Alþýðublaðið - 08.11.1994, Side 8

Alþýðublaðið - 08.11.1994, Side 8
MÞYDIIBIIDIB Þriðjudagur 8. nóvember 1994 169.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Bókhald Listahátíðar í Hafnarfirði hf. sent til skattrannsóknar: Stjómarmenn bera ábyrgö á meðferð fjármála -skráningu gagna og bókhaldi við framkvæmd listahátíðar, segja lögmaður og endurskoðandi Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarlögmaður Hafnarfjarðar hefur rökstuddan grun unt að stjórn- armenn hlutafélagsins Listahátíð í Hafnarfirði hafi gerst brotlegir við skattalög og að því tengist önnur brot á lögum. Grunsemdir um fjárdrátt eru ekki sýnilegar. Bæjarlögmaður og bæjarendurskoðandi segja að Listahátíð í Hafnarfirði hf. beri ábyrgð á peningalegri meðferð há- tíðarinnar, skráningu og bókhaldi. Arnór Benónýsson fagnar þessari niðurstöðu en Magnús Jón Amason bæjarstjóri segist standa við þau orð sín að meðferð á peningum skatt- Prófkjör Fram- sóknarflokksins: Mér var sparkað - segir Karen Erla sem hafnaði í 7. sæti á Austurlandi. Halldór Ásgrímsson fékk 159 atkvæði af 161 í fyrsta sætið. „Ég var í tjórða sætinu síöast en nú var mér sparkað með skipulögðum aðgerðum. Þrír karlmenn cru lengi búnir að skipa þrjú efstu sæti flokks- ins og það er greinilegt að svoleiðis verður það áfram þar til einhver þeirra ákveður að hætta. Þaö er raun- ar óþarfi að hafa prófkjör við þessar aðstæður," sagði Karen Iírla Erlings- dóttir á Egilsstöðum í samtali við blaðið. Karen Erla stefndi á 2. sætið á lista Framsóknarflokksins á Austurlandi. A kjiirdæmisþingi flokksins um helg- ina fór fram kjör um rnö á listann og hafnaði Karen Erla þar í sjöunda sæti. Halldór Asgrímsson hlaut stali- níska kosningu í I. sæti eða 159 at- kvæði af 161. Jón Kristjánsson al- þingismaður lilaut örugga kosningu í 2. sætið eins og áður og Jónas Hall- grímsson í 3. sætið. Röð efstu manna er því óbreytt. I fjórða sæti var Kristj- ana Bcrgsdóttir. Karen Erla sagði að niikið hefði vantaö á að hún næði því sæti sem hún slefndi á og það sýndi að skipulega hefði verið unnið gegn sér. „Þeir Halldór og Jón hafa þó ekki stundað þau vinnubrögð sem aðrir gerðu til að bola mér frá. Ég er ung og menntuð kona sem vildi fara fram til að hafa áhrif. Mínum kröftum var vísað á bug og nú ætla ég að draga mig úr fremstu víglínu og hugsa málið,“ sagði Karen Erla, sem hefur verið for- maður kjördæmisráðs Framsóknar- flokksins á Austurlandi. Örn Óskarsson stjórnarmaður í Listahátíð hf. Skýrsla embættis- manna Hafnarfjarðarbæjar er þungur áfellisdómur yfir stjórninni. borgarana við framkvæmd listahá- tíðar hafi verið glæpsamleg. A fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær var lögð fram skýrsla bæjarlög- manns og bæjarendurskoðanda vegna listahátíðar í Hafnarftrði sem unnin var vegna samþykktar bæjar- stjórnar frá 25. október. Þá var sam- þykkt að óska eftir skýrslu þessara embættismanna í framhaldi af skýrslu fyrirtækisins Endurskoðunar og reikningsskila hf. um Listahátíð f Hafnarfirði 1993. I upphafi skýrslu sinnar segja bæjarlögmaður