Alþýðublaðið - 28.10.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1994, Síða 3
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Atvinnustefna til framtíðar Á hverju ári fram að aldamótum þarf að skapa þúsundir nýrra atvinnu- tækifæra ef koma á í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi hér á landi. Flestum þyk- ir nóg um atvinnuleysið í dag, en gleyma því að það er með því minnsta í Evrópu. Verði næstu sjö ár jafn mög- ur og síðustu sjö ár, verður Island með fátækustu löndum Evrópu. Stöðnun síðustu ára hefur nú verið rofin, en hagvöxtur er þó mun minni en vænta má annars staðar á Vesturlöndum. Róttækra aðgerða er því þörf í at- vinnumálum. Takmarkaðar auðlindir setja vexti sjávarútvegs takmörk, þó aðlögun greinarinnar að harðindum síðustu ára sé með ólfkindum. Sókn á ijarlæg ntið og fullvinnsla sjávarfangs innanlands eru vaxtarbroddar í sjávarútvegi sem hlúa þarf að. Það er þó alveg ljóst að skjóta þarf fjölbreyttari stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Til að mæta þessu þarf framsækna atvinnustefnu nteð áherslu á nýsköpun og tækniþróun í öndvegi. Tií að samhæfa kraftana þarf að leggja niður úrelta skiptingu stjóm- arráðsins, banka og fjárfestingarsjóða eftir atvinnugreinum og sameina at- vinnuráðuneytin í eitt öflugt atvinnu- ráðuneyti. Opna þarf hagkerfið og al- þjóðavæða efnahagslífið enn meir en orðið er. Sveifiujöfnun í sjávarútvegi og auðlindagjald eru lykilatriði til ár- angurs. Til að standast samkeppni og nýta möguleika okkar þurfa menntamál þjóðarinnar að vera á heimsmæli- kvarða. Án markvissra rannsókna og vísindastarfs drögumst við óhjá- kvæmilega aftur úr nágrönnum okkar í lífskjörum. Flestir gera sér ljóst að ekki verður lengra gengið í niður- skurði á framlögum ríkisins til menntamála. Á næstu ámm verður að nota batann til að auka framlög á öll- um skólastigum. Þetta krefst auðvitað ákveðinnar forgangsröðunar stjóm- málamanna. Því rniður verður það að segjast eins og er, að lítill skilningur er í þjóðfélaginu á ntikilvægi menntunar. ASÍ virðist til dæmis líta niðurskurð í menntamálum mun mildari augum en niðurskurð á öðmm sviðum. Þetta þarf ekki að koma á óvart. I samfélagi sem stjómast af skammtímasjónar- miðum, kemur niðurskurður í skóla- starfi ekki við pyngjuna fyrr en síðar. Forsendan fyrir því að við náum að nýta okkur þessa möguleika er efna- Pallborðið PldMfefc. '' Birgir l Wg&TÍ Hermannsson ' skrifar hagslegur stöðugleiki. Framfarir verða ekki á sandi óskhyggjunnar byggðar, heldur föstum granni stöð- ugleika í verðlagi, gengi, ríkisfjánnál- um og viðskiptum við útiönd. Sam- keppnisstaða útílutningsgreinanna hetúr sjaldan eða aldrei verið betri en nú. Hver vill nú fóma stöðugleikanum sem náðst hefur með æmunt fómum landsmanna á síðustu áram? Hver vill snúa aftur til bráðabirgðalausna, óða- verðbólgu og sjóðasukks? Hver vill taka ríkisstýrð fjárfestingamistök, reddingar í efnahagsmálum og stór- karlalegt handafl við stjómun efna- hagsmála? Enginn. Enginn vill í raun fara afturábak til framtíðar. Leiðin til frarptíðar er á grundvelli stöðugleik- ans. Islenskt samfélag stendur á nokkr- um tímamótum. Mikil fjárfestinga- mistök, stefnuleysi og stöðnun hafa einkennt síðustu árin. Við getum ekki snúið aftur til úreltra aðferða við upp- byggingu efnahagslífs. Hugarfars- breytingar er þörf. Vilja menn hag- kerfi að hætti nágranna okkar eða vilja menn halda afturábak til framtfðar? Höfundur er stjórnmálafræðingur og að- stoðarmaður umhverfisráðherra. „Á næstu árum verður að nota batann til að auka framlög á öll- um skólastigum. Þetta krefst auðvitað ákveðinnar forgangsröð- unar stjórnmálamanna. Því miður verður það að segjast eins og er, að lítill skilningur er í þjóðfélaginu á mikilvægi menntunar. ASÍ virðist til dæmis líta niðurskurð í menntamálum mun mild- ari augum en niðurskurð á öðrum sviðum.“ Viti menn Það er leiðinlegt að eiga bágt og ég reyni að forðast slíkt. Illugi Jökulsson í Ingóviðtali. Morgun- pósturinn í gær. Reykjavík er Helvíti þótt á yfirborðinu kunni hún að líta út fyrir að vera himnaríki. Hér eru lög, en þau eru ekki virt og undir niðri ráða spill- ing, fordómar og kynþáttahat- ur ferðinni í dómskerfinu. Manni er vísað frá einu emb- ættinu til annars án þess að raunverulega sé tekið á mál- unum. Myrkrahöfðingi þessa Helvítis er ríkisstjórnin. André Miku Mpeti frá Nígeríu, aðspurð- ur hvaða hugmynd hann geri sér af hel- víti á jörðu. Morgunpósturinn í gær. Hvar hef ég sagt eitthvað, sem ekki er á allra vitorði? Steingrímur Her- mannsson seðla- bankastjóri. Mogg- inn í gær. Dásamlegt verk og vel unnin sýning sem maður á að láta eftir sér að sjá. Súsanna Svavarsdóttir, leikdómur um Kirsuberjagarð Tsjekhovs hjá Frú Emil- íu. Mogginn i gær. Salome kynnti sérstakt bar- áttumál sitt í prófkjörinu í grein sem hún skrifaði í Morg- unblaðið í gær... Baráttumál Salome er að bæta húsnæðis- kost Aiþingis og að mörkuð verði stefna í húsnæðismálum þingsins! Garri Tímans í gær. Píslarvottur dagsins: Böðullinn á Póllandi I dag endurbirtum við ljúfsára sögu af manni sem var svikinn um hvorttveggja í senn: lifibrauð og ást. Heimildin er einkaskeyti til Alþýðublaðsins, 6. febrúar 1936, svohljóðandi: „Böðullinn á Póllandi reynir að hengja sig. Fréttaritari blaðsins Daily Telegraph flytur þá frétt frá Varsjá, að böðullinn á Póllandi, sem á dögunum kærði pólsku stjómina í tilefni af því að hún náð- aði nokkra dauðadæmda menn, og heimtaði af henni skaðabætur fyrir atvinnumissi, hafi nýlega gert til- raun til þess að fremja sjálfsmorð. Böðullinn ætlaði að hengja sig. En reipið slitnaði, þegar snaran rann að og böðullinn slapp með nokkuna daga sjúkrahúsvist. Ástæðan til þess að böðullinn reyndi að fremja sjálfsmorð vai', eftir því sem hann segir sjálfur, ógæfa í ástamálum!" Af innanbúðarátökum í Sjálfstæðisflokknum á Reykjanesi er það meðal annars að frétta að Olafur G. Einarsson mun vera „stjarnfræðilega óvinsæll í kjördæmi sínu,“ einsog einn heimild- armaður orð- aði það f samtali við Alþýðublað- ið. Salorne Þorkelsdóttir þykir einnig vera farin að þreytast allmjög en getur þó ekki hugsað sér að hverfa af þingi til rólegri starfa þrátt fyrir nokkra hvatningu þess efnis. Hvað sem þessu líður er líklegt talið, að þau haldi bæði sínum sætum í kom- andi prófkjöri... Meira um Sjálf- stæðismenn á Reykjanesi: Sigríður Anna Þórð- ardóttir reynir nú hvað