Alþýðublaðið - 20.10.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 FLOKKSSTARF Alþýðuflokkurinn í Vestur- landskjördæmi: Auglýsing um prófkjör Framboösfrestur til prófkjörs Alþýðuflokksins í Vestur- landskjördæmi sem fram fer 19. nóvember 1994 stendur til klukkan 22:00, mánudaginn 24. október næstkomandi. Framboði skal fylgja skrifleg meðmæli minnst 15 og mest 25 flokksbundinna Alþýðuflokksmanna í Vestur- landskjördæmi. Rétt til framboðs eiga allir félagar í Alþýðuflokknum sem kjörgengir verða við næstu Alþingiskosningar. Framboðum skal skila til einhvers eftirtalinna aðila: Böðvars Björgvinssonar (Mánabraut 9, Akranesi), Sig- urjóns Hannessonar (Vogabraut 44, Akranesi), Inga Ingimundarsonar (Borgarbraut 46, Borgarnesi), Gylfa Magnússonar (Grundabraut 44, Snæfellsbæ), Guðrún- ar Konnýjar Pálmadóttur (Lækjarhvammi 9. Búðardal) og Guðmundar Lárussonar (Skólastíg 4, Stykkis- hólmi). - Prófkjörnefnd Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi. Alþýðuflokksfélag Njarðvíkur Keflavíkur, og Hafna: RAÐAUGLYSINGAR Sighvatur Sigbjörn Hádegisverðar- fundur með og Sigbirni Hádegisverðarfundur verður haldinn laugardaginn 22. október næstkomandi, klukkan 12:00 til 14:00, á veit- ingastaðnum Glóðinni í Keflavík, efri sal. Gestir fundarins verða Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðis-, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður og formaður fjárlaganefndar. Fundarstjóri verður Ástríður Sigurðardóttir. Léttur hádegisverður í boði gegn vægu gjaldi. (Jafnaðarmenn á Suðurnesjum! Munið mánudags- fundi Alþýðuflokksfélags Njarðvíkur, Keflavíkur og Hafna sem haldnir eru í Kratahöllinni í Keflavík fyrsta og þriðja mánudag í hverjum mánuði klukkan 20:30.) - IMefndin Samband ungra jafnaðarmanna: Hreinn Hreinsson. Fundur málstofu um kjördæmaskipan og flokkakerfi Málstofa Sambands ungra jafnaðarmanna um kjör- dæmaskipan og flokkakerfi heldur fund fimmtudags- kvöldið 20. október klukkan 20:00. Umsjónarmaður: Hreinn Hreinsson, félagsráðgjafi og formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Fundurinn verður haldinn á II. hæð í Alþýðuhúsinu í Reykjavík. Ungir jafnaðarmenn, fjölmennum! FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra 1995 Stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra auglýsir eftir um- sóknum um framlög úr sjóðnum árið 1995. Um hlutverk sjóðsins vísast til 40. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 204/1994 um Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og Framkvæmda- sjóðs fatlaðra. Umsóknum skal skila til hlutaðeigandi Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra sem veita nánari upplýsingar. Svæðisskrifstofa Svæðisskrifstofa Svæðisskrifstofa Svæðisskrifstofa Svæðisskrifstofa Svæðisskrifstofa Svæðisskrifstofa Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Nóatúni 17, Reykjavík Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi Vestfjarða, Mjallargötu 1, ísafirði Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki Norðurlands eystra, Stórholti 1, Akureyri Austurlands, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum Suðurlands, Gagnheiði 40, Selfossi Umsóknum skal skila til svæðisskrifstofa fyrir 20. nóvember 1994. Félagsmálaráðuneytið, 14. október 1994. HEILSUGÆSLUSTOÐVAR í REYKJAVÍK STJÓRNUIMARSViÐ Inflúensubólusetning á vegum heilsugæslustöðv- anna í Reykjavík, Heilsu- gæslustöðvar Seltjarnar- ness og sjálfstætt starf- andi heimilislækna Um þessar mundir er að hefjast bólusetning gegn in- flúensu á vegum heilsugæslustöðvanna í Reykjavík, Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi og sjálf- stætt starfandi heimilislækna. Samkvæmt upplýsing- um landlæknis er öidruðum, hjarta- og lungnasjúk- lingum og fólki með skert ónæmiskerfi