Alþýðublaðið - 27.10.1994, Page 7
FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Fréttaskyring
Fáir frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokka við röðun á framboðslista við
komandi þingkosningar hafa vakið umtal. Sæmundur Guðvinsson kannaði málið.
Er mikill kostnaður
að drepa prófkjörin?
Fáir eru tilbúnir að leggja út í dýra baráttu og keppa við þingmenn sem sitja gráir fyrir járnum í öruggum sætum.
-jSiS-
.gSSáSK,
Eru prófkjör ekki lengur rétta leið-
in til að velja frambjóðendur flokka
til Alþingis? „Nei. Tfmi prófkjöra er
liðinn því Sjálfstæðisflokkurinn er
búinn að koma óorði á þau eins og
rónamir komu óorði á brennivínið
segir Kristján L. Möller á Siglu-
flrði. Sólveig Pétursdóttir alþingis-
maður segir hins vegar prófkjör hina
lýðræðislegu aðferð við val á fram-
boðslista.
Það er ekki að sjá að þeir sem
hyggjast hasla sér völl í landsntála-
pólitík telji prótkjör almennt væn-
legan kost til að hafa áhrif eða ná í
þingsæti. Aðeins fjórtán bjóða sig
fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík þar sem tlokkurinn hefur
níu þingmenn. A Reykjanesi eru
frambjóðendur í prófkjöri níu en
flokkurinn hefur þar fimm þingsæti.
Alþýðullokkurinn á Vesturlandi
augiýsti prófkjör en aðeins tveir til-
kynntu framboð, svo dæmi séu tekin
um dræm viðbrögð frambjóðenda.
Áður en framboðsfrestur rann út
hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík
heyrðust þær raddir frá sjálfstæðis-
fólki að ekki þýddi neitt að fara fram
gegnum þingmönnum flokksins sem
sætu gráir fyrir járnum í öruggunt
sætum. Þeir hefðu svo sterka stöðu
að vonlaust væri að fella þá. Fram-
boð í prófkjöri kostaði mikla vinnu
og ekki undir ntilljón í peningum.
Svo sætu nýir menn sem reyndu fyr-
ir sér eftir með skuldirnar og nánast
hafðir að háði og spotti í flokknum
fyrir að hafa ætlað sér á þing. Þegar
framboðsfrestur rann út kont í ljós
kom að aðeins 14 gáfu kost á sér. Þá
fóru ntargir að naga sig í handarbök-
in fyrir að hafa ekki farið fram. Nú
væri alla vega góður möguleiki á að
ná sæti varaþingmanns.
Fimm undir fertugt
Ungt fólk í stjórnmálaflokkunum
kvartar undan því að vera aðeins haft
upp á punt neðarlega á framboðslist-
um en fái ekki að komast í líkleg sæti
sem dugi til þingsetu. Siv Friðleifs-
dóttir, bæjarfulltrúi á Seltjamamesi
og fyrrverandi formaður SUF, sagði
í samtali við blaðið, að það þyrfti
bæði að breyta kosningalöggjöfmni
og opna augu fólks fyrir því óréttlæti
sem ríkti í garð ungs fólks og
kvenna. Hvort sem prófkjör sé við-
haft eða ekki sé það mjög erfitt fyrir
ungt fólk að hasla sér völl. Prótkjör
geti verið erfitt í framkvæmd en það
geti líka verið gott til að draga úr
flokksræðinu.
Siv sagði að við síðustu kosningar
hafi aðeins einn maður undir 35 ára
náð kjöri, Árni M. Mathiesen. Hins
vegar væm 40% kjósenda 35 ára og
yngri. Hún benti einnig á að af nú-
verandi þingmönnum væm aðeins
fimm undir fertugu: Ámi M. Mathie-
sen, Petrína Baldursdóttir, en hún
er jafnframt yngsti þingmaðurinn,
Guðmundur Árni Stefánsson,
Steingrímur J. Sigfússon og Einar
K. Guðfinnsson. Þetta væri 7,9%
þingmanna en 50% kjósenda í dag
væm undir fertugu. Siv sagðist ekki
vera að halda því fram að helmingur
þingmanna ætti að vera undir fertugu
en þetta sýndi bara að það væri mjög
erfitt fyrir ungt fólk að komast í þá
aðstöðu að geta haft veruleg áhrif.