hún getur, að draga tilbaka um- niæli sín þess efnis, að hún njóti stuðn- ings Ólafs G. Einars- sonar í prófkjörinu. Þetta tengist að sjálf- sögðu óvinsældum Ólafs G. í kjördæminu. Seint getur það talist frambjóðanda til framdráttar að eiga stuðning óvinsæls stjómmálamanns vísan. Illa dulbúin slóttug- heit Árna M. Mathiesen hafa einnig vakið nokkra kátínu meðal stjómmála- skýrenda. Árni hefur nefni- lega sagt sakleysislega, að hann sjái nú ekki hvernig sú yfirlýsing, að hann stefni í eitt af þremur efstu sætun- um geti túlkast sem aðtor að Ólafi G. og Salome... Enn höldum við okkur „innanhúss"; í Sam- bandi ungra jafnaðarmanna. Við skýrðum frá.því hér í dálknum í fyrradag að Reyknesingar safna nú miklu liði vegna Sambands- þings 4. til 6. nóvember. Ætlun Reyknesinga er að klekkja á Reykjavíkurarm- inum sem hefur frá því urn miðjan síðasta áratug ráðið lögum og lofurn í SUJ - að sjálfsögðu fyllilega óverð- skuldað, segja Reyknesing- ar. Nú hafa nokkrir Reyk- víkingar séð sitt óvænna og hyggjast koma með krók móti bragði: Þeir Iáta nú ganga lista meðal ungra jafnaðarmanna í Reykjavík þar sem ekki einn einasta Reyknesing er að finna nerna, já nenta, Kópavogs- búa sem skipað hafa sér í hópinn „Landið gegn Reykjanesi“. (Þar fara fremstir í flokki Kópavogs- búamir Hreinn Hreinsson og nafni hans Jónsson,) Formanns- og varafor- mannsefnin sent listinn til- greinir munu vera Jón Þór Sturluson, hagfræðingurinn knái úr Stykkishólmi, og Aðalheiður Sigursveins- dóttir, Akureyrarmærin unga sem langefst varð í flokksstjórnarkjöri á flokks- þinginu í sumar. Við seljunt slúðrið ekki dýrara en við keyptum það... Hinumegin Fimm á förnum vegi Fimm á förnum vegi Hvað heldurðu að Alþýðublaðið sé gamalt? Guðný Guðlaugsdóttir, fulltrúi: Það er sextíu ára. Þorsteinn Berg Hreinsson, nemi: Vel yfir limmtíu ára. Svava Ágústsdóttir, skrifstofu- maður: Eg veit það ekki. Ætli það sé ekki sextíu ára eða svo. Sveinbjörn Ólafsson, nemi: Um sextíu ára. Heimir Þorleifsson, sagnfræð- ingur: Það er stofnað 1919! Mér sýnist sem það séu forpok- uð og þröngsýn sjónarmið höf- undar Reykja- víkurbréfs í garð þeirra, sem hafa slitið samvistir, og barna þeirra, sem eru kveikj- an að því, að hann telji að börn fráskilinna foreldra hljúti að vera verr undir lífs- baráttuna búin, en hjóna- bandsbörnin. Agnes Bragadóttir blaðamaður, aðsend grein í Mogga í gær um Reykjavíkur- bréf síðasta sunnudags. Ef málatilbúnaður núverandi ráðamanna í Hafnarfirði væri gerður að almennri reglu, og aulaskapur og kostnaðarauki vegna ónógrar reiknikunnáttu og óforsjálni kærður til lög- reglunnar, myndu margir stórglæpamenn verða dregnir fyrir dómstóla til að standa fyrir máli sínu. Oddur Ólafsson. Tíminn í gær. Ævisaga Hrafns Gunnlaugsson- ar... Spurning hvernig hún nýtist mennta- málaráðuneyt- inu þegar Olaf- ur G. kaupir upplagið. Sem ít- arefni í sálfræði? Hallgrímur Helgason. Morgunpósturinn í gær. Það er skylda Alþingis að gera nauðsynlegar breytingar á kosningalögunum þannig að atkvæðavægi verði sem jafn- ast. Algjörlega jafnt getur það aldrei orðið nema að breyta öllu landinu í eitt kjördæmi. Leiðari Moggans í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.