Alþýðublaðið - 03.11.1994, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 3. nóvember 1994
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
MfflllBLÍÐIB
167.tölublað - 75. árgangur
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi:
Árni fær ekki
studning í
fyrsta sætið
- frá þeim sem skrifuðu uppá stuðning við eitt af þrem-
ur efstu sætunum!
Árni M. Mathiesen þingmaður
Sjálfstæðisflokks vill komast í „eitt
af þremur efstu sætunum“ á fram-
boðslista flokksins við prófkjörið í
Reykjaneskjördæmi sem fram fer á
laugardaginn. Þegar rætt er við
stuðningsmenn Árna kemur hins
vegar í Ijós að þeir eru ekki tilbúnir
til að lýsa yfir stuðningi við fram-
bjóðandann í 1. sætið.
I Morgunblaðinu á þriðjudaginn
birtist heilsíðuauglýsing (kostar
nær 200 þúsund krónur) með
nafnalista fólks sem kveðst styðja
Árna í eitt af þremur efstu sætun-
um. Alþýðublaðið gerði stikkprufu
á því hvað þessi stuðningsyfirlýs-
ing ætti að merkja. Hringt var í
nokkra sem skrifa upp á yfirlýsing-
una í Morgunblaðinu og þeir spurð-
ir hvort þetta þýddi stuðning við
Árna í 1. sæti. Sumir neituðu því
þegar, en vöflur komu á aðra.
„Hann nefndi ekki fyrsta sætið
við mig. Eg held að hann sé ekki að
sækjast eftir því sæti og ég styð
hann bara í eitt af þremur efstu sæt-
unum eins og stendur þarna í aug-
lýsingunni,“ sagði Davíð Scheving
Thorsteinsson.
„Á þessum lista sem birtist í
Morgunblaðinu er örugglega inn-
anum fólk sem styður Árna í fyrsta
sæti og vill sjá breytingu þar. En
þar er líka fólk sem styður hann
bara í þriðja sæti en ekki ofar. Sjálf-
ur gef ég ekki annað upp en ég styð
hann í eitt af þremur efstu sætun-
um,“ sagði Hreinn Loftsson hæsta-
réttarlögmaður.
„Nei, ég styð Árna ekki í fyrsta
sætið því ég styð Ólaf G. Einarsson
í það sæti,“ sagði Arnór L. Pálsson
bæjarfulltrúi í Kópavogi. Hann
sagðist hins vegar styðja Árna í eitt
af þremur efstu sætunum.
Ólafur Schram sagðist styðja
Árna M. Mathiesen í öruggt sæti og
fyrstu þrjú sætin væru örugg sæti.
Hann styddi Árna í eitt af þeim og
hefði ekki meira um það að segja.
Helgi Hallvarðsson sagðist ekki
vera að lýsa yfir stuðningi við Árna
M. Mathiesen í fyrsta sæti þótt
hann hefði skrifað upp á þessa yfir-
lýsingu. Hins vegar styddi hann
Árna í eitt af þremur efstu sætun-
um, en hann vildi líka sem Kópa-
vogsbúi sjá Sigurrós Þorgrímsdótt-
ur fá góða útkomu úr prófkjörinu.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma er því harla lítill stuðningur
við Árna í 1. sætið sem Ólafur G.
Einarsson skipar. Þá er Árni ekki
talinn ógna Salome sem er í 2. sæti
og virðist því niðurstaðan vera sú
Árni: Harla lítill stuðningur við hann í 1. eða 2. sætið á Reykjanesi. Heldur
hann 3. sætinu?
að barátta Árna snúist um að halda 3. sætinu frá síðustu kosningum..
Formenn ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna um Evrópusambandsmálin:
Umræðan í trúarbragdastfl?
Magnús
Árni Magn-
ússon, for-
madur Sam-
bands ungra
jafnadar-
manna:
„Afstaða mín
og alls Sam-
Magnús Arni, 5anjs ungra
SUJ: Framtíð ís- jafnaðarmanna
lands best borgið [i| Evrópusam-
innan Evrópu- bandsmálanna
sambandsins. ætti að vera
llestum kunn. Við teljum að fram-
tíð íslands sé best borgið innan
Evrópusambandsins. Island á að
sækja um sem fyrst. Alþýðuflokk-
urinn hefur nú tekið upp þessa
stefnu SUJ að miklu leyti. Það er
staðreynd að mörg sterkustu Evr-
ópusambandsríkin, sérstaklega
Þýskaland, munu taka vel í slíka
umsókn. Svo ekki sé talað um
bræður okkar á Norðurlöndum sem
við gætum myndað með gífurlega
áhrifaríkt bandalag innan sam-
bandsins. íslendingar eru Evrópu-
menn og í samfélagi Evrópuþjóða
eigum við auðvitað heima. Það
hryggir mig hinsvegar hvernig um-
ræðan um þessi mál hér heima er
komin á villigötur. Menn voga sér
meira að segja, að lýsa því yftr að
málið sé ekki einu sinni á dagskrá.