og bæj- arendurskoðandi: „Þar sem samþykkt bæjarstjómar byggir á greindri endurskoðunar- skýrslu komust við ekki hjá því að gera athugasemdir við villur í skýrsl- unni. Fyrst er að nefna að skýrslu- höfundar, sem jafnframt em endur- skoðendur Listahátíðar í Hafnarfirði hf. lögðu til í bréfi dags. 6. sept. s.l. að stjóm félagsins afhenti öll gögn tengdri umræddri listahátíð lil bæjar- yfirvalda í Hafnarfirði til frekari ákvörðunar um framhaldið, þar sem Listahátíð í Hafnarfirði var ekki að Gunnar Gunnarsson stjórnarmað- ur í Listahátíð hf. Enginn ársreikn- ingur, launaframtölum áfátt - og málið sent í skattrannsókn. þeirra áliti, falin ábyrgð á peninga- legri meðferð hátíðarinnar, skrán- ingu gagna né bókhaldi. Þetta álit þeirra er rangt. Bendum við einfald- lega á heiti félagsins svo og á 3ju gr. samþykkta þess, þar sem segir að tii- gangur félagsins sé að sjá um og reka listahátíð í Hafnarftrði." Einnig er vísað til þess að stjómar- menn félagsins undirrituðu lang- flesta samninga sem gerðir vom, þar með taldar fjárskuldbindingar og komu að öðru leyti fram sem fram- kvæmdaaðilar hátíðarinnar. Bæjarlögmaður og bæjarendur- skoðendur segja ennfremur að um- mæli skýrsluhöfunda Endurskoðun- ar og reikningsskila hf. um eftirlits- lausar úttektir Arnórs Benónýssonar af hlaupareikningi bæjarsjóðs sé röng. I öllum tilvikum hafi verið haft samráð við yfirmenn. I skýrslu embættismannanna sem var lögð fyrir bæjamáð í gær kemur fram að stjóm Listahátíðar í Hafnar- firði hf. gerði fjárhagsáætlun fyrir umrædda listahátíð. Þær áætlanir hafi verið verulega vanáætlaðar og þar sé að finna gmnnástæðuna fyrir viðbótarframlagi bæjarsjóðs. Bæjar- sjóður Hafnarfjarðar gerði verktaka- samning við Arnór Benónýsson í febrúar 1993 þar sem honum bar meðal annars að hafa umsjón með fjármálum. Með samningi bæjarins við nýstofnað félag Listahátíð í Hafnarfírði hf. í mars breyttist staða Amórs á þann hátt að hann varð starfsmaður félagsins. Hann stóð hins vegar ekki við samningsbundn- ar skyldur sínar og sama gildir um Listahátíð Hafnarfjarðar hf. I lok skýrslunnar kemur fram að það vanti ársreikning fyrir félagið Listaháíð Hafnartjarðar hf. fyrir liðið starfsár. Launaframtölum Listahá- tíðar Hafnarfjarðar hf. sé áfátt. Stjómarmenn félagsins em Gunnar Gunnarsson, Sverrir Olafsson og Örn Óskarsson og þeir ákváðu sér laun. Síðastliðinn laugardag hafði Sverrir Ólafsson símasamband við skýrsluhöfunda og kvaðst hafa greitt 550 þúsund krónur úr eigin vasa til kúbverskra listamanna og af þeim sökum lækkað framtaldar tekjur til skatts sem því nemur. Hins vegar er ekki að sjá að Sverrir geri neina krötú um endurgreiðslu á þessari fjárhæð. Arnór Benónýsson hafi gef- ið sínar skýringar á þeim óútskýrða mismun sem fram komi í endurskoð- unarskýrslunni. Arnór sagði í samtali við blaðið í gær að hann fagnaði því að skýrsla embættismanna bæjarins staðfestu sín orð varðandi þetta mál og hann lægi ekki undir gmn um misferli. A fundi bæjarráðs Hafnartjarðar í gær var samþykkt með þremur at- kvæðunt meirihlutans að