Alþýðublaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. nóvember 1994 Stofnað 1919 Jafnaðarmannafélag íslands skoraði á Jóhönnu Sigurðardóttur 27. október að vera í forystu fyrir framboði: Ekkert svar frá Jóhönnu Yfirlýsingar að vænta í þessum mánuði um framboðsmál Jafnaðarmannafélagsins Á fundi í Jafnaðarmannatelagi Is- lands þann 27. október var samþykkt ályktun þar sem skorað var á Jó- hönnu Sigurðardóttur að vera í for- ystu fyrir framboði jafnaðarmanna um land allt fyrir komandi þingkosn- ingar. Jóhanna hefur ekki svaraði þessari áskorun enn sem komið er. Sigurður Pétursson oddviti Jafn- aðannannatelagsins sagði í samtali við blaðið að ekki hefði verið rekið á eftir svari frá Jóhönnu, enda þæltust menn nokkuð vissir um hvert svarið yrði. Sigurður sagðist ekki hafa ann- að en gott eitt að segja um áskorun Birtingar á Jóhönnu, Kvennalistann ,og Alþýðubandalagið að taka upp viðræður um eitt framboð í vor. Jó- hanna hefði raunar geftð upp boltann varðandi slíkt í ágúst en þá hefði Kvennalistinn ekki vilja taka við honum. En af hálfu Jafnaðarmanna- félagsins stæði það enn opið að ræða slíkt. Aðspurður um hvort hann héldi að slíkt framboð gæti orðið að veru- Sigurður: Rekum ekki á eftir Jó- hönnu þátttöku í slíkri samfylkingu sagðist Sigurður geta séð fyrir sér að flokk- urinn kæmi inn í viðræður á seinni stigum. Hins vegar væri það ekki fyrirsjáanlegt núna vegna þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Aftur á móti ætti Alþýðuflokkurinn eða megin- hluti hans heima í þessum hópi. Lítið hefur heyrst frá Jafnaðar- mannafélagi Islands að undanförnu. Fyrir fáum vikum var rætt um að nú um mánaðamótin færu mál að skýr- ast varðandi flokksstofnun og fram- boð. Sigurður Pétursson sagði að unnið væri að stefnumörkun á ýms- um sviðum. Nýir félagar bættust jafnt og þétt í hópinn. Varðandi flokksstofnun og framboð sagði Sig- urður að yfirlýsingar væri að vænta í þessum mánuði um þau mál. Málin þróuðust hægt en örugglega sem væri gott því þá gæfist fólki næði til að tala sig sarnan urn stefnumál og áherslur en á það hefði stundum skort við ýmis önnur framboð. Alþýðublaðið reyndi enn í gær að ná tali af Jóhönnu Sigurðardóttur en fékk þau skilaboð að hún væri of önnunt kafin til að tala við blaðið. Jóhanna: Of önnum kafin til að svara leika sagði Sigurður að til þess þyrfti er á santfylkingu jafnaðarmanna og nokkuð mikinn vilja, en vilji væri félagshyggjufólks," sagði Sigurður. það sem þyrfti. „Það er þess virði að Varðandi það hvort til greina reyna þetta og sjá hvaða möguleiki kænti að bjóða Alþýðuflokknum Afkoma ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins Hallinn minni en áætlað var Rekstrarhalli ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins nam 11,5 milljörðum króna sem er 2,4 milljörðum króna betri afkoma en reiknað hafði verið með. Tekjur urðu 2,9 milljörðum króna hærri en áætlað hafði verið, en gjöldin hins vegar hálfum millj- arði fram úr áætlun. Heildartekjur ríkisins á þessu tímabili urðu 77 milljarðar og heildargjöld 88,5 milljarðar. Hrein lánsíjárþörf ríkissjóðs nam 18,2 milljörðum króna á tímabilinu janúar-september og verg lánsfjár- þörf var33,3 milljarðar. Veitt lán til Húsnæðisstofnunar rfkisins eru þrír miiljarðar umfram áætlanir, en á móti vegur betri innheimta á við- skiptareikningum þannig að lán- veitingar nettó eru um 1,9 milljörð- um hærri en áætlað var. Tekjur ríkissjóðs af tekju- og eignarsköttum, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja, eru mun meiri það sem af er ári en gert var ráð fyrir. Munar þar liðlega einum milljarði króna. Þá eru skil ÁTVR 300 millj- ónunt króna meiri það sem af er ári en reiknað hafði verið með. Miðað við greiðsluáætlun urðu útgjöld ríkissjóðs liðlega 500 millj- ónum hærri en gert var ráð fyrir. Frávik frá greiðsluáætlun koma einkum fram hjá fjórum ráðuneyt- um, það er ráðuneyti menntamála, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og sam- göngumála. Harðnandi samkeppni milli blað- anna, DV að breyta til: Morgunútgáfa á mánudögum Morgunpósturinn líka á laugardögum. Sú breyting er fyrirhuguð á útgáfu DV að láta blaðið koma út árla morguns á mánudögum. Er um það rætt að bera blaðið út til áskrifenda á höfuðborgarsvæðinu áður en fólk heldur til vinnu. Morgunpósturinn ráðgerir útgáfu á laugardögum. Ekki tókst að ná tali af forráða- mönnum DV í gærkvöldi en sam- kvæmt traustum heimildum Alþýðu- blaðsins hafa útgefendur DV meðal annars haft samkeppni frá Morgun- póstinum í huga þegar morgunútgáfa á mánudögum kom til. Árvakur hf„ útgáfufélag Morgunblaðsins sér um prentun á DV og munu þeir Árvak- ursmenn hafa samþykkt að breyta prentunartíma mánudagsútgáfu DV svo unnt verði að hraða útkomu blaðsins. Morgunpósturinn kemur nú út á mánudögum og fimmtudögum. Ut- gefendur hans stefna hins vegar á að gera blaðið að dagblaði í fyllingu tímans. Næsta skref í þá átt mun vera að bæta laugardögum við hina út- komudagana. IMÝTT LEIKSKÁLD HimR í MARK Bjarni Jónsson er nýr liðsmaður í fáskipaða sveit íslenskra leikskálda. Á föstudaginn frumsýnir Skagaleikflokkurinn leikrit Bjarna sem heitir Mark. Efnið er að nokkru sótt í fótboltann enda er Bjarni Skagamaður. Hann hlaut á sínum tíma verðlaun í leikritasamkeppni LR og hefur verið við nám í leikhúsfræðum í Þýskalandi síðustu ár. Við segjum frá Marki og fleiri menningarviðburðum í miðopnu í dag. 166.tölublað - 75. árgangur Alþýðublaðið í dag Vald spillir Kínversk skáldsaga á íslensku 5 Skáld eru glæpamenn Þankastrik 2 Ólafur G. - óvinur menningar? Magnús Á. Magnússon 3 Prófkjörin úrelt Leiðari 2 Soffía Auður Birg- isdóttir 4 Viktor grimmi í viðtali 7 Sambandsþing ungra jafnaðar- manna Spilling til umræðu Fjölmennasta sambandsþing Sambands ungra jafnaðarmanna í manna minnum verður haldi í Ölf- usborgum um næstu helgi. Búist er við átökum um öll embætti innan framkvæmdastjómarinnar og nú síðast hefur frést að lfklega verði slagur um formannsembættið, en núverandi formaður sambandsins, Magnús Ámi Magnússon, hyggst ekki gefa kost á sér áfram. Ekki er heldur ólíklegt að mál- efni þingsins veki upp heitar til- finningar, því þar verður spilling í stjómmálum tekin til umfjöllunar, svo og hið íslenska flokkakerfi. Alþýðublaðið er með fréttaskýr- ingu um átök um embætti innan SUJ á baksíðu í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.