Alþýðublaðið - 21.10.1994, Side 7

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Side 7
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Rannveig Guðmundsdóttir: Grundvallarsjónarmið í mínum flokki að kosningaréttur sé jafn. fyrir því að konur í Reykjavík eða á Reykjanesi hafi minna að segja um stjóm landsins, eða val á fulltrúum til að stjóma landinu, en t.d. karlar á Vestfjörðum. Hins vegar mætti hugsa sér að hvert kjördæmi (ef kjör- dæmaskipaninni verður ekki breytt) hefði lágmark fulltrúa til að fólkið á svæðinu hefði sína fulltrúa. Þá vær- um við komin inn á brautir svipaðar þeim sem öldungadeild USA byggist á, það er jöfn fulltrúatala fyrir svæði. Síðan væri mestum hluta þingmanna skipt í hlutfalli við kjósendur. 2. Mér finnst sú hugmynd allrar athygli verð enda íslendingar ekki nema 260.000 talsins. Ég held að slíkt fyrirkomulag myndi ýta undir það að heildarhagsmunir réðu ferð. Þá hlýt ég að spyrja hvaða kosninga- kerfi tryggir mest jafnrétti, hvaða kerfi verði til þess að bæta hlut ís- lenskra kvenna. Það er alveg Ijóst að lítil og fámenn kjördæmi em konum erfið vegna harðrar samkeppni og sterkra hefða karlaveldisins. 3. Að mínum dómi eiga hug- myndir og stefnur að ráða mestu, það er hvað fólk ætlar að gera, en ekki hveijir eiga í hlut. Hins vegar skipta einstaklingamir auðvitað miklu sem eiga að koma hugmyndum á ífam- Reykjanes Kjósendur á þingmann 4.035. Kristín Ástgeirsdóttir: Eitt kjör- dæmi mun ýta undir að heildar- hagsmunir ráði ferð. færi og því getur blanda af þessu, þ.e. framboðslisti plús einstaklingur. líkt og líðkast í Danmörku, verið spennandi. En ekki einstaklingakjör líkt og í Bandaríkjunum, það kallar á ákveðna upplausn, þannig kerfi var hér, en upp úr því spratt flokkakerfi. 4. Nei. Ég fæ ekki betur séð en að Alþingi eigi fullt í fangi með að sinna, ekki sfst fer sívaxandi tími í al- þjóðasamstarf. Það kallar á nýja verkaskiptingu ef fækka á þing- mönnunt verulega. Svavar Gestsson, þingmað- ur Aljaýðubandalagsins í Reykjavík: Engin rok mæla með fækkun þing- manna 1. Rökin hafa verið þau að eðlilegt væri að færri atkvæði þyrfti í dreif- býlinu til að ná þingmanni vegna þess aðstöðumunar sem dreifbýlinu væri búinn að öðru leyti. Var þá vitn- að til samgönguaðstæðna sérstak- Reykjavík Kjósendur á þingmann 4.078. Svavar Gestsson: Margþætt rök fyrir því að landið verði allt eitt kjördæmi. lega. Til að vega upp þessar áherslur hafa síðan verið búin til jöfnunar- sæti. Þannig hefur jafnan verið unnið með tvenns konar rök; annars vegar jöfnunarrök milli flokka á landsvísu en hins vegar nauðsyn þess að jafna mismunun í lífskjörum á hina hlið- ina. 2. Rökin fyrir því að landið verði eitt kjördæmi em margþætt. I fyrsta lagi væri þá auðveldara að ná jöfnun milli flokka og kosninga- kerfið yrði einfaldara. I öðm lagi yrði unnt í einu vet- fangi að tryggja landsmönnum öll- um jafngildan/jafnveikan atkvæðis- rétt. I þriðja lagi ber að nefna í þessu samhengi að rökin um lífskjarajöfn- un em öðmvísi nú en áður. 1 Ijórða lagi að rökin um sam- gönguvandamál og tengslaleysi vem veigaminni en