Hvaða hagsmunir ráða hér ferð?
Getur það verið að enn á ný taki
menn pól forpokaðrar þjóðernis-
hyggju í hæðina? Ég vona nú að
málið fari að komast á vitrænt um-
ræðustig hvað úr hverju. Innantóm-
ar upphrópanir fylgjenda og and-
stæðinga aðildar eru viðkomandi
aðilum til lítils sóma. Það er ljóst að
fyrr en við sækjum um aðild fáum
við ekki úr því skorið hverskonar
samningur okkur býðst. Slíkur
samningur verður síðan lagður
undir þjóðina. Þjóðin á að fá að
skera úr um málið. Ekki misvitrir
pólitíkusar. Ekkert getur verið lýð-
ræðislegra. Hver heilbrigð sál sér
það skýrum augum. Islendingar
hafa allt að vinna í Evrópusam-
bandsmálinu og öllu að tapa. Öllu.
Hver vill sjá Island framtíðarinnar á
köldum klaka þegar kemur að pólit-
ískri ákvarðanatöku í álfunni?"
Gudjón Ól-
afur Jóns-
son, for-
madur Sam-
bands ungra
framsóknar-
manna:
„Ég hef nú
alltaf verið frek-
ar andsnúinn
_ . Evrópusam-
snumn Evropu- bandinu Það er
sambandinu af aðaiiega af
þjóðernisástæð- þjóðernisástæð-
um- um. Menn geta
alveg sagt að það sé forneskjuleg
skoðun, en þessi skoðun á rétt á sér
einsog aðrar. Ef við erum að tala
um hugsanlega aðild þá er það Ijóst
að mínu mati, að aðild felur í sér
fullveldisafsal, sérstaklega að því
er varðar þrískiptingu rfkisvaldsins.
Aðild er bara eitthvað sem þjóðern-
issinnar einsog ég geta ekki sætt sig
við.“
Guðjón Ólafur,
SUF: Ég er and-
Helgi Hjörv-
ar, formadur
Verdandi -
samtaka
ungs al-
þýdubanda-
lagsfólks og
óhádra:
„Evrópusam-
Helgi Hjörvar, bandsumræðan
Verðandi: Evr- er í trúarbragða-
ópusambands- stíl. í rauninni
umræðan er í eru þetta tveir
trúarbragðastíl. hópar sem
glíma: Hinir heittrúuðu boðendur
fagnaðarerindisins og efasemdar-
mennirnir. Minnir óneitanlega til
viðhorfið til Sovétríkjanna fyrr á
öldinni. Spurt er: Brússel-ísland,
óskalandið, hvenær kemur þú? í
fyrsta lagi: Hagsmunir 250 þúsund
íbúa í 350 milljón manna rfki munu
ávallt víkja fyrir hagsmunum heild-
arinnar. I öðru lagi: Enginn veit
hvert Evrópusambandið stefnir og
á næstu árum getur það þróast á
mjög ólíka vegu. I þriðja lagi: Það
er barnaskapur að viðurkenna ekki
að 250 þúsund hræður sem tala eig-
ið tungumál, eru landfræðilega
fjarri meginlandinu og byggja af-
komu sína á allt öðrum forsendum
hafi ekki sérstöðu. I fjórða lagi:
Hugmyndir um samning við
NAFTA hljóta að fela t sér umtals-
vert meiri möguleika. Niðurstaða:
Málið er ekki aðkallandi. Við eig-
um að gefa okkur nokkur ár til að
fylgjast með þróun Evrópusam-
bandsins. Við eigum að reyna til
þrautar santninga við NAFTA. Og
ennfremur, vegna þess að við vilj-
um tengjast Evrópu sterkum bönd-
um, eigum við að leita eftir auknu
samstarfi við Evrópusambandið, til
dæmis á sviði skóla og menningar-
máia.“
Þórunn
Sveinbjarn-
ardóttir,
talsmadur
ungra
kvennalista-
kvenna:
„Það er lands-
fundur hjá okk-
Þórunn, Kvenna- ur f Kvennalist-
lista: Ekki tilbúin annm eftir tfu
að styðja aðildar- daga og þar
umsókn á þess- verða Evrópu-
ari stundu. sambandsmálin
lil umfjöllunar. Það liggur nokkuð
ljóst fyrir að einhverjar konur vilja
breytingar á stefnunni og þar heyr-
ist hæst í yngri konunum. Hreint út
sagt er afar ólíklegt að einhverjar
slíkar stefnubreytingar verði. Mín
persónulega skoðun er sú, að við
eigum að horfa opnum augum
framá veginn og gera okkur grein
fyrir því að þetta mál er á dagskrá
og verður á dagskrá næsta kjör-
tímabil. Eftir 1996 verða fslending-
ar vissulega að ákveða hvernig við
ætlum að haga samskiptum okkar
við Evrópusambandið í framtíð-
inni. Varðandi Evrópusambandsað-
ildina sjálfa þá er ég ekki tilbúin að
styðja hana á þessari stundu. Um-
sókn er ekki ti'mabær."
