Alþýðublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 MMUBLMIB Stofnað 1919 Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Atvinnugrein í kreppu Stefna Alþýðuflokksins í málefnum landbúnaðarins hefur löngum verið umdeild. Engum dylst að núverandi landbúnað- arkerfi er að niðurlotum komið. í öllum meginatriðum hefur áratuga gagnrýni jafnaðarmanna á landbúnaðarstefnuna reynst rétt. Núverandi fyrirkomulag er neytendum óhagstætt, ekki síst vegna óskilvirkra milliliða. Það fjötrar bændur í net ofstjórnar og óhagræðis og, síðast en ekki síst, leggur þungar klyfjar á skattgreiðendur. Jafnaðarmenn vilja gjörbreytingu á landbúnaðarstefnunni. Krafa þeirra er atvinnufrelsi bændum til handa. Með aukinni er- lendri og innlendri samkeppni verða bændur sjálfir að ráða sinni framleiðslu; en ekki vera bundnir á bás ríkisstýrðs kvóta- kerfis. Hin djúpa kreppa, sem landbúnaðurinn á við að stríða, á ræt- ur sínar í rangri stefnumótun síðustu áratuga. Landbúnaðarkerf- ið hefur byggst á ofstjóm, offjárfestingu og sóun á opinberu fé. Það er skiljanlega erfitt fyrir marga af forkólfum kerfisins á Al- þingi og í stjómsýslunni að viðurkenna þessar staðreyndir, enda em úrbætur í landbúnaðarmálum allar í skötulíki. Stefna kerfisflokkanna í landbúnaðarmálum hefur beðið skipbrot. Einu „umbætumar“ virðast felast í því að svelta bændur til uppgjafar, í stað þess að fækka bændum með mann- sæmandi hætti og auka þarmeð framleiðni. Ofljárfesting í vinnslustöðvum landbúnaðarafurða er mikil, og háskalega seint hefur gengið að minnka framleiðslugetu. Þetta gera margir bændur sér Ijóst, en forystumenn þeirra og „vinir“ á Alþingi em of uppteknir á atkvæðaveiðum til þess að þora að segja sann- leikann. Þess í stað er spiluð gamla platan um hatursmenn bænda í Alþýðuflokknum - og Háskólanum og nú væntanlega einnig á fréttastofu Sjónvarps! Slóðahátturinn við úreldingu mjólkurbúa sýnir að veruleg tregða er innan landbúnaðarins gagnvart breytingum. Þessi hræðsla við breytingar mun fyrr en síðar koma landbúnaðinum í koll og skaða greinina í heimi vaxandi erlendrar samkeppni. Með gildistöku GATT-samningsins verður að leyfa takmarkað- an innflutning á landbúnaðarafurðum. Þá mun koma berlega í ljós hvaða tolla og gjöld við þurfum að setja á innflutning til þess að vemda íslenska framleiðslu. Tollamir verða himinháir og gjöldin líka. Óhagræðið í íslenskum landbúnaði verður öll- um sýnilegt og samkeppnisaðstaðan slæm þegar innflutnings- gjöld verða lækkuð í áföngum. Þetta em auðvitað ekki nýjar staðreyndir; ASÍ og BSRB hafa bent á þetta ámm saman. í stað þess að bregðast við af þrótti hafa forkólfar landbúnaðarins reynt að tefja nauðsynlegar úrbætur. Bændastéttin er að vakna við vondan draum. „Vinir“ hennar á Alþingi lifa og hrærast í fortíðinni, meðan rekstrarlegt um- hverfi landbúnaðar gjörbreytist. í stað þess að ræða raunvemleg vandamál er hlaupið upp til handa og fóta útaf fréttaflutningi í Sjónvarpi. Sá ágæti miðill hafði það eitt til saka unnið að benda á hátt verðlag á matvælum hérlendis, sérstaklega landbúnaðar- afurðum, í samanburði við Bandaríkin. Upphlaupið á Alþingi lýsir best taugaveiklun þeirra sem árið um kring verja vondan málstað af slíkri