fyrr. Það em því núna fleiri rök fyrir því en áður vom að landið verði eitt kjördæmi. Rökin á móti em þau að með því að gera landið að einu kjördæmi væri komið á alræðisvaldi flokks- miðstöðvanna til að ráða framboðum í einu og öllu. í annan stað væri kom- ið í veg fyrir það að unnt yrði að kjósa menn fremur en flokkasam- stæður eins og nú er. Breytingu á kjördæmaskipun og kosningalögum ætti að mínu mati að gera þannig að annars vegar væri tryggt svo sem kostur er jafnræði milli pólitfskra sjónarmiða og landshluta, en hins vegar að opna leið fyrir persónulegt val á frambjóðendum. Það verður því aðeins gert að ég held að kjör- dæmaskipaninni verði breytt. Til dæmis með því að Ijölga kjördænt- um frá því sem nú er. 3. Þessa hugmynd setti ég meðal annars fram í blaðagrein fyrir fáein- um árum. Henni var þá vel tekið og svo hefur alltaf verið. Við Þorkell Helgason sem er mestur spekingur íslands á sviði kosningalaga höfum legið dálítið yfir því hvemig má konta þessum hugmyndum unt per- sónukjör heirn og saman við veru- leikann. Það endar með því að við finnum brúklega lausn! 4. Ég sé engin rök fyrir því að fækka þingmönnum né heldur með því að Ijölga þeim. Fjöldi þing- manna ræðst venjulega af því hvem- ig gengur að ná þeim almennu pólit- ísku markmiðum sem menn hafa reynt að ná við breytingar á kosn- ingalögum. Aðalatriði alls erþá þetta: Það þarf að verða samstaða um kosningalög og breytingar á þeim. • Alþýðuflokkurinn og kjördæmamálið: Mannréttindasaga í 70 ár Jafnaðarmannaflokkai' hafa ávallt barist fyrir tvennu; bættum kjörum og almennum lýðréttindum umbjóð- enda sinna. Framan af öldinni var kosningarétturinn mál málanna. Það er athyglisvert að jafnaðarmenn litu á öll frávik frá jöfnum kosningarétti sem skerðingu á mannréttindum. Barátta jafnaðarmanna snerist um það að tryggja öllum jafnan kosn- ingarétt óháð efnahag, kynferði og búsetu. Jafnaðarmannaflokkar eiga rætur sinar meðal verkafólks í bæj- um. Það hafði því mikil og afdrifarík áhrif á þróun Alþýðuflokksins að vægi atkvæða í sveitum var mun meira en í bæjum á mótunarárum flokksins, og hefur verið það allar götur síðan þó í minna mæli sé. 1 þessu efni má minna á skoðun Gylfa Þ. Gíslasonar sem hann setur fram í bók sinni um viðreisnarárin, að stærstu pólitísku mistökin í sögu Al- þýðuflokksins hafi verið að krefjast ekki kjördæmabreytingar 1927 og mun róttækari breytingar en raun vaið á 1934. Hvað sem þvf líður er ljóst að ranglát kjördæmaskipan hef- ur í gegnum tíðina stórskaðað Al- þýðuflokkinn og baráttumál hans. Barátta Hédins Þetta ber ekki að skilja sem svo að flokkurinn hafi ekki látið sig málið varða. Síðuren svo. Árið 1927 flutti Héðinn Valdimarsson einn síns liðs eitt merkilegasta frumvarp sem þing- maður hefur flutt í sögu alþingis, „Frumvarp til stjómskipunarlaga um breytingu á stjómarskrá konungsrík- isins Islands". Þar var meðal annars kveðið á um lækkun á kosningaaldri niður í 21 ár og að þeim sem þegið hefðu af sveit sökum fátæktar yrði veittur kosningaréttur. Það sem lík- lega á mest erindi við okkur í nútím- anum er 2. gr. írumvarpsins sem hljóðar svo: „A Alþingi eiga sæti 25 þjóðkjömir þingmenn, sem kosnir em hlutbundnum kosningum um land allt, og sitja þeir allir í einni mál- stofu. Tölu þeirra má breyta með lög- um. Þingmenn skulu kosnir til fjög- urra ára í senn.