Alþýðublaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 3
I f~ i/IIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Menningarbaninn menntamálaráðherra í dag þekkja efalaust fleiri íslensk ungmenni víkinga fornaldar út frá kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar, en Eyrbyggju eða Njálu eða hvað þær heita nú allar saman þessar íslendingasögur. Nútímamaðurinn lærir að þekkja hinn stóra heim í gegnum kvik- myndir. Á augabragði þekkir hann í sundur Seattle og San Fransisco, New York, Los Angeles og New Orleans. Og það þótt hann hafi aldrei til Ameríku komið. Hann þekkir furður Lundúnaþokunnar og eyði- merkurhitann í Sahara, rómantíkina í París og grámyglu Austur-Berlínar (þegar hún var og hét). Ekki veit ég hvað nútímamað- urinn á að hafa horft á margar kvikmyndir um 25 ára aldurinn, en þær skipta þúsund- um, ef ekki tug- þúsundum. Þegar ég var á mínum unglingsárum, fór ég þrisvar í viku í bíó og horí'ði á að minnsta kosti eina vídeómynd ölt önnur kvöld vikunn- ar. Þetta var einskonar ritúal. Við vinimir hlupurn út í vídeóleigu klukkan tuttugu mínútur yfir ellefu, náðum okkur í eina spólu og horfð- um, reyktum og átum kartöfluflögur. Og stundum vom einhverjar stelpur sem horfðu með okkur. En á öllu þessu glápi síaðist inn heimsmynd. Sjálfsagt félagsfræðilega kolröng heimsmynd og ákaflega fókusemð á búksorgir fallegra milli- og yfirstétt- arameríkana, en einhverskonar heimsmynd samt. Hin nýja sagnahefd Þó það ætti að drepa mig í dag að þá gæti ég ekki komið fyrir mig mörgum af þeim aragrúa kvikmynda sem ég hef barið augum, en inn á milli slæddust myndir sem annað- hvort vöktu mann til umhugsunar eða kynntu fyrir manni eitthvað nýtt, eitthvað framandi, eitthvað sem eng- in önnur kvikmynd hafði kynnt. Þetta vom oftar en ekki kvikmyndir utan við hina hefðbundnu Holly- wood-framleiðslu, „erlendar“- myndir svokallaðar. Þar fékk maður oft og tíðum sýn inn í heim sem maður myndi vilja kynnast betur, fengi maður tækifæri til þess síðar á lífsleiðinni. Mig hefur til að mynda alltaf langað til Transylvaníu, eftir að ég sá „Nosferato". Ég og mínir félagar emm ekki neitt einsdæmi í kvikmyndaáhorfun. Allur hinn „sið- menntaði“ heimur drekkur í sig kvik- myndaiðnaðinn í óslökkvandi þorstakrampa. Menn mynda sér skoðanir um um- heiminn út frá kvikmyndamiðlin- um, kannski meira en út frá fréttum (þetta á sérstaklega við um unga fólkið), en ekki bara um umheiminn heldur líka um sjálfa sig og stöðu sína í þessum margum- rædda umheimi. I dag þekkja efa- laust lleiri íslensk ungmenni víkinga fomaldar út frá kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar, en Éyrbyggju eða Njálu eða hvað þær heita nú allar saman þessar Islendingasögur. Það er ekki til Svíi sem þekkir ekki fras- ann „tungur knivur" úr fyrstu mynd- inni. Skammsýni menntamálarádherra Nú hefur menntamálaráðherra ákveðið að drepa íslenskan kvik- myndaiðnaði Hann ætlar að skera hið skammarlega lága framlag ríkis- ins til iðnaðarins niður í nánast ekki neitt og valda því þarmeð að íslensk- ir kvikmyndaframleiðendur eiga svo til enga möguleika á að fá eríenda fjárfesta til að styðja við bakið á sér, en slíkir fjárfestar horfa iðullega til þess framlags sem framleiðendur fá á heimavelli áður en þeir taka ákvörðun um stuðning við þá. Menntamálaráðherra horfir fram hjá þeirri staðreynd að íslensk kvik- myndagerð hefur skilað meiri fjár- munum f hinn elskaða ríkiskassa, en sem nemur hungurlúsarfjármunum þeim sem íslenska ríkið hefur lagt til þessa vinsælasta sagnamiðils jarðar- innar. Menntamálaráðherra veit ekki að kvikmyndagerð er yfirmáta at- vinnuskapandi fyrirtæki. Mennta- málaráðherra sér ekki að við kvik- myndagerð starfa allar gerðir hinna hefðbundnu listamanna, leikarar, myndlistarmenn, tónlistarmenn, hönnuðir auk kvikmyndagerðar- mannanna sjálfra, tökumanna, hljóð- manna, leikstjóra. En við kvik- myndagerð starfa ekki eingöngu hefðbundnir listamenn. Þar sjáum við einnig markaðsfræðinga, smiði, bflstjóra, kokka, sendisveina, verka- menn, símadömur, auglýsingateikn- ara, dýratemjara, lögfræðinga, raf- virkja, tölvufræðinga og sjálfsagt flestar starfstéttir. Á frumsýningum má jafnvel sjá ráðherra að störfum. Ekki bara kvikmynda- framleidsla Menntamálaráðherra áttar sig ekki á hliðaráhrifum kvikmyndagerðar. Á síðasta ári var íslensk kvikmynd til- nefnd til Óskarsverðlauna. Þá mynd hafa milljónir séð. Milljónir nútíma- manna sem mynda sér sína heims- mynd meðal annars í gegnum kvik- myndir. Þessar milljónir sáu að myndin gerðist á eyju norður í Atl- antshafi. Eyju sem kannski væri gaman að heimsækja einhvem dag- inn. Einhverjir þeirra láta verða af því og skila gjaldeyri i hinn elskaða ríkiskassa menntamálaráðherrans. Þá langaði til Islands, rétt eins og mig langar til Transylvaníu, af því að þar bjó Nosferato. En það alvarleg- asta í þessu öllu saman er það að með því að drepa íslenska kvik- myndagerð er menntamálaráðherra að leggja sitt þunga lóð á vogarskál- ina til að drepa íslenska menningu, íslenska þjóðarvitund og ýta undir þá þróun að íslensk ungmenni líta á sig sjálf í æ ríkari mæli sem hluta af am- eríska heimsveldinu. Slíkur mennta- málaráðherra er ekki að vinna þjóð sinni gagn. Höfundur er formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Pallborðið I Magnús Árni Magnússon j| V 1 skrifar tk ''Á Lærdómur dagsins Jfið er otterí í dag gluggum við í einkaskeyta- bunka Alþýðublaðsins frá Ijórða áratugnum. Þetta var þegar fyrir- sagnir vom allt í senn langar, mál- efnalega og krassandi. Semsagt svohljóðandi: Brjálaður maður myrðir móður sína, systur og mág og fremur síðan sjálfs- morð. Svo kom fréttin: Kaup- mannahöfn í morgun. Frá París er símað, að þijátíu og þriggja ára gamall maður, Robert Renaud að nafni, sem heima átti í Leimont, skamt frá Bar le Duc, hafi á fimtudag skyndilega orðið brjálaður og myrt móður sína, systur og mág, sært fimm ára frænda sinn og skotið síðan sjálfan sig til bana. Robert Renaud varð bijálaður af því, að hann vann ekki í franska ríkishappdrættinu, en eftir því hafði hann vonast mjög eindregið. Sunnlendingar skemmta sér dátt yfir prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer um næstu helgi. Þeir fjandvinimir Árni Johnsen og Eggert Haukdal takast á, og halda uppi Ijörinu. Þessi brandari gengur nú manna á meðal á Suður- landi: „Ámi Johnsen þurfti að leggjast inná sjúkrahús um daginn. Hann var að láta græða á sig tóneyra... Lík- aminn hafnaði því.“ Auðvit- að liggur bóndinn á Berg- þórshvoli undir grun um að vera höfundur grínsins, enda er Eggert launfyndinn maður... Gagnrýnendadeild Moggans hefur nú bæst liðsauki, einsog lesendur blaðsins sáu í gær. Það er engin önnur en Olína Þor- varðardóttir fyrrverandi borgarfúlltrúi sem þar er á ferð. Fyrsti ritdómur hennar ijallaði um nýja skáldsögu Guðbergs Bergssonar, og þar var sá gamli tekinn á beinið af talsverðri einurð og feslu, þótt Ólína sæi ýmsa ljósa punkta í verkinu. Það ætti ekki að koma les- endum á óvart þótt Ólína kunni að skrifa um bók- menntir, enda er hún mennt- uð í þeim fræðum og hefur sjálf fengist nokkuð við skáldskap... ngir sjálfstæðismenn fóm afar illa útúr próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina. Sýnu verst er þó útreið Ara Edwald að- stoðarmanns Þorsteins Páls- sonar í ljósi þess að hann eyddi gríðarlegum ijármun- um í baráttuna og var farinn að gera sér góðar vonir um að ná ömggu sæti. I röðum ungra sjálfstæðismanna heyrist að herkostnaður Ara sé á þriðju milljón króna... Einsog lesendur Alþýðu- blaðsins sáu í gær, þá neitaði Eggert Haukdal því afar eindregið að pólitísk trúlofun væri f uppsiglingu millum hans og Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann kenndi „vinum innan gæsa- lappa“ um þennan orðróm; enda vildu þeir skaða hann í prófkjörsbaráttunni. Við höfum hinsvegar mjög traustar heimildir fyrir því, að Eggert hafi rætt þennan möguleika við ýmsa. Eggert hefur síðan snemma f sumar verið að búa sig undir hugs- anlegt sérframboð enda tel- ur hann vonlítið að velta Árna Johnsen úr öðm sæti á lista sjálfstæðismanna á Suðurlandi. Þótt Eggert hafi náð inná þing með harðfylgi þegar hann bauð fram eigin lista 1979, þá á hann litla möguleika núna. Því metur hann stöðuna, eflaust rétti- lega, þannig að hann geti flotið inn á vinsældum Jó- hönnu... Hinumegin Manstu eftir galdrakarlinum sem ég sagði þérfrá? Veistu hvað! Hann gaf mér nýjan heila... Já, já, hann er inná sófaborði! Fimm á göngum Alþingis Veistu hver byrjunarlaun sjúkraliða eru - og gætirðu hugsað þér að Iifa af þeim? (Rétt svar: 56.000 krónur.) Ingibjörg Pálmadóttir 63.000 krónur. Nei, enganveginn. 4- Ingi Björn Albertsson 56.000 krónur. Nei, það er vonlaust mál. Sigríður Anna Þórðardóttir 55- 60.000 krónur. Ég er nú fyrrverandi kennari, og vön lágu laununum. Petrína Baldursdóttir 58-60.000 krónur. Nei, alls ekki. Sighvatur Björgvinsson 50- 60.000 er taxtakaupið en um aðrar greiðslur veit ég ekki. Nei, ekki með fjölskyldu, en einstaklingur getur hugsanlega komist af með þetta. Viti menn Meginástæðan er sú, að það er mikil óánægja grasserandi í Sjálfstæðisflokknum og hún birtist í þeirri þátttöku sem raun ber vitni. Ingi Björn Albertsson, aðspurður um ástæðu dræmrar þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. DV í gær. Jæja, dettum í það strákar. Eg er bara búinn að fá einn sterkan og þarf annan strax. Karl Bretaprins í partíi í Hollywood í fyrradag. DV i gær. Ég eyddi engu í prófkjörsbar- áttuna og tapa ekki stórt í því ljósi. Og það mætti alveg eins segja að ég hafi orðið í öðru sæti, á eftir Davíð, miðað við atkvæði á krónufjölda. Guðmundur Kristinn Oddsson, sem hafnaði í neðsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna, aðspurður um út- komu sína. Mogginn í gær. Með öllum leiðum verður að tryggja það, að kjördæmamál- ið verði á dagskrá umræðunn- ar í vetur. Kjördæmaskipan og kosningalög eru ekki einka- mái stjórnmálamanna. Birgir Hermannsson aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Kjallaragrein í DV í gær. Ég fékk míkrófóninn beint upp í kjaftinn. Það var ein- hver fyllibytta sem hljóp á hann. Framtönn losnaði og ég fékk skurð í tannholdið. Annars var þetta ekkert verra en á góðri boxæfingu. Bubbi Morthens um endalok tónleika hans á Höfn um helgina. DV í gær. Það þarf að taka til alvar- legrar umfjöllunar í iðnaði, sem öðrum greinum, hvort láglaunastefnan borgi sig frá sjónarmiði framleiðni. Leiðari Tímans i gær. Ég er ánægður með niðurstöðuna almennt. Ari Edwald, sem lenti í 11. sæti, um prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég geri ráð fyrir að dyggir aðdáendur Guðbergs lesi söguna sér til nokkurrar ánægju. En hún markar engin tímamót og stendur alllangt að baki því besta sem höfundur hennar hefur gert. Ólína Þorvarðardóttir, bókmennta- gagnrýni um nýja skáldsögu Guðbergs Bergssonar. Mogginn í gær. Betri tíð er í vændum að mati almennings og forstöðu- manna fyrirtækja. Búist er við, að ekki þurfi áfram að fækka starfsfólki fyrirtækja, heldur sé fjölgun þess í vænd- um. Þetta eru meðaltalstölur, sem hafa reynst vel við spár um, hvort þensla eða kreppa sé á næsta leiti. Jónas Kristjánsson, leiðari í DV í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.