Alþýðublaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 Dagbók Zlötu - stúlkubarns í Sarajevo - er komin út á íslensku: henni er líkt við •• Dagbók Onnu Frank. Zlata: hefur skrifað sig inn í hjörtu lesenda um allan heim. “Svo óskaplega margir eru danir” Harmleikur: móðir og barn liggja í blóði sínu í Sarajevo, vorið 1992. Zlata Filipovic fæddist 3. des- eniber 1980 í Sarajevo, höfuðborg Bosníu; sama ár og Josip Broz Tí- tó marskálkur safnaðist til feðra sinna - árið sem Júgóslavía byrj- aði að liðast í sundur. Zlata var ell- efú ára þegar styrjöldjn í Króatíu hófst, sumarið 1991. í apríl 1992 hrundi heimur Zlötu í einu vet- fangi til grunna þegar Serbar sett- ust um Sarajevo. Hún hélt dagbók frá upphafi, og kallaði hana Mim- mý. Tilviljun réð því síðan að dag- bókin kom fyrir sjónir heimsins, þegar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna leitaði eftir „stríðsdag- bók“ barns. Nú hefur Dagbók Zlötu komið út í ríflega tuttugu löndum og víðast náð efstu sætum metsölulista. A dögunum kom Dagbók Zlötu út á íslensku, hjá Vöku-Helgafelli. Við lítum í dag- bókina, sem veitir innsýn í hugar- heim barns í stríði. Mánudagur 6. aprfl 1992 Kœra Mimmý. I gær reyndi mannfjöldinn við þinghúsið að komast yfir Vrbanja- brúna en þá var skotið á fólkið. Hver gerði það? Hvemig? Og hvers vegna? Ein stúlka, læknanemi frá Dubrovnik, DÓ. Blóð hennar dreifð- ist um brúna. Síðustu orð hennar voru: „Er þetta virkilega Sarajevo?“ HRÆÐILEGT, HRÆÐILEGT, HRÆÐILEGT! ENGINN ER EÐLILEGUR LENGUR, EKKERT ER EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA. Það er búið að eyðileggja Basc- arsija! Þessir „fínu herrar" f Pale skutu á Bascarsija! Síðan í gær hefur fólk hafst við inni í þinghúsinu en nokkrir standa fyrir utan. Við færðum sjónvarpið mitt inn í stofu svo núna get ég horft á Rás 1 í öðru tækinu og „Good Vi- brations" í hinu. Nú eru þeir að skjóta úr Holiday Inn og drepa fólk- ið sem stendur við þinghúsið. Og Bokica er þar með Vanja og Andrej. Guð minn góður! Kannski flytjumst við niður í kjallara. Þú kemur auðvitað með mér, Mimmý. Ég er mjög hrædd. Fólkið við þinghúsið er það líka. Mimmý, stríð er skollið á. PEACE NOW! Þeir segjast ætla að ráðast á út- varps- og sjónvarpsstöðina hér í Sarajevo. En þeir eru ekki búnir að því ennþá. Þeir eru hættir að skjóta í þessum hluta borgarinnar. Sjö, nfu, þrettán! (Ég er að berja í borðið í þeirri von að skothríðin sé búin.) Ó, guð, nei, þeir eru aftur byrjaðir að skjóta! Zlata. Bascarsija (basarinn) var elsti borgar- hluti Sarajevo, átti sér mörghundruð ára sögu og var afar merkur. Nú í rústum. Pale er bær skammt frá Sarajevo þar- sem Bosníu-Serbar hafa höfuðstöðvar. Aths. Alþýðublaðsins. Fimmtudagur 9. aprfl 1992 Kœra Mimmý. Ég fer ekki í skólann í dag. Öllum skólum í Sarajevo hefur verið lokað. Hættan vofir yfir borginni úr hæðun- um umhverfis hana. En ég held að ástandið sé smátt og smátt að lagast. Stórskotahríðinni og sprenginunum hefur linnt. Það heyrast skothvellir annað slagið en byssurnar þagna jafnharðan. Mamma og pabbi ætla ekki að fara í vinnuna. Þau kaupa þessi lifandis býsn af mat. Bara til öryggis, býst ég við. Vonandi! Samt er mikil spenna í loftinu. Mamma er ekki með sjálfri sér og pabbi reynir að róa hana. Svo talar hún í símann tímunum saman. Ýmist hringir hún eða einhveijir í hana. Síminn er í stöðugri notkun. Ziata. Sunnudagur 17. maí 1992 Kœra Mimmý. Nú er endanlega Ijóst að ég fer ekki oftar í skólann vegna stríðsins. Bömin hírast í kjöllurum í stað þess að fara í skólann. Við fáum sömu einkunnir og við fengum í lok síð- ustu annar. Ég fæ því einkunnabók þar sem fram kemur að ég hafi lokið fimmta bekk. Ciao! Zlata. Miðvikudagur 27. maí 1992 Kœra Mimmý. SLÁTURHÚS! FJÖLDAMORÐ! HRYLLINGUR! GLÆPIR! BLÓÐ! ÖSKUR! TÁR! ÖRVÆNTING! Svona er ástandið á Vaso Miskin- stræti í dag. Tvær sprengjur sprungu á götunni og ein á markaðnum. Mamma var stödd skammt frá. Hún hljóp til ömmu og afa. Við pabbi urðu frávita af áhyggjum þegar hún kom ekki heim. Ég sá fréttir af þessu í sjónvarpinu en ég trúi því samt ekki að þetta hafi gerst. Þetta er óskiljan- legt. Ég er með kökk í hálsinum og hnút í maganum. HRIKALEGT. Særðir eru fluttir á spítalann. Þetta er algjört geðveikrahæli. Við fórum hvað eftir annað að glugganum til að athuga hvort við sæjum mömmu en hún var hvergi sjáanleg. Gefinn var út listi yfir látna og særða. Við pabbi vorum að tryllast úr áhyggjum. Við vissum ekki hvað hefði komið fyrir hana. Var hún á lífi? Klukkan 14 ákvað pabbi að fara og athuga hvort hún lægi ef til vill á spítala. Hann fór í yfirhöfn og ég bjó mig undir að hlaupa yfir til Bobaríjölskyldunnar svo að ég yrði ekki alein heima. Mér datt í hug að líta einu sinni enn út um gluggann... ÞÁ SÁ ÉG MÖMMU KOMA HLAUPANDI YFIR BRÚNA. Hún titraði, skalf og grét þegar hún kom inn. Hún sagðist hafa séð limlest lík. Allir nágrannarnir komu enda höfðu þeir allir óttast um hana. Guði sé lof að mömmu er óhætt, guði sé lof. HRYLLILEGUR DAGUR. HRYLLILEGUR! HRYLLILEG- UR! Þín Zlata. Mánudagur 22. júní 1992 Kcera Mimmý. Götur Sarajevo eru aftur blóði drifnar. Fleiri fjöldamorð. í þetta sinn á Títóstræti. Þrír dánir, 35 særð- ir. Sprengjur féllu líka á Radic-, Ir- bina- og Senoagötu. Um 15 manns biðu bana þar. Eg óttast að eitthvað hafi hent foreldra Marinu, Marijönu eðaIvönu. Þetta fólk heldur bara áfram að drepa. MORÐINGJAR. Ég vorkenni þeim. Þeir eru svo heimskir og þrælslega undirgefnir ákveðnum mönnum að þeir gera sig að fíflum. Þetta er SKELFILEGT! Þín Zlata. Sunnudagur 4. október 1992 Kœra Mimmý. YESS! Ég er ekki að meina vatn- ið. YESS! Ekki rafmagnið heldur. YESS! YESS! YESS! Mirna kom í heimsókn! Lagnbesta vinkonan mín, hún MIRNA. Hún er komin með sítt hár og er orðin alvöru tískuhönnuður. Hún á dalmatíuhund sem heitir Gule. Hún hefur ekkert lést, líklega frekar bætt á sig. Eftir að við höfðum faðmast og kysst vissum við ekkert um hvað við ættum að lala. Við höfðum ekki sést svo lengi. Stríðið skildi okkur að og var þess vegna aðalumræðuefnið. En mestu skiptir að nú erum við saman. Ég lofaði að heimsækja hana í vik- unni (ef þeir fara ekki aftur að skjóta). Mér þykir vænt um þig, kæra Mimmý. Zlata. Laugardag 9. janúar 1993 Kœra Mimmý. Hakija Turajlic, varaforsetinn okkar og maður handmenntakennar- ans míns, hefur verið myrtur. Allir segja að hann hafi verið mjög góður maður. En ömurlegt. Stærðfræðitíminn hjá gamla kenn- aranum mínum var fínn. Við lærðum þrennt nýtt, meðaltal, hlutföll og pró- sentur. Ekkert rafmagn, ekkert vatn. Zlata. Sunnudagur 25. aprfl 1993 Kœra Mimmý. Enn hef ég sorgarfréttir að færa þér. Bobo, sonur hennar Disu frænku, er dáinn. Hann var drepinn í garðinum hennar Melicu. Það var leyniskytta. Hryllilegt. Allt fólkið var úti í garði en leyniskyttan valdi hann. Ömurlegt. Hann var indæll. Hann lætur eftir sig hana Ines litlu, fjögurra ára, sem er á flótta með mömmu sinni. Disa frænka er miður sín af sorg: Hún segir í sífellu: „Kannski er hann ekki dáinn. Það getur ekki verið satt. Sonur minn kemur aftur.“ Hryllilegt, Mimmý. Ég get bara ekki skrifað meira núna. Þín Zlata. Fimmtudagur 10. júní 1993 Kæra Mimmý. Klukkan er nákvæmlega 9.30. Pabbi er að reyna að ná þýskri stöð í útvarpinu. Nejra er að glamra á pí- anóið og syngja eitthvað frumsamið Mamma er í vinnunni en ég ei heima. Ég er sem sagt ekki í skólan- um eins og þú sérð. Ég fór á fætur klukkan sjö, þvoð mér, burstaði tennurnar, klæddi mig. tók járntöflurnar og vítamfnið og fó í skólann. Og hvað heldurðu? Þa voru bara örfáir krakkar. Einu kenn- aramir, sem voru komnir, vorx Vlasta og myndmenntakennarinn Hvað heldurðu að þau hafi sagt' ENGINN SKÓLI í DAG. Þau sögðL okkur bara það sem þeim hafði veric sagt. Er von á skotárásum? Það er heldur ekkert kennt í tónlistarskólan- um svo ég er bara heima. Mér hund- leiðist. Ég veit svo sem ekki hvað ég á að skrifa. Jú, mér datt dálítið í hug, Mimmý. Á þriðjudaginn gerðist merkilegur atburður. EG sá ISMAR RESIC. Hann var skotinn í mér þegar við vomm í fjórða bekk en svo gafst hann upp í fimmta bekk. Hann sat fyrir framan okkur Mimu. Hann vai pínulítill, Mimmý, minni en ég, en nú er hann orðinn 170 sm hár. Hanr er rosalega stór. Og þú ættir bara ac heyra röddina. Sú er DIMM! Hann er í mútum. Hann er líklega kominn á kynþroskaaldurinn. Ótrúlegt. Allan þriðjudaginn sagði ég við stelpumar: „Þið ættuð bara að sjá hann“, eða: „Við þið hvað hann er orðinn stór?“ ÓTRÚLEGT! Zlata. Sunnudagur 19. septeniber 1993 Kœra Mimmý. Ég held áfram að hugsa um Sarajevo og því meira sem ég hugsa, þeim mun sannfærðari verð ég um að Sarajevo er smám saman að eyð- ast. Það eru svo óskaplega margir dánir eða særðir, sögufrægar bygg- ingar hafa verið jafnaðar við jörðu, fjársjóður bóka og listaverka máður út, hundrað ára gömul tré felld. Þús- undir manna em alfarnir frá Saraje- vo. Engir fuglar fyrir utan fáeina tí- standi spörva. Dauð borg. En stríðs- herrarnir eru enn að ræða saman, skrifa undir samninga, teikna kort og stroka út. Ég veit ekki hvenær þeii hætta að dunda sér við þetta. Hinn 21. september? Ég trúi því ekki! Þín Zlata Fórnarlömbin: Striðið bitnar harðast og ömurlegast á börnunum í Bosníu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.