“ I greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars: „Þar sem kjör- dæmaskipaninni hefir að mestu verið haldið óbreyttri, er afleiðingin sú, að hver kjósandi í sumum kjördæmum hefir margföld áhrif á alþingiskosn- ingar á við kjósanda, er búsettur er í öðmm kjördæmum, og þar með margföld áhrif á stjóm landsins í heild sinni. Eftir mannréttindakenn- ingum þeim, er þingræðið hvílir á, eiga allir fúllorðnir menn í landinu að Emil Jónsson: Alþýðuflokkurinn hafði forystu um kjördæma- breytingarnar 1959 en þurfti að slaka á kröfu um að landið yrði eitt kjördæmi. hafa jafnrétti í þessum málum, og mun óvíða í siðuðum löndum sveigt svo langt frá því marki eins og hér á landi. Þetta kemur mjög mishart nið- ur á stéttum þjóðfélagsins, þar sem verkalýðurinn hefur safnast til sjáv- arins, og það er því mest verkalýður- inn sem geldur hinnar úreltu kjör- dæmaskipunar." 1 huga Héðins var jafn kosningaréttur mannréttindamál og gerði hann engan greinarmun á útilokun frá kosningarétti og mis- vægi atkvæða. Hvorttveggja er brot á þeim mannréttindahugmyndum sem lýðræðisleg stjómskipun byggir á. Þetta er einföld hugmynd og skýr. Það má því undmn sæta að umræða um kjördæma- og kosningamál á Is- landi skuli ekki nema að litlu leyti hafa snúist um þetta atriði, heldur önnur mál og óskyld. „Ad gódu kunnir ísínum hreppi" I þingræðu sem Héðinn hélt urn málið rakti hann ástæðumar fyrir því að kjördæmaskipunin væri úrelt. Helsta ástæðan væri breytingar í at- vinnumálum sem gerði kjördæma- mörk úrell. Urn hugsanlegar breyt- ingar á því kerfi sem var við lýði á hans dögum sagði hann meðal ann- ars: „Hægt er að hugsa sér ýmsa möguleika til að bæta úr þessu ástandi. Þá er fyrst að halda áfram einmennings- og tvímenningskjör- dæmum, en með breyttum „landa- mærum“. Þessi leið bæti áreiðanlega ekki talist heppileg, því að sakir flutnings landsmanna úreinum stað í annan við breytt atvinnuskilyrði, mundi brátt sækja í sama horfið aftur. Á fáum árum getur kauptún orðið ljölmennur bær, og þá kemur gamla ranglætið á ný. Af öðrum tillögum má til dæmis nefna tillöguna um að skipta landinu í fjórðungskjördæmi, sem mig minnir að Hannes Hafstein héldi fram. Þá áttu innan jressara Ijórðunga að vera hlutfallskosningar, og væri það stórt spor í rétta átt. Inn- an hvers fjórðungs hefðu kjósendur alltaf jafnrétti, en flutningur gæti allt- af átt sér stað í stórum stfl milli íjórð- unganna, og gætu þeir þannig orðið misjafnlega réttháir. Til að forðast þessa galla er aðeins eitt ráð óbrigðult; að gera landið allt að einu kjördæmi. Þá stæði á sama um alla fólksflutninga innanlands. Hver kjósandi héldi jafnan sínum fulla rétti gagnvart hinum. og hver flokkur kæmi mönnum á þing í réttu hlutfalli við fylgi sitt í landinu. Ég býst við að þetta landkjör verði ekki vinsælt hjá sumum háttvirtum þingmönnum, sem hafa komist að sakir þess eins, að þeir eru að góðu kunnir í sínum hreppi. En með hinni nýju tillögu kæmu þeir einir til mála sem þingmenn, sem kunnir em á stómm svæðum á landinu. Væri það trygging fyrir því, að hæfari menn væm kosnir. Þeir yrðu að standa reikningsskap gerða sinna ffammi fyrir öllum almenningi, og mundi við það hreppapólitíkin hverfa.