Alþýðublaðið - 20.10.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994 Menning Þorgeir Þorgeirsson Hugleiðingar á hátíðarári Þorgeir Þorgeirsson, einn snjall- asti og beinskeyttasti þjóðfélags- gagnrýnandi okkar, hefur sent frá sér kverið Sex hugleiðingar á há- tíðarári. Hugleiðingamar heita: Bamið og túkallinn, Lögrétta, Svefnró Hæstaréttar, Opinber skrif eiga að vera opinber, Tvö bréf til stjómar Lögmannafélags íslands og Loka- orð. A bókarkápu segir: „Sex hug- leiðingar á hátíðarári sveima allar í kringum sama spmngusvæðið á hjami íslenskrar fjölmiðlaum- ræðu. Og þessir textar em ekki samdir til að berja neitt í þá bresti. Þvert á móti. Hér er verið að rýna í ástæðum- ar fyrir því, að réttarfar og dóms- mál landsins má ekki ræða nema eftir forskrift jábræðralags, sem enginn heilhuga lýðræðissinni fær af sér að taka þátt í. Og meira en það. Rödd lýðræðissinnans er lögð í einelti af hagsmunavörðum kerfis, sem jábræðralagið hefur komið á hér í lýðveldinu á undangengnum 50 ámm. Þetta rit gæti því rétt eins heitið Bænarstund við þagnarmúr- inn.“ Sex hugleiðingar á hátíðarári fást í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg, Eymundsson í Austurstræti og hjá útgefandan- um, Leshúsi. Utsöluverð er aðeins 335 krónur. Nánar verður sagt ffá riti Þor- geirs í Alþýðublaðinu á næstunni. Þorgeir Þorgeirsson Bænarstund við þagnarmúrinn. Miðvikudag - Fitnmtudag - Föstudag - Laugardag 19.- 22. okt. KRINGLU komdu íFJÓRA DAGA Mjólkursamsalan styður íslenska málvernd íslensk tunga er stoð atvinnulífsins - í þeirri samkeppni sem íslenskt atvinnulíf mun takast á við í bráð og lengd, segir Guðlaugur Björgvinsson forstjóri MS Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri MS: „Stolt þjóðarinnar, sjálfstæði hennar og reisn, er ómissandi stoð í þeirri samkeppni sem islenskt atvinnulíf mun takast á við í bráð og lengd." „í alþjóðlegu samstarfi er það öðm fremur íslensk tunga sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð. Ef við glötum henni er voðinn vís. An hennar verðum við lítið annað en hjákátleg nýlenda án afgerandi þjóðareinkenna, án raunvemlegr- ar menningararfleiðar og sögu. Stolt þjóðarinnar, sjálfstæði henn- ar og reisn, er ómissandi stoð í þeirri samkeppni sem íslenskt at- vinnulíf mun takast á við í bráð og lengd.“ Þetta sagði Guðlaugur Björg- vinsson, forstjóri Mjólkursamsöl- unnar, meðal annars þegar hann greindi frá stuðningi samsölunnar við íslenska málvemd. I fyrradag var undirritað samkomulag á milli Mjólkursamsölunnar annars vegar og Islenskrar málnefndar og mál- ræktarsjóðs hins vegar um víðtækt samstarf á sviði málvemdar. I til- efni af 10 ára afmæli málstöðvar- innar á næsta ári og 60 ára afmæli Mjólkursamsölunnar þann 15. janúar næst komandi afhenti Mjólkursamsalan Islenskri mál- stöð nýjan tölvubúnað að gjöf. Samkvæmt því sem blaðið kemst næst er sú gjöf að verðmæti á aðra milljón króna. Ábendingar á umbúdir Stuðningur Mjólkursamsölunn- ar við íslenskt mál verður einkum með þrennum hætti. I fyrsta lagi er gert ráð fyrir að því að mjólkur- umbúðir verði helgaðar margs- konar ábendingum um íslenska tungu. Guðlaugur Björgvinsson benti á í samtali við blaðið að þessar umbúðir vem gífurlega sterkur miðill enda mjólk á hvers manns borði. I öðru lagi mun Mjólkursamsalan leggja málvemd lið með beinum tjárframlögum, gjöfum og styrkjum og í þriðja lagi mun fyrirtækið leggja sitt af mörkum til hvatningar og sam- stöðu landsmanna um málefnið. Má þar nefna nýja auglýsingu sem Mjólkursamsalan hefur látið gera fyrir kvikmyndahús og sjónvarp þar sem Alexandra Gunnlaugs- dóttir syngur frumsamið ljóð Þúrarins Eldjárn