Alþýðublaðið - 27.10.1994, Síða 6

Alþýðublaðið - 27.10.1994, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994 Flokksstarf Erlend hringekja Umsjón: Sigurður Tómas Björgvinsson Samband ungra jafnaðarmanna: Opinn fundur málefnanefndar Málefnanefnd Sambands ungra jafnaðarmanna um ytri og innri mál SUJ, heldur fund fimmtudagskvöld- ið 27. október. Fundurinn er opinn öllum ungum jafnaðarmönnum og hefst klukkan 19:30. Hann verður á II. hæð Alþýðu- hússins í Reykjavík. Fundurinn er liður í undirbúningi SUJ vegna Sam- bandsþingsins 4. til 6. nóvember næstkomandi. Á dagskrá fundarins er meðal annars „ný verk- og starfslýsing fyrir framkvæmdastjórn SUJ". Umsjónarmaður nefndarinnar er Aðalheiður Sigur- sveinsdóttir. Samband alþýðuflokkskvenna: Fundað vegna Landsfundar Samband alþýðuflokkskvenna boðar til fundar í Hamraborg, félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Kópa- vogi, næstkomandi fimmtudag klukkan 20:30. Á dagskrá er málefnavinna vegna Landsfundar Sam- bands alþýðuflokkskvenna. Fjölmennum! Raðau Umsóknir um styrki frá Vest-norrænu samstarfs- nefndinni (Vest Norden samarbejdet) Vest-norræna samstarfsnefndin sem starfar á vegum Norðurlandaráðs, auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 1995. Nefndin veitir styrki til samstarfsverk- efna fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á hinum vestlægu Norðurlöndum, það er á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Flestir þeirra styrkja sem nefndin hef- urveittá undanförnum árum, hafa runniðtil hagnýtra rannsókna og atvinnuþróunarverkefna þótt styrkirnir einskorðist ekki við slík verkefni. Styrkir eru eingöngu veittir á verkefnagrundvelli. Skil- yrði fyrir veitingu þeirra er að verkefnið feli í sér sam- starf aðila frá að minnsta kosti tveimur hinna vest- lægu Norðurlanda, að gildi þeirra sé ekki bundið við ákveðið land ellegar að verkefnin geti á annan hátt stuðlað að framþróun og auknu samstarfi innan svæðisins. í umsóknum skal til greina samstarfsaðila á Færeyj- um eða á Grænlandi, en einnig skal fylgja umsóknum greinargóð lýsing á verkefninu, áætlun um fram- kvæmd þess, kostnaðaráætlun og upplýsingar um hvernig beri að kosta verkefnið. Umsóknum skal skila á íslensku. Umsóknir sendisttil: Byggðastofnunar - þróunarsviðs, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur ertil 15. nóvember 1994. Dagur í lífi Björns Tore Godal, norska utanríkisráðherrans Heilsurækt og innhverf íhugun - er sá grunnur sem ráðherrann þarf til þess að vinna á íslensku „sjóræningjunum“ í Smugunni Björn Tore Godal: Utanríkisráðherra Noregs í afslappaðri jógastellingu á borðinu í bakgarðinum heima hjá sér. Þetta er lokaatriðið í morgunstörfum ráðherrans, en áður hafði hann straujað ráðherragallann, borðað jógúrt og trefjar, og skokkað nokkra kílómetra. „Norski utanríkisráðherrann, Bjöm Tore Godal byrjar morguninn á bak við strauborðið í blámáluðu eldhúsinu. Hann straujar skyrtu dagsins, sem er hvít og passar því við embættisverkin framundan. Klukk- an er hálfátta og hann hefur þegar fengið sér kjamgóðan morgunverð sem samanstóð af jógúrt og trefjum. Maður mætir ekki vandamálum heimsins óstraujaður og á fastandi maga.“ Þannig lýsir blaðamaður norska dagblaðsins Aftenposten morgunverkum norska utanríkisráð- herrans um síðustu helgi. Bjöm Tore Godal er þama í nærmynd fjölmiðla og þegar litið er betur á persónuna, áhugamálin og önnur dagsverk í lífi ráðherrans kemur ýmislegt forvitni- legt í Ijós. Pólitískur jóga Fram kemur í umfjölluninni að ráðherrann hefur ekki gefið leyfi fyr- ir neinar hefðbundnar uppstillingar, eins og til dæmis af honum í stofu- sófanum með hamingjusamri eigin- konu, eða af ráðherranum undir les- lampanum að glugga í ævisögu Thorvalds Stoltenberg. Nei norski utanríkisráðherrann kemur til dyr- anna eins og hann er klæddur og þannig skal hann birtast lesendum Aftenposten. Það er hann sem sér um morgun- verkin á heimilinu. Hann straujar og tekur til morgunverðinn fyrir aðra tjölskyldumeðlimi. Þetta gerir hann eftir að hafa tekið daginn snemma, skokkað í nágrenninu og síðan slappað vel af í jógastellingu á borði í garðinum. Eftir hversdagsleg morgunstörf á heimilinu bregður Godal sér í ráð- herragallann og úti bíður ráðherra- bílstjórinn í svartri gæsikerru. Vegna viðtalsins við blaðið er ráðherrann þegar orðin hálftíma á eftir áætlun. A leiðinni rennir hann yftr dagblöðin og embættispappíra. Umferðin er óvenjumikil þennan morgun og ekki laust við að ráðherrann sé orðinn svolftið stressaður. Samtal í bílasímanum