ástríðu að vömin er eina viðbragð taugakerfis- ins við áreiti: Líklega var saklaus samanburður sjónvarpsins hluti af samsæri krata gegn landbúnaðinum, svona líktog út- tektir Háskólans. Eina samsærið sem þó er hægt að koma auga á er sameiginleg hugmyndafræðikreppa landbúnaðarbáknsins á Alþingi íslendinga. í atkvæðaveiðum sínum þegir formaður landbúnaðamefndar um það sem máli skiptir, en fer í hlálega vöm gegn meintum árásum fréttastofu Sjónvarps á landbúnaðarkerfið hans. Þarfn- ast íslenskur landbúnaður óvina þegar hann á slíkan vin sem Egill Jónsson er? Rökstólar Það var svosem aldrei neitt ríkisleyndar- mál að maddama Framsókn hefði ein- hversstaðar á leið sinni um veislusal valdsins gleymt buddunni með stefnumál- unum. En ýmsir bjartsýnismenn trúðu því að krónprinsinn að austan myndi stimpla Framsókn aftur inn í alvöru pólitík. Þær vonir hafa ekki ræst ennþá. Godsögnin Halldór Asgrímsson er löngu orðinn að pólitískri goðsögn. I for- mannstíð Steingríms Hermanns- sonar var goðsögnin um Halldór nokkurnveginn svona: Hann er djúp- vitur og kænn, talar fátt og ekkert nema það sé vandlega ígrundað - eitthvað annað en Denni! - stefnu- fastur og raunsær. Með honum mun renna upp ný gullöld Framsóknar. Steingrímurog Halldór voru góðir saman. Meðan Denni blaðraði frá sér allt vit þurfti nánast að tosa orðin uppúr Dóra. Þeir bættu hvor annan upp, einsog sagt er um ólík hjón. Þöglir menn komast yfirleitt ekki hjá því að vera taldir ógurlega gáfað- ir, og þannig ræddu menn með ótta- blandinni virðingu um það gnægta- búr vitsmuna sem varaformaður Framsóknar ferðaðist með á öxlum sér. Halldór kunni nefnilega að þegja öðruvísi en flestir aðrir menn; þögn Halldórs var íbyggin og þrungin mannviti. Þegar Halldór fékk málid Nú er hálft ár síðan Steingrímur hvarf inn í björg Seðlabankans, og Halldór tók við ríkinu og maddömu Framsókn. Og þá átti undrið að ger- ast: Menn héldu nefnilega að nú loks fengi Halldór málið og segði þjóð- inni hvað hann var eiginlega að hugsa svona mikið öll þessi ár. En Halldór hélt áfram að þegja sem fastast. I hálft ár sem formaður Framsóknar hefur hann gefið út eina yfirlýsingu sem eftir var tekið. Hann sagði: Ef við framsóknarmenn hefð- um verið í ríkisstjóm, þá hefðum við auðvitað stutt EES- samninginn. Sálarlíf maddömu Fram- sóknar Sumir hæstvirtir kjósendur hrukku að vonum við, þegar formað- ur næststærsta flokks landsins sagði þannig bemm orðum, að maddama Framsókn hefði glöð keypt völd í staðinn fyrir stefnu í því máli sem stjómarandstaðan reyndi að nota til að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar. Var þá ekkert að marka afstöðu Framsóknar í EES-málinu? spurðu menn. Nei, sagði Halldór, ekki vitund. Og svo sagði hann ekki meira þann daginn. En yfirlýsing Halldórs var náttúr- lega aðeins tilræði við sómatilfinn- ingu þess fólks sem ekki þekkir sál- arlíf maddömu Framsóknar. Þráseta framsóknarmanna í stjómarráðinu, 1971 - 1991, hafði nefnilega kennt þeim eina pólitíska lexíu, og aðeins eina: Framskilyrði þess að komast ævinlega í ríkisstjóm er að hafa alls enga stefnu; vera sveigjanlegur í samningum þegar kemur að kaup- mála við aðra flokka. Dansfíflid Þannig sveif hina roskna maddama