Alþýðublaðið - 20.10.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.10.1994, Blaðsíða 8
.s* MÞYBUBMÐIÐ Fimmtudagur 20. október 1994 159.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk „Samkeppni“ um útsendingar úr þing- sölum: RÚV sýnir beint frá Alþingi „Það er rétt, málið hefur verið mikið rætt innan forsæt- isnefndar Alþingis“, sagði Gunniaugur Stcfánsson, al- þingismaður í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Þingmaður- inn sagði að Ijóst væri nú að ríkissjónvarpið mun á næstu dögum taka upp beinar út- sendingar frá fundum Alþing- is. Þarmeð er komin upp „sam- keppni“ um sjónvarpssending- ar frá Alþingi, því Sýn, sjón- varpsrás Stöðvar 2, mun halda áfram útsendingum eins og verið hefur. Altalað er að þær sendingar séu nánast eingöngu í því skyni að halda rásinni, sem ella kynni að falla keppi- nautum í skaut. Gunnlaugur sagði að það væri mikil bót að fá Ríkisút- varpið til að senda frá þing- fundum, því þar með næðu landsmcnn allir útscndingun- um, en sendingar Sýnar hafa aðeins náð til höfuðborgar- svæðisins og næsta nágrennis. Sýn sendir í dag beint frá þinginu til klukkan 17, en þá er slökkt á sendingunni og dagskrá Stöðvar 2 birtist á Sýnar- skjánum. RUV mun hins vegar senda út til klukkan 16:45 þegar dagskrá stöðvar- innar hefst. Sagði Gunnlaugur að samn- ingur við Ríkisútvarpið væri í burðarliðnum. Sendingarnar eru Alþingi að kostnaðarlausu. Vilhjálmur Egilsson og Hjálmar Jónsson sóknarprestur keppa um fyrsta sætið á D-lista í Norðurlandskjördæmi vestra. Sæmundur Guðvinsson kann- aði framboðsmálin Ræður afstaðan til ESB úrslitum? Hjálmar segist hafa allt aðra skoðun en Vilhjálmur á umsókn um aðild að Evrópusambandinu Það verður tvísýn barátta um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi vestra við komandi kosningar. Þeir Vil- hjálmur Egilsson og Hjálmar Jónsson keppa um sætið en allar lík- ur eru á kjördæmisþing flokksins ákveði að viðhafa prófkjör um val á listann. Ólík afstaða tvímenninganna til aðildar að Evrópusambandinu kann að ráða úrslitum um hvor þeirra hefur betur. Kjömefnd Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra hefur lagt til að prófkjör verði viðhaft við val á list- ann en fyrir síðustu kosningar var stillt upp og Pálmi Jónsson í efsta sæti að venju. Eftir að Pálmi ákvað að draga sig í hlé að loknu þessu þingi hefur prófkjör nánast legið í loftinu. Vigfús Vigfússon formaður kjördæmisráðs sagði í samtali við blaðið að kjördæmisþing færi fram dagana 29. og 30. október á Blöndu- ósi. Þar yrði tillaga um prófkjör bor- in upp og væri líklegt að hún yrði samþykkt. Ágreiningur um ESB Eins og kunnugt er þá er Viljálm- ur Egilsson hlynntur því að Islend- ingar leiti eftir aðild að Evrópusam- bandinu. Hjálmar Jónsson var í gær spurður hvort hann ætti samleið með Vilhjálmi í þeim efnum: „Nei, við erum ekki líkir í þeim efnum. Meðan ekki verður breyting á fiskveiðistefnu ESB og yfirráðum þess yfir fiskimiðunum tel ég það frágangssök að tala um aðild,“ svar- aði Hjálmar. Þegar Vilhjálmur var spurður um ágreining þeirra um þetta atriði vildi hann lítið við það kannast. „Eg hef ekki heyrt Hjálmar tjá sig um þetta mál,“ sagði Vilhjálmur. Af viðtölum við fólk í kjördæm- inu að dæma kann þessi ágreiningur