Alþýðublaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐU BLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 RAÐAUGLÝSINGAR Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á landnotkun á lóðinni Laufásvegur 31 Tillaga að breyttri landnotkun á lóðinni Laufásvegur 31 er auglýst samkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Landnotkun er breytt úr íbúðarsvæði í verslun og þjónustu þ.e. skrifstofubyggingu (sendiráð). Uppdrættir með grein- argerð verða til sýnis á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 9-16 alla virka daga frá 1. nóvember 1994 til 13. desember 1994. Athugasemdum ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en 28. desember 1994. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, telj- ast samþykkir tillögunni. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. FLOKKSSTARF Ungir jafnaðarmenn! í kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20:30 funda málefna- hópar SUJ, vegna komandi Sambandsþings, í félagsmið- stöð jafnaðarmanna í Hamraborg 14a, Kópavogi. Forsvarsmenn málefnahópa SUJ Hreinn Hreinsson, Bolli R. Valgarðsson og Aðalheiður Sigursveinsdóttir. Samband alþýðuflokkskvenna ÍSLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ Innganga Norðurlanda, áhrif á íslenskt atvinnulíf, staða ís- lenskra kvenna o.fl. Fræðsiu- og umræðufundur 2. nóvember 1994 kl. 20:30 til undirbúnings þingi Sambands alþýðuflokkskvenna, sem haldið verður dagana 25. og 26. nóvember nk. Innganga Norðurlanda í ESB Hver eru ágreiningsefnin? Áhrif smáríkja, atvinnu- og byggðastefna eða félagsmálastefna ESB? Bjarni Sigtryggsson, upplýsingadeild utan- ríkisráðuneytisins. íslenskt atvinnulíf og ESB Kostir og gallar fullrar aðildar. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Ný viðhorf í Evrópumálum Staða íslenskra kvenna Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur. Umsjón: Margrét S. Björnsdóttir. Fundurinn er opinn öllum alþýðuflokkskonum og er haldinn í Rósinni, félagsmiðstöð Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10. §Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra verð- ur haldið í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, sunnudaginn 6. nóvemberfrá klukkan 15:00 til 18:00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Umræður um prófkjör 3. Undirbúningur Alþingiskosninga: Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins 4.Stjórnmálaviðhorfið: Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra 5. Önnur mál. Allir jafnaðarmenn velkomnir Verkin tala - áranmir ríkisstjórnarinnar Birtir yfir útflutningi Á síðustu mánuðum hefur út- flutningur á íslenskum vörum þróast með afar jákvæðum hætti. Þetta er í góðum takti við þau batamerki sem sjást nú á öllum sviðum efnahags- lífsins. Sam- breyst mjög fyrir I stjórnarinnar; B Skarphéðinsson þannig^ hefur jfcmii skrifar framleiðslu lækk- Á þessu ári verður framleiðslan svipuð, en verðmæti hennar verða eigi að síður meiri vegna verðhækk- ana. í heild er áætlað að flytja út kís- iljám á þessu ári fyrir 2,5 milljarða. Á næsta ári er áformað að auka framleiðsluna um tíu af hundraði, og útflutningsverð- mæti afurðanna gæti þá aukist í 2,9 milljarða. Afkoma ÍSALs 3. grein að vegna lægri vaxta, en ekki síður vegna breytinganna, sem ríkis- stjómin gerði á skattlagningu fyrir- tækjanna. En aðstöðugjald var af- numið í fyrra, og auk þess var skatt- hlutfall fyrirtækja lækkað til jafns við það sem gerist með ýmsum samkeppnisþjóðunum. Óvanalegur stöðugleiki í verðlagi hefur enn- fremur gert alla áætlunargerð fyrir- tækjanna hnitmiðaðri en áður. Sömuleiðis hefur raungengi þróast með afar hagfelldum hætti fyrir út- flutningsgreinamar, og í þvf birtist ekki minnsti árangur ríkisstjómar- innar á efnahagssviðinu. Stóridja Þessar breytingar speglast vel í auknum útflutningi á iðnaðarafurð- um. Stóriðjan hefur til dæmis tekið veruiegan fjörkipp, en auk hag- felldra breytinga á raungenginu hafa drjúgar verðhækkanir einnig hjálp- að til. Batnandi ástand á heims- markaði fyrir kísiljám leiddi til drjúgrar aukningar á framleiðslu Málmblendiverksmiðjunnar í fyrra. hefur sömuleiðis batnað, enda fram- leiðslan aukist jafnt og þétt á síðustu ámm. þrátt fyrir erftða afkomu ál- iðnaðar í heiminum. Verð áls hefur hækkað talsvert, og það ásamt frant- leiðsluaukningu leiddi til þess að verðmæti útflutts áls óx úr 8,3 millj- örðum í fyrra - í tæpa ellefu millj- arða á þessu ári. Miðað við að verð- þróun á álmarkaði verði áfram hag- stæð, þá er líklegt að á næsta ári verði verðmæti útflutts áls enn meira, eða fast að 12,5 milljörðum. Annar idnadur Utflutningur á öðrum iðnaðarvör- um en afurðum stóriðju hefur sömu- leiðis sótt vemlega í sig veðrið. Ef horft er til upplýsinga úr skýrslum fyrirtækja vegna virðisaukaskatts virðist þannig hafa orðið veltuaukn- ing í iðnaði milli áranna 1993 og 1994 sem nemur milli 10-20 af hundraði. Fyrstu sjö mánuði þessa árs óx út- flutningur iðnaðarvara um rúmlega tólf af hundraði að magni til. Þessi jákvæða þróun virðist ekki bundin við neinar sérstakar vömtegundir, heldur spegla heildarþróun í ís- lenskum iðnaði. Þannig jókst út- flutningur á kísilgúr um 25 af hundraði á þessum tíma; skinnavör- um um 24 af hundraði; ullarvara um 20 af hundraði, og mikilk aukning varð einnig í áfengum og óáfengum drykkjarvömm, auk ýmiss búnaðar sem tengist sjávarútvegi. I heild var verðmætaaukningin á þessum fyrstu sjö mánuðum um 600 milljónir króna, og munar um minna. Sérstaklega er athyglisvert hversu glæsileg þróunin hefur verið á sviði stjómarandstaðan á Alþingi hélt því fram að stefna stjómarinnar myndi ganga af ferðaþjónustunni dauðri. Allt annað hefur komið í ljós á ár- inu: Fyrstu sjö mánuði ársins komu þannig til landsins rúmlega 113 þús- und erlendir ferðamenn, og jókst frá 97 þúsund erlendum ferðamönnum á sama tíma í fyrra. Fjölgunin nem- ur sextán af hundraði, en gjaldeyris- tekjumar jukust um tíu af hundraði, eða á þriðja milljarð króna. í tíð nú- verandi ríkisstjómar hefur því ferðaþjónustan margeflst. Fyrir utan þessar útflutnings- Gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustu - sem er ein tegund af útflutningi - stórjuk- ust á líðandi ári. Þetta er athyglisvert í ljósi þess, að ekki eru margir mánuðir síðan stjórnarandstaðan á Alþingi hélt því fram að stefna stjórnarinnar myndi ganga af ferðaþjónustunni dauðri. landbúnaðarvamings. En á fyrstu sjö mánuðum ársins jókst útflutn- ingur landbúnaðarafurða um 20 af hundraði. Ferdaþjónusta stóreflist Gjaldeyristekjur vegna ferða- þjónustu - sem er ein tegund af út- flutningi - stórjukust á líðandi ári. Þetta er athyglisvert í Ijósi þess, að ekki em margir mánuðir síðan greinar hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða einnig aukist milli ára, þrátt fyrir mesta þorskbrest á öld- inni. Um það verður hins vegar fjallað í annarri grein. Það er því sama hvar niður er borið; á næstum öllum sviðum er útflutningur að ná sér á strik, glöggt dæmi um hversu vel stefna stjómvalda á sviði efna- hagsmála hefur heppnast. Höfundur er umhverfisráöherra. Sinfóníu- hljómsveit íslands Menntamálaráðherra hefur skipað stjóm Sinfóníuhljómsveitar íslands til næstu fjögurra ára frá og með I. október síðastliðnum. í stjóminni eiga sæti Elfa Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri, tilnefnd af Ríkis- útvarpinu, Jón Þórarinsson tón- skáld, tilnefndur af fjármálaráðherra, Sigurður I. Snorrason hljóðfæra- leikari, tilnefndur af hljóðfæraleikur- um hljómsveitarinnar, Sigursveinn K. Magnússon skólastjóri, tilnefnd- ur af Reykjavíkurborg og Hörður Sigurgestsson forstjóri, skipaður án tilnefningar og er hann jafnframt for- maður stjómarinnar. Söngvasafn Jónasar Ut er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ný bók, Einu sinni á ágúst- kvöldi, söngvasafn Jónasar Árna- sonar. I tilkynningu Hörpu segir meðal annars: Söngvar Jónasar em framar öðm til þess fallnir að gera fólki glatt í geði, laða fram bros á vör, kveikja leiftur í auga. Því skal þó ekki gleymt að hér em ekki á boð- stólum innantómir trúðleikar. Jónasi er oftar en ekki alvara með gaman- seminni. Honum þykir vænt um venjulegt fólk og er ekki mikið gefíð um sýndarmennsku og framapot. í bókinni em 118 söngtextar með nót- um. Nótnaskrif unnu Karl Jóhann Sighvatsson og Hlöðver Smári Haraldsson. Þá em í bókinni 130 myndir eftir valinkunna listamenn. Einu sinni á ágústkvöldi er 260 blaðsíður. Prentvinnslu annaðist Oddi hf. Forsíðumynd gerði Kjartan Guðjónsson. Útgefandi er Hörpuút- gáfan á Akranesi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.