Framsókn einsog ung og daðurgefm durtildúfa milli dans- herra; sveif án fyrirhafnar af vinstri væng og yfir í fang íhaldsins, til þess eins að kasta sér aftur í fang vinstri- flokkanna. A leið sinni fram og aftur hið pólitíska dansgólf reyttust stefnumálin af Framsókn líktog skrautfjaðrir í hita leiksins. Þannig breyttist Framsóknarflokkurinn úr virðulegum og stefnuföstum flokki þeirra Hermanns og Eysteins í létt- lynt dansfífl sem átti sér ekki annað markmið í lífinu en öran og ölvandi valdadansinn. /1/eislusal valdsins Það var svosem aldrei neitt ríkis- leyndarmál að maddama Framsókn hefði einhversstaðar á leið sinni um veislusali valdsins gleymt buddunni nteð stefnumálunum. En ýmsir bjart- sýnismenn trúðu því að krónprinsinn að austan myndi stimpla Framsókn aftur inn í alvöru póliti'k. Þær vonir hafa ekki ræst ennþá. Þögn Halldórs er ekki lengur máttug og íbyggin heldur æpandi og ráð- þrota: Flokkurinn minnkar með hverri nýrri skoðanakönnun, þrátt fyrir að eiga að heita í forystu stjóm- arandstöðunnar. Stefna Halldórs er ennþá óskrifað blað einsog hvítvoð- ungur. Það eina sem Halldór hefur sagt kjósendum, er að hann hefði verið sammála Alþýðuflokknum í EES-málinu - ef hann bara hefði fengið að vera með í ríkisstjóm. En það er sannarlega gott til þess að vita að Halldór Asgrímsson mun taka skynsamlegri pólitfskri leiðsögn - bara ef einhver nennir að dansa við hann. • Dagatal 21. október Atburdir dagsins 1789 Herlög sett í Frakklandi. 1805 Sjóorastan við Trafalgar, breski flotinn sigrar en Nelson sjó- liðsforingi fellur fyrir kúlu franskrar leyniskyttu. 1969 Willy Brandt kjör- inn kanslari Vestur-Þýskalands. 1969 Jack Kerouac deyr; ffægasta bítskáldið, höfundur skáldsögunnar A vegum úti. Afmælisbörn dagsins Samuel Taylor Coleridge enskt Ijóðskáld, 1772; Alfred Nobel mað- urinn sem fann upp dínamítið og stofnaði til þeirra verðlauna sem við hann era kennd, 1833; Dizzie Gille- spie ein af stjörnum jazzins, 1917. Annálsbrot dagsins Kom skrímsli á land undir Snæ- fellsjökli að stærð sem hestur með tveimur homum í höfði og þremur upp úr bakinu. Mælifellsannáll, 1700. Módgun dagsins Sigurður Breiðljörð var gildur meðalmaður, Ijótur og luralegur, og auðsjáanlega spilltur og tútinn af slarki; hann gekk á grófum kalmúks- frakka og var fullur, þegar hann gat. Benedikt Gröndal, Dægradvöl. Lokaord dagsins Ég trúi öllu sem ég hef skrifað um ódauðleikann. Hinstu orð Sir Williams Roberts Nicolls guð- fræðings (1851- 1923). Málsháttur dagsins Sanngimi er sátta móðir. Ord dagsins '— Það er dauði og djöfuls natid cið dygðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Sigurður Breiðfjörð. Skák dagsins Larsen og Spassky háðu marga hildi á árum áður og yfirleitt hafði rússneska prúðmennið betur. Skák dagsins var tefld í Belgrad 1970 og Spassky bókstaflega valtraði yfir Danann. Myndin sýnir stöðuna eftir 14. leik Larsens, sem hafði hvítt, Hgl. Spassky gerði útum skákina í hvelli: 14.... Hhll! 15. Hxhl g2 16. Hfl Dh4+ 17. Kdl gxfl=D Og Larsen gafst upp. A þessum árum var hann næststerkasti skákmaður heims utan Sovétríkjanna (á eftir Fischer) - en Spassky var ennþá heimsmeistari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.