Alþýðublaðið - 21.10.1994, Page 5

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Page 5
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Erlend hringekja Umsjón: Stefán Hrafn Hagalín Sagan af pólska fjallaþorpinu á Friðargæsluliðar eru varir um sig á Haití. Útlendingar hafa áður farið flatt í landinu. Karabíska ríkið HAITÍ hefur undanfarin misscri verið í brenni- depli fjölmiðla um gjörvalia heimsbyggðina. Og sjaldan af góðu. Haití er á eyjunni Hispan- íólu og telst vera fjórðungur Is- lands að stærð. Þar búa 5,6 millj- ónir manna við sárafátækt, lífsaf- koman er afar óstöðug og fæstir upplifa 55. afmælisdaginn sinn. Haití á sér hinsvegar stórmerki- lega sögu, landið var áður arðbær- asta nýlenda Frakka, en Banda- ríkin tóku að seilast þar til áhrifa seint á síðustu öld eftir áratuga upplausn hjá afkomendum þræla Frakka. Uppreisnarandinn hefur einhvern veginn alltaf ioðað við Haití og í THE EUROPEAN var nýlega birt fróðleg frásögn, þar sem rakið er hvernig saga Haití og Póllands skarast á vægast sagt sér- kcnnilcgan hátt. Pólski „konungurinn" Faustin Wir- kus árið 1924. Hann var liðþjálfi í Bandarikjaher. Pólsk hersveit kom til Haití 14. október síðastliðinn og gekk þar til liðs við hinn alþjóðlega herafla sem sér um friðargæslu í landinu. Her- sveitin telur um fimmtíu manns sem hafa verið þjálfaðir sérstaklega á vegum Sameinuðu þjóðanna til þess að aðstoða við eftirlit með vafasömu lögregluliði landsins. Pólska vama- málaráðuneytið hefur eytt rúmlega 350 milljónum í þessa hersveit sína og gagnrýnendur eyðslunnar segja þetta dæmigert: Þarna sé Pólland enn á ný, að nudda sér ulan í Bandaríkin og sýna þannig í verki áhuga sinn á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Undarleg tengsl Póllands og Haití Fáir vita hinsvegar um hin undar- legu tengsl Póllands við Haití. Þann- ig háttar til, að rúmum áttatíu kíló- metrum norður af höfuðborginni Port-au-Prince er tjallaþorp sem ber nafnið Cazales. Þegar ég var staddur á Haití fyrir ekki svo löngu var mér sagt frá einkennilegu samfélagi við- arkola- brennara sem töluðu pólsku. Talið var að Pólverjar þessir væm af- komendur hermanna í hinum sigraða her Leclerc hershöfðingja sem var mágur Napóleons og hélt í víking til Haití eftir Frönsku byltinguna þeirra erinda, að endurreisa þrælahald. Sú ætlan mistókst hrapallega. Pólverj- amir í Cazales vom sagðir vera af- komendur liðhlaupa úr her Leclerc sem flýðu yfir í raðir Jean Jacques Dessalines, sjálfstæðishetju þeirra Haitíbúa. Náfölir Pólverjar sem gengu til liðs við þeldökka Haitíbúa; þetta gæti verið góð saga. Forvitni mín var vakin. Þegar páfinn kom til Haití árid 1983 Eg frétti einnig, að þegar pállnn hafi heimsótt Haití árið 1983, hafi forsetinn Jean-Claude („Baby Doc“) Duvalier haldið innblásna ræðu og lofað í hástert Pólverjana; „- þessa hugrökku menn sem ekki eitt andartak hikuðu við að taka þátt í þrælauppreisninni". Þarna var Baby Doc vitaskuld að vísa til pólsks upp- mna Jóhannesar Páls páfa II. En það var engu að síður enn óráðin gáta, hvernig þessir pólsku Haitíbúar fóm að því, að lifa af sem smábænd- ur í ljarlægu horni Veslur- Indía. Þetta fannst mér vera verðugt rann- sóknaefni. Þegar ég athugaði málið kom í Ijós að einungis fimm pólsk nöfn vom skráð í símaskrá Port-au- Prince. Einn af þeim var ntaður að nafni Daniel Lovinsky sem stýrir úl- farastofnun við götuna Cesares. Ég hélt á fund hans. íbúar Cazales: Hinir hvítu negrar Evrópu , Já, já, ég er af sama uppmna og páfinn,“ sagði Lovinsky óþolin- móðri röddu. „En ekki spyrja mig hvemig ég endaði hér á Haití. Ég vaknaði bara einn daginn og upp- götvaði að ég var staddur hér.