Þingmenn á fleti fyrir
Ýmsir sent blaðið ræddi við unt
þessi mál kvörtuðu undan því að
þingmenn væm þaulsetnir og berð-
ust af hörku ef með þyrfti til að halda
í ömgg sæti á framboðslistum jafn-
vel áratugum saman. Stjómarand-
stöðuþingmaður af landsbyggðinni,
sem hefur setið lengi á þingi, sagðist
hins vegar ekki sjá af hverju hann
ætti að standa upp fyrir nýliðum
meðan hann hefði jafn mikið fylgi
og raun ber vitni og sinnti sínu þing-
mannsstarfi. Flokksbróðir þing-
mannsins, sem hefur vermt neðri
sæti á listanum, sagði hins vegar að
þingmennimir hefðu þann hátt á að
láta flokksfélögin kjósa sína stuðn-
ingsmenn í kjördæmisráð sem raðaði
svo á listann. Prófkjör myndi koma í
veg fyrir svona vinnubrögð því þá
kæmi f'ram vilji almennra kjósenda.
Prófkjör væru því af hinu góða.
Eldri karl í jakkafötum
Siv Friðleifsdóttir sagði að þegar
ásýnd flokkanna færi að verða eldri
karlmenn í jakkafötum vaknaði sú
spuming hvort ekki væri kominn
tími til að gera róttækar breytingar til
að flokkarnir endurspegluðu það
þjóðfélag sem við lifum í. Hún sagði
að flokkamir hefðu ekki treyst sér til
að taka upp kynjakvóta nenta að Al-
þýðufiokkur og Alþýðubandalag
hefðu tekið upp slíkan kvóta varð-
andi stofnanir flokkanna þar sem
konur ættu 40% hlut. Enginn flokkur
treysti sér hins vegar í kynjakvóta
varðandi þingsæti, nema ef vera
skyldi 100% kynjakvóti Kvennalist-
ans.
Siv sagði að stjómmálahreyfingar
ungs fólks vildu auka hlut unga
fólksins og kvenna á Alþingi. Nú
væri helst að konur og ungt fólks
ættu möguleika í kjördæmum þar
sem flestir þingmenn væm kjömir,
svo sem í Reykjavík og á Reykja-
nesi. Ef einmenningskjördæmi væm
Sólveig Pétursdóttir, prófkjör er
hin lýðræðislega leið við val á
frambjóðendum.
við lýði ættu konur og ungt fólk
mjög erfitt með að komast að. Ef
landið væri eilt kjördæmi kæmist
enginn flokkur upp með það að raða
upp miðaldra karlmönnum. Það
myndi koma upp sterk krafa um kon-
ur og ungt fólk, en sú krafa væri ekki
nógu hávær í dag.
Varðandi prófkjörin benti Siv
Friðleifsdóttir á að þeir sem væru
þingmenn fyrir hefðu forskot í próf-
kjöri. Þeir þyrftu ekki að kynna sig
jafn mikið og nýliðar, þekktu inn á
kerfið og væm fyrir löngu búnir að
konta sér upp neti stuðningsmanna.
En það væri þá væntanlega hlutverk
ungliðahreyfinga flokkanna að
styðja við bakið á sínu fólki þegar
það færi í framboð og það skipti
miklu að auðvelda fólki að vinna að
framboði.
Kristján L. Möller, Sjálfstæðisflokk-
urinn er búinn að eyðileggja próf-
kjörin.
Foringjarnir ráda
Það er Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur sem hafa viðhaft próf-
kjör til að velja á framboðslista. Þetta
er þó ekki regla án undantekninga
enda ráða flokksmenn því í hverju
kjördæmi með hvaða hætti er raðað
þar á lista. En tryggir prófkjör lýð-
ræðislega aðferð við val og röðun í
efstu sæti á lista?
„Prófkjör þýðir ekki að allir fram-
bjóðendur hafi sömu möguleika.
