Alþýðublaðið - 08.11.1994, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Menning
Frumsýning
Jörfagleði
í Borgar-
leikhúsi í
Hamsleysi: Lára Stefánsdóttir og Hany Hadaya dansa í Jörfagleði - eina skipti ársins sem alþýðan gat sleppt
fram af sér beislinu.
Geirlaugur: þrisvar sinnum
þrettán.
Ný bók frá
Geirlaugi
Ný ijóðabók kom úl a dögunum
hjá Máli og menningu eftir Geir-
laug skáld Magnússon; sannarlega
ánægjuleg stórtíðindi fyrir Ijóðvini.
Geirlaugur hefur hin síðari ár fest
sig í sessi sem eitt allrabesta skáld
landsins. Nýja bókin heitir þrisvar
sinnum þrettán og Alþýðublaðið
fékk leyfi til þess að birta eitt Ijóð.
Frá Örlygsstöðum
streyma yfir vaðið
liðsmenn ótta þíns
þegar einn fellur við
verður undrun hans að herópi
þannig verða ófarir manna
þeim að brautargengi
fjarri þeim er hafði allra ráð
utan eigin í sinni hendi
Svöluleikhúsið frumsýnir hið
rammíslenska verk Jörfagleði í
kvöld á stóra sviði Borgarleikhúss-
ins. Sýningin byggir á sögulegum
grunni, en þar segir af fólki sem fer
sér til skemmtunar að bænunt Jörfa í
Haukadal en þar var venja að gleði
væri haldin árlega fyrir alla Dala-
sveitina. Til gleðinnar mætti fjöldi
ungmenna af báðum kynjunt, og var
vfst einatt efnt til skyndibrullaupa í
útihúsum. Þá var stiginn dans, kveð-
in ástarkvæði og leiknir ýmsir leikir;
og margháttuð skríþalæti og lausung
höfð í frammi. Gleði þessi var mjög
vinsæl meðal alþýðunnar, og er sagt
að hjú hafi á stundum ráðið sig með
því eina skilyrði að þeirn væri heint-
ilt að fara til gleðinnar að Jörfa. Þar
sleppti fólk af sér öllum hömlunt, en
yfir hversdagslegu lífi þeirra vofði
óvægið dómskerfi með hegningu í
formi axar. hýðingar eða drekkingar.
Sýningin er spennandi samspil
dansa, söngva, leiks og lifandi tón-
listar, og er unnin í samvinnu við Is-
lenska dansflokkinn. Höfundar
Jörfagleði eru Hákon Leifsson og
Auður Bjarnadóttir, og Auður er
jafnframt höfundur dansa. Tónlist er
eftir Hákon Leifsson, Sigurjón Jó-
hannsson hannaði leikmynd og bún-
inga og lýsing er í höndum Lárusar
Björnssonar. Fjölmargir listamenn
koma frarn í sýningunni: 11 dansarar
og fimm leikarar, hreyfilistamaður,
18 rnanna kór og átta manna hljóm-
sveit.
Glæður um skólamál
Glæður, tímarit um uppeldis- og
skólamál, er nýkomið út. Tímaritið
er gefið út af Félagi íslenskra sér-
kennara og kemur út tvisvar á ári,
að vori og hausti. I tímaritinu er að
finna margvíslegar fræðilegar
greinar um uppeldis- og skólamál
á öllum skólastigum. I þessu tölu-
blaði er einkanlega fjallað um
tvennt: sérkennslu í Ijósi heiltæku
skólastefnunnar og börn sem
greind hafa verið með félags- og til-
finningalega örðugleika.
I Glæðum er að íinna grein unna
upp úr útvarpsþætti Bjargar
Arnadóttur um ofvirk börn.
