá Ólafi Ragnari að fylgjast aðeins með
krötunum í Svíþjóð en ekki skoðanabræðrum sín-
um í gamla Kommúnistaflokknum. En eins og
menn vita þá trúir Ólafur Ragnar því sjálfur að Al-
þýðubandalagið sé jafnaðarmannaflokkur líkt og
Alþýðuflokkurinn. Sú skoðun er þó ekki útbreidd
meðal hinna almennu félaga í Alþýðubandalaginu,
sem nýlega stofnuðu Sósíalistafélag sem stefnir að
vopnaðri byltingu öreiganna á íslandi. Það verður
síðan gaman að fylgjast með því á næstunni hvort
Ólafur Ragnar og Einar Karl hafa lært meira af
sænskum krötum?
4