“ Fulltrúar ferningsmílna I milliþinganefnd um kjördæma- málið, sem starfaði ffá ágúst 1931 til febrúar 1932, setti fulltrúi Alþýðu- flokksins í nefndinni, Jón Baldvins- son, fram þá tillögu að landið yrði gert að einu kjördæmi. Jón gaf í Héðinn: Lagði fram stórmerkilegt frumvarp á Alþingi 1927. Þar iagði hann áherslu á að jafn at- kvæðaréttur væri mannréttinda- mál. framhaldinu út bækling um störf nefndarinnar og færði svipuð rök lýr- ir máli sinu og Héðinn hafði gert. Lokaorð Jóns vom, að með því að gera landið allt að einu kjördæmi væri „viðurkennt á borði jafnrétli kjósenda til að hafa áhrif á skipun Al- þingis, hvar á landinu sem þeir em búsettir. Þá fellur það niður, sem nú er algengast, að alþingismenn telji sig fulltrúa fyrir tiltekinn fjölda fer- hymingsmílna af meira og minna hrjóstmgu landi, jöklum og eyðis- öndum, þá verða þeir fullmiar þjóð- arinnar, fulltrúar fólksins, sent í land- inu býr“. Það var síðan stefna AI- þýðuflokksins að gera landið að einu kjördæmi allt til 1959 og hefúr oft komið til urnræðu innan flokksins sem utan siðan þá. Frumkvædi Alþýduflokks 1959 Fullyrða má að Alþýðuflokkurinn hafði forystu um kjördæmabreyting- una 1959, þar sem núverandi kjör- dæmakerfi var tekið upp. Það er því rétt að glugga örlítið í ræðu Emils Jónssonar, formanns Alþýðuflokks- ins og þáverandi forsætisráðherra, þegar mælt var fýrir kjördæmabreyt- ingunni á Alþingi: „Afstaða Alþýðu- flokksins þaif ekki að koma neinum á óvart. Alþýðuflokkurinn hefúr alla tíð verið því fýlgjandi, að hlutfalls- kosningafýrirkomulag yrði upp tek- ið, og lengi vel á því að landið yrði gert eitt kjördæmi. Til samkomulags hefur Alþýðuflokkurinn þó breytt af- stöðu sinni til þessa síðasta atriðis, að landið yrði eitt kjördæmi og hefur á síðasta flokksþingi flokksins sam- Jón Baldvinsson: Alþingismenn eiga að vera fulltrúar fólksins í landinu - ekki jökla og eyði- sandal þykkt að svipaðri eða sörnu aðferð og hér er lagt til að verði viðhöfð." Al- þýðuflokkurinn sættist á núverandi kjördæmakerfi sem sáttaleið, til þess að ná fram breytingum í þá átt að kjörfylgi og þingstyrkur fylgdust að. Það er þó ljóst af ræðu Ernils að flokkurinn hafði ýmislegt við kerfið að athuga. „Alþýðuflokkurinn gerir sér ljóst,“ sagði Émil, „að með þessu frumvarpi er ekki náð fullu jafnrétti allra jaegna þjóðfélagsins til þess að hafa áhrif á gang þjóðmála, sem þó hlýtur að verða stefnt að. Enn er ætl- ast til að heilir landshlutar hafi helm- ingi minni rétt en aðrir og ekki einu sinni það.“ • Úr greinargerð með ályktun um kjör- dæma- og kosningamál frá flokksþingi Aiþýðuflokksins 1994. Gylfi Þ. Gíslason: Stærstu pólitísku mistökin i sögu Alþýðuflokksins að krefjast ekki uppstokkunar 1927.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.