Norski uppeldisfræðingurinn
Terje Ogden, sem hélt nýverið er-
indi hér á landi um börn með fé-
lags- og tilfinningalega örðugleika,
skrifar grein sem hann nefnir
„Góður skóli - líka fyrir erfiða
nemendur“. Jóhanna G. Krist-
jánsdóttir spvr í ítarlegri grein
sinni um áhrif heiltæku skólastefn-
unnar á sérkcnnslu: Getur sér-
kennsla verið skaðleg? Auður
Hrólfsdóttir skrifar um sérkennslu
á unglingastigi í grein sem hún
nefnir: „Almennur grunnskóli fyr-
ir alla?“ „Blöndun - deyjandi hug-
myndafræði?“ er yfirskrift greinar
eftir Gunnar Salvarsson, og Þór-
unn Halla Guðlaugsdóttir skrifar
um lestur og lestrarörðugleika
með vísan í kcnningar danska pró-
fessorsins Carsten Elbro. Að auki
er í Glæðum sagt frá ráðstefnu
norrænu sérkennarafélaganna,
sem lialdin var í Kaupmannahöfn
síðastliðið sumar, í grein Asgerðar
Ólafsdóttur. „Gæði framar öllu.“
Þá er í tímaritinu viðtal Magna
Hjálmarssonar við Kristján Sig-
urðsson, fyrsta forstöðumann
Unglingaheimilis ríkisins, undir
fyrirsögninni „Ég hef aldrei haft
tíma til að leika mér“.
Glæður hafa komið út frá árinu
1990. Tímaritið er að þessu sinni
72 bls. að stærð. Ritstjóri er Gunn-
ar Salvarsson.
Oskin slær í gegn
A fimmtudaginn verður Oskin eft-
ir Jóhann Sigurjónsson sýnd á Litla
sviði Borgarleikhússins í 40. sinn.
Tveir mánuðir eru liðnir frá frum-
sýningu verksins á Litlasviðinu og
hefur aðsókn að sýningunni verið
mikil og viðtökur áhorfenda góðar.
Leikritið Óskin eða Galdra-Loftur
var frumsýnt f Iðnó 26. desember
1914 og því eru nú áttatíu ár liðin frá
frumfiutningi leiksins. I kjölfarið var
leikrilið flutt víða um Evrópu og síð-
ar vestanhafs og víðar. Var verkið
talið annað höfuðverk Jóhanns og
hefur sfðan verið eitt fán'a sígildra
verka íslenskra leikbókmennta. Hef-
ur Galdra Loftur verið leikinn regiu-
lega um allt land og hver kynslóð
túlkað örlög leikpersónanna á ný eft-
ir sínu höfði.
í sýningu Leikfélagsins nú hefur
leikurinn verið styttur verulega og
persónum fækkað. Efni leiksins er
þannig samþjappaðra og cr vcrkið
því nefnt að nýju sínu upprunalegu
heiti. Það er Páll Baldvin Baldvins-
son leikstjóri sem hefur sniðið verk-
ið að þörfum Litla sviðsins og sex
manna leikhópi og gerir hann jafn-
framt búninga fyrir sýninguna. Stíg-
ur Steinþórsson hannar leikmynd og
hafa þeir báðir hlotið lofsyrði fyrir
verk sín. Hilmar Örn Hilmarsson
semur tónmynd fyrir sýninguna en
Láms Björnsson hannar lýsingu.
I hlutverki Steinunnar vinnukonu
er Sigrún Edda Björnsdóttir en Loft
leikur Benedikt Erlingsson. Dísa
biskupsdóttir er Ieikin af Margréti
Vilhjálmsdóttur, en ráðsmanninn á
Hólunt leikur Theodór Júlíusson.
Ellert A. Ingimundarson leikur Ólaf
vinnumann, en biindan ölmusumann
leikur Arni Pétur Guðjónsson.
Leiktexti sýningarinnar hefur ver-
ið gefinn út auk veglegrar leikskrár
með áður óbirtum myndum frá ferli
skáldsins.
Vera komin út:
Kvennahreyfing, kvenna-
hreyfing hvar ert þú?
Nýtt tölublað tímaritsins Veru er komið út og er þetta fimmta tölublað ársins
tileinkað íslensku kvennahreyfingunni. Að vanda er Vera efnismikil: Ragn-
hiidur Vigfúsdóttir ritstýra skrifar um þroskasögu femínista; Steinunn
Valdís Óskarsdóttir kvennalistakona og Elsa Valsdóttir sjálfstæðiskona eiga
tal saman um hin eina rétta tón kvennahreyfingarinnar; fjallað er um hreyf-
ingu kvenna í Kvennakirkjunni, Kvenréttindafélagi Islands, Háskólanum og
Samtökum kvenna í ungliðahreyfingunum; stjórnmálafræðingarnir Þórunn
Sveinbjarnardóttir og Anna Kristín Ólafsdóttir ræða kvennapólitíkina; Kol-
finna Baldvinsdóttir fjallar um jafnréttislögin; hvað var Þröstur Ólafsson að
gera á mannfjöldaráðstefnunni í Kaíró?; kvennabókmcnntir; kvennarann-
sóknir; Auður Ilaralds rithöfundur; Claire Ann Sinearntan lögfræðingur;
karlar; plúsar; mínusar; mataræði og margt lleira er að finna í þessu fróð-
lega tímariti sem fæst á fiestum blaðsölustöðum.
Megas: Orðrómur um gróft orðbragð í bókinni.
Skáldsagan Björn og Sveinn eftir Megas:
Á súper nútíma
reykvísku
„Þessi saga gerist á þremurdögum
í nútíðinni með stöðugri tilvísun til
fortíðarinnar. Annars vegar til þess
tíma fyir á öldum þegar Axlar-Björn
og Sveinn voru uppi og hins vegar
þegar þeir koma til Reykjavíkur í
Bretagullið. Fortíðin og lýðveldið
eru í bakgrunni sögunnar," sagði
Megas í samtali við blaðið um nýja
skáldsögu sem hann hefur samið.
Sagan er væntanleg í útgáfu Máls
og menningar. Hún nefnist einfald-
lega Bjöm og Sveinn og Megas seg-
ir vart hægt að hugsa sér fábrotnara
bókarheiti. Nafnið sem slíkt gefi
ekki tilefni til uppsláttar. Þeir feðgar
Axlar-Björn og Sveinn skotli voru
uppi á 16. öld á Snæfellsnesi. Sagnir
herma að Bjöm hafi drepið 18 menn
en ekki játað á sig nema níu morð.
Megas sagði sagnir af þeim feðg-
um ákaflega gloppóttar og þar væri
enginn raunvemlegur söguþráður,
en það mætti lesa á milli línanna
hvers konar karakterar þetta hefðu
verið. I skáldsögunni birtust þessar
persónur í anda þjóðsögunnar.
Sá orðrómur er á kreiki að orð-
bragðið í bókinni sé ekki parfallegt?
„Eg veit ekki hvaðan þú hefur
það. Þú hefur ekki lesið bókina því
það em bara þrír sem hafa lesið
handritið. Eg hef heyrt þennan orð-
róm en veit ekki hvaðan hann kemur.
Er það hlutverk ykkar blaðamanna
að birta slúður og halda lífi í gróu-
sögum? Það er röng fullyrðing að
segja að orðbragðið sé ljótt og slík
fullyrðing brenglar vemleikann. í
bókinni tala menn ögn öðmvísi en
yngri menn gera í dag. Annað hvort
væri nú með menn sem voru uppi
fyrir nokkmm öldum. En bókin er
allt frá þvf að vera fín íslenska til
þessa að vera á svo súper nútíma
reykvísku að fimmtugur maður skil-
ur ekki bofs.“
Svo það er ekki verið að skafa ut-
an afþví í textanum?
„Eg veit ekki hvað þú átt við. Ef
þú ert að tala um að þama sé notað
gróft orðbragð þá er það nú svo að
lífið er oft harkalegt og málfarið tek-
ur mið af nauðsyn frásagnarinnar. En
ég hef lagt mikla vinnu í þessa bók.
Byrjaði að lesa mér til fyrir þremur
ámm og var búinn að byggja upp
söguþráð og skrifa hluta bókarinnar í
ársbyrjun 1993. Þá nöppuðu þeir
mig hjá Máli og Menningu og fengu
að lesa nokkuð af þvf sem ég var bú-
inn að skrifa. Þeir vildu fá söguna til
útgáfu í fyrra en ég vildi fá meiri
tfma til að Ijúka verkinu. Ég hef þann
vana að spara ekki tímann þegar ég
vinn mín verk,“ sagði Megas.
t
Móðursystir mín,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Bergstaðastræti 40, Reykjavík,
lést á Landspítaianum aðfaranótt 7. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
- Gunnar Valdimarsson.