senda skattstjóra Reykjaness fyrirliggjandi bókhaldsgögn fyrirtækisins Listahá- tíðar Hafnarfjarðar hf. til frekari meðferðar vegna rökstudds gmns um skattlagabrot, skjalafals og ótví- ræða bókhaldsóreiðu. A fundinum lögðu fulltrúar Al- þýðuflokksins í bæjarráði fram bók- un þar sem bæjarstjóri er talinn hafa brugðist trausti bæjarráðs og bæjar- stjómar og látið frá sér fara ummæli sent eru ekki stöðu hans sæmandi. Hann hafi verið með aðdróttanir og fullyrðingar um að hinir og þessir sent unnu að listahátíð séu glæpa- menn og þjófar. „Eg fæ í sjálfu sér ekki séð að þessi skýrsla embættismannanna breyti miklu. En hvar hef ég sagt þjófur? Hvergi. En nú erum við búin að fá tvær skýrslur um Listahátíðar- málið. Mér finnst hvorug skýrslan skýra það til hlítar þannig að það sé hægt að segja að málinu sé lokið. En ég fer þá leið sem bæjarlögmaður velur því hann er löglærður maður. Sem almennur borgari hefði ég kos- ið að fará aðra leið. Eg stend við það sem ég sagt áður að mér finnst hafa verið farið með peninga skattborgar- ana á glæpsamlegan hátt,“ sagði Magnús Jón Amason bæjarstjóri í samtali við blaðið. Arnór: Hreinsaður af öllum áburði um ólöglegt athæfi. „Fagna því að skýrsla embættismannanna stað- festi orð mín." C & ZZi t*. Stjórn Listahátíðar skammtaði sér laun: Ákveðið var að Sverrir Ólafs- son fengi 150 þúsund krónur á mánuði i 13 mánuði en síðan var sú greiðsla hækkuð í 175 þúsund á mánuði. Auk þess sinnti hann list- rænni ráðgjöf eins og fram kemur á þessum reikningi. Athugasemd: Svanfríður var að hræra í blóðinu Alþýðublaðið birti um daginn um- sögn mína um það þegar Ólafur Ragnar slátraði Svanfríði Jónasdótt- ur í varaformannssæti til þess að gulltryggja sjálfan sig. Blaðið hafði réttilega eftir að Ólafur Ragnar hcfði selt hana á fæti. Aðstoðarráðherrann Margrét S. Björnsdóttir gerir síðan í Alþýðublaðinu einhvcrjar athuga- semdir um formleghcit - hvernig þetta hafi átt sér stað. Ekki ætla ég að fara að standa í ritdeilum við Margréti S. Björnsdótt- ur um okkar gamla flokk. Hitt vil ég aðcins segja, að það rifjaðist upp fyr- ir mér gamalt atvik. Ég hitti stúlku úti á landi og spurði: - Hvað hefur þú verið að gera í haust? Ég var að vinna í sláturhúsi. - Æi, er það ekki ægilega and- styggilegt, þar sem verið er að drepa fallegu lömbin sem koma af fjalli? Nei, nci. Það var allt í lagi hjá mér. Ég var að liræra í blóðinu. Þegar á þessari sláturtíð stóð í Al- þýðubandalaginu var Svanfríður að hræra í blóðinu. - Guðmundur J. Guðmundsson Átökin í Bosníu að magnast: Hætta á að stríðid breiðist út - rætt við Björn Bjarnason formann utanríkisnefndar Alþingis og Jón Orm Halldórsson doktor í stjórnmálafræði. Nú er allt útlit fyrir að átökin í Bo- sníu séu að magnast á ný. Stjómar- her Bosníu hefur hafið stórsókn í Bi- hac héraði og gengur vel. Bosníu- serbar kveinka sér yfir því, að hið al- þjóðlega samfélag sé ekki að hlaupa upp til handa og fóta til að stöðva þessa sókn og það staðfesti, að gert Vinningstölur laugardaginn: 5. nóv. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 2 2.329.583 a+4afS 1 480.829 3 4af5 140 5.924 03315 4.064 476 Aðaltölur: @@@ BÓNUSTALA: 38 Heildarupphaeð þessa viku: kr. 7.903.819 UPPLÝSINGAR. SÍMSVARI 91- 66 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 sé upp á milli strfðandi aðila í þessu langhijáða landi. Alþýðublaðið hafði tal af tveimur Islendingum sem þekkja vel tii mála á þessum slóðum. Björn Bjarnason er formaður utanríkisnefndar Alþingis. Hann sagði að svo virtist sem tilraunir þær sem gerðar hafa verið að undan- förnu til að koma á friði í Bosníu haii mistekist. Sameinuðu þjóð- irnar og Atlantshafsbandalagið standi ráðþrota gagnvart vanda- málinu og allt stefni nú í aukin átök og aukna hörku. Björn sagðist jafnframt ekki hafa sam- úð með Serbum í þessu stríði og ef aflétta ætti vopnasölubanninu ætti að gæta þess að þeir sem högnuðust á því væru múslim- arnir. Björn sagði ennfrenrur að mesta hættan væri sú að stríðið breiddist út til Kosovo, Albaníu og Makedóníu og að höfuðatrið- ið væri að koma í veg fyrir slíkt. Jón Ormur Halldórsson, dokt- or í stjómmálafræði, treysti sér ekki til að spá um framvindu mála á næstu vikum. Hann sagði Björn: Hefur ekki samúð með Serb- um í þessu stríði og ef vopnasölu- banni verður að gæta þess að þeir sem hagnist á því verði múslim- arnir. Mesta hættan er sú að stríð- ið breiðist út. að nú væru greinilega að verða kafla- skipti; Sameinuðu þjóðirnar hefðu verið tvístígandi í heilt ár og þær þyrftu að fara að taka ákvarðanir um áframhaldandi veru sína í Bosníu fljótlega. Að mati Jóns Orms er Jón Ormur: Þeirri skoðun vex fylgi á Vesturlöndum að Vesturlönd geti ekki leyst deilur í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og eigi því ekki að blanda sér í átök á svæðinu. helsta hættan nú sem áður útbreiðsla átakanna, annars vegar til norðurs, með þeim hætti að Króatía dragist inn í stríðið á ný og svo til suðurs til Kosovo og Makedónfu. Hann sagði ennfremur að ef Sameinuðu þjóðirn- ar drægju sig út og vopnasölubanni yrði aflétt, yrði að öllum líkindum vopnað uppgjör í fyrrum Júgóslavfu. Ef Sameinuðu þjóðimar héldu hins vegar sínu striki myndi ástandið að Iíkindum haldast á þvístigi sem kalla mætti „low intensity conflict", það er að segja svæðisbundin átök víðsveg- ar um Balkanskagann. Jón Ormur sagði Sameinuðu þjóðirnar gegna því hlutverki helstu, að sjá unr að birgðaflutningar haldist um landið. Ef að þær drægju sig út mætti vænta mikillar neyðar sveltandi fólks í Bo- sníu. Aðspurður unr hvort að hann teldi að aflétta ætti vopnasölubann- inu sagðist Jón Ormur hallast að skoðun Breta, sem raunar væri vax- andi fylgi við meðal Bosníumanna sjálfra að halda bæri banninu áfram. Það hefði átt að aflétta banninu fyrir l til 2 árum. Jón Ormur sagði enn- fremur að þeirri skoðun yxi sífellt fylgi á Vesturlöndunr að Vesturlönd gætu ekki lcyst þessa rniklu og flóknu deilu og ættu þvi' að blanda sér sem minnst í átök á svæðinu. Jón Omrur vildi ekki gefa það upp hvort hann væri sjálfúr þeirrar skoðunar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.