við lag Atla Heimis Svcinssonar. „Ég er sannfærður um gagn- kvæman hag Mjólkursamsölunn- ar og íslenskunnar og um leið þjóðarinnar allrar. Ég er einnig viss um að fleiri fyrirtæki munu koma í kjölfarið og Ijá tungunni lið á komandi árum. Ef sú spá mín rætist er það Mjólkursamsölunni sérstakt ánægjuefni að hafa rutt brautina með þeim hætti sem framundan er,“ sagði Guðlaugur Björgvinsson. Skáldlegt strandhögg Fjögur íslensk skáldverk koma út í Bretlandi Islenskur skáldskapur hefur fráleitt átt greiða leið á ensku- ntælandi markað. A dögunum kom hinsvegar út í Bretlandi bókin Bnishstrokes of Blue, og hefur að geyma Ijóð eftir átta skáld af yngri kynslóð. Páll Valsson annaðist útgáfuna, en bókin kemur út að frumkvæði ís- lenska sendiráðsins í Lundúnum. Skáldin átta sem eiga ljóð í bókinni eru Einar Már Guð- mundsson, Elísabet Jökulsdóttir, Sigfús Bjartmarsson, Linda Vil- hjálmsdóttir, Gyrðir Elíasson, Sjón, Kristín Omarsdóttir og Bragi Ólafsson. Ljóðin þýddu þeir David McDuff, Sigurður A. Magnússon og Bernard Scudder. Utgefandi hinna bláu pensil- drátta er Greyhound Press, sem sýnir íslenskum skáldskap mik- inn áhuga um þessar mundir, og hefur hleypt af stokkunum sér- stakri ritröð íslenskra bóka. Bernard Scudder hefur þýtt skáldsögur Einars Más Guð- mundssonar, Eftirmáli regndrop- anna og Englar alheimsins, svo og verðlaunaverk Thors Vil- hjáimssonar, Grámosinn glóir. Þá hefur David McDuff þýtt skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Tröllakirkja. Englar alheimsmarkaðs. Tvær af skáldsögum Einars Más koma út í Bretlandi og hann er eitt átta skálda sem eiga Ijóð í nýrri safn- bók. Nýjar oöfvu' á útsöluveröi Gerðu ævintýralega kaup Yfir S00 tilboö á nyjum vörum Aðeins þessa 4 daga KRlNGLiN gatanmín 9B9Ý909 AÐALSTÖÐIN kynnir Kringlukast Vetrarfagnaöur R-listans Einar Kárason, Bubbi Morthens og Steinunn Sigurðardóttir halda uppi fjörinu. Vetrarfagnaður Regnbogans, samtaka um Reykjavíkurlista, verður haldinn3Englar alheims- markaðs. Tvær af skáldsögum Einars Más koma út í Bretlandi og hann er eitt átta skálda sem eiga ljóð í nýrri safnbók. í Súlna- sal Hótel Sögu annað kvöld, 21. október. Húsið verður opnað klukkan 19:30 og gestir boðnir velkomnir með fordrykk. Borð- hald hefst klukkan 20:30 á hum- arforrétti og síðan verða bomir fram lamba- og nautahnappar í piparrótarsósu og kaffi á eftir. Veislustjóri er Helgi Hjörvar varaborgarfulltrúi og Einar Kára- son rilhöfundur heldur ræðu kvöldsins. Auk þeirra koma fram tnóið Skárr’ en ekkert, Bubbi Morthens, Steinunn Sigurðar- dóttir, Kvennakór Reykjavíkur og Steini frændi. Eftir matinn verður stiginn dans frameftir nóttu. Miðaverð er 3.500 krónur og miðasala er á skrifstofu Regn- bogans, Pósthússtræti 13, sírni 16800. Fyrir þá sem vilja koma á ballið en sleppa matnum kostar miðinn 1.200 krónur og fæst við innganginn eftir klukkan 23:00. Bíósjúkir íslendingar Islendingar eiga mörg skemmtilega „höfðatö!u-met“; til að mynda á kvikmyndasviðinu. Þrátt fyrir að bíóferðum fjölgi jafnt og þétt á Norðurlöndum þá fer engin þjóð jafnoft í bíó og við íslendingar. Meðan Danir, Finn- ar og Svíar fara að nteðaltali ekki einu sinni tvisvar í bíó á ári, þá heimsækir meðal-íslendingurinn kvikmyndahúsin tæplega tólf sinnum á ári.Hverjum þykir stð- an sinn fugl fagur og Danir eru hrifnastir af sínum kvikntynda- skáldum; þrátt fyrir að 74,1% kvikmynda í bíóhúsum þeirra séu ættaðar úr draumasmiðjunni bandarísku - og 17.1 úr þeirri dönsku- þá voru fjórar af tíu vin- sælustu kvikmyndunum danskar á síðasta ári (þegar ellefu danskar kvikmyndir voru frumsýndar).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.