Alþýðublaðið - 08.11.1994, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Erlend hringekja
Litríkasti viðskiptajöfur Svíþjóðar og „maður ársins“ þar í landi um miðjan níunda
áratuginn, Egyptinn Refaat El-Sayed, hefur eignast stórfyrirtækið Fermenta á ný:
Falsdoktorinn snýr aftur
eftir að hafa afplánað þyngsta hvítflibbadóm í Svíþjóð
Einn litríkasti viðskiptajöfur Evr-
ópu er kominn aftur á stjá. A
skömmum tíma komst hann á eigin
dugnaði og útsjónarsemi á toppinn í
sænsku viðskiptalífi, en hraðinn í
fallinu varð jafnvel enn meiri. Þessi
snjalli atvinnurekandi átti eftir að
upplifa það að vera kjörinn ntaður
ársins í Svíþjóð og lenda skömmu
síðar allslaus í fangelsi. Maðurinn
sem hér er lýst heitir Refaat El-Say-
ed og kom sem innflytjandi frá Eg-
yptalandi á áttunda áratugnum, en
var fljótur að aðlagast sænskum
þjóðfélagsháttum og þá sérstaklega
atvinnulífinu.
A toppinn
El-Sayed var ótrúlega fljótur að
koma undir sig fótunum. Hann var
vel menntaður - með doktorspróf í
efnafræði upp á vasann. Með dugn-
aðinn og meðfætt viðskiptavit að
vopni stofnaði hann lítið lytjafyrir-
tæki, Fermenta. Fyrirtækið var ekki
stórt í sniðum til að byrja með. en við
upphaf níunda áratugarins fóru spek-
úlantarnir að taka eftir vexti þess og
þá var leiðin greið inn á sænska
hlutabréfamarkaðinn.
Það þótti að sjálfsögðu saga til
næsta bæjar að nýbúa skyldi vegna
svona vel, enda var dugnaður Egypt-
ans langt umfram það sem meðal-
Svenson sænska velferðarþjóðfé-
lagsins átti að venjast. Fyrir vikið
fékk El-Sayed óskipta athygli tjöl-
miðla og fljótlega var hann farinn að
flytja lærða fyrirlestra um rekstur
fyrirtækja í efnaiðnaði.
Velgengni Fermenta leiddi til þess
að hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu
verulega á hlutabréfamarkaðnum í
Stokkhólmi. Fjárfesting í spútnikfyr-
RAÐAUGLYSiNGAR
IIMNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Útboð
F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum
vegna innkaupa á salti til hálkueyðingar:
Útboðið nefnist: Götusalt efniskaup.
Áætlað magn er um 6.000 tonn.
Afhendingu skal að fullu lokið fyrir 15. mars 1995.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 1.000,-skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 17. nóv-
ember 1994, kl. 11.00 fh.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkírkjuvegi 3 - Sími 25800
í samvinnu við Hönnunarstöðina auglýsir byggingadeild
borgarverkfræðings eftir hönnuðum til að hanna innrétt-
ingar fyrir félagslegar íbúðir Reykavíkurborgar.
Valdir verða fimm hönnuðir eða hönnunarhópar til að taka
þátt í launaðri tillögugerð, þar sem einn hönnuður eða
hópur verður ráðinn í allt að átta mánuði til að fullhanna og
móta hugmyndir sínartil útboðs á innréttingum.
Umsóknum, þar sem hönnuðir leggja fram þær upplýsing-
ar um sjálfa sig, sem þeir telja að gagni megi koma, skal
skilað fyrir 21. nóvember til:
Byggingadeildar borgarverkfrædings,
Skúlatúni 2,
105 Reykjavík.
Merkt: Innréttingar 94.
FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ
Húsaleigubætur
Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt félagsmálaráðuneytinu
þá ákvörðun sína að greiða húsaieigubætur á árinu 1996
skv. ákvæðum laga um húsaleigubætur nr. 100/1994.
