Alþýðublaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 HÞYHURUDID 20818. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Pyrrhus sigrar í tveimur kjördæmum Það dró til pólitískra stórtíðinda um helgina þegar sjálfstæðis- menn á Suðurlandi og Reykjanesi höfnuðu með afgerandi hætti tveimur af reyndustu þingmönnum flokksins. Drífa Hjartar- dóttir, bóndi á Keldum, felldi Eggert Haukdal úr þriðja sæti list- ans á Suðurlandi, og naut við það fulltingis Þorsteins Pálssonar og Áma Johnsens. Úrslitin eru ekki mjög óvænt, enda margir mánuðir síðan frétt- ir tóku að berast af því, að Eggert undirbyggi sérframboð í kjör- dæminu ef hann næði ekki viðunandi árangri í prófkjörinu. Eggert hefur áður staðið í stórræðum upp á eigin spýtur: Árið 1979 efndi hann til sérframboðs og náði þingsæti. Nú eru aðrir tímar, og nánast óhugsandi að Eggert fái í vor brautargengi Sunnlendinga sem tryggi honum þingsæti. Á hinn bóginn er líklegt að væringar sjálfstæðismanna á Suðurlandi, auk óvin- sælda ríkisstjórnarinnar, valdi því að flokkurinn tapi einu af þremur þingsætum. Aðför flokksforystu sjálfstæðismanna að Eggert heppnaðist - en kann að verða kostnaðarsöm þegar tal- ið verður uppúr kjörkössum. Úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi eru hálfu sögulegri. Það er í hæsta mála dapurlegur endir á pól- itískum ferli Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, að hafna í neðsta sæti. Útreið hennar sýnir hinsvegar að þingmenn geta aldrei iitið svo á, að þeir séu áskrifendur að þingsæti út á eina sama reynsluna. Sterkar raddir í röðum sjálfstæðismanna í kjör- dæminu höfðu krafist endumýjunar í þingliðinu. Salome lét þessar raddir sem vind um eyru þjóta, og því fór sem fór. Staða Olafs G. Einarssonar er þó sýnu verri en Salome, þrátt fyrir að hann hafi haldið efsta sætinu. Engu munaði að Áma Mathiesen tækist að fella hann úr sessi. Olafur hlaut aðeins þriðjungsfylgi og því fela úrslitin í sér afdráttarlaust vantraust á störf hans og oddvitahlutverk. Ámi Mathiesen og Sigríður Anna Þórðardóttir em nú ráðherrakandidatar flokksins í kjör- dæminu; svo mikið er að minnsta kosti víst að Ólafur G. Einars- son verður ekki ráðherra aftur. Davíð Oddsson lýsti því yfir, að listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi væri nú sterkari en áður. Það er mikið álitamál. Vissulega hefur yngra fólk sótt í sig veðrið. Á hinn bóginn er óhugsandi annað en að niðurlæging þingforsetans sitji í mönn- um, og oddviti listans kemur ósannfærandi og laskaður til leiks í kosningabaráttunni. Þá er hlutur kvenna mjög fyrir borð bor- inn: Við síðustu kosningar vom þrjár konur í sex efstu sætum - nú er Sigríður Anna hinsvegar eina konan í sjö efstu sætunum. Ámi Mathiesen er hinn mikli sigurvegari í prófkjörinu. Sigur- inn kann hinsvegar að reynast honum dýrkeyptur þegar upp verður staðið. Ámi er vitaskuld maðurinn sem er ábyrgur fyrir ömurlegum endalokum á pólitískum ferli Salome. Og seint mun gróa um heilt millum Áma og Ólafs G. Einarssonar. Hinn raunvemlegi slagur um oddvitahlutverkið á Reykjanesi fer ekki fram fyrren eftir fjögur ár. Þá mun Ámi ekki etja kappi við stjórmálamenn eins og Ólaf og Salome, sem vom tekin að mæðast talsvert, heldur ungt og metnaðarfullt fólk. Sigur hans um helgina var sannkallaður Pyrrhusarsigur. Rökstólar as. Matthías á sömuleiðis tvo syni. Annar hefur þegar náð þeim merka áfanga að vera felldur af eigin flokksmönnum úr bæjarstjóm niður í sæti varabæjarfulltrúa, meðan hinn siglir hraðbyri á toppinn í landsmál- unum. Synir George eru hvorugir þekktir fyrir að reiða vitið í þverpok- um. Litlu Matthiesenarnir hafa að Kosningabarátta þeirra er meira að segja undarlega keimlík, - að minnsta kosti að einu leyti. Bush klúðraði forsetaembættinu og synir hans báðir varast að ota honum fram í baráttunni. Gamli Matthiesen klúðraði þjóðhátíðinni, og í kosn- ingabaráttu Árna var honum líka haldið til hlés. Og Árni, sem er menntaður í hrossalækn- ingum, svaraði án þess að hugsa sig um: „Eg held að menntun mín muni nýtast svo vel í þingflokki Sjálfstæðismanna.“ Spádómsgáfan sönnud Skyggnigáfa Rökstóla í tengslum við úrslit í prófkjörum Sjálfstæðis- flokksins hefur reynst með þeim ólíkindum, að Sálarrannsóknafélag- ið hefur nú til alvarlegrar umræðu að sækja um aukaaðild að Alþýðu- flokknum. Sömuleiðis er það ekki leyndarmál, að Þjóðhagsstofnun hef- ur óskað eftir afnotum af kristalskúlu Rökstóla, enda öllum ljóst, að spá- dómar okkar hafa reynst snöggtum áreiðanlegri en það sem stofnunin birtir árvisst undir heitinu „Þjóð- hagsspá". Einsog hinir fjölmörgu lesendur blaðsins muna settu Rökstólar frarn þá spá, að Markús borgarstjóri yrði fallkandídat ársins. Við spáðum því líka að gullnáman úr Mosfellsbæ, Salome Þorkelsdóttir, myndi innan skamms hverfa til fyrri starfa við yl- rækt í Kjósarsýslu. Hitt ber þó að viðurkenna, að jafnvel þau tengsl sem Rökstólar hafa við huliðsheima dugðu ekki til að sjá fyrir það grimmlyndi íhaldsmanna að fella garðyrkjukonuna úr Mosó niður í neðsta sæti prófkjörsins. Við sáum hinsvegar fyrir að stór- tennti dýralæknirinn úr Hafnarfirði myndi næstum því velta hinum syfj- aða menntamálaráðherra, sem kunn- ugir segja að hafi ekki einu sinni vaknað meðan stóð á prófkjörinu. Stoltastir eru þó Rökstólar yfir þeim árangri, að hafa verið eini dálkurinn í samanlögðum fjölmiðlum Vestur- landa sem spáði því, að Sunnlend- ingar myndu lýsa yfir stuðningi við formann Alþýðuflokksins og Evr- ópusambandið með því að velta Eggert Haukdal úr sessi. Álþýðublaðið óskar Sunnlending- um til hamingju, um leið og það vott- ar þeim innilega samúð með að sitja ennþá uppi með Áma Johnsen. Stórsigur Davíds Fréttnæmast úr viðburðum helgar- innar voru þó yfirlýsingar hins hug- myndaríka forsætisráðherra. Nær- gætni hans og ástríki gagnvart sam- starfsmönnum sínum birtust ljóslif- andi í þeim hughreystingarorðum sem hann sendi Salome vinkonu sinni. En þegar fyrir lá að hún var hmnin í neðsta sæti lýsti hann því yf- ir, að úrslitin í Reykjanesi væru í rauninni stórsigur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Ef Ólafur G. Einarsson hefði fylgt forseta Alþingis eftir í fallinu hefði Davíð Oddssyni væntanlega þótt sigurinn svo stór, að hann hefði fagnað upp á gamla móðinn með léttri Bermúdaskál. Matthiesen og Bush Að ýmsu leyti minnir klan Matt- hiesenanna úr Hafnarfirði á fjöl- skyldu George Bush, fyrrum forseta Bandaríkjanna. En bæði Matthías og George em fallnir stjómmálamenn sem fáir muna eftir, - nema vegna sonanna. George á tvo, Jeb og George, sem em á góðri leið með að verða ríkis- stjórar, annar í Flórída og hinn í Tex- vísu ekki verið greindarprófaðir, en em sagðir í góðu meðallagi, að minnsta kosti miðað við Hafnfirð- inga. Um alla strákana gildir hinsvegar, að brautargengi þeirra í stjórnmálum helgast fyrsta og fremst af nafni og pólitískum tengslum föðurins. Þeir eru synir voldugs pabba, og það dug- ar langt, - bæði í Bandaríkjunum og á Islandi. Hræsnisverdlaun Árni kont inn á þing fyrir nokkr- um árum. Þá varð hann frægur urn stund fyrir barnalega einlægt svar í Pressunni sálugu, sem spurði hann hvers vegna hann teldi sig eiga erindi á þing. Og Árni, sem er menntaður í hrossalækningum, svaraði án þess að hugsa sig um: „Eg held að menntun mín muni nýtast svo vel í þingflokki Sjálfstæðismanna." Síðan hefur ekki til hans spurst. Það man enginn eftir neinu sem hann hefur gert á Alþingi. En nú er sem- sagt komið í ljós, að Ámi Matthiesen er klókari en hann lítur út fyrir. Öll þessi ár hefur hann notað til að grafa undan Ólafi G. Einarssyni, sem mókti í menntamálaráðuneytinu og uggði ekki að sér. Til þess hafði Ámi drjúgan stuðning pabba gamla, sent á Ólafi grátt að gjalda síðan við stjómarmyndunina 1987, þegar Ól- afi tókst næstum því að ýta honum út úr ríkisstjóminni. Það var ættfaðirinn sem beitti öllum sínum samböndum til að sjá til þess, að þriðjungur sjálf- stæðismanna í kjördæminu kaus ekki menntamálaráðherrann í eitt einasta sæti á listanum. En kannski er Árni Matthiesen á rangri hillu. Hann hefði kannski átt að verða leikari. Það datt að minnsta kosti mörgum í hug, þegar hann kom á skjáinn eftir að hafa stjómað falli Salome, og næstum því gengið frá Ólafi G. Einarssyni, og sagði með hryggðarsvip: „Það eina sem skygg- ir á gleði mína er útleið Salome, og hvað menntamálaráðherra fékk veik- an stuðning í fyrsta sælið." Ámi Mathiesen er hér nteð út- nefndur til hræsnisverðlauna ársins. Besta svarid Það eru hinsvegar Ólafur G. og Salome sem keppa um verðlaunin fyrir besta svarið að prófkjörinu loknu. Ólafur, eins og allir vita, er frægur fyrir það að ekki einn einasti maður getur náð sambandi við hann í ráðuneytinu. Gott dæmi um það er ónefndur flokksbroddur úr Garðabæ, sem studdi hann með ráðum og dáð í prófkjörinu 1990, þegar Ólafur náði í fyrsta skipti efsta sæti listans. Ráð- herra þakkaði honum kærlega fyrir óeigingjamt sjálfboðastarl' í sína þágu, og bað hann endilega að hafa samband í ráðuneytið. Það hefur maðurinn síðan reynt í Ijögur ár - án árangurs!, Allt kjörtímabilið hefur Ólafur ekki heldur sést í kjördæminu, og margir héldu að hann væri annað hvort fiuttur eða sestur í helgan stein. Eitthvað hefur samviskan nagað ráð- herrann, því þegar sjónvarpið spurði hann hversvegna hann hefði hlotið svona slæma útreið, svaraði hann efnislega: ,Ja, ég gleymdi víst kjör- dæminu!" Helsta baráttumál Salome f próf- kjörinu vom stóraukin útlát ríkisins til húsakaupa undir alþingismenn. Ymsir töldu, að hrakfarir hennar í prókjörinu mætti rekja til þess að greindarstig Reyknesinga er með þeim hætti, að þeim gekk erfiðlega að skilja þá mikiu hagsmuni sem í þessu fólust fyrir kjördæmið. Sal- ome var hinsvegar á öðm máli, þeg- ar hún fékk sömu spumingu og Ólaf- ur í sjónvarpinu. Eftir nokkurt hik kom þetta gullvæga svar: „Ég er svo óheppin að vera kona." Skyldi eiginmaður hennar vera á sömu skoðun? Dagatal 8. nóvember Atburdir dagsins 1674 Enska stórskáldið John Milton, höfundur Paradísarmissis, safnast til feðra sinna. 1793 Franska byltingar- stjómin veitir alþýðunni í fyrsta skipti leyfi til að skoða hið konung- lega listaverkasafn í Louvre. 1939 Sjö týna lífi og 60 slasast í sprengju- tilræði í Múnchen sem er stefnt gegn Hitler; hann var hinsvegar nýfarinn af vettvangi. 1988 George Bush kjörinn Bandaríkjaforseti, valtrar yf- ir demókratann Michael Dukakis. Afmælisbörn dagsins Edmond Halley enskur stjörnu- fræðingur og stærðfræðingur, kunn- astur fyrir rannsóknir á halastjörn- unni sem við hann er kennd, 1656. Christian Barnard suður- afrískur skurðiæknir, brautryðjandi á sviði hjartaígræðslna, 1922. Margaret Mitcheli höfundur bókarinnar Á hverfanda liveli, sem reyndar var eina bók hennar. Annálsbrot dagsins Kom bjarndýr eitt mikið, rauðkinn- ungur, á land á Skaga í Skagafirði við Ásbúðatanga, og sá hvergi til íss af sléttlendi, en þó af háfjöllum. Það dýr var soltið mjög, mannskætt og grimmt; það deyddi 8 manneskjur, sem voru fátækar konur með böm- um, er um fóm og ekki vissu dýrsins von. Skarðsannáll, 1518. Lofgjörd dagsins Það er skoðun mín að vér íslendíng- ar höfum aldrei útl skdld betra en Jónas Hallgrímsson. Halldór Kiljan Laxness, Alþýðubókin. Lokaord dagsins Lútið ekki veslings Nelly svelta. Dánarorð Karls II Englandskonungs (1630-85). Nelly þessi var frilla kóngsa. Málsháttur dagsins Það munar ekki um einn blóðmörs- kepp í sláturtíðinni. Ord dagsins Eins mun búiið brenna mig þó beðið sé afklerkum. Allir dœma sjúlfa sig með sínum eigin verkum. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Skák dagsins I dag lítum við á endalok viðureign- ar tveggja meistara sem ekki eru sér- lega hátt skrifaðir á ELO-listanum en kunna mannganginn og rúmlega það. Tzoumbas hefur svart og á leik gegn Tihonov. Svartur hrókur er í uppnámi en Tzoumbas finnur lag- lega leið til að gera útum taflið: 1.... Dc2!! 2. Dd4 Drottningin er friðhelg: ella skiptir svartur uppá hrókum og skákar svo hvítu drottn- inguna af með gaffli á Re2. 2. ... Hxfl+ 3. Hxfl De2 Létt og laggott: Hvítur gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.