sérstaklega ráðlagt að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Bólusetningar eru framkvæmdar á heilsugæslustöðv- unum í Reykjavík og Heilsugæslustöðinni á Seltjarn- arnesi. Stöðvarnar eru: Heilsugæslustöð Árbæjar, Hraunbæ 102, sími 671500, Heilsugæslustöð Grafarvogs, Hverafold 1-3, sími 871060, Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6, sími 670200, Heilsugæslustöðin í Mjódd, Þönglabakka 6, sími 670440, Heilsugæslustöðin í Fossvogi, Borgarspítala, sími 696780, Heilsugæslan Lágmúla 4, Lágmúla 4, sími 688550, Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14, sími 622320, Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, sími 625070, Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, Suðurströnd, sími 612070. Ennfremur annast sjálfstætt starfandi heimilislæknar í Reykjavík þessar bólusetningar. 19. október 1994. Heilsugæslan í Reykjavík. Heilsugæslustödin á Seltjarnarnesi. Minningarorð Emilía Samúelsdóttir Fædd 10. júní 1916 - Dáin 12. október 1994 Ég kynntist Emilíu Samúelsdótt- ur f'yrir aðeins fjórum árum - en á sinn liátt varð hún meiri örlagavald- ur í lífí mínu en flestir aðrir. Þegar ég stóð andspænis því að taka ákvörðun um, hvort ég legði í tví- sýnt prófkjör fyrir þingkosningam- ar 1991 kom hennar nafn aftur og aftur upp. Hinir bestu menn töldu flestir lítils árangurs að vænta, nema ég nyti fulltingis þeina Bald- vins beggja. Yfir pönnukökum í eldhúsinu hjá Emmu var það góð- fúslega veitt, og þá sagði Sigurður Jónsson hjá Slysavamafélaginu: „Þú þarft ekki að gera meira, þetta er unnið.“ Emma var hreinskiptin mann- eskja. Hún hikaði ekki við að segja mér á kjamgóðri fslensku þegar henni mislflcaði viðhorf mín í ein- stökum málum. En að sama skapi var hún örlát á hrós, þegar henni fannst vel unnið. Síðast áttum við tal sarnan á flokksþinginu á Suður- nesjum í júní. Ég sat nteð þeim Baldvini til borðs og eftir úrslitin í formannskjöri, lá fyrir að ég myndi tapa glæsilega íkosningum til vara- formanns. Einhverjir vildu að ég drægi mig til baka til að forðast fyr- irsjáanlegt tap. Þetta bar ég undir Emmu og Baldvin, sem töldu það af og frá, og kváðu styrkleika felast í því að hvika ekki. Það var einfald- lega í mótsögn við eðli beggja að láta hi'ekjast undan vopnabraki. Emma gegndi margskonar trún- aðarstörfum fyrir flokkinn, hún lifði með honum súrt og sætt, og þoldi jafn vel andstreymið og vel- gengnina. Líf hennar var öðrurn þræði samofið sögu flokksins í yfir hálfa öld. I bókstaflegum skilningi blandaði hún blóði við söguna þeg- ar hún giftist syni Jóns BaJdvins- sonar, eins ástsælasta foringja ís- lenskra jafnaðarmanna fyrr og síð- ar. Sennilega varekki öðrum hjón- um til að dreifa innan Alþýðu- flokksins, sem voru jafn samhent og afdráttarlaus í stuðningi sínum við hugsjónir jafnaðarstefnunar. Bæði eðalmálmur í gegn. Alþýðuflokkurinn siglir nú brimskafla. Þeim mun sárara er að missa svo góðan félaga og traustan liðsmanna úr lífróðrinum miðjum. Handan Atlantshafs sendi ég félaga mínum Baldvini Jónssyni og fjöl- skyldu hans mína dýpstu samúðar- kveðju. - Össur Skarphéðinsson. Hefur þjóöin efni a onýtum Háskóla? Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, var meðal þeirra sem ávörpuðu baráttufundinn um framtíð Háskólans í gær. Stúd- entaráð bendir á í baráttu sinni að á síðustu 7 árum hefur virkum nemcndum skólans fjölgað um 50% - en raunlækkun hefur á sama tíma orðið á framlagi til Há- skólans um 1,5%. Háskólinn er eina menntaslofnun landsins sem ekki fær aukið fé vegna aukins nemendafjölda næsta ár. Fyrir fjórum ánint var niðurskurður til Háskóla íslands sem svarar því að öll kennsla í lögfræði, hagfræði og viðskiptafræði hafi verið lögð nið- ur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.