Aðaldælahreppur, Arnarneshreppur, Dalvíkurbær, Eyrar-
bakki, Fellahreppur, Hafnarfjörður, Hofshreppur, Garða-
bær, Grindavík, Mosfellsbær, Neskaupstaður, Reyðarfjarð-
arhreppur, Reykholtsdalshreppur, Reykjavík, Sauðárkróks-
kaupstaður, Selfoss, Seltjarnarnes, Stokkseyri, Súðavíkur-
hreppur, Sveinsstaðahreppur, Tálknafjarðarhreppur,
Torfalækjarhreppur, Vopnafjörður, Þingeyrarhreppur, Öx-
arfjarðarhreppur.
Félagsmálaráðuneytið, 7. nóvember 1994.
Jafnaðarmenn í Reykjavík:
Sighvatur
í Kratakaffi
Sighvatur Björgvinsson ráðherra verður gestur Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur í Kratakaffi, miðvikudagskvöldið 9.
nóvember klukkan 20:30.
Jafnaðarmenn í Reykjavík: Fjölmennum og tökum með
okkur gesti.
- Stjórn Alþýduflokksfélags Reykjavíkur.
Jafnadarmenn á Suðurnesjum:
Hádegisverðar-
fundur
Hádegisverðarfundur verður haldinn laugardaginn 12.
nóvember næstkomandi á Glóðinni, efri sal, klukkan 12:00
til 14:00. í boði er léttur hádegisverður á vægu verði.
Gestir fundarins verða Össur Skarphéðinsson umhverfis-
ráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður.
Fundarstjóri er Bergþóra Jóhannsdóttir.
- Nefndin.
Landsfundur SA
framundan
25. til 26. nóvember næstkomandi verður haldinn 12.
Landsfundur Sambands Alþýðuflokkskvenna á Hótel Loft-
leiðum. Fundurinn verður settur klukkan 20:00 á föstudeg-
inum. Þingstörf verða á laugardeginum frá klukkan
09:30 til 18:00.
Málefnahópar hafa verið að störfum undanfarnar fjórar
vikur og fjallað hefur verið um eftirfarandi málaflokka:
Evrópumál, atvinnumál, fjölskyldumál og jafnréttismál.
Allar nánari upplýsingar um þingið og undirbúning
vegna þess gefur Esther Steinsson sem hefur verið ráð-
in starfsmaður SAfram að landsfundi. Hún hefurfastan
viðtalstíma á skrifstofum Alþýðuflokksins í Alþýðuhús-
inu í Reykjavík, sími 15020, fax 629155.
Refaat El-Sayed: Innsæi hans á fjármálamarkaðnum og dugnaðurinn við
að byggja upp stórfyrirtækið Fermenta fór fyrir lítið þegar upp komst að
doktorsnafnbót hans varfölsuð. Nú hefur Egyptinn afplánað sinn dóm og
kemur sterkur til leiks.
irtæki El-Sayed þótti skynsamleg og
á tímabili voru skráðir hluthafar
nærri 140 þúsund talsins. Margir af
helstu viðskiptajöfrum landsins voru
tilbúnir að setja fé inn í fyrirtækið og
El-Sayed sat til borðs með sjálfum
Per Gyllenhammar. þáverandi for-
stjóra Volvo. Hátindinum var náð
þegar El-Sayed var kjörinn maður
ársins í Svíþjóð fyrir frábæran árang-
ur á fjármálasviðinu.
I tugthúsid
En Adam var ekki lengi í paradís.
Forvitnir rannsóknablaðamenn
höfðu fengið áhuga á þessum nýríka
innflytjenda sem slegið hafði sænsk-
um kaupahéðnum ref fyrir rass. Þeg-
ar farið var að grennslast fyrir um
fortíð Refaat El- Sayed kom í ljós að
ýmislegt var athugavert við hina háu
menntun hans. Hann var alls ekki
doktor í efnafræði, heldur var nánast
ómenntaður. Það sem verra var hann
hafði látið falsa fyrir sig prófskírteini
og ýmis fylgiskjöl.
Þessar fregnir komu sem reiðars-
lag yfir sænska hlutabréfamarkaðinn
og voru áfellisdómur ytir stjómend-
um stórfyrirtækja sem höfðu fengið
mikla trú á Egyptanum. Hlutabréfin í
Fermenta hríðféllu á örskammri
stundu. Saklausir sparifjáreigendur
jafnt sem stórgrósserar töpuðu stór-
um upphæðum á öllu sarnan.
Almenningi í Svíþjóð þótti það
ekki neinn stórglæpur að inntlytjandi
væri gripinn með falsað prófskírteini
frá háskóla í þriðja heiminum. En
reiði forstjóraklíkunnar var mikil og
engum skyldi detta í hug að endur-
taka þennan leik. I réttarhöldunum
yftr El-Sayed tókst sækjandanum að
sýna fram á að hin upplogna mennt-
un Egyptans hefði ráðið miklu unt
það að hlutafjárkaupendur hefðu
ákveðið að fjárfesta í fyrirtæki hans.
Þegar fölsunin hefði hins vegar kom-
ið í ljós hafi hlutabréfin fallið í verði
og saklausir hluthafar tapað eignum
sínum. El-Sayed tapaði öllum sínum
eignum og var dæmdur í sex ára
fangelsi. Þessi þunga refsing hefur af
mörgum verið talin þyngsti hvít-
tlibbadómur í Svíþjóð á síðari ámm.
Hann lauk þessari afplánun á sfðasta
Endurkoman
En þrátt fyrir falsdoktorsnafnbót-
ina og fangelsisvistina hafa ekki allir
misst trúna á El-Sayed. Hann er byrj-
aður aftur og hefur meðal annars
stofnað fyrirtækið Hebi Intressenter
með tveimur tjársterkum Banda-
ríkjamönnum. Sjálfur er hann for-
stjóri fyrirtækisins og neitar því stað-
fastlega að hann sé hluthafi. El-Say-
ed segir einfaldlega: Eg á enga pen-
inga í dag.
Eftir erfiðleika og vafasama við-
skiptahætti þeirra eigenda er tóku við
Fermenta eftir að El-Sayed fór í
fangelsi hefur nýja fyrirtækið hans
Hebi Intressenter nú keypt 9 prósent
hlutafjár í Fermenta og nægir það til
þess að El-Sayed fer nú með 49 pró-
sent atkvæða í sínu gamla sköpunar-
verki. Hann segist einfaldlega hafa
trú á þessu umtalaða lytjafyrirtæki
og neitar því ekki að þangað liggi
líka sterkar taugar.
En svo er það bara spumingin
hvort spekúlantamir á hlutabréfa-
markaðnum fá aftur trú á þessum Iit-
ríka Egypta, eftir það sem á undan er
gengið. Ef til vill verður Refaat El-
Sayed að setjast á skólabekk í Svf-
þjóð til þess að ná raunverulegri
doktorsgráðu. En reynslan sýnir að
það varekki menntunin sem hjálpaði
El-Sayed að gera Fermenta að stór-
veldi, heldur heilbrigð skynsemi.
Þetta er kanski sá áhrifaþáttur sem
fjárfestar ættu að meta meira í fram-
tíðinni?
?•:
FORKÖNNUN
i
i
1
1
I
I
1
1
Rafmagnsveitur ríkisins og Rafmagnsveita Reykjavíkur
hafa í samstarfí unnið að undirbúningi á endurnýjun
viðskiptakerfa sinna. Um er að ræða hugbúnað sem
notaður er til að halda utan um upplýsingar sem varða
viðskiptamenn og orkusölu til þeirra. Þar á meðal er
meðhöndlun upplýsinga varðandi gerð orkureikninga,
mælabúnað og mælaálestur, heimtaugar, innheimtu og
fleira sem snertir samskiptin við viðskiptavini
orkuveitna.
Aðilum, sem bjóða slíkan hugbúnað,
er bent á að nálgast niá gögn um málið á skrifstofu
Rafmagnsvcitna ríkisins, Laugavcgi 118 Reykjavík,
og hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar
Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík,
til 16. nóvember n.k.
|
1
1
I
I
1
I
UMFERÐAR
Iráð
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
LAUGAVEGI 118 • 105 REYKJAVlK
SÍMI 91-605500 • BRÉFSlMI 91-17891
1
I
1
1
I
1
jjgaasssisitaMgiis^^nnnnnnniiin'wnymiiicDiitiiiiiininitciiiTjriniiii'íintirtinrBMamiitiwfflffliwwww^stMSigKgswwaatsisiiaastisssssaaisasgg^