Alþýðublaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.10.1994, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 19. október 1994 Verð í iausasölu kr. 140 m/vsk mi>v nn mi iii ii 158.tölublað - 75. árgangur Sinfónían í Hallgrímskirkju Sinfóníuhljómsveit íslands verður með kirkjutónleika í kvöld í Hall- grímskirkju klukkan 20. Þar stjómar Osmo Vánska sínum mönnum, en Garðar Cortes kór íslensku ópemnn- ar. Einsöngvarar em þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björk Jónsdóttir, Garðar Cortes og Tómas Tómasson. Flutt verða sálumessa eftir Rautava- ara, Requiem in our time og verk eft- ir Sir Michael Tippett, A Child in our Time. Upplagstölur Enda þótt Mogginn sé að hrapa í upplagstölu, em aðrir prentgripir á uppleið samkvæmt tölum frá Versl- unarráði Islands, sem fylgist með upplagi prentaðs máls hér á landi. Sjónvarpshandbókin, sem dreift er vikulega ókeypis á heimilin er í 44.800 eintökum; Myndbönd mán- aðarins, einnig dreift frítt, er í 23.500 eintökum; Bamaheill er í 13 þúsund eintökum og Heimili og skóli í 12.000 eintökum. En þarna er að sjá stærri tölur. Gula bókin dreifist í 130.000 eintökum einu sinni á ári; Complete Iceland Map í 80 þúsund eintökum. Fyrirlestur í Háskólanum Doktor Þórhallur Eyþórsson held- ur opinberan fyrirlestur á vegum Is- lenska málfræðifélagsins í stofu 101 f Odda á morgun klukkan 17:15. Fyrirlesturinn nefnist Sagnfærsla og setningagerð í germönskum málum. Þórhallur nam málvísindi í Þýska- landi og Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi frá Comell- háskóla í fþöku í júní síðastliðnum. Samt minnkar Mogginn Upplagseftirlit Verslunarráðs Is- lands hefur sent út ieiðréttingu vegna upplagstalna Morgunblaðsins. Fækkun kaupenda blaðsins var ekki alveg jafn hastarleg og Alþýðublaðið greindi frá í gær. Það rétta er: Morg- unblaðið í apríl-september í fyrra var selt að meðaltali í 51.874 eintök- um, - á sama tímabili á þessu ári í 51.098 eintökum. Kaupendum hefur því fækkað um 776 hausa. Upplags- eftirlitið biðst velvirðingar. „Þetta vom klár mistök“, segja þeir. Hringur opnar tvær sýningar Hringur Jóhannesson lætur sig ekki muna um að opna tvær mál- verkasýningar laugardaginn 22. október næstkomandi. í Listasafni ASI við Grensásveg verða sýnd rúmlega 30 olíumálverk og 25 pa- stelmyndir verða til sýnis í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Síðast sýndi Hringur málverk í Norræna húsinu fyrir tveimur áram. f fyrrakvöld rann út framboðsfrestur til þátttöku í skoðanakönnun innan Framsóknarflokksins um skipan efstu sæta á lista flokksins við komandi þingkosningar. Sæmundur Guðvinsson kannaði hverjir eru í framboði og möguleika þeirra á góðu sæti á listanum: Jöklafarinn keppir við Ástu Ragnheiði - Ólafur Örn Haraldsson skíðar áfram innan flokksins og vill ná 2. sæti framboðslistans af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur en vafasamt er að hann hafi erindi sem erfiði. Finnur Ingólfsson er talinn öruggur um að skipa áfram 1. saeti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fram- sóknarmenn vonast til að bæta við manni í kjördæminu og slagurinn um 2. sætið er harður. A-mynd: E.ÓI. Öllum að óvöram höfðu 13 manns lýst þvf yftr að þeir gæfu kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík við komandi þingkosningar þeg- ar framlengdur framboðsfrestur rann út síðdegis í fyrradag. Félagar í full- trúaráði flokksins í borginni munu greiða atkvæði um röð sex efstu frambjóðenda þann 5. og 6. nóvem- ber. Finnur Ingólfsson alþingis- maður er talinn öraggur um efsta sætið en hörð barátta er um næstu sæti og þá ekki síst 2. sætið.Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir gerir kröfu um það sæti en það gera líka Olafur Örn Haraldsson og Arn- þrúður Karlsdóttir. Fyrir síðustu kosningar fór Finnur Ingólfsson fram gegn Guðmundi G. Þórarinssyni í 1. sæti listans og hafði sigur. Guðmundur lenti í 2. sæti, Ásta Ragnheiður í 3. sæti og Bolli Héðinsson í því 4. Guðmundur sætti sig hins vegar ekki við úrslitin og neitaði að vera á listanum. Þá færðust Ásta Ragnheiður og BoIIi upp um eitt sæti. Við þetta fram- boðsval gáfu aðeins sjö manns kost á sér en nú hafa sem sagt 13 hellt sér í slaginn. Þessir eru á listanum Finnur Ingólfsson gefur einn kost á sér í 1. sæti listans. I 2. sæti gefa kost á sér þau Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir og Ólafur Öm Haralds- son. Arnþrúður Karlsdóttir gefur kost á sér í eitt af efstu sætunum og fregnir herma að hún stefni á 2. til 3. sæti. Vigdís Hauksdóttir blómasali gefur kost á sér í 3. sæti og það gerir líka Hailur Magnússon en Gissur Pétursson gefur kost á sér í 3. til 4. sæti. Bjarni Einarsson gefur raunar kost á sér í 1. til 4. sæti en almennt er álitið að hann stefni ekki upp fyrir 4. sætið. Þuríður Jónsdóttir lögfræð- ingur gefur kost á sér í 4. sæti og Ingibjörg Davíðsdóttir stjómmála- fræðingur stefnir á 5. til 6. sæti. Aðrir frambjóðendur era Alvar Oskarsson, Áslaug Ivarsdóttir og Þór Jakobsson en þau keppa ekki að tilteknum sætum. Gudmundur stydur Ólaf Örn Sem fyrr segir er Finnur Ingólfs- son talinn öraggur um fyrsta sætið. Framsóknarmenn sem rætt var við vora þó ekki sammála um hvort yfir- burðir hans væra ótvíræðir eða ekki. Töldu sumir hann óumdeildan sem foringja í Reykjavík en aðrir sögðu að ekki hefði fennt yfir slag Finns við Guðmund G. og ýmsir hefðu því hom í síðu hans. En hvað sem því líður er ekki ástæða til að ætla annað en hann sé öraggur um góða kosn- ingu. Það var sama við hvem var talað úr hópi framsóknarmanna í borginni. Allir voru sammála um að Ólafur Öm Haraldsson berðist nú af alefli til að tryggja sér 2. sætið. Guðmundur G. Þórarinsson og hans armur innan flokksins styður Ólaf Öm af fullum þunga. Reynt var að fá Guðmund til að fara fram en hann neitaði nema viðhaft _yrði opið prófkjör. Sjálfur vinnur Ólafur ötullega að sínu fram- boði og leggur sig fram um að ná tali af öllum meðlimum fulltrúaráðsins en þeirera á fimmta hundrað. Framboð Ólafs kom hins vegar mörgum á óvart enda höfðu menn frekar frétt af honum á Grænlands- jökli en innan veggja Framsóknar- flokksins. Ólafur mun hins vegar hafa gefið þær skýringar að vegna starfa sinna hjá Hagvangi og Gallup, sem meðal annars önnuðust skoð- anakannanir, hafi hann ekki fyrr get- að komið út úr skápnum, ef svo má að orði komast. Sumir viðmælenda blaðsins voru þeirrar skoðunar að ákafinn við að tryggja Ólafi góða kosningu væri slíkur að fulltrúaráðs- menn væra ekki síður hvattir til að kjósa hann í 1. sæti en sæti númer tvö. Konur vilja sætid Þrátt fyrir eitilharða baráttu Ólafs og hans manna fyrir2. sætinu honum til handa er ekki þar með sagt að sig- ur vinnist. Viðmælendur blaðsins töldu að flokkurinn ætti góða mögu- leika á að bæta við sig manni í Reykjavík og fá tvo kjöma. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefði lengi verið ofarlega á baugi og það væri vænlegt til árangurs að hafa konu í 2. sæti. Sjálf stefnir Ásta Ragnheiður ótrauð á þetta sæti sem er raunar sama sæti og hún skipaði á framboðslistanum við síðustu kosn- ingar. Þetta er raunar bæði notað sem meðmæli með henni og líka gegn henni því sumir sögðu hana ekki hafa trekkt nægilega síðast og þá gerði hún það ekki frekar við kosn- „Þetta era vissulega góð tíðindi og ef ég á að spá í framhaldið þá vona ég að atvinnuleysistölurnar eigi eftir að lækka, verði aflabrögð og vertíð með eðlilegum móti“, sagði Gunnar Sigurðsson, forstöðumaður Vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneytis í samtali við Alþýðublaðið í gær. I yfirliti skrifstofunnar um at- vinnuástandið f september era tölur sem vissulega glæða bjartsýni manna. í síðasta mánuði vora skráðir tæp- lega 94 þúsund atvinnuleysisdagar, þar af 56 þúsund hjá konum. Hafa at- vinnuleysisdagarekki verið færri áð- ingamar í vor. Auk Ástu