“ Lo- vinsky, sem er múlatti, hefur há kinnbein og blá augu. „Sjálfstæðis- hetjan Dessalines kallaði okkur liina hvíta negra Evrópu. Frá þeim tíma höfum við allir gifst Haitíbúum og blandað blóði við innfædda." Hann teygði sig í rommflösku við hlið sér og saup drjúgum. „Ibúar fjallaþorps- ins Cazales em þekktir meðal inn- fæddra sem moun rouj, rauða fólkið; þau em kynblendingsgrey einsog ég-“ „Ah, mon cher! C'est pas possible!“ Vegurinn sem liggur upp hæðina til Cazales var eitt moldarflag; sleip- ur og óárennilegur. Enoch, leiðsögu- manni mínum, var langtþvffrá skemmt. „Ah, mon cher!„ Hann barði fúllyndur og trommaði í stýris- hjólið. „Hvemig geta einhverjir Pól- verjar hafa tekið sér búsetu héma uppfrá? C’est pcis possihle!,, Við mjökuðum okkur áfram í gegnum bylgjandi sykurreyrsakra sem veif- uðu glaðlega í blænum. Það er nefni- lega allt mögulegt á Haitf. Á meðan fyrra hemámi Bandaríkjanna á Haití stóð, árin 1915 til 1934, hafði til dæmis Bandaríkjamaður af pólskum ættum slík áhrif á íbúa smáþorpsins La Gonáve (staðsett á pínulítilli eyju rétt fyrir utan Port-au-Prince), að hann var krýndur konungur þeirra. Hinn hvíti konungur La Gonáve eftir liðþjálfann Faustin Wirkus var metsölubók á Ijórða áratug aldarinn- ar. Ég hafði séð ljósmyndir af Wir- kus. Ætli hið breiðleita slavneska út- lit hans - strágult hárið og sterkleg kjálkabeinin - stungið í stúf í íjalla- þorpinu Cazales? „Langalangafi minn hét Karpinski!" Hjól bílsins okkar byrjuðu að spóla í moldarflaginu; bíllinn skreið afturábak og lenti utan í tré. Cazales var aðeins í tíu mínútna gönguljar- Iægð. Byggingar vom allar gerðar úr strámottum ötuðum leir og þökin kofanna virtust úr laufi bananatrjáa. Þessi framandlegi arkitektúr sýndist af afrískum toga spunninn og við gætum þessvegna hafa verið staddir einhvers staðar í Kongó (þar sem að vísu mun vera afskaplega lítið um bláeygt fólk af slavneskum upp- mna). Enoch leiðsögumaður út- skýrði stuttu síðar fyrir lögreglu- stjóra Cazales að ég væri mannfræð- ingur í leit að pólskum uppmna mín- um. Þessi blygðunarlausa lygasaga sló í gegn samstundis. Lögreglu- stjórinn klappaði saman lófunum í Bill Clinton og Bertrand Aristide hittast. Skyldi Aristide vera af pólskum uppruna? Haití hrifningaræði. „PóIIand! Pólland! Langalangafi minn hét Karpinski. Ert þú þá kannski frá Varsjá?“ spurði þessi hamingjusami laganna vörður og sagði: „Þú hreinlega verður að koma og kíkja á kirkjugarðinn okk- ar.“ Endilega. 2.750 Pólverjar sigldu til Haití Þónokkur grafhýsanna bám pólsk nöfn: Kobylanski, Wilczek, Tarsza. Vom þetta grafir liðhlaupa sem flýðu yfir í raðir Dessalines? Gæti það staðist? Sumarið 1803 sigldu hvorki fleiri né færri en 2.750 Pólverjar frá höfnum í Livorne og Genúa á Ítalíu og héldu áleiðis til Haití; allir höfðu þeir svarið Napóle- on hollustueið. Lögreglustjórinn í Cazales sagði okkur frá því hvemig í þorpinu er enn til kreólska orðatil- tækið cluijé kon lapologn, eða „- gerðu áhlaup einsog Pólverji“, sem notað er þegar menn em fullkomlega reiðubúnir til að gangast undir þol- raunir. Án vafa vísar þetta til garde d’honneur, hins pólska heiðursvarð- ar Napóleons, sem ömgglega hefur vakið óttablandna