Alþýðublaðið - 21.10.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 Bókaútgáfan Skjaldborg gefur út um 30 bækur fyrir jólin: Listaklúbbur Leikhúskjallarans: um Karen Blixen Dagskrá Mánudaginn 24. október verður dagskrá í Listaklúbbi Leikhúskjall- arans um dönsku skáldkonuna Karen Blixen. Dagskráin er í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á ein- leik William Luce, Dóttir Lúsifers, með Bríeti Héðinsdóttur í hlutverki Karenar. Auður Leifsdóttir cand mag fjallar um viðburðaríkt líf Karenar Blixen og Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur, um höfundarverk hennar. Guð- björg Thoroddsen, leikkona, les úr verkum hennar og Hávar Sigur- jónsson, leikstjóri, fjallar lítillega um sýningu Þjóðleikhússins á Dóttur Lúsifers. Bríet Héðinsdóttir mun leika atriði úr sýningunni og flytja smásöguna Óskrifað blað úr smásagnasafninu Síðustu sögur. Dagskráin hefst klukkan 20:30. Bríet Héðinsdóttir í hlutverki Kar- enar Blixen í Dóttur Lúsifers sem sýnt er á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins. Margir spenntir fyrir ævisögu Óla í Olís - og eflaust hneykslast margir á berorðum lýs- ingum í bókinni Blautir kossar eftir tvo 18 ára Reykvíkinga Bókaútgáfan Skjaldborg gefur út um 30 bækur fýrir jólin í ár og er það svipaður fjöldi titla og í fyrra. Meðal bóka sem eflaust vekja athygli má nefna Ofurhuginn í Olís sem er ævi- saga Óla Kr. Sigurðssonar og Þögnin rofin eftir Kristján Péturs- son, fyrrverandi tollgæslumann. Þá má búast við að margir hneykslist við lestur bókarinnar Blautir kossar sem er sönn og berorð lýsing á lífi unglinga í Reykjavík. Þetta kom fram í spjalli við Bjöm Eiríksson forstjóra Skjaldborgar um væntanlegar bækur frá útgáfúnni. Óli í Olís var litríkur persónuleiki sem féll frá langt um aldur fram. Það er Bjarki Bjarnason sem skráði æviminningar Óla. Kristján Péturs- son segir í bók sinni fiá ýmsum dóms- og sakamálum og deilir höf- undur hart á yfirmenn dómsmála í landinu. Höfundar Blautra kossa em tveir 18 ára Reykvíkingar, Smári Freyr og Tómas Gunnar. Höfund- ar segja frá lífi unglinga í borginni út frá eigin reynslu og draga ekkert undan. Þá gefur Skjaldborg einnig út bókina Dýralœknir í stríði og friði ■ eftir Karl Kortsson dýralækni á 1 Hellu. Karl barðist með hersveitum Hitlers í heimsstyijöldinni síðari og hefur frá mörgu að segja. Betri helmingurinn kemur út að venju þar sem rætt er við Ijórar eiginkonur þekktra manna. Þær em að þessu sinni Hanna Ingólfsdóttir, eigin- kona Matthíasar Johannesen skálds og ritstjóra, Sigríður Atla- dóttir, eiginkona Vigfúsar Jóns- sonar bónda á Laxamýri, Sigrún Magnúsdóttir, eiginkona Páls Pét- urssonar alþingismanns og Toby Sigrún Herman eiginkona Gunn- ars Þórðarsonar tónlistarmanns. Flug og hestar Myndskreytt flugsaga áranna 1919 til 1940 eftir Arngrím Sig- urðsson kemur út undir heitinu Þaö verðurflogið. Knattspymuunnendur fá sinn skammt þar sem er íslensk knattspyma 1994 eftir Víði Sig- urðsson. Þetta er 14. bókin í þessum flokki. Árbók hestamanna kemur einnig út að venju í máli og myndum en efnið tóku saman þeir Guð- mundur Jónsson og Þorgeir Guð- laugsson. Þá gleymir Skjaldborg ekki körfuboltanum því út kemur bókin Sóknin verður ekki stöðvuð sem íjallar um körfuboltasnillinginn víðkunna Shaquiile O’Neal. Þýð- inguna annaðist Víðir Sigurðsson. Nokkur orð um kjaftasögur nefn- ist bók sem Torfi Jónsson hefur tekið saman. Þar er að finna mikinn fjölda tilvitnana og andi Gróu á Leiti svífur yfir vötnum. Suður Afríka - land mikilla örlaga fjallar þetta land sem stendur nú á miklum tímamót- um. Margrét Margeirsdóttir þýddi. Erótík og spenna Björn Eiríksson forstjóri Skjaldborgar: Forlaginu berst gífurlegur fjöldi handrita. Þar er um að ræða Ijóð, smásögur, skáldsögur, æviþættir og þýðingar. (Björn sagði að það væri talsvert um það að fólk settist niður og þýddi bækur á íslensku án þess að huga að útgáfuréttinum.) Skjaldborg lætur sér ekkert mann- legt óviðkomandi þegar bækur em annars vegar. Vönduð og mynd- skreytt bók nefnist Unaðssemdir er- ótískrar nuddtœkni og er í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Spennubækur eru ómissandi fyrir hver jól. Ekkert varir að eilífu er ný bók eftir Sidney Sheldon sem ekki þarf að kynna. Þá eru þeir Skjald- borgarmenn