Ragnheiðar gaf Arn- þrúður Karlsdóttir fljótlega kost á sér og þá í eitt af efstu sætunum. Ekki bættust fleiri konur í hópinn fyrr en skömmu áður en framboðsfrestur rann út. Amþrúður hefur lengi starf- að í flokknum og var í 3. sæti á lista fiokksins á Reykjanesi fyrir þing- kosningar á sínum tíma. Hún hefur hins vegar ekki verið áberandi í starfi innan flokksins um nokkum tíma og er henni nú ýmist reiknað það til tekna eða öfugt. Viðmælendur blaðsins voru ekki sammála um möguleika Arnþrúður í 2. til 3. sæti en suntir töldu að hún ætti meira fylgi en margan granaði. Ásta Ragnheidur líklegri Þegar viðmælendur blaðsins úr ur á þessu ári, og hefur þeim fækkað umtalsvert, eða um 11 þúsund daga frá því í ágúst, og um 5 þúsund frá september 1993. Engu að síður er vandamálið enn fyrir hendi. 4.317 menn hafa að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum - 1.738 karlar og 2.579 konur. Það jafngildir 3,2% atvinnu- leysi, en í janúar á þessu ári var at- vinnuleysið 7,5% og náði hámarki. Það sem nú hefur gerst er að at- vinnuástandið hefur batnað mun meira en búast mátti við. Skýring- amar segir Gunnar Sigurðsson þær helstar að minna ber á almennum hópi framsóknarmanna vora beðnir að spá ákveðið um úrslit í baráttunni um 2. sætið var meirihlutinn á því að Ásta Ragnheiður færi þar með sigur af hólmi eins og útlitið væri núna. Ólafur Öm væri þá næsta öraggur í 3. sætið með þeim óvissuþætti þó sem framboð Amþrúðar skapaði. I næstu sætum vora einkum nefnd nöfn Halls Magnússonar. Vigdísar Hauksdóttur, Bjama Einarssonar og Þuríðar Jónsdóttur sem er sögð njóta stuðnings Sigrúnar Magnúsdóttur. Gissur Pétursson er sagður hafa misst af strætisvagninum og ekki eiga möguleika á einu af efstu sætun- um. Ingibjörg Davíðsdóttir, frá Am- bjargarlæk, mun ekki sækja framboð sitt fast að sinni enda á leið í frekara nám. samdrætti í atvinnulífinu en undan- farin tvö haust þannig að fækkun á vinnumarkaði og árstíðabundin íjölgun starfa í september, til dæmis vegna sláturtíðar, uppskeru, skóla- starfs og fleira, vegur upp eðlilega fækkun starfa á haustin, til dæmis í verktakastarfsemi og ferðamanna- iðnaði. Þá segir Gunnar að svo virð- ist sem um sé að ræða aukna eftir- spurn eftir fólki, bæði í almennum iðnaði og í fiskiðnaði. Og þetta gerist þrátt fyrir ördeyðu í loðnuveiðum og botnfiski í mánuðinum, en hins veg- ar hefur komið til töluverð vinna í mannaflafrekum fiskiðnaði eins og rækju-, skel- og ígulkeravinnslu. Kosid í sex sæti Formaður fulltrúaráðs llokksins í Reykjavík er Valdimar K. Jónsson. Hann sagði í samtali við blaðið að 428 manns ættu sæti í fulltrúaráðinu. Ætlunin væri að við atkvæðagreiðsl- una yrði númerað í sex efstu sætin en þó væri það því aðeins bindandi að frambjóðandi fengi 50% atkvæða í viðkomandi sæti. Raunar hefði ætl- unin verið að raða aðeins í fjögur efstu sætin með þessum hætti en vegna mikillar þátttöku hefði verið fjölgað í sex. Að öðra leyti myndi síðan sjö manna kjömefnd koma með tillögu um endanlega skipan listans. Kynningarfundur verður með frambjóðendum næst komandi þriðjudagskvöld en atkvæðagreiðsl- an fer fram 5. og 6. nóventber. • Atvinnurekendur á Snæfellsnesi og víða á Vestfjörðum hafa átt í erf- iðleikum með að manna fiskvinnslu- hús sín að undanfömu. Einkunt era það konur sem óskað hefur verið eft- ir til snyrtingar og pökkunarstarfa. Þær hreinlega fást ekki, enda eiga þær margar ekki heimangengt á milli landsfjórðunga. Og það er ekkert launungarmál að ekki vilja allir vinna í fiski. Erlent vinnuafl hefur því verið lausnin og veit Alþýðu- blaðið að 30 tímabundin atvinnuleyfi hafa verið veitt pólsku farandverka- fólki, og án efa skiptir erlent vinnuafl á íslandi tugum starfa þrátt fyrir at- vinnuleysi heimafólks. Atvinnuleysi á undanhaldi - en víða verður að manna fiskvinnslur með útlendu vinnuafli þar sem innlent vinnuafl fæst ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.