Alþýðublaðið - 21.10.1994, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 21.10.1994, Qupperneq 8
Föstudagur 21. október 1994 Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk ALÞYDVBIIIIID 160.tölublað - 75. árgangur Háskólahátíð á morgun: 186 kandfdatar hlýða á rektor 186 kandídatar verða brautskráðir frá Háskóla íslands á Háskólahátíð á morgun, laugardag. Þetta er menn- ingarstofnun og þvf hefst hátíðin með söng Bjarkar Jónsdóttur sópr- ans, undirleik annast Svana Víkings- dóttir píanóleikari. Að því loknu mun Sveinbjörn Bjömsson háskóla- rektor halda ræðu í lengri kantinum þar sem hann hyggst fjalla um menntakerfi og þróun háskóla, nýtt Rannsóknaráð, rannsóknastyrki Evr- ópusambandsins og rannsóknanám, nýtt Landsbókasafn og bækur þess og að lokum um upplýsingatækni sem atvinnuveg og útflutningsgrein. Undir þessum fyrirlestri Svein- björns munu sitja 3 kandídatar frá Guðfræðideild, 13 frá Læknadeild, 4 frá Lagadeild, Viðskipta- og hag- fræðideild er með 33 fulltrúa, Heim- spekideild 39, Raunvísindadeild 27, frá Verkfræðideild eru 11, og Fé- lagsvísindadeild gnæfir yfir alla með 56 kandídata. Gunnlaugur Stefánsson vill jafna þann verðmun sem ríkir á vöru- verði á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Öjjmundur Jónasson: Oeðlilegan launamun má ekki festa í sessi „Persónulega er ég mjög fylgj- andi því að Svíar gangi í Evrópu- sambandið“, sagði Par Kettis, sendiherra Svíþjóðar á Islandi í samtali við Alþýðublaðið í gær, eftir að hann greiddi atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu Svía um Evrópusainbandsaðild. „Eg var þessarar skoðunar strax sem ung- ur maður fyrir meira en þrjátíu árum síðan. A áttunda áratugn- um, á dögum kalda stríðsins, höfn- uðu Svíar aðild, um svipað leyti og Danir gengu í Evrópubandalagið, sem hefur orðið þeim mjög til góðs“, sagði sendiherrann. Sendiherrann sagði að í kosn- ingu utan kjörstaðar í Reykjavík í september síðastliðnum hefðu um hundrað Svíar neytt kosningarétt- ar síns í sendiráðinu. Núna mætti búast við allt að 200 Svíum, sem annað hvort búa hér á landi, eða dvelja hér á iandi um stundarsak- ir og notfæra sér að kjósa utan kjörstaðar. Kosið er virka daga frá klukkan 10 til 12 í sænska sendiráðinu í Lágmúla 7; mánudaginn 7. nóv- ember er kjörstaðurinn opinn frá klukkan 17 til 20 og verður þá lok- að, en kjörgögn send daginn eftir til Svíþjóðar með pósti. Kosning- arnar í Svíþjóð verða 13. nóvem- ber. Par Kettis mun halda fyrirlest- ur um þjóðaratkvæðagreiðslu Svía í Norræna húsinu á sunnu- daginn klukkan 16. Mun hann svara fyrirspurnum gesta að fyrir- lestrinum loknum. umadild á íslandi Niðurgreiðir landsbyggð- in vöruverð á höfuðborgar- svæðinu? „Það hljóta allir að sjá sem vilja jöfnuð í þjóðfélaginu hvernig fjár- málaráðuneytið bregst gegn háskóla- stéttunum. Þær fá launahækkanir, rneðan varla er rætt við aðra hópa. Fólk sættir sig ekki við að óeðlilegur launamunur verði festur í sessi í hinu opinbera launakerfi'". segir Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. Hann segir það staðreynd að ntikl- ar hækkanir hafi orðið í hópum há- skólafólks að undanförnu, og vissu- lega hefðu sumir verið vel að sínum hækkunum komnir. Annað orkaði tvimælis, til dæmis þegar dómarar nánast ákváðu sér 100 þúsund króna launahækkun á mánuði. Þá var haft eftir forsætisráðherranum að menn deildu ekki við dómarann. „Það sem meginmáli skiptir er að um það bil helmingur félaganna inn- an BSRB er í dag með um 70 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir dagvinn- una. Ef allar greiðslur til félaga okk- ar eru skoðaðar eru mánaðarlaunin 110 þúsund krónur á mánuði, eða svipað og kemur út hjá ASÍ“, sagði Ögmundur. Framundan hjá BSRB eru kjara- samningar. A þingi sambandsins sem hefst á mánudagsmorguninn munu kjaramálin án efa verða lil um- Ijöllunar. Gestafyrirlesarar á þinginu verða þeir Steingrímur Hermanns- son, Seðlabankastjóri og Skúli Egg- eil Þórðarson, skattrannsóknastjóri ríkisins. Þingið stendur fram á fimmtudag. Ögmundur: Staðreynd að miklar launahækkanir hafa orðið í hópum háskólafólks. Kosið - um 200 Svíar gætu kosið hér á landi í utankjör- staðaratkvæða- greiðslu í sendi- ráði Svíþjóðar. ÉG SEGIJÁ: Pár Kettis, sendiherra Sviþjóðar, greiddi atkvæði sitt i sendiráðinu í gærdag. Búist er við að 200 Sví- ar greiði atkvæði sitt hér á landi. A-mynd: E.