Alþýðublaðið - 11.11.1994, Síða 2

Alþýðublaðið - 11.11.1994, Síða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1994 jónustuauglýsingar Árni Emanúelsson Sendibílstjóri s. 985-24675 Sparisjóður •• Onundarfjarðar Sporthúsið Akureyri Sandgerðisbær Neskaupstaður Miðbær Hafnarfjarðar hf. Kópavogskaupstaður Kjarnafæði sf. Hilmar Hafsteinsson verktaki Hegat-iðnfyrirtæki Grindavíkurbær Góa-Linda Fjarðarmót hf. BSJ-Steinsteypusögun og kjarnaborun Hvað var að gerast á 41. þii Sidferdi stjórnmálamanna - Þess er krafist að starfsemi stjórnmálaflokka fari fram fyrir opnum tjöldum, þar með talin fjármál þeirra. Ungir jafnaðar- menn telja að umræðan um sið- bót í íslenskum stjórnmálum hafi verið cinsleit og ómarktæk þar sem kastljós fjölmiðla hafi nær eingöngu beinst að Alþýðuflokkn- um og einstökum ráðherrum hans. Það sé út af fyrir sig þungur áfellisdómur að setja þurfi starfs- lög fyrir stjórnmálamenn á Is- landi. Húsaleigubótum fagnad - Ungir jafnaðarmenn fagna því að komið hafi verið á húsaleigu- bótum. Þeir harma jafnframt þá ákvörðun þeirra sveitarfélaga sem hafa hafnað því að gefa íbú- um sínum kost á þessum greiðsl- um til tekjujöfnunar. Aðskiinadur ríkis og kirkju - Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að ríki og kirkja verði þegar aðskilin. Landid eitt kjördæmi -Ungir jafnaðarmenn lýsa stuðn- ingi sínum við það að gera landið allt að einu kjördæmi. Allar aðrar leiðir eru málamiðlun, og misjafnt atkvæðavægi er ekki rétt leið til að jafna aðstöðumun mismunandi landshluta. Réttindi samkynhneigðra til hjónabands - Ungir jafnaðarmenn árétta fyrri ályktun um stuðning við þau mannréttindi samkynhneigðra, að fá að ganga í hjónaband, og njóta þar með Iögverndaðs erfðaréttar. Hertari dóma yfir kyn- ferðisglæpa-mönnum - Ungir jafnaðarmenn lýsa furðu sinni á dómum sem kveðnir eru upp yfir kynferðisglæpamönnum hér á landi. Heimildir fyrir lengri dómum á að nýta svo sakborning- ar fái dóma í samræmi við alvöru þeirra glæpa sem þeir fremja. Grunnskólinn verði bættur - Ungir jafnaðarmenn telja undir- stöðu velmegunar og hagvaxtar vera góða menntun þegnanna. Menntun grunnskólabarna hefur farið síversnandi og þarf að snúa þessari þróun við þegar í stað. Stríðshrjáð svæði - Þingið ályktaði meðal annars um að vopnasölubanni á múslima í Bosníu verði aflétt án tafar. Málefni fjölskyldunnar - Ungir jafnaðarmenn hvetja til stóraukinnar áherslu á forvarnar- starf og málefni fjölskyldunnar. Nýting persónuafsláttar - Ungir jafnaðarmenn ítreka sam- þykkt sína frá 39. þingi SUJ um nauðsyn þess að einstæðir for- eldrar geti nýtt sér persónuafslátt barna sinna á framhaldsskóla- aldri. Skattfrjáls menningar- framlög - Ungir jafnaðarmenn vilja að framlög fyrirtækja og stofnana til menningar og lista verði frádrátt- arbær til skatts. Sérstaklega er vert að benda á framlög til kvik- myndagerðar í þessu sambandi. Áskorun til verkalýðsfélaga -10% fjölskyldna í landinu eru með tekjur undir þeim viðmiðun- armörkum sem félagsmálastofn- un miðar við þegar fjárhagsað- stoð er úthiutað. Þetta er óásætt- anlegt og ungir jafnaðarmenn skora á verkalýðsfélög að semja ekki um lægri laun en þau sem hægt er að lifa á. Fjárhagsvandræði Háskóla íslands - Ungir jafnaðarmenn mótmæla kröftuglega því fyrirhyggjuleysi sem felst í fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarpi, þar sem enn er þrengt að Háskóla Islands. Stuðningsyfirlýsing við bændur - Samband ungra jafnaðarmanna Iýsir yfir fullum stuðningi við ís- lenska bændur og landbúnað og hvetur bændur til að brjótast undan oki ríkjandi miðstýringar kerfisins. Sumarmisseri við Háskóla íslands - Ungir jafnaðarmenn styðja þær tillögur sem nú liggja fyrir Al- þingi um sumarmisseri við Há- skóia Islands. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða - Ungir jafnaðarmenn mótmæla forsjárhyggju íslenskra stjórn- valda hvað varðar afskipti hins opinbera af opnunartíma veit- inga- og skemmtistaða. Að mati SUJ er afmarkaður tími skemmt- anahalds ekki lausn á þeim vanda sem honum er ætlað að leysa, og færi betur að gefa hann frjálsan. Efling sjávarútvegsins - Þingið telur að stærsti gallinn við núverandi fiskveiðistjórnar- kerfi, kvótakerfið, sé óheft fram- sal veiðiheimiida. Það er með öllu óþolandi að auðlindir hafsins, sem eru sameign allrar þjóðarinnar, skuli með lögum vera sett í hend- ur örfárra einstaklinga. Gera þarf breytingar á núverandi kerfi þar sem tryggt sé að 1. grein laga um stjórn fiskveiða sé virt. Ungir jafnaðarmenn álíta að leyfa beri fjárