Alþýðublaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ísland og Evrópa Flytjast völdin til Oslóar? Það vakti athygli og var greint frá því í útvarpsfréttum hér heima, að í fyrri viku birtist í sænska blaðinu Dagens Nyheter, grein eftir sænska prófessorinn, Carl B. Hamilton, fyrr- um aðstoðarráðherra í sænsku stjóm- inni, þar sem hann bendir á at- h y g 1 i s - v e r ð a r breytingar sem kunni að verða á samningn- um unt Evrópska efnahags- svæðið (EES) hafni Svíar aðild að Evrópusambandinu (ESB), og það kunni að gera það að verkum að völd flytjist frá Stokkhólmi til Osló. Þetta gæti skipt íslendinga máli. Grein prófessorsins er svohljóðandi: „Sú hætta er fyrir hendi, eftir upp- byggingu og síðan hnignun EES- samningsins, að hafni Svíar aðild að ESB verði framtíð Svía hvorki ráðin í Stokkhólmi né Brussel, heldur í Os- Hamilton: Norðmemn eru alls góðs maklegir, en er þetta ekki í raun hættulegur leikur með lýð- ræðislega ákvörðun um mikilvægt mál? ló. Verði Svíþjóð utan ESB, eins og jafnar líkur era á um þessar mundir, er framtíð Svíþjóðar gagnvart ESB bundin samningnum um EES. Því fari svo að Svíar kjósi NEI, þá er eins lfklegt að Norðmenn geri slíkt hið sama. Austurríki og Finnland verða þá gengin í ESB og eft- ir sitja E F T A - megin í EES-samningnum, Svíþjóð, Noreg- ur og Island, en hinumegin samn- ingsborðs verður ESB. A nákvæm- lega sömu forsendum og semja þurfti upp á nýtt um EES eftir að Svisslendingar höfðu hafnað aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 1992, þar sem Finnland og Austur- ríki verða komin í ESB á næsta ári. Ætla mætti að þetta væri aðeins tæknilegt atriði, sem auðvelt verði að leysa. Svoerekki. Stærsta vandamálið, sem mun steðja að Svíum, verði þeir utan ESB, kemur frá norskum and- stæðingum aðildar. Þeir hafa lýst því yfir, að þeir séu ekki aðeins andvígir því að Noregur gangi í ESB, heldur eru þeir einnig þeirr- ar skoðunar að samninginn um EES þurfi að taka upp til nýrrar skoðunar. Og norsku NEI-sam- tökin niunu gera allt hvað þau geta í norska stórþinginu til þess að koma í veg fyrir samþykkt nýs samnings um EES. Og vegna sam- setningar þingflokka norsku stjórnmálaflokkanna er allt útlit fyrir að þeim muni takast það. Menn hafa um nokkra hríð spurt sig þeirrar spurningar, hvort hægt yrði og hagkvæmt fyrir aðeins þrjú EFTA-ríki að halda uppi sínunt hluta Láti norska NEI-hreyfingin verða af hótunum sínum, þá getur hún því í raun- inni ráðið framtíð Svíþjóð- ar og íslands innan EES- samstarfsins. ísland og ESB - spurt & svarað Hvetju bœtir ESB-aðiId við EES-samninginn? Eftir hverju eru ömtur Norðurlönd að sœkjast sem þau ekki hafa innan EES? EES-samningurinn gefur rétt til þess að fylgjast með, koma sjónar- miðum á framfæri við ESB og móta ákvarðanir þess óbeint. End- anleg ákvörðun um nýjan ESB- texta er þó tekin í ESB-ráðinu og á þeim texta byggist samsvarandi EES-texti. ESB-aðild gefur beina þátttöku í öllum ákvörðunum og tryggingu fyrir því að vera með í ráðum á öllum stigum ákvarðana- töku. Þau áhrif er erfitt að meta til fjár. Þegar mikilvæg mál eru til umræðu á vettvangi sem þessum er sú hætta ávallt fyrir hendi að hlutur þeirra sem Ijarstaddir era verði fyr- ir borð borinn. Stofnanir ESB hafa ekki síst reynst smáríkjum innan þess drjúgar til þess að tryggja hagsmuni sína. ESB-aðild nærenn- fremur til mun fleiri þátta en EES, öryggis- og vamannála, byggða- stefnu, sameiginlegrar stefnumót- unar á ýmsum sviðum atvinnuvega (þar á meðal landbúnaðar, sjávarút- vegs, iðnaðar, tlutninga). Þau spil sern hvert ríki hefur á hendi sam- kvæmt vinnureglum ESB geta nýst víða. Afnám landamæraeftirlits bætir og aðstöðu fyrirtækja og ein- staklinga: Að mati Norðurlanda eru auknar skyldur óverulegar þegar borið er saman við þau auknu áhrif sem aðild fylgja. þeinar stjómsýslu sem fylgir EES- samningnum, EFTA-dómstólnum og eftirlitsstofnuninni ESA. Grand- vallarbreyting á þessum stofnunum gæti nefnilega haft í för með sér af norskri hálfu breytingu á fullveldis- ákvæðum. Og samkvæmt norskri stjórnarskrá þarf aukinn meirihluta á Stórþinginu til að fá slíkt samþykkt, eða þrjá fjórðu atkvæða. Andstæð- ingar ESB-aðildar eru það sterkir á norska þinginu eins og er að þeir ráða yfir ríflega íjórðungi atkvæða og geta þvi staðið í vegi fyrir slíkum breytingum. Slíkt hefur í för með sér mikla hættu fyrir Svíþjóð og ísland. Uppbygging EES-samningsins gerir ráð fyrir sameiginlegri ákvörð- unm EFTA-ríkjanna, en það þýðir í raun að þær breytingar sem Norð- menn kynnu að gera á einstaka ákvæðum samningsins myndu einn- ig gilda fyrir Svíþjóð og Island. Láti norska NEI- hreyfingin verða af hót- unum sínum, þá getur hún því í raun- inni ráðið framtíð Svíþjóðar og ís- lands innan EES-samstarfsins. Náist ekki samkomulag þessara þriggja ríkja um öll atriði, þá falla þau burt úr samningnum, sem ekki er samið um: Þá tekur við samningsleysi. Hafni Svíar aðild að ESB 13. þesa mánaðar, og Norðmenn fylgja þá líklega í kjölfarið, þá geta hvorki Svíar né Islendingar ráðið sjálfir framtíðarskipan samskipta sinna við Evrópusambandið. Þvert á móti. í stað þess að hafa nú tilboð um að fá formleg áhrif og meðstjórn- arrétt um framtíð Evrópuríkja í Brussel myndi sigur NEI-manna í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sví- þjóð leiða til þess að ákvörðunar- vald um Evrópustefnu flyst til norska þingsins. Norðmemn eru alls góðs maklegir, en er þetta ekki í raun hættulegur leikur með lýð- ræðislega ákvörðun uin mikilvægt mál? Sviss utangátta Atvinnuleysi hefur aukist, dregið hefur úr fjárfestingum og tákn eru um efnahagskreppu í Sviss, ári eftir að þjóðin hafnaði því að verða samferða öðrum EFTA-ríkjum um aðildarumsókn að ESB. Þetta kemur fram í skýrslu sem tveir norskir stjómmálamenn af vinstri væng hafa gert fyrir norsku Evrópuhreyfinguna. Samkvæmt skýrslunni er það ekki einungis efna- hagsþróunin sem nú ógnar sviss- neska velferðarsamfélaginu. Til þess að korna í veg l'yrir flótta fyrirtækja frá Sviss í kjölfar einangranarinnar hafa þarlend stjómvöld gripið til þess að laga reglur um vinnuntarkað að gildandi reglum innan ESB. Svisslendingar hafa á síðustu ár- um mátt þola mesta harðindaskeið í efnahagsmálum, sem lengi hefur yfir þá þjóð komið. Það hófst reyndar ár- ið 1991, áður en þjóðin hafnaði þátt- töku í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. En þótt ekki megi kenna því einu um hvemig kontið er fyrir svissneskri efnahagsþróun, þá telja skýrsluhöfundar að það hafi gert illt verra að Sviss gerðist ekki aðildarríki að EES. Annar höfundanna, Per Morken, áhrifamaður innan norska Sósíalíska vinstriflokksins, telur að ástandið kunni að verða svipað í Noregi. kjósi Norðmenn að einangrast frá öðram Evrópuríkjum. Það sem veldur svissneskum hagstjórnarmönnum mestum áhyggjum er að fjárfestingar út- lendinga í Sviss hafa stöðvast á þessu tímabili. Árið 1991, þegar hafinn var undirbúningur að gerð EES-samningsins námu þær 3.700 milljónum svissneskra franka, en voru áætlaðar aðeins 97 milljónir franka í ár. Sendiráðsritari við svissneska sendiráðið í Osló segist hins vegar ekki kannast við nokkra rannsókn, sem sýni beint samhengi milli þessa ástands og þeinar ákvörðunar Sviss- lendinga að hafna bæði EES og sækja ekki um aðild að ESB. Úr Norsku pressunni Myndum við sjá eftir því að segja NEI? Thoril Brekk formaður PEN í Noregi: Sagði nei við ESB- aðild 1972 en vill nú í sambandið til þess að Norðmenn geti breytt því innan frá. „Aðild Noregs að ESB er besta fá- anlcga lausnin á ýmsum helstu við- fangsefnum okkar í alþjóðamálum," segir Toril Brekki, formaður norsku PEN-samtakanna, Noregsdeildar al- þjóðasamtaka rithöfunda í viðtali við norska Dagblaðið. Hvers vegna sagði hún nei íþjóð- aratkvœðagreiðslunni 1972 en seg- ir já núna? „Þá var ég ung og róttæk og lífs- viðhorf mín vora byltingarkenndur sósíalismi. í þá daga var nei-baráttan hluti af andstöðu við kerfíð.“ Hvernig hafa viðbrögð orðið við þeirri afstöðu þinni að styðja aðild? „Eg hef fengið mörg viðbrögð, og ýmsir gamlir baráttufélagar segja mig hafa svikið málstaðinn. En ég er enn andvíg kapítalismanum og tel ekki rétt að við foram inn í Evrópu- sambandið til að taka því eins og það er, heldur til þess að fá því breytt til betri vegar.“ Hver lieldur þú að úrslitin verði í þjóðaratkvœðagreiðslunni? „Ég held að aðild verði hafnað. Það má í það minnsta ætla af skoð- anakönnunum. En ég held að við myndum þá sjá eftir því síðar.“ EES dugar ekki „Ég hef starfað í alþjóðaviðskipt- um í tuttugu ár og ég hef trú á ríkja- bandalögum. Vandamál heimsins verða ekki leyst nerna í samstarfi," segir Jan Erik Korssjöen hjá Kons- berg iðnaðarsamsteypunni norsku í viðtali við norska Dagblaðið. Hvaða áhrif hefði aðild á ESB á stöðu fyrirtœkisins? „Við flytjum 44% af framleiðslu okkar utan. Það er mikilvægt að starfa við sömu skilyrði og keppi- nautar okkar í viðskiptalöndunum.“ Er ekki EES-samningurinn nœgjanlegur til að tryggjaþað? „Nei, og af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi losar hann okkur ekki undan þeim kostnaði sem hlýst af tollagreiðslu vamings milli landa og í öðra lagi veikist hann mjög við það að önnur EFTA-ríki ganga inn í ESB.“ Hvað hefurfarið mest í skapið á þér í umrœðunni um aðild? Jan Erik Korssjöen: Þurfum að starfa við sömu skilyrði og keppni- nautarnir. „Það hve menn era móralslausir. Slengja fram fullyrðingum af hveiju tagi án þess að hafa nokkrar stað- reyndir að baki þeim.“ Störfum fækk- ar án aðildar Finnlands Norsk fyrirtæki flytja til verði ESB hafnað. „Störfum mun fækka f Noregi, verði aðild hafnað," segir Steinar Juel, fyrrunt ráðgjafi Anne Enger Lahnstein, formanns norska Mið- flokksins og forystumanns Nei- hreyfingarinnar norsku. Steinar Juel er nú yfirhagfræðingur hjá norska bankanum Kreditkassen. Hann hefur nú sagt sig úr Miðflokknum, sem er hliðstæða íslenska Framsóknar- flokksins. „Mörg stór og meðalstór norsk fyrirtæki munu endurskoða afstöðu sína verði aðild að ESB hafnað og reyna að koma framleiðslu sinni fyr- ir innan ríkja ESB, til dæmis í Finn- landi.“ En dugir ekki EES? „Sú óvissa sem skapast um fram- tíð Evrópska efnahagssvæðisins mun lika valda rniklu unt það að þessi fyrirtæki velja annan kost til að tryggja sér öruggan og kostnaðarlít- inn aðgang að hinum innri markaði Evrópusambandsins til framtíðar." Eru einhver stór norsk fyrirtœki, sem Oiuga þetta nú þegar? „Þar má nefna stærstu fyrirtækin eins og Kværner og Norsk Hydro.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.