við ráð- herraritarann róar hann þó aðeins niður. Engar nýjar fréttir frá vestur- vígstöðvunum. Ekki er heldur neitt markvert að gerast í suðri eða austri. Og fyrir norðan hefur hann sjálfur alla hluti á valdi sínu. Þar er að sjálf- sögðu átt við ftskveiðideiluna við Is- lendinga í Smugunni. Óstressad síddegi Við komuna í utanrfkisráðuneytið ákveða ráðherrann og blaðamaður- inn að hittast aftur síðdegis, svo hinn fyrrnefndi geti farið að sinna skyldu- störfum sínum. Blaðamaðurinn ímyndar sér að starfið felist í að und- irrita leynisamninga hér og þar. Klukkan ftmm er blaðasnápnum hleypt inn í herlegheitin f ráðuneyt- inu og eftir nokkra bið fær hann að fara alla leið inn til ráðherrans. Hon- um finnst þessi vingjamlegi og glað- legi maður ekki passa í hið diplóma- tíska og hátíðlega umhverfi. Hvað um það greinilegt er á öllu að Godal er mun afslappaðri en fyrr um dag- inn og allt í einu virðist þessi önnum kafni maður hafa allan heimsins tíma fyrir sér. Streitan virðist hafa horftð ofan í stresstöskuna. Yftr kafftbollanum berst talið að Evrópusambandinu og þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Noregi í nóvem- berlok. Godal telur að ríkisstjórnin og já-hópurinn séu á réttri leið. Hann segir að Norðmenn verði að vera með í því, að hanna og byggja hið nýja evrópska samfélag sem nú sé að verða til. Án aðildar verði þeir eins og vængbrotnir fuglar og geti ekki haft nein áhrif á þróunina í Evrópu. Alvarleg framkoma Þegar út í hina pólitísku umræðu er komið er Godal mjög formlegur og bregður fyrir sig hinu akademíska talmáli. Þar ræður hinn knappi stíll og lítið fer fyrir óvæntum útspilum eða húmor. Meðal félaga sinna þykir hann hins vegar hrókur alls fagnaðar og í góðra vina hópi reitir hann af sér brandara og tekur lagið. Blaðamaöurinn spyr Godal af hverju hann gefi sérekki aðeins laus- an tauminn í sjónvarpinu, prófa til dæmis að brosa svona einu sinni op- inberlega? „Þetta segir Gro-Harlem líka“, segir hann og brosir. „Ég ætla að reyna, en starf mitt felst í því að skapa norska utanríkisstefnu. Það er í raun mjög alvarlegt hlutverk.“ Spumingamar halda áfram óg í framhaldinu er hann spurður hvernig hann bregðist við grínhreyfmgu eins og Ljóskur gegn ESB? „Það hlýtur að vera pláss fyrir hópa á léttu nótun- um bæði fyrir þá sem em með og á móti ESB. Þetta nemur þá niður á jöfnu“, svaraði ráðherrann. Söng gegn EBE 1972 Þegar umræðan fer aftur yfir á persónulegar nótur, kemur í ljós að Godal hefur dundað sér við ýmislegt í frístundum. Hann skokkar reglu- lega og hefur talsverðan áhuga á fót- bolta án þess að hafa lagt þá íþrótt fyrir sig sjálfur. Utanríkisráðherrann lærði þjóðdansa á árum áður og vinnukonugrip á gítar. En aðalhljóð- færið hans er túban og í fímm ár spil- aði hann á túbu í skólahljómsveit. Þrátt fyrir að Godal geri ekki rnik- ið úr gítarkunnáttu sinni, þá riíjar blaðamaðurinn það upp að hann hafí verið tmbador og sungið lög gegn aðild Noregs að Efnahagsbandalagi Evrópu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl- una 1972. Ráðherrann er áfram hóg- vær og segir að magir hafi spilað bet- ur en hann á þeim tíma. „Þetta var þegar menningar-róttæklingarnir gátu ennþá sungið. Ég var vissulega virkur í samtökum ungra jafnaðar- manna, ferðaðist á ntilli landshluta og hvatti fólk til að fella EBE-aðild 1972“. En kynslóðabilið virðist ennþá vera til staðar í Norcgi þegar afstað- an til ESB er annars vegar. Á meðan ráðherrann ferðast um Noreg og freistar þess að fá kjósendur til að greiða ESB- aðild atkvæði sitt, þá er dóttir hans meðal þeirra ungmenna sem hvað harðast mótmæla aðild. „Dóttir mín stundar nám í stjórn- málafræði og er á móti ESB-aðild. Við munum sennilega aldrei upplilá það að skoðanir kynslóðanna falli al- gjörlega saman. Það hafa reyndar mörg góð pólitísk mál komist í verk vegna ólíkra viðhorfa kynslóðanna", sagði Bjöm Tore Godal í samtali við Aftenposten. Umhverfið Fallandi lauf Hvorki meira né minna en tæpur tjórðungur allra skóga í Evrópu eru að deyja. Þessi sorgiega staðreynd er að mestu tilkomin vegna loftmengunar. Hér fyrir neðan er yflrlit yfir þau ellefu lönd sem verst hafa orðið fyrir barðinu á skóga- dauðanum: Tékkland...........53,0% Moldavía...........50,8% Pólland............50,0% Slóvakía.......... 37,6% Lettland.......... 35,0% Danmörk........... 33,4% Hvíta-Rússland... 29,3% Litháen........... 27,4% Hoiland........... 25,0% Noregur........... 24,9% Þýskaland....... 24,2% Heimild: Newsweek

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.