Alþýðublaðið - 21.10.1994, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Vitsmunir eða aflsmunir „íslenskir jafnaðarmenn hafa hins vegar sex sinnum á þess- ari öld goldið þess að príma- donnur hafa oftar en ekki met- ið meira eigið ágæti en trúnað- inn við fjöregg hreyfingarinnar - eininguna. Þess vegna hafa íslenskir jafnaðarmenn orðið að reiða sig meir á vitsmuni en aflsmuni við að byggja upp veÞ ferðarkerfið á íslandi." „ Við vorum kosin til að útrýma at- vinnuleysinu og tryggja velferðina. Hvernig útrýmum við atvinnuleys- inu ? Með því að iækka skatta áfyrir- tœki og hvetja þau til nýfjárfestinga með skattaívilnunum. Það mun skapa ný störf og auknar tekjur til að standa undir velferðinni. Dugar þetta til að standa undir velferðinni að öðru óbreyttu? Nei, við þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að skapa okkttr ný sóknarfœri. En til þess að geta nýtt þau verðwn við að vera samkeppnishœftr. Til þess þurfum við að lœkka tilkostnað- inn, lœkka skatta og launatengd gjöld af átvinnulífinu. Aðeins þannig getum við til langs ti'ma tryggt nœga verðmœtasköpun til að standa undir velferðinni. Við getum ekki slegið endalaust lán tii að standa undir vel- ferðinni. Við verðum að vinna fyrir velferðinni.“ Hvað er nú þetta? Er þetta einhver gömul ræða eftir Jón Baldvin? Nei. Þetta er alveg splunkuný ræða - eftir Ingvar Carlsson, formann sænska jafnaðarmannaflokksins. Þetta er út- dráttur úr því sem hann segir við eitt flokksmálgagnið um kjamann í stefnu hinnar nýju ríkisstjómar jafn- aðarmanna í Svíþjóð. Svikabrigsl Hann notar auðvitað tækifærið í leiðinni og úthúðar forvera sínum, formanni Ihaldsflokksins sænska, fyrir að hafa ekki tekið á vandanum í tæka tíð. Fyrir að sitja uppi með næstmesta hallarekstur á opinbera geiranum í gervallri Evrópu - fyrir utan Italíu. Og fyrir að hafa fleytt rík- isstjóm sinni áfram á sláttumennsku og skuldasöfnun - í trausti þess að jafnaðarmenn leystu vandann. Mér varð hugsað til þess hvað hún Jóhanna mín hefði sagt við þessum boðskap sænska jafnaðarmannaleið- togans - hefði hún mátt mæla í Rík- isdeginum. Hefði hún ekki talað um „hægri slagsíðu"? Hefði hún ekki talað um svik við jafnaðarstefnuna? Hefði henni ekki þótt einsýnt að nú væri tími til kominn að kljúfa sænska jafnaðarmannaflokkinn - og leggjast út með uppgjafakommum? Væntanlega. Því að ekki vænum við Jóhönnu um að skipta litum eftir umhverfí, þótt Ólafur Ragnar geri það. Pallborðið Jón Baldvin Hannibalsson 1 H* skrifar __ Það hefur verið gæfa sænskra jafnaðarmanna að þar hefur ekki hvarflað að neinum málsmetandi manni að hlaupast undan nterkjum - þótt á móti blási. Þess vegna hafa sænskir jafnaðarmenn jafnan haft afl til að knýja fram það sem gera skal. Islenskir jafnaðarmenn hafa hins vegar sex sinnum á þessari öld gold- ið þess að prímadonnur hafa oftar en ekki meúð meira eigið ágæti en trún- aðinn við fjöregg hreyfingarinnar - eininguna. Þess vegna hafa íslenskir jafnaðarmenn orðið að reiða sig meir á vitsmuni en aflsmuni við að byggja upp velferðarkerfið á Islandi. Sænskir kratar hafa í meir en hálfa öld getað neytt aflsmunar við and- stæðinga sína. En sá sterki gleymir því stundum að meira vinnur vit en strit. Sænskir jafnaðarmenn sáu ekki að sér í tæka tíð - fyrr en þeir voru komnir yfir strikið. Yfir 60% þjóðar- ffamleiðslunnar var komið í fjár- hirslur ríkis og sveitarfélaga. Og það dugði ekki til, því að útþensla kerfis- ins lýtur eigin lögmálum. Hallinn á opinbera geiranum er að nálgast það að vera tífaldur á við það sem hann er á Islandi. Velferðarkerfinu var haldið á floti með gúmtékkum. Sví- þjóð var hætt að vera samkeppnis- hæf. Fyrirtækin voru farin að flýja land. Atvinnuleysið var komið upp í 13%. Sænska lexían Nú vita allir að veislunni er lokið. Gömlu úrræðin duga ekki lengur. Ingvar og Móna verða ekki bara að bretta upp ermamar og sýna að þau hafi krafta í kögglum. Þau verða að hugsa dæmið upp á nýtt. Og það hvarflar ekki að Mónu að fleygja svuntunni og burstanum - áður en komið er að uppvaskinu. Og nú eru nýju ræðumar hans Ing- vars famar að hljóma eins og gömlu ræðumar hans Jóns Baldvins. Hvers vegna urðum við Jóhanna að létta sköttum af fyrirtækjum? Til þess að koma í veg fyrir uppsagnir starfs- fólks og fjöldaatvinnuleysi. Meðal annars þess vegna var atvinnuleysið á íslandi í september 3,2% en 13% í Svíþjóð. Þess vegna urðum við að spara, líka í heilbrigðisráðuneytinu. Meðal annars þess vegna er hallinn á íslenska ríkisapparatinu 1,5% af þjóðarframleiðslu - en 12% í Sví- þjóð. Þess vegna em íslensk fyrirtæki samkeppnishæfari nú en þau hafa verið í áratugi. Þess vegna fer af- koma þeirra batnandi. Þess vegna fer störfum Ijölgandi á ný. Þess vegna fer atvinnuleysið minnkandi. Þess vegna fara vextir lækkandi. Þess vegna fer hagur skuldugra heimila og fyrirtækja ögn batnandi. Já, en launin em of lág og launa- munurinn of mikill. Já - en hvort tveggja hefði farið á verri veg ef verðbólgan hefði losnað úr læðingi. Já, en það er ekkert réttlæti í því að hinir ríku sleppi við íjármagnstekju- skatt. Það er rétt. En þar skortir okk- ur aflsmuni við íhaldið. Og þar geta sænskir jafnaðarmenn kennt okkur lexíu. Höfundur er utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks islands. Vesturbæingar þóttust fá nokkra uppreisn æm þegar KR varð bikar- meistari í sumar, en verð- laun hafa látið á sér standa áþeim síðustu áratugi einsog al- þjóð veit. Guðjóni Þórðar- syni þjálfara er að sjálfsögðu þakkað, en margir urðu fyrir von- brigðum yflr slöku gengi í deildakeppninni - KR varð j fimmta sæti en var spáð Islandsmeistaratitli. Við heymm, eftir áreiðanlegum heimildum, að nú sé farið að volgna vemlega undir Guðjóni, og að hann verði jafnvel látinn hætta. Óánægjan hefur ekkert með fótbolta að gera, held- ur þykir ýmsum virðuleg- um KR-ingum að þjálfar- inn gangi full rösklega unt gleðinnar dyr... Hjón á Siglufirði þurftu að flytjast búferlum og selja hús sitt. Gallinn við söluna var hinsvegar sá að húsið, sem þau kalla Hús andanna í auglýsingu í bæjarblaðinu Hellunni, er talið heimkynni ýmissa anda. Hjónin segja í aug- lýsingunni að öllum „álög- um“ hafí verið aflétt af húsinu, - og að allar verð- hugmyndir miðist við hæð yfir sjávarmáli... Korpúlfsstaðir eiga sér mikla sögu, einsog flestir vita, allar götur síð- an Thor Jensen hóf þar kúabúskap og til þess að Davíð Oddsson gerði mis- heppnaða tilraun til að breyta þeim í listasafn yfir Erró vin sinn. Nú hefur Birgir Sigurðsson rithöf- undur skrifað sögu mann- lífs á Korpúlfsstöðum; að sögn skemmtilega og lit- ríka bók með fjölda gam- aila og áður óbirtra ljós- mynda. Korpúlfsstaðaritið kemur út hjá Forlaginu á næstunni... Asatrúarmenn eru víðar til en á íslandi. Á síð- asta sumri var Jörmundi Inga, allsheijargoða, boðið á heimsþing ásatrúar- manna, sem haldið var í Póllandi. Islenski söfnuð- urinn er reyndar talinn einn sá fámennasti í heiminunt, en talinn mikilvægur af skiljanlegum ástæðum. í Bandaríkj- um gefa Ásatrúar- menn út blað sem heitir því kunnuglega nafni, Vor trú, og er gefið út af The Asatrú Alliance of Independent Kindreds. Á forsíðu nýlega var Sveinbjörn Beinteins- son heitinn, og blaðið að miklu leyti helgað ntinn- ingu hans. Þar var og að flnna frásögn af Björk Guðmundsdóttur og vel- gengni hennar og bent á að á forsíðu timarits eins bæri hún húðflúr með fjötrarún- um... Hinumegin Látum okkur sjá... Kannski ég reyni mammútinn. Topp 10 símanúmer dagsins Árni Johnsen blaöamaöur (73333) komst ekki inn á Topp tíu listann yfir símanúm- er dagsins. Ekki heldur Finnur Ingólfsson viöskiptafræöingur (675726) eöa Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræöingur (23687). Matthías Á. Mathiesen fyrrverandi utan- ríkisráðherra (650276) hefði hinsvegar átt þaö skilið, því hann heföi fengið álíka mikiö „kikk" út úr því og þegar hann flett- ir upp á nafninu sínu í upphafi hvers vinnudags. Hér kemur Topp tíu listinn yfir símanúmer dagsins: 1. Davíð Oddsson borgarstjóri, 23856 2. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, 641509 3. Halldór Ásgrímsson ráðherra, 75548 4. Jón Helgason ráðherra, 27917 5. Matthías Bjarnason ráðherra, 42362 6. Ragnhiidur Helgadóttir alþingismaður, 35330 7. Eyjólfur Konráð Jónsson r'rtstjóri, 36672 8. Þorsteinn Pálsson blaðamaður, 681808 9. Eiður S. Guðnason fréttamaður, 32933 10. Ingi Björn Albertsson fulltrúi, 79098 Fimm á förnum vegi Gætirðu hugsað þér að vera alþingismaður? Viti menn Þegar styrkjakerfí listamanna er skoðað er margt sem vekur athygli. Hjá úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda virðist til dæmis gengið út frá þeirri meginreglu að styrkja sömu rithöfundana ár eftir ár. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri, leiðari Morgunpóstsins í gær. Ýmislegt bendir til þess að þeim fari fjölgandi sem velja líkbrennslu í stað kistugreftr- unar... Egfagna þeirri þróun og hvet þá sem hugsanlega hafa einhverjar spurningar í sambandi við þessi mál að hafa samband við mig eð aðra starfsmenn Kirkjugarðanna til að leita svara við spurning- um sínum. Ásbjörn Björnsson forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, aðsend grein i Mogganum i gær. Ég furða mig á því að í ís- lensku skólakerfí og undir lok 20. aldar skuli vera í gildi svipaðar aðferðir og við lesum um í 19. aldar skáldsögum þjóðfélagsgagnrýnandans Charles Dickens. Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunpósturinn í gær. Það kostar íslenskan embætt- ismann þrjá ferðadaga að sækja klukkustundar fimd, en þarf ekki að kosta hann nema tvær stundir, ef hann fer bara í myndver ríkisins. Hann get- ur notað afganginn af tíman- um til að vinna við hefð- bundnar og eðlilegar aðstæður í ráðuneyti sínu. Jónas Kristjánsson, leiðari DV i gær. Elfa Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Ríkisút- varpsins er bókasafnsfræðing- ur. Kannski þessvegna sem ekki má tala of hátt í útvarpið? Hallgrímur Helgason, Morgunpósturinn í gær. “Ég er hætt að taka slátur,“ sagði hagsýn húsmóðir uppúr þurru, þegar fréttum var lokið í sjónvarpinu... Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að smekkmennirnir á fréttastof- um sjónvarpa eru búnir að ala á slíku ógeði á sauðfjárafurð- um með nærgöngulum mynd- um af slátrun að fólk, sem ekki er alið upp á blóðvelli, bregst við með þeim hætti að fyllast andstyggð á þeim mat- vælum sem fara gegnum svona framleiðslustig fyrir allra augum. Oddur Ólafsson, Timinn í gær. Mér fínnst líka skrýtið að segja fólki upp þegar leikárið er nýhafíð. Til dæmis er nýbú- ið að ráða til leikhússins tvær nýútskrifaðar leikkonur. Þær eru varla fyrr búnar að frumsýna í sínum fyrstu leikritum þegar þær fá uppsagnarbréf. Andri Stanley Sigurðsson, nemi í Flataskóla í Garðabæ; Ég veit það ekki. Alveg eins. Þetta er ábyggilega skemmtileg vinna. Sigurður Þorvaldsson, starfs- maður í íslandsbanka: Nei. Ég hef engan áhuga á stjórnmálum yfir- höfuð. Guðrún Kristófersdóttir, þjónn á veitingastaðnum Caruso: Nei. Ég hata stjómmál. Ég bara skil þau ekki. Guðmundur Þ. Sigurðsson, nemi í Háskóla íslands: Já, alveg eins. Það er örugglega gaman að vera við völd. Ólafur Hannibalsson, sjálf- stætt starfandi blaðamaður: Já. Til að hafa áhrif. Edda Þórarinsdóttir formaður Félags ís- lenskra leikara um uppsagnirnar í Borgarleikhúsinu, Tíminn i gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.