Alþýðublaðið - 08.11.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 08.11.1994, Page 1
Sterkur vilji innan miðstjórnar Alþýðubandalagsins fyrir samstarfi við Jóhönnu og Kvennalista Leyniviðræður við Ögmund og Jóhönnu Reynt að fá þau til að mynda samfylkingu með flokknum við framboð og bæta Kvennalistanum við. „í viðræðum okkar við Ögmund kom fram að hann er tilbúinn að taka þátt í samfylkingu og Jóhanna lokar engum leiðum. Hún er tilbúin til að skoða ýmsa möguleika. A fundinum kont fram greinilegur vilji miðstjórn- ar til að skoða samfylkingu af einu eða öðru tagi og fyrstu skrefm hafa verið stigin. Það var aðeins Hjörleif- ur Guttormsson sem lalaði á móti þessu á miðstjórnarfundinum," sagði Arthur Morthens varaformaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík í samtali við blaðið. Hann hefur ásamt formanni ráðs- ins, Arna Þór Sigurðssyni, verið í viðræðum við Ógmund Jónasson formann BSRB og Jóhönnu Sigurð- ardóttur um að þau taki þátt í mynd- un samfylkingar með Alþýðubanda- laginu við framboð fyrir næstu al- Pólitísk trúlofun? Jóhanna fundar með alþýðubandalagsmönnum um hugsanlegt samstarf. A-myndir: E.ÓI. þingiskosningar. Þetta mál var rætt á l'undi miðstjórnar Alþýðubandalags- ins sem haldin var í Keflavík um helgina og var miðstjóm hlynnt því að þessum viðræðum verði haldið áfram. „Ég held að menn verði að fara eitthvert millistig áður en til eigin- legs samruna komi. Nú erurn við að tala um hvort Jóhanna, óflokks- bundnir og Alþýðubandalagsfólk nái saman. Ögmundur Jónasson lagði áherslu á að hann myndi koma inn í svona fylkingu sem óflokksbundinn. Jóhanna stefnir á að búa til bandalag eða flokk uppúr miðjum þessum mánuði. Það er líka rætt um Kvennalistann í þessu sambandi og ég held ég geti fullyrt það að bæði Ögmundur og Jó- hanna leggja mikið uppúr því að Kvennalistinn verði með. Það verður að láta á það reyna og eflaust verður þetta rætt á landsfundi Kvennalistans um næstu helgi. Hins vegar er staðan þannig að Framsóknarflokkurinn nánast hafnar þátttöku því Halldór er Ögmundur: Hann er tilbúinn til þátttöku. ekki tilbúinn að skoða þennan mögu- leika nú,“ sagði Arthur. Hann sagðist reikna með að menn færu og töluðu við Jóhönnu eftir þennan miðstjórnarfund og síðan héldi kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fund um næstu helgi þar sem þessi mál yrðu til um- ræðu. Ögmundur Jónasson staðfesti að rætt hefði verið við sig á þeim nótum að Alþýðubandalagið leitaði eftir að opna sig í átt til óflokksbundins fé- lagshyggjufólks á vinstri vængnum, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að sinni. Sighvatur Björg- vinsson í ítarlegu viðtali við Alþýðu- blaðið: Vona að af sam- fylkingu vinstri manna verði „Ég vonast til að samfylking á vinstri vængnum og myndun stórs og sterks jafnaðarmannaflokks verði möguleiki í nánustu framtíð. Sérstak- lega vegna þess, að það er svo margt sem áður fyrr stóð í vegi fyrir slíkri sameiningu sem nú er farið,“ sagði Sighvatur Björgvinsson í samtali við Alþýðublaðið, aðspurður um samfylk- ingu vinstri rnanna j nánustu framtfð. ,J5g er hlynntur samfylkingarhug- myndum en ég vil hinsvegar benda á, að menn mega ekki fara í samfylkingu samfylkingarinnar vegna heldur á grundvelli málefna. Samfylking geng- ur ekki upp ef einhver hluti manna sem telja sig vera íslenska jafnaðarmenn ætla ganga þvert á lífskjarastefnu framtíðarinnar með því að einangra landið frá um- heiminum. Slík einangmn mun einfaldlega þýða, að það verður héðan fólks- flótti; sérstaklega á meðal ungs fólks sem mun ekki fmna hér atvinnu við sitt hæfi. Þeir sem eftir sitja verða sætta sig við lakari lífshætti heldur menn búa við í nágrannalöndunum. Ég get ekki einu sinni fallist á það þeir menn sem em fylgjandi slíkri einangmn- arstefnu kalli sig félags- hyggjumenn. Þeir vilja helst setja ísland einsog það leggur sig á einhverskonar Árbæjarsafn." - Sjá viðtal, blaðsíðu 4. Meistari Megas skrifar um Axlar-Björn Magnús Þór Jónsson, alias meistari Megas, er höfundur skáldsögu sem Mál og menning gefur út og áreiðanlega mun sæta tíðindum. Sagan heitir Björn og Sveinn; söguhetjurnar eru reistar á tveimur löngu dauðum fúlmenn- um. Sá fyrrnefndi er betur þekktur í islandssögunni sem Axlar-Björn: og var raðmorðingi á 16. öld. Sveinn sonur hans hafði viðurnefnið skotti og var um síðir hengdur á fjörðum vestur. Megas lætur þá feðga flakka vítt og breitt í tíma og rúmi, allt til vorra daga. Sjá viðtal blaðsíðu 5. Síma- mynd: E.ÓI. Eggert Haukdal: Eg er enn í Sjálf- stæðisflokknum Ólíklegt verður að teljast að Egg- ert Haukdai, þriðji þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi, setjist sem aðalmaður tlokksins á næsta þing Alþingis. Eggert missti þriðja sætið í hendur Drífu Hjartar- dóttir í prófkjöri flokks- ins á Suðurlandi um helgina. Urslit efstu manna urðu þessi: (1) Þorsteinn Pálsson 2.265 atkvæði í fyrsta sæti; (2) Árni Johnsen 1.683 at- kvæði í annað sæti; (3) Drífa Hjartardóttir 1.463 atkvæði f íjórða sæti; (4) Eggert Haukdal 1.313 atkvæði í fjórða sæti. Eggert Haukdal hefur látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum að blokk hafi unnið gegn sér í prófkjörinu; Þeir Þorsteinn og Árni hafi unnið gegn sér og stutt Drffu í þriðja sætið. AI- þýðublaðið heyrði hljóðið í Eggerti í gær: Hvað segirðu um þessi úrslit í prófkjörinu, Eggert? „Ég er hress og kátur. Það skiptast auðvitað á skin og skúrir í þessu lífi.“ Var unnið markvisst gegn þér? , Já, þetta var mikil vél - mikil ma- skína - sem vann gegn mér.“ Hefur fólkið valið? „Ja, fólkið hefur valið - vélin hef- ur valið. Það er hinsvegar margt af ágætu flokksfólki í þessu héraði. Ég vil ekkert segja um þessi mál að sinni." Telurðu þig skuld- bundinn til að styðja rik- , isstjómina eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur hafnað þér í prófkjöri? „Úrslitin liggja fyrir. Ég varð náttúrlega fyrir vonbrigðum, en ég er ennþá í Sjálfstæðis- flokknum. Ég mun hugsa mitt ráð næstu daga.“ Muntu halda áfram viðræðum við aðila á Suðurlandi um sérframboð þitt? „Hvaða viðræðum?" Blaðið hefur heimildir fyrir því að þú hafir verið í viðræðunt í sumar við aðila í kjördæminu um sérfram- boð. Jahá. Eigum við ekki að geyma alla þessa urnræðu í nokkra daga. Ég hugsa mitt ráð. Maður varð náttúr- lega fyrir vonbrígðum með þessi úr- slit en það er best að vera hvorki vondur né sár í orðum eða athöfn- Nýr formaður: Ætlum ekki að láta átökin í Alþýðuflokknum eyði- leggja starfið. SUJ Jón Þór Sturluson formaður Jón Þór Sturluson var kjörinn nýr formaður Sainbands ungra jafnaðar- inanna á þingi samtakanna sem hald- ið var í Hveragerði uin helgina. „Það ríkti mikil samstaða meðal fólks og sá andi, að menn ætluðu ekki að láta átök í Alþýðuflokknum eyðileggja hið góða starf ungra jafnaðar- manna,“ sagði Jón Þór í samtali við Alþýðublaðið í gær. Nánar verður sagt frá þinginu í blaðinu á morgun. Hverjar ætla í framboð fyrir Kvennalistann? Tvær fyrrum þingkonur ekki í framboð aftur Kvennalistakonur leita með log- andi ljósi nú að konum til að fara í efstu sætin á framboðslistum til Al- þingiskosninga í stað þeirra íjögun a þingkvenna af fimm sem nú hverfa að öllum líkindum af þingi; en þær eru Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Kristín Einarsdóttir, Guðrún Hall- dórsdóttir og Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir, en ótrúlegt þykir að sú síðastnefnda nái kjöri á Vestfjörðum á nýjan leik. Tvær þeirra kvenna sem einna mest hafa verið í umræðunni eru fyrrum þingmenn Kvennalistans; þær Kristín Halldórsdóttir og Guð- rún Agnarsdóttir. Alþýðublaðið spurði Kristfnu og Guðrún hvort þær ætluðu í framboð: Kristín: „Já, það hefur verið rætt við mig um þingmennsku og ég er ein af þeim sem stungið var uppá í forvali Kvennalistans. Hef ég hug- leitt málið? Já, drottinn minn dýri, það hef ég gert. Ég hef enn ekki tek- ið endanlega ákvörðun um hvað ég geri, en hef vikuna til þess. Ég hins- vegar býst ekki við því að gefa kost á mér.“ Guðrún: „Mér finnst ólíklegt að ég gefi kost á mér til framboðs fyrir kosningarnar í vor. Ég ætla hinsveg- ar að tilkynna Kvennalistanum end- anlega ákvörðun mína áður en ég tala við aðra. En einsog ég segi, ég reikna ekki með að vera með.“ iiwilllinuinniniiinnnmimmmiinmnnniiiimiiiiiiniii fiimmimimniimiunmmimmuuunmimiiiiuimiiim Högum ukstri eftir aðstæðum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.