Gudlaugur
Þór Gud-
mundsson,
formadur
Sambands
ungra sjálf-
stædis-
manna:
„Mér finnst
Guðlaugur Þór: Evrópusam-
Brýnt að tryggja bandsumræðan
hagsmuni íslend- svona almennt
inga komi til að- einkennast af
ildarumsóknar. miklum sveifl-
um og taugaveiklun. Evrópuum-
ræðan er mjög ung hér á landi,
óþroskuð og sveiflast því gífurlega.
Þetta er ekki nógu gott. Ég vildi sjái
umræðuna þróast á vitrænan hátt;
menn leggi málin kalt á borðið og
spyrji spurninga einsog: Hvernig
mun þróunin verða hjá samband-
inu? Hvað mun koma útúr ríkjaráð-
stefnunni 1996? Vilji menn sækja
um aðild, hvernig er þá best hægt
að gæta hagsmuna fslands?
Þetta er stórt mál og einsog önn-
ur slík í stjórnmálunum er það allt-
af á dagskrá. Sú staðreynd hefur
alltaf legið fyrir; málið hlýtur að
vera á dagskrá til umræðu og skoð-
unar með framtíðina í huga. Spurn-
ingin um aðild er hinsvegar ekki
brýn.
Það er Ijóst að þrátt fyrir að við
sækjum um á morgun þá fáum við
ekki inngöngu fyrr en eftir ríkjaráð-
stefnuna 1996. Ef við hinsvegar
sækjurn um þá verður að sjá hvern-
ig hagsmunir fslands verði best
tryggðir."
Fyrirspurn á Alþingi:
Ekkert leyni-
samkomulag
- um Kfsiliðjuna, sagði
Össur í svari til Jóhann-
esar Geirs, og benti á að
málið hefði verið upplýst
í fjölmiðlum fyrir þremur
árum.
„Það var ekkert leynisamkomulag
gert af hálfu ráðherra Alþýðuflokks-
ins um málefni Kísiliðjunnar eða
nokkurra annarra,“ sagði Össur
Skarphéðinsson umhverfisráðherra,
í svari til Jóhannesar Geirs Sigur-
geirssonar, Framsóknarflokki, í
óundirbúnum fyrirspurnartíma á Al-
þingi í gær. Niðurstaðan um starfs-
leyft verksmiðjunnar var þveit á
móti kynnt í öllum fjölmiðlum á sín-
um tíma.
Ráðherrann rifjaði upp að fram-
lenging á starfsleyfi Kísiliðjunnar
vorið 1993 hefði verið viðkvæmt
deilumál, og iðnaðarráðherra fengið
leyftð framlengt til 2010. Náttúru-
Jóhannes Geir: Oft verið aftarlega
á merinni, sagði umhverfisráð-
herra, en nú hefur hann hreinlega
dottið af henni.
vemdarráð, sem samkvæmt sérstök-
um lögum um Mývatn og Laxá er
mjög valdamikið um málefni svæð-
isins, hefði fyrir sitt leyti ekki gert at-
hugasemd við það. Forsenda afstöðu
ráðsins hefði hinsvegar verið, að
Eiður Guðnason, þá umhverfisráð-
herra, myndi freista þess að leggja
fram stjórnarfrumvarp sem lögbindi
að vinnsluleyfið rynni út það ár. Það
hefði ekki tekist vegna andstöðu í
liði ríkisstjómarinnar.
Össur kvað fráleitt að þetta hefði
að nokkru farið leynt; þvert á móti
hefði verið send út fréttatilkynning
um iyktir málsins og þær að auki
kynntar á fundi nyrðra og í þing-
nefndum.
Össur kvað Jóhannes Geir oft hafa
verið aftarlega á merinni, en nú hefði
hann hreinlega dottið af henni, með
því að spyrja fregna af máli, sem
hefði verið í öllum fjölmiðlum fyrir
þremur ámm.
Erlendar fréttir:
Hvernig stönd-
um vid okkur?
Hvemig standa íslenskir tjölmiðlar
sig í erlendum fréttaflutningi? Þessi
spuming er yftrskrift ráðstefnu sem
námsbraut í hagnýtri tjölmiðlun við
Háskóla Islands stendur fyrir á laugar-
daginn klukkan 14 f Logbergi. Gestir
ráðstefnunnar verða Ásgeir Sverris-
son fréttastjóri erlendra frétta á Morg-
unblaðinu, Ásgeir Friðgeirsson rit-
stjóri Iceland Review og Einttr Karl
Haraldsson fyrrverandi ritstjóri Nor-
disk Kontakt. Erindi þremenninganna
taka tuttugu mínútur hvert og að þeim
loknurn verða almennar umræður.
Ráðstefnan er öllum opin. Meðal
þeirra spurninga sem varpað verður
fram em: Hvað stjómar fréttanrati?
Hvaða heinrsmynd sýna Ijölmiðlar
okkur? Eiga neikvæðir atburðir greið-
ari leið inní fréttimar en þeir jákvæðu?