lotningu í fullum skrúða. Latnesk Heida - eda kannskiLína Langsokkur? I hverfinu Belno sem nefnt er eftir manni að nafni Belnovski, fyrsta Pólverjanum er tók sér búsetu þar, hittum við fyrir múlattahjón sem sýndu okkur pappakassa er hafði að geyma minjagripi frá heimsókn páf- ans til Haití árið I983. Uppúr kass- anum voru síðan dregnir munir með skjaldarmerki Vatíkansins, kross- lögðu lyklunum og hin rammkaþ- ólsku talnabönd. Maðurinn og spúsa hans höfðu bæði ljósblá, möndlulaga augu og hvasst amamef. Konan hafði látið sitt úfna og hvíta hár vaxa mikið lengra en til siðs er á Haití og vandlega gerðar fléttur minntu ein- hvem veginn á Heiðu - eða kannski Línu Langsokk - með latnesku ívafi. Konan sagði nafn sitt vera Da- browski þrátt fyrir að tala ekki stakt orð í pólsku. Það átti hún sammerkt með eiginmanni sfnum. Reyndar virtust allir íbúar Cazales fyrir margt löngu hafa tapað niður tungumáli hinna pólsku forfeðra sinna. Eina málið sem þeim var tamt á tungu var kreólskan; franska blönduð afn'skum mállýskum þrælanna sem fluttir vom sjóleiðina til Haití frá Afríku - sem þrælar. Pólverjar sviknir í tryggdum af Napóleon Hvert einasta skólabam í Póllandi þekkir hina dapurlegu frásögn af at- burðunum á Haití: Pólsku hermenn- imir gerðu sig ánægða í fyrstu með að hjálpa Napóleon við að endur- reisa þrælahald á eyjunni. Pólverjun- um skildist, að í staðinn myndi Na- póleon endurreisa sjálfstæði Pól- lands sem þá hafði verið bútað upp og skipt í hluta á milli Prússlands og Rússlands. En óánægja og uppreisn- arandi gerði fljótlega vart við sig meðal þeina í kjölfar gulusóttar sem hrjáði hermennina; þeir áttuðu sig á sviksemi Napóleons. Ómælandi á franska tungu (og hvað þá kreólska) þrömmuðu pólsku hermennimir upp og niður ljöll og hæðar á Haití og í gegnum fmmskóginn. Aldrei tókst þeim að aðlaga sig skæruliðahemað- inum sem svörtu byltingarmennimir höfðu náð frábæmm tökum á. Er það nema furða, að allt stefndi í voða? Sameiginlegur málstadur Pólverja og Haitíbúa Pólski liðþjálfinn Jozef Zadera skrifar beyskur í bragði til vinar síns í Kraká: „Ég skrifar nú í hinsla sinn fyrir dauða minn; umvafinn algjörri örvæntingu og ásaka sjálfan ntig fyr- ir þann hálfvitahátt, að hafa látið glepja mig útíþessa Haitíför. Að mig skuli hafa langað hingað er ótrúlegt. Allt er ömurlegt. Okkur er ekki einu sinnu gefinn möguleiki á að segja af okkur hermennskustörfum og Frakkarnir pfna okkur miskunnar- laust til að þjóna Napóleon og halda áfram að berjast." Haitíbúar börðust fyrir þann sama málstað frelsis og sjálfstæðis og Pólveijarnir trúðu staðfastlega á: Brottrekstur útlendra afla. Fjöldafiótti brast á í herafia Na- póleons á Haití og liðhlauparnir gengu til liðs við uppreisn þrælanna. Þegar Haití lýsti yfir sjálfstæði árið 1804 (fyrst ríkja í Rómönsku-Amer- íku), þá lýsti Dessalines því yfir, að Pól verjamir hefðu rétt til að eigna sér landsvæðið þar sem Cazales stendur nú. En þeir skyldu vera „svartir" en ekki „hvítir". Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem hugtakið „svartur" var notað ímyndafræðilega. Löngu síðar lofaði „Papa Doc“ Duvalier sjálf- stæðishetjuna Dessalines fyrir að vera láknmynd hins svarta valds („- black power“). Pólska arfleifdin lifir í Cazales Pólska aifleifðin lifir í dag í Caza- les í gegnum dansa og tónlist. Einn íbúa Belno hverlisins, Amon Frem- on, slær fyrir okkur á trumbu taktinn í menúett af pólsku og haitísku kyni; dans sem rekur uppmna sinn til gamla góða polkans. Dansinn er þekktur undir heitinu kodoka. „Ég dvaldi einu sinni um átta mánaða skeið í Varsjá," sagði Fremon. „Þannig var að vellauðugur Pólverji ■ferðaðist hingað til Haití í leit að ætt- ingjum forfeðra sinna. Hann bar sama ættamafn og afi minn: Blokowski. Einn daginn sagði hann bara sisvona við mig: ’Leyfðu mér að taka þig með til lands forfeðra þinna.’ Ég hafði aldrei fyrr stigið upp í flugvél." - Og hvað fannst þér um Varsjá? - „Ekki slæm borg. Déskoti fínt vodka.” Bill Clinton hringir í Lech Walesa Þann 14. september, að kvöldi innrásardags Bandaríkjanna á Haitf, hringdi Bill Clinton Bandaríkjafor- seti í hinn pólska kollega sinn, Lech Walesa, og spurði hvort hann gæti séð af nokkrum henuönnum til frið- argæslu. Talsmaður pólska sendi- ráðsins í London segir að pólska her- deildin hafi verið frædd um hið sér- stæða þorp, Cazales, áður en þeir héldu til Karabíska hafsins. „Auðvit- að! Þetta er órjúfanlegur hluti arf- leifðar okkar." Hvad gerist ef sagan endurtekur sig? En hvað gerist ef sagan endurtek- ur sig líkt og svo oft áður? I sjálf- stæðisstyrjöld Haití komu pólskir hermenn til eyjarinnar hörmulega illa útbúnir til baráttu við skæruliða í frumskóginum. Klæðnaður Pólverj- anna var einnig að þeina tíma sið þunglamalegur og hryllilega heitur. Vonlaust var að hermennimir gætu aðlagast hemaði í hitasvækjunni og óvinveittu umhverfi því sem ein- kennir þennan útkjálka hitabeltisins. Sá möguleiki er nú enn á ný fyrir hendi, að Pólverjar láti enn á ný lífið á Haití. „Pólland á engra hagsmuna að gæta þama,“ sagði pólskur vinur minn. „Éf hermenn Póllands snúa aftur til ættjarðarinnar í kistum þá munu þeir einungis hafa úthellt blóði si'nu til einskis - enn einu sinni." Byggt á grein lan Thomson í The European. Hann er höfundur bók- arinnar „Bonjour Blanc: A Journey Through Haiti". Ó, hvar hafa dagar lífs ykkar lit sínum glatað? Það er eitt dálítið fyndið með þessa morðóðu einræðisherra: Þeir varla treysta sér til að taka frí á meðan þeir sitja á valdastóli, en um leið og þeir yfirgefa embætti sín þá geta þeir ekki setið kyrrir. Nú þegar haitíski hershöfðinginn Raoul Cédras hefur flúið land til Panama er ekki ólíklegt, að hann sé forvitinn um hvernig hinir harðstjórarnir eyddu sínum eftirlaunaárum... Newsweek þefaði nokkra slíka uppi: Jean-Bedel Bokassa: Keisari Mið- Afríku lýðveidis flutti til Fílabeins- strandarinnar og síðan Frakklands 1979. Snéri aftur til heimalands síns 1986 og var fundinn sekur um morð. IMáðaður 1993. Anastasio Somoza: Forseti Nika- ragúa slapp undan Sandinistum og flutti 1979 til Paraguay. Myrtur úr launsátri þar í landi 1980. Manuel Antonio Noriega: Forseta Panama var rænt af bandarískum stjórnvöldum eftir innrásina 1989. Dæmdur til 40 ára fangelsisvistar vegna eiturlyfjamisferlis. Jean-Claude Duvalier: Haitíbúinn „Baby Doc" fór áleiðis til frönsku Rivíerunnar 1986. Sparkað útúr glæsivillu sinni fyrir að borga ekki leiguna 1994. Býr hjá móður sinni í Cannes. Erich Honecker: Forseti Austur- Þýskalands flýði til Sovétríkjanna en var neyddur til aftur Þýskalands til að sæta ákæru og réttarhöldum vegna morða. Fórtil Chile 1993 þar sem hann dó. Idi Amin: Klikkaður forseti Úganda var rekinn í útlegð 1979 og holaði sér niður í Líbýu. Heittrúaður mús- liminn lifir nú við allsnægtir í Saudi-Arabíu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.