þeirra unt afstöðuna til Evrópusam- bandsins að ráða úrslitum í keppn- inni um efsta sætið. Kjósendur upp til sveita eru sagðir tortryggnir í garð Evrópusambandsins og á útgerðar- stöðum greini menn mjög á um mál- ið. Tvísýn barátta Vilhjálmur var spurður hvort það veikti ekkert stöðu hans að vera bú- settur og starfandi í Reykjavík. „Nei, alls ekki. Eg er orginal Skagfirðingur og Króksari," svaraði Vilhjálmur af bragði. Hjálmar sagðist vera í ágætu starfi sem sóknarprestur á Sauðárkróki. Hins vegar hefði hann fengið mikla og víðtæka hvatningu um að bjóða sig fram í efsta sætið. Sú hvatning næði langt úr fyrir Sauðárkrók. Vil- hjálmur taldi sig eiga fylgi að fagna jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Heim- ildarmenn blaðsins í kjördæminu sögðu margir að Hjálmar ætti mun meira fylgi í dreifbýlinu en Vil- hjálmur, sérstaklega í Húnavatns- sýslum, auk þess að eiga fylgi að fagna á Króknum. Fylgi Vilhjálms- son væri sterkara á þéttbýlisstöðun- um og þá ekki síst meðal atvinnurek- enda og ýmissa framámanna bæjar- félaga. Vilhjálmur hefði sýnt dugnað og samviskusemi sem þingmaður og auk þess væri hann þekktur úr tjöl- miðlum. Hjálmar Jónsson er ekki síður vin- sæll og vellátinn þótt hann hafi ekki reynslu á við Vilhjálm í stjómmál- um. Reyndar taldi Framsóknarflokk- urinn hann sinn mann og það kom framsókn í opna skjöldu þegar Hjálmar dúkkaði upp í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við síðustu kosningar. Samkvæmt viðtölum við sjálf- stæðismenn í kjördæminu þykir ljóst ui T3 C > E < Vilhjálmur Egilsson: Verður hann látinn gjalda ein- dreginnar afstöðu í ESB-málinu. að mjótt verði á munum við kosning- ar í fyrsta sætið. Það kunni að ráða úrslitum á hvora hliðina fylgismenn Pálma í Húnaþingi munu hallast í prófkjörinu. Jóhannes ekki fram Margir höfðu áhuga á því að fá Húnvetninginn Jóhannes Torfason bónda á Torfalæk og hluthafa í Stöð 2 til að bjóða sig fram fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Norðurlandi vestra. Ekki tókst að ná tali af Jóhannesi í gær, en heimildarmenn blaðsins sögðu Jóhannes hafa aftekið að fara fram. Hins vegar hefur annar Hún- vetningur, Agúst Sigurðsson bóndi á Geitaskarði, tilkynnt að hann muni gefa kost á sér til framboðs. Ekki sækist hann þó eftir fyrsta sæti list- ans en er sagður hafa hug á 2. til 3. sæti. Fyrir síðustu kosningar skipaði Runólfur Birgisson á Siglufirði 4. sætið. í samtali við blaðið sagðist Runólfur ekki vera búinn að ákveða hvort hann gæfi kost á sér núna. Hann ætlaði að heyra hljóðið í mönnum á kjördæmisþinginu áður en hann tæki ákvörðun. Þá mun Björn Jónasson sparisjóðsstjóri á Siglufirði vera að íhuga framboð. Þrátt fyrir nokkra eftirgrennaslan tókst ekki að hafa upp á neinni konu sem talin væri líkleg til að láta að sér kveða við val í efstu sæti listans. Menn sögðu hins vegar að nógur væri tíminn og þessi mál ættu öll eft- ir að skýrast. Það eina sem væri pott- þétt væri slagur Hjálmars og Vil- hjálms um fyrsta sætið. Framboð - eöa ekki framboð Rætt við fólk sem hefur verið orðað við framboð með Jóhönnu Sigurðardóttur. ÖgmundurJónasson, formaður BSRB Stend fyrir utan þetta „Ég stend utan við þetta allt saman enda lengi verið óflokks- bundinn maður“, sagði Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, í