Þingmenn hafa meiri möguleika til
að hafa áhrif á kjósendur og svo
skulum við ekki gleyma áhrifum for-
ystunnar. Fyrir sfðustu kosningar
kom Björn Bjarnason sem nýr
frambjóðandi og flaug beint upp í
þriðja sætið. Þetta var auðvitað að
undirlagi Davíðs Oddssonar. Þann-
ig geta foringjamir gefið út ordmr
Siv Friðleifsdóttir, prófkjör geta
dregið úr flokksræðinu en það er
mjög erfitt fyrir ungt fólk að hasla
sér völl í prófkjörum.
um að kjósa skuli vissa menn í viss
sæti,“ sagði ungur framámaður í
Sjálfstæðisflokknum. Hann sagði að
þetta væri ekki til þess að hvetja nýtt
fólk til að reyna sig í prófkjöri. Ef
það ætti að ná árangri væri mikils-
vert að fá blessun forystunnar og
ennfremur að ná bandalagi við ein-
hvem þingmann í framboði um
gagnkvæman stuðning. Hins vegar
væri engin skárri leið til en próf-
kjörsleiðin þó hún væri kostnaðar-
söm og hefði áhættu í för með sér.
Lýdrædisleg adferd
„Vissulega væri það æskilegra að
fleiri gæfu kost á sér í framboð, en
það er erfitt að meta það hvers vegna
frambjóðendur em ekki fleiri. Þá er
það umhugsunarefni hvers vegna
fleiri konur gefa ekki kost á sér en
raun ber vitni. Prófkjör em vissulega
hin lýðræðislega aðferð við val á
frambjóðendum á lista en hún hefur
bæði kosti og galla,“ sagði Sólveig
Pétursdóttir þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavfk.
Varðandi aðrar leiðir til að velja
frambjóðendur benti Sólveig á, að í
sumum kjördæmum væm frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins og hefðu
verið, valdir af uppstillingamefnd.
Sumir aðrir flokkar viðhefðu nokk-
urs konar forval þar sem takmarkað-
ur hópur greiddi atkvæði unt fram-
bjóðendur.
Sjálfsagt mætti ræða það hvaða
aðferðir gæfust best en Sólveig sagði
það ekki breyta því, að almenn próf-
kjör væri lýðræðislegasta aðferðin til
að gefa kjósendum kost á að velja
frambjóðendur á lista. Það kostaði
hins vegar bæði vinnu og fé að bjóða
fram í prófkjöri og það gæti verið að
sumir settu það fyrir sig og fæm því
ekki í framboð.
„Það er auðvitað mikil fyrirhöfn
samfara þátttöku í prófkjöri, sérstak-
lega hjá okkur hér í Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík. Þetta hefur þó
þann kost að maður fær tækifæri til
að tala við fjölda untbjóðanda sinna
og heyra sjónarmið þeirra,“ sagði
Sólveig Pétursdóttir.
Tími prófkjöra lidinn
„Tfmi prófkjöra er tvímælalaust
liðinn. Sjálfstæðismenn hafa komið
óorði á prófkjör eins og rónamir hafa
komið óorði á brennivínið. Þetta
auglýsingaskmm sjálfstæðismanna í
prófkjöri í Reykjavfk hefur orðið til
þess að menn fara að hugsa og haga
sér eins annars staðar á landinu og
það er ekki fyrir venjulegt fólk að
fara í þetta vegna kostnaðar,“ sagði
Kristján L. Möller bæjarfulltrúi AI-
þýðuflokksins á Siglufirði og for-
maður bæjarráðs.
„I öðm lagi er hinn almenni kjós-
andi ekki lengur spenntur fyrir próf-
kjöri og fyrir hvem á þá að hafa próf-
kjör,“ sagði Kristján ennfremur.
Hann sagði að þetta væri ef til vill
lfka hluti af hinum ntikla pólitíska
leiða sem væri útaf fyrir sig áhyggju-
efni. En það væri ekki að sjá sem
prófkjör ýttu undir áhuga fólks á pól-
itík.
„Þessi prófkjörsbarátta er srnala-
mennska alveg fram í fingurgóma
þar sem menn em látnir ganga í
flokksfélög og undirrita yfirlýsingar
og ég veit ekki hvað. Listamir eiga
bara að vera ónúmeraðir í kosning-
unum sjálfum og kjósendur að ráða
röð frambjóðenda,“ sagði Kristján
ennfremur.
En þrátt fyrir ónúmeraðan lista
þarf að velja fólk á framboðslistann
engu að síður. Og hvemig vill Krist-
ján að staðið sé að því vali?
„Það er best að það sé í höndum
kjördæmasambanda og flokksfélaga.
Eg sé ekki aðra leið og held að flokk-
amir ættu að fara að viðurkenna það
að prófkjör em liðin tíð,“ sagði
Kristján L. Möller. •