Alþýðublaðið - 28.10.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Page 1
Föstudagur 28. október 1994 164.töiublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Húsaleigubætur samþykktar í Hafnarfirði - en hafnað í Kópavogi og á Akureyri: Forkastanlegt - og rökin eru út í hött, segir Guð- mundur Oddsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Þessi aðgerð ríkisins er hvorki „aðgengileg né ásættanleg“, seg- ir Gísli Bragi Hjart- arson um frávísun Akureyrar „Þetta eru forkastanleg ákvörðun og rökin eru út í hött“, sagði Guðmundur Oddsson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins, eftir að meiri- híuti bæjarráðs í Kópavogi samþykkti að greiða ekki húsa- leigubætur á næsta ári. Slíkar bætur verða greiddar í kaup- stöðunum sem umlykja Kópa- vog, í Reykjavík og í Garðabæ. Einnig í Hafnarflrði, en þar var samþykkt í bæjarráði að ganga tií móts við ríkið í út- borgun húsaleigubóta til hinna lægst launuðu í þjóðfélaginu. Fyrir Gísla Braga Hjartar- son bæjarfulltrúa á Akureyri var það beiskju blandin ákyörðun um að ákveða að taka ekki upp greiðslur húsa- leigubóta. Hann sagði í samtali við blaðið í gær að aðgerð rík- isvaldsins væri því miður hvorki „aðgengileg né ásættan- Ieg“. Hann sagðist vonast til að gerðar yrðu nauðsynlegar lagabreytingar hið fyrsta. Sjá nánar um húsaleigubæturnar á blaösíðu 7. . Bæjarráð Kópavogs á fundi sínum í gær samþykkti að hafna húsaleigubótunum: Fremst sitja þeir Bragi Micha- Er ráðherra að hefna sín með því að flytja embætti veiðistjóra til Akur- eyrar? Nokkrir þingmenn vilja rann- sóknarnefnd: Fráleitar ásakanir - segir Össur Skarphéðinsson Nokkrir þingmenn úr stjómarand- stöðuflokkunum telja flutning á embætti veiðistjóra til Akureyrar vera hefndarráðstöfun umhverfisráð- herra. Starfsmaðurembættisins hafi í fyrra mótmælt opinberlega ákvörðun ráðherra um að stytta rjúpnaveiði- tímann. Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra segir þessar ásakanir fráleitar og hér sé um tvö algjörlega aðskilin mál að ræða. Þingmennimir leggja til að skipuð verði rannsóknamefnd til að kanna embættisfærslu ráðherrans í þessu máli. I greinargerð með tillögu Hjör- leifs Guttormssonar og fimm ann- arra þingmanna stjómarandstöðu segir meðal annars svo um ákvörðun ráðherra að flytja embætti veiðistjóra til Akureyrar: „Astæða er einnig til að ætla að þessi ákvörðun eigi rætur í persónulegum árekstri ráðherra við starfsmenn embættisins á óskyldum vettvangi. Upplýsingar, sem styðja þetta, komu fram af hálfu starfs- manna embættisins í umhverfis- nefnd Alþingis á II7. löggjafar- þjngi.“ Síðan segir að hér sé um mjög alvarleg málsatvik að ræða. Kristín Einarsdóttir, einn flutn- ingsmanna tillögunnar, var spurð hvaða persónulegur árekstur þetta væri. Kristín sagði að þegar um- hverfisráðherra ákvað í fyrra að stytta rjúpnaveiðitímann hefði einn starfsmanna veiðistjóra, sem væri fé- lagi í skotveiðifélagi, gagnrýnt ráð- herra fyrir að taka þessa ákvörðun án þess að hafa til þess l'aglegar for- sendur. Skömmu seinna hafit ráð- herra ákveðið að fiytja embætti veiðistjóra til Akureyrar í óþökk starfsmanna. Þessar upplýsingar hefðu borist þingmönnum frá emb- ætti veiðistjóra. Það hefði því vissu- lega verið gefið í skyn að flutningur- inn væri hefnd ráðherra vegna gagn- rýni starfsmannsins. „Þetta eru fráleitar ásakanir. Ef ég hefði vilja bregðast við þessari gagn- rýni starfsmannsins hef ég til þess önnur ráð sem stjórnsýslan gerir ráð fyrir. Þetta eru ótengd mál enda minni ég á að flutningur embættis veiði- stjóra er ekki einangrað tilfelli. Það eru tvær aðrar stofnanir sem flutn- ingur var einnig athugaður á, Skipu- lag ríkisins og Landmælingar. Flutn- ingur annarrar þeirrar stofnunar er enn til athugunar. Allt tal um hefnd- arráðstafanir frá minni hálfu er út í bláinn," sagði Össur Skarphéðinsson umhverfisráðhena. Alþýðublaðið 75 ára á morgun Blaðið í dag er númer 20.813 frá upphafi. elsson og Sigurður Geirdal, bæjarstjóri, en handan borðsins þeir Valþór Hlöðversson, Guðmundur Oddsson, Ól- afur Briem bæjarritari og Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs. Fremst á myndinni má sjá (skóla-)borð og stól áheyrnarfulltrúa bæjarráðs, Helgu Sigurjónsdóttur, bæjarfulltrúa Kvennalista, sem mætti ekki til fundar. Á rnorgun, laugardaginn 29. októ- ber, eru 75 ár liðin síðan Alþýðu- blaðið hóf göngu sfna. í tilefni af MICROSOFT WORD 6.0 GLUCGAPUKI30 fylgir Islenska ritvillu- og orbasafnsforritiö GluggaPúki 3.0 fylgir Microsoft Word 6.0 fyrir Windows á afar hagstæðu kynningarverbi il Orbasafn, samheitasafn og beyging orba l Orbskiptaforrit samkvæmt íslenskum reglum Verb abeins 24.900 kr. m. vsk EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000 0» þessum merku tímamótum kemur út sérstakt 24 síðna aukablað sem fylg- ir Alþýðublaðinu í dag. Jafnframt er - afmælisins minnst í leiðara og á miðopnu. I afmælisblaðinu birtist meðal annars mjög fróðleg grein sem Guðjón Friðriks- son sagnfræðingur hefur skrifað um sögu Alþýðu- blaðsins. Þá ræðir Egill Helgason við Helga Sæmundsson, sem hóf störf á blaðinu fyr- ir hálfri öld og var ritstjóri þess á sjötta áratugnum. Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um Finnboga Rút Valdimarsson, manninn sem gerði Alþýðublaðið að stórveldi á fjórða áratugn- um. Einnig er birt sfgilt efni sem fyrst kom fyrir sjónir manna í Alþýðublaðinu eft- ir Vilmund Jónsson, Þór- berg Þórðarson og Stein Steinan-. Auk þess er talað við fjölda fyrrum starfsmanna á Alþýðublaðinu og þeir rifja upp eftirminnileg at- vik.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.