gær. „Við Jóhanna hittumst í sum- ar og þar lýsti ég áhuga minum á að félagslega sinnað fólk þjappaði sér saman og leitaði leiða til sam- starfs. Það er engin launung að minn hugur stendur í félags- hyggjuátt og mér hefur oft fundist mikið til um viðhorf Jóhönnu til jafnaðarmennsku. En ég er ekki inni í myndinni“, sagði Ogmund- ur. Sigurður Pétursson, sagnfræðingur Ekkert ákvedid enn „Ég hef verið spurður um það hvort ég hyggi á framboð fyrir nýjan jafnaðarmannafiokk. Ég hef ekkert ákveðið í þessu efni, en mundi trú- lega ekki segja nei, ef eftir mér yrði óskað“, sagði Sigurður Pétursson, sagnfræðingur, en hann er einn úr innsta hring í stuðningsmannahópi Jóhönnu Sigurðardóttur. „Stofnun nýs stjórnmálaafls þýðir miklar breytingar á vinstri væng stjómmál- anna, jafnvel þótt ítrustu óskir um breiða samfylkingu náist ef til vill ekki að þessu sinni. Hún næst hins- vegar áður en langt um líður“, sagði Sigurður. Árni Gunnarsson, fyrrum þingmaður Ekki beinlínis heillandi vid- fangsefni „Eg hef heyrt þess getið að ég sé að fara í framboð með Jóhönnu. Sannleikurinn er sá að ég hef eng- ar ráðagerðir um að fara út í stjórnmál að nýju. Enda eru stjórnmál ekki beinlínis heillandi viðfangsefni um þessar mundir. Hins vegar svíður mér sárt að sjá flokkinn minn fara svona, en í Al- þýðuflokknum hef ég starfað í 40 ár“, sagði Arni Gunnarsson í gær. Njáll Harðarson, blikksmíðameistari Tilbúinn ef á mig verdur kallad Njáll Harðarson, sá hinn sami og bar fram tillöguna um úrsögn Jafn- aðarmannafélags íslands úr Alþýðu- fiokknum síðsumars, sagði að af undirbúningi flokksstofnunar væri allt gott að frétta. „Ef ýtt verður á mig að fara á framboðslista, mun ég að sjálfsögðu ekki undan skorast. Það er þörf fyrir þennan flokk, það kraumar óánægjan í þjóðfélaginu vegna lélegs siðferðis. Fólkið á botn- inum horfir á ótrúlegar aðfarir í kerf- inu og getur ekkert að hafst. Gegn þessu munum við berjast, og ég fyrir mitt leyti er tilbúinn að gera allt hvað ég get til gagns“. Ágúst Einarsson, prófessor Kjaftasögur - ekki annad ,„Fú, ég hef heyrt því fleygt að ég muni fara í framboð með flokki Jóhönnu. Þetta er nú bara kjafta- saga sem á ekki við neitt að styðj- ast“, sagði Ágúst Einarsson, pró- fessor í samtali við Alþýðublaðið. Trúlega hafa menn talið Ágúst lík- legan eftir að hánn studdi Jó- hönnu í formannsslagnum á flokksþing Aiþýðuflokksins í Keflavík síðastliðið sumar. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur Gef pólitíkinni frí „Framboð af minni hálfu hefur aldrei verið í myndinni. Nú er ég bú- in að gefa pólitíkinni fn“, sagði Lára Júlíusdóttir, fyrrverandi lögfræðing- ur ASÍ, en hún gerðist nýlega með- eigandi í lögfræðistofunni Löggarð- ur í Kringlunni. Hún sagði erfitt tveim herrum að þjóna eða starfa á tveim vígstöðvum. Lára sagðist hafa unnið að undirbúningi að stofnun nýs flokks á vegum Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Lára gekk til liðs við Al- þýðuflokkinn vegna kynna við Jó- hönnu. „Ég hef óbifandi trú á Jó- hönnu enda hefur hún sýnt og sann- að að hún er alvöru stjómmálamað- ur, einn af fáum. Hins vegar hefði ég viljað sjá þetta gerast í einum flokki", sagði Lára.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.