ÓI. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, þeir Gunnlaugur Stefánsson og Gísli Einarsson, hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að gerð verði úttekt á vöruverði lífs- nauðsynja og verðmun er rikir milli þéttbýlis og dreifbýlis. I tillögunni erþess krafist að kann- að verði sérstaklega hvaða ástæður valda þeim verðmun sem ríkir milli landsbyggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Þá er ríkisstjóminni falið að grípa til ráðstafana í ljósi úttektar- innar er miði að jöfnun verðlags á lífsnauðsynjum í landinu. Og þá með því að vöruverð á landsbyggðinni megi lækka til samræmis við það sem almennt gerist á höfuðborgar- svæðinu. í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: „Nú hlýlur það að vera kappsmál að neytendur megi njóta hagstæðs vöruverðs og sannar- lega er það fagnaðarefni þegar versl- uninni tekst að bjóða neytendum lækkun á vöruverðinu, hvort sem það verður vegna aukinnar sam- keppni, hagræðingar eða bættra við- skiptakjara. En sú spurning hlýtur að vakna hvort verslunin í landinu sitji við sama borð hvað viðskiptakjör snertir, flutningskostnað og skatt- lagningu. Mikilvægt er að kannað verði rækilega hvort sú er raunin að landsbyggðarfólk niðurgreiði vöm- verð á höfuðborgarsvæðinu vegna lakari viðskiptakjara er landsbyggð- arverslunin býr við.“ AÐALTOLUR 7 23 26 Fjöldí vinninga Upphœi á hvern vinning 2 24.180.000 0 1.440.181 4 63.677 204 1.986 á ísiandi 2.273.279 841 206 BONUSTOLUR 8 19 21 Heildarupphæ& þessa viku 50.633.279 Fjaðrafok á Alþingi út af amerískum kjúklingum [ gær fóru fram á Alþingi umræð- ur utan dagskrár að kröfu Egils bónda Jónssonar á Seljavöllum, al- þingismanns Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, vegna verðkönnunar fréttastofu Sjónvarps á íslenskum og bandarískum landbúnaðarvörum. Egill véfengdi mjög að matvörur væru miklu dýrari á íslandi en í Bandaríkjunum og kynnti jafnframt niðurstöður eigin verðkönnunar: Með því að skipta út kjúklingi fyrir lambakjöt komst hann að því að sáralítill verðmunur er á milli land- anna. Niðurstaða könnunar fréttastofu Sjónvarps á tíu algengum neysluteg- undum leiddi í ljós 150% mun á verðlagi, einsog sjá má á meðfylgj- andi töfiu. í níu tilvikum af tfu reyndist varan dýrari á íslandi, en mestu munaði þó um kjúklinginn. Egill benti á, að Islendingar borði miklu meira af lambakjöti en kjúk- lingi og fannst þessvegna mun nær- tækara að nota það til viðmiðunar. Með því að skella lambakótilettum í innkaupakörfuna tókst honum að lækka íslensku körfuna um 500 krónur og hækka þá bandarísku um tólfhundruð krónur, enda er lamba- kjöt dýrt vestra. En með þessu tókst Agli semsagt að jafna verðmun land- anna tveggja í einni svipan. Nokkrirþingmenn fóru í ræðustól, og tóku sumir fram að þeim væri ekki alveg ljós tilgangur umræðunn- ar. Guðni Agústsson gerði mikinn verðmun milli landanna á eggjum að umtalsefni, og komst að þeirri niður- stöðu að Egill Jónsson þyrfti að borða 20 kfió af eggjum á dag. ís- lenskur landbúnaður væri hinsvegar löngu hættur að kippa sér upp við Könnun Sjónvarpsins sem olli fjaðrafokinu á Alþingi Bandaríkin ísland 1 lítri appelsinusafi 95,20 89 500 grömm kaffi 291,70 347 1 heilhveitibrauð 67,30 110 1 bakki egg 49,60 227 2 lítrar mjólk 74,80 130 Kellogg's Cornflákes 222,40 275 1 kíló nautahakk 246,20 783 1 stykki kjúklíngur 165,20 1224 4 epli 76,20 98 1 kíló kartöflur 135,30 159 Samtals 1.423,90 3442 neikvæða umræðu, hann færi að lík- tog hermaðurinn ungi - að ganga feti framar. Steingrímur J. Sigfússon fagnaði umræðu um matarverð, en tók fram að hann vissi ekki hvert Egill væri að fara með því að biðja um umræðu á Al- þingi vegna verð- könnunar í Sjón- varpi. Gunnlaugur Stefánsson spurði sömuleiðis hvað vekti fyrir máls- heíjanda, en sagði að nær væri að tala um aðferðir til þess jafna mikinn verðmun á mat- vælum milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis: „Við þurfum ekki að fara til útlanda til að finna mismun á verði.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.