einnig með bók eítir annan þekktan spennusagnahöfund sem er Mary Higgins Clark. Sú bók heitir Sjúumst þótt síðar verði og er í þýðingu Jóns Daníelssonar. Þá ber að nefna æsispennandi skáld- sögu eftir Birgittu H. Halldórs- dóttur sem nefnist Bakvið þögla brosið en Birgitta er löngu orðin þekktur og vinsæll höfundur. Slátr- arinn heitir skáldsaga eftir Dean Koontz í þýðingu Magnúsar Krist- inssonar. Þá kemur bók eftir drottn- ingu spennusagnanna, Agöthu Christie. Sagan heitir Sígaunajörð- in. Þá er að geta ijögurra smábóka: Alveg einstök móðir, Alveg einstök dóttir, Alveg einstakur vinur og Hlotnast þér hamingja. Hér er um að ræða nýja bók í þessum flokki þar sem er að finna safn tilvitnana. Ósk- ar Ingimarsson þýddi. Maggi mörgæs og Bert Þegar komið er að bama- og ung- lingabókum Skjaldborgar kennir ýmissa grasa. Þar er bæði að finna nýjar bækur, nýjar bækur um kunnar persónur og endurútgáfur vinsælla bóka. Maggi mörgœs lœtur sér aldrei leiðast er ný bók um Magga mörgæs í þýðingu Gissurar Ó. Er- lingssonar. Geithaframir þrír er sí- gilt ævintýri sem alltaf er jafn vin- sælt hjá bömunum. Lísa Dóra Súperstar er bamabók í máli og myndum eftir Þorfinn Sigurgeirs- son. Bert hefur þegar unnið sér fastan sess meðal ungra lesenda og bæk- umar um hann em metsölubækur forlagsins þegar bamabækur em annars vegar. Teiknimyndasaga úr fýrstu bókinni um strákinn kemur út. Einnig kemur nú út 4. bókin um Bert. Hún nefnist Enn fleiri athug- anir Berts og er þýdd af Jóni Daní- elssyni. Hann hefur líka þýtt bókina Að sjálfsögðu Svanur sem er þriðja bókin um Svan. Dularjulla eyðibýlið er nýjasta bók Kristjáns Jónssonar. Frank og Jói í leit að földwn fjár- sjóði er nú endurútgefin enda löngu ófáanleg. Þá kemur út Nancybókin Dularfidla sumarhúsið. Loks má svo nefna bók af öðmm toga sem væntanleg er frá Skjald- borg en þar er um að ræða kennslu- bók um tölvur og fjallar um Word og Excek Þýðingu annaðist Hall- grímur Óskarsson. Mikid frambod handrita Það kom fram í samtalinu við Bjöm Eiríksson að forlaginu berst gífurlegur fjöldi handrita. Þar er um að ræða ljóð, smásögur, skáldsögur, æviþættir og þýðingar. Bjöm sagði að það væri talsvert um það að fólk settist niður og þýddi bækur á ís- lensku án þess að huga að útgáfurétt- inum. Fólk væri einfaldlega að fá sér eitthvað að gera. Hins vegar væri takmarkað hvað hægt væri að gefa út af þessi efni. Skjaldborg er með stærri forlög- um landsins. Bjöm sagði að Skjald- borg hefði mest gefið út 88 titla á sama árinu. Síðustu ár vom gefnar út milli 40 og 50 bækur, en í fyrra varð fækkun niður í 30 bækur og sá sam- dráttur varir enn. Bjöm Eiríksson sagði að nú þyrfti hver bók að standa undir sér ef dæmið ætti að ganga upp en áður hefði verið treyst á að bækur sem seldust vel greiddu tapið á hin- um. Nú væri orðið of mikil áhætta að treysta á þessa aðferð. • Fyrirlestur: Notkun gervi- tunglamynda á íslandi Tveir starfsmenn hollensku veð- urstofunnar, doktor A.T. Frank Grooters og doktor Paul J.F. Ge- erders, flytja athyglisverðan fyrir- lestur á þriðjudaginn á Hótel Sögu. Þeir félagar munu fjalla um notkun fjarkönnunar á ýmsum sviðum nátt- úmvísinda og umhverfismála. Notk- un gagna frá gervitunglum færist stöðugt í vöxt. Ör þróun tölvu- og fjarskiptatækni hefur opnað nýjar leiðir sem áður vom ófærar til miðl- unar og sölu gagna. Erindið fjallar aðallega um notkun NOAA veður- tunglagagna sem hingað til hafa að mestu verið notuð á sviði veður- fræði. Slfk gögn em nú í auknum mæli notuð á flestum sviðum, til dæmis til eftirlits með hitastigi sjáv- ar, útbreiðslu hafíss og til að fylgjast með ástandi gróðurs og snjóalaga. Að fundinum standa umhverfisráðu- neytið, Landmælingar íslands, Veð- urstofa Islands, Hafrannsóknastofn- un og Rannsóknastofnun landbúnað- arins. Kvikmyndasýn- ing MÍR: Sergei Lazo Á sunnudaginn klukkan 16 verður kvikmyndin Sergei Lazo sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10. Myndin var gerð í Moldavíu á árinu 1968 og fjallar um einn af frægustu foringjum hersveita rauðliða í borgarastríðinu í Rússlandi 1918-1920. Litháiski leikarinn Regimant- as Adomaitis fer með titilhlut- verkið í kvikmyndinni, en leik- stjóri er A. Gordon. Skýringar- textar eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.