Alþýðublaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 FLOKKSSTARF Fréttaskýring Alþýðufiokkurinn í Vestur- landskjördæmi: Auglýsing um prófkjör Framboösfresturtil prófkjörs Alþýöuflokksins í Vestur- landskjördæmi sem fram fer 19. nóvember 1994 stendur til klukkan 22:00, mánudaginn 24. október næstkomandi. Framboöi skal fylgja skrifleg meömæli minnst 15 og mest 25 flokksbundinna Alþýöuflokksmanna í Vestur- landskjördæmi. Rétt til framboðs eiga allir félagar í Alþýðuflokknum sem kjörgengir verða við næstu Alþingiskosningar. Framboðum skal skila til einhvers eftirtalinna aðila: Böðvars Björgvinssonar (Mánabraut 9, Akranesi), Sig- urjóns Hannessonar (Vogabraut 44, Akranesi), Inga Ingimundarsonar (Borgarbraut 46, Borgarnesi), Gylfa Magnússonar (Grundabraut 44, Snæfellsbæ), Guðrún- ar Konnýjar Pálmadóttur (Lækjarhvammi 9. Búðardal) og Guðmundar Lárussonar (Skólastíg 4, Stykkis- hólmi). - Prófkjörnefnd Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Sighvatur Alþýðuflokksfélag IMjarðvíkur Keflavíkur, og Hafna: Sigbjörn Hádegisverðar- fundur með Hádegisverðarfundur verður haldinn laugardaginn 22. október næstkomandi, klukkan 12:00 til 14:00, á veit- ingastaðnum Glóðinni í Keflavík, efri sal. Gestir fundarins verða Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis-, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður og formaður fjárlaganefndar. Fundarstjóri verður Ástríður Sigurðardóttir. Léttur hádegisverður í boði gegn vægu gjaldi. (Jafnaðarmenn á Suðurnesjum! Munið mánudags- fundi Alþýðuflokksfélags Njarðvíkur, Keflavíkur og Hafna sem haldnir eru í Kratahöllinni í Keflavík fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði klukkan 20:30.) - Nefndin Hreinn Hreinsson. Fundur málstofu um kjördæmaskipan og flokkakerfi Málstofa Sambands ungra jafnaðarmanna um kjör- dæmaskipan og flokkakerfi heldur fund fimmtudags- kvöldið 20. október klukkan 20:00. Umsjónarmaður: Hreinn Hreinsson, félagsráðgjafi og formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Fundurinn verður haldinn á II. hæð í Alþýðuhúsinu í Reykjavík. Ungir jafnaðarmenn, fjölmennum! Frændur eru ekki alltaf frændum verstir - Engeyjarættin sér um sína: Ættmenn fengu vel launuð verkefni hjá Halldóri Talnakönnun hf., fyrirtæki bræðranna Benedikts og Sigurðar Jóhannessona hefur fengið góð verk- efni úr höndum landbúnaðar- og samgönguráðuneyta það sem af er kjörtímabilinu. Viðskipti ráðu- neytanna er upp á nærri 5,6 milljónir á rúmum 3 árum, framreiknað til dagsins í dag. Eflaust er það tilviljun ein í okkar fámenna þjóðfélagi að móðir þeirra bræðra og móðir samgöngu- og landbúnað- arráðherra, Kristjana, eru systur Halldór Blöndal: Hefur greitt fyrirtæki náfrænda sinna stórfé fyrir verkefni sem sérfræðingar ráðuneyta hans gátu sem hægast unnið. Talnakönnun hi'., fyrirtæki bræðr- anna Benedikts og Sigurðar Jó- hannessona (Jóhannesar Zoéga, fyrrverandi hitaveitustjóra), hefur fengið góð verkefni úr höndum land- búnaðar- og samgönguráðuneytanna það sem af er kjörtímabilinu. Við- skipti ráðuneytanna er upp á nærri 5,6 milljónir á rúmum 3 árum, fram- reiknað til dagsins í dag. Góð búbót fyrir viðkomandi fyrirtæki. Eflaust er það tilviljun ein í okkar fámenna þjóðfélagi að móðir þeirra Talna- könnunarbræðra, Guðrún Bene- diktsdóttir og móðir Halldórs Blöndal, samgöngu- og landbúnað- arráðherra, Kristjana, eru systur. Hvar eru sidferdis- verdirnir? Aðeins einn fjölmiðill hefur sagt þessa hugljúfu sögu ættrækninnar, Vikublaðið. Eftir útkomu blaðsins á föstudag sendu ráðuneytin tvö, land- búnaðar- og samgönguráðuneytið, út sameiginiegar skýringar á viðskipt- unum við Talnakönnun hf. Engir íjölmiðlar hafa birt stafkrók um þessi viðskipti. Almælt tídindi fyrir milljónir Samkvæmt upplýsingum sam- gönguráðuneytisins var það strax nokkrum dögum eftir myndun nú- verandi ríkisstjómar, í maí 1991, sem Talnakönnun hf., frændgarður ráðherra samgöngumála, hóf út- reikninga sína á stöðu fiskeldis á Is- landi. Ekki stóð á röskum vinnu- brögðum því í sama mánuði kom skýrsla Talnakönnunar hf. Var þessi skýrsla kynnt biaðamönnum. Kom þeim og öllum almenningi lítt á óvart að „ríkið hefði tapað mörgum milljörðum vegna fjárfest- inga í fiskeldi og að þörf væri nýrrar stefnu", eins og samgönguráðuneyt- ið segir. Var hrun fiskeldisins þá þegar löngu ljós staðreynd, sem og að ríkið og bankar og sjóðir hefðu tapað miklum ijármunum í þessum viðskiptum. í framhaldi af skýrslunni héit höf- undur hennar, doktor Benedikt, stærðfræðingur og framkvæmda- stjóri, fundi með hagsmunaaðilum og undirbjó tillögur sem lagðar voru fyrir ríkisstjórn og samþykktar þar. Veita skyldi 300 ntiiljónum króna í lán til fiskeldisfyrirtækja á næstu tveim árum. Þriggja manna nefnd skyldi ákveða hvaða fyrirtæki voru á vetur setjandi. Sjálfur vann Benedikt að því að semja nefndinni reglur, og ennfremur vann hann með nefndinni við að greina stöðu fyrirtækjanna og var henni til aðstoðar við úthlutun- ina. Vinna við þessi fiskeldismál stóð árin 1991, 1992 og 1993 og greiðsl- an samtals 1.492.225 þúsund krónur. Hæst var greiðslan fyrir árið 1991 eða 1.126.500 krónur, sem er um 1.240 þúsund krónur á verðlagi þessa árs. Steingrímur J.: Nóg var til af nýj- um gögnum um stöðu fiskeldisins og hefði ekki þurft að kaupa nýja skýrslu fyrir stórfé. Allar upplýsingar lágu fyrir Steingrímur J. Sigfússon fór með landbúnaðar- og samgöngu- ráðuneyti á undan Halldóri Blöndal í ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar. Steingrímur tjáði Alþýðubiaðinu í gær að nýleg gögn um stöðu físk- eldis hefði Halldór Blöndal fengið í arf. Þessi gögn voru aðgengileg í ráðuneytinu. Ennfremur hafði Fram- kvæmdasjóður látið gera sína úttekt. Öllum hafi á þessum tíma verið ljóst að ríkissjóður hefði tapað umtals- verðum fjármunum á fiskeldisævin- týrum bjartsýnismanna. „Við höfðum auðvitað lengi vitað um þennan baming í fiskeldinu, út- lánatöpin og ofi]árfestingamar“, sagði Steingrímur J. Sigfússon. Hann sagði að söguskýringin væri sú að fiskeldið í landinu væri til komið vegna sjóðaspillingar hjá því opin- bera. Þessu væri hins vegar öðm vísi farið. Offjárfestingin í fiskeldi hefði stafað af einkaframtaki, ekki síst Eyjólfs Konráðs Jónssonar og fé- laga hans, sem vildu að hið opinbera kæmi hvergi nærri. Það hafi ekki verið fyrr en halla tók undan fæti, sem „kallað var á bmnaliðið", farið var fram á stuðnings ríkissjóðs og þegar bmnaliðið var komið á vett- vang var því kennt um að hafa kveikt f! Talnakönnun hf: í þessu húsnæði að Sigtúni 7 hefur fyrirtæki bræðr- anna Benedikts og Sigurðar Jó- hannessona höfuðstöðvar sínar. Verkefna væðing ráduneyta Halldórs En Talnakönnun hf. reyndist ráðu- neytinu vel, þegai'það færði þjóðinni þá síðbúnu fregn að fiskeldið væri algjört klúður. Og því var haldið áfram að versla við Talnakönnun hf. Landbúnaðanáðuneytið segir að á árunum 1993 (aðallega) og 1994 hafi fyrirtækinu verið falið að vinna við svonefnda verkefnavæðingu. Verk- efnavæðing er skipuleg skoðun á stofnunum ráðuneytisins með það fyrir augum að fmna með hvaða hætti megi draga úr kostnaði og gera stjómun skilvikari. Sérfræðingum ráðuneytisins var ekki gefinn kostur á að vinna að þessum málum, sem Þingflokkar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt blessun sína á ný yfir lagafrumvörp um gmnnskóla og framhaldsskóla. Það er því búist við því að menntamála- ráðherra leggi þau fram til umræðu á Alþingi á næstunni. Frumvörpin em árangur af starfi menntastefnu- nefndar, sem ráðherrann skipaði til að leggja gmnn að heildarstefnu- mótun í skólamálum. Blaðið hefur heimildir fyrir því að skiptar skoð- þeir þó em ráðnir ti! að leysa. Greiddar vom 630.783 krónur fyrir þessa vinnu úti í bæ af landbúnaðar- ráðuneyti, - og 1.177.800 krónur frá samgönguráðuneyti. Þá var Talnakönnun látin tjá sig um breytta stöðu Aburðarverk- smiðju ríkisins á Evrópsku efnahags- svæði, enda kom í ljós, það sem flestir vissu raunar, að verksmiðjan missti í árslok 1994 einkaleyfi sitt til áburðarsölu á Islandi. 91.029 krónur fóm þar. Vegna ráðgjafar við athugun á framleiðslukostnaði í ýmsum grein- um landbúnaðar vann Talnakönnun hf„ en ekki stórt. Landbúnaðarráðu- neytinu snerist hugur, taldi verkefnið svo viðamikið að ekki var ráðist í það að sinni. Þetta kostaði þó 39.173 krónur. Sidlaus hagsmunaárekstur Þegar slátra átti Ríkisskip var ekk- ert til sparað að það verk yrði fag- mannlega unnið. RáðheiTa réði frænda sinn doktor Benedikt til að gerast formaður stjómarnefndar Skipaútgerðar ríkisins í nóvember 1991. Hann var við stjómvölinn síð- ustu mánuðina og þáði fyrir 1.851.563 krónur, summan greidd árið 1992. Á sama tíma hélt hann áfram öðrum störfum sínum við Talnakönnun og þessi laun því góð aukageta. Vikublaðið birtir fróðlega grein eftir Friðrik Þór Guðmundsson, blaðamann, á föstudaginn, þar sem kemur í ljós að Halldór Blöndal hafi gert það eitt silt fyrsta verk sem sam- gönguráðherra að iáta gera úttekt á rekstri Skipaútgerðar rikisins. Á þessum tíma var Halldór Blöndal í trúnaðarstörfum fyrir Sjóvá-Al- mennar hf„ stærsta hluthafann í Eimskipafélagi Islands hf„ sam- anir séu um málið meðal stjómar- liða og þá hafa einstakir þingmenn stjórnarandstöðunnar þegar gert ýmsar athugasemdir við tillögur nefndarinnar í fjölmiðlum. Það má því búast við löngum og ströngum umræðum á Alþingi um nýja menntastefnu í vetur. I frumvörpun- um er meðal annars gert ráð fyrir aukinni valddreifingu í skólakerf- inu, samræmdu mati á námsárangri nemenda á öllum stigum námsfer- keppnisaðila Ríkisskips. Blaðið telur það eitthvert alvarleg- asta tilvik síðari ára um siðlausan hagsmunaárekstur hvemig Halldór vann að því að leggja niður Ríkis- skip. Til verksins fékk hann endur- skoðendur tengda Eimskip, Endur- skoðun Akureyrar hf„ en það er dótt- urfyriríæki Endurskoðunar hf„ þar sem Olafur Nilsson er stjómarfor- maður. Endurskoðun hf. annast um endurskoðun reikninga Eimskips. Allir sjá tengslin. Niðurstaða end- urskoðendanna og ráðherrans kom því ekki á óvart. Vikublaðið bendir á önnur tengsl. Samgöngumálanefnd Sjálfstæðisflokksins hafði það að leiðarljósi að koma Ríkisskip fyrir kattamef. Fonnaður þeirrar nefndar er Tómas William Möller, sem á þessum tíma var jafnframt forstöðu- maður landrekstrarsviðs Eimskips. Enn meiri verkefnavæðing Talnakönnun hf. virðist vera eins- konar sjálfstætt útibú frá ráðuneytum Haildórs Blöndals og ráðandi afl í ákvarðanatökum þeirra. Benedikt Jóhannesson hefur starfað sem for- ntaður í þriggja manna hópi sem leit- ar hagræðingar í stofnunum sem heyra utidir ráðuneytin. Unnið er að því að sameina Vita- og hafnamálastofnun og Siglinga- málastofnun. Kannað er hvort koma megi Hólastað undir eina stjórn, - það er biskupssetrinu og bændaskól- anum. Þar mun dóms- og kirkju- málaráðherra að mæta og hann talinn lftt hrifinn af hugmyndinni. Unnið er að því að gera Fiskeldisstöð ríkisins í Kollafirði að hlutafélagi. Næstu verkefni Talnakönnunar hf. verða at- hugun á rekstri Flugmálastjómar og Fjarskiptaeftirlitsins. Það verður því f nógu að snúast hjá fyrirtækinu Talnakönnun hf. á næstunni. • ilsins og öflugra eftirliti með náms- árangri og skólastarfinu. Stefnt er að því að rekstur gmnnskóla færist til sveitarfélagana og gengið út frá því að einsetinn skóli verði að veruleika í öllum sveitarfélögum árið 2001. í upphaflegu drögunum lagði menntamálaráðherra til að árlegur skólatími gmnn- og framhaldsskóla yrði lengdur úr níu mánuðum í tíu, en hann hefur nú dregið þessa til- lögu sína til baka. Alþingi: Frumvörp um menntamál Líklegt að launamál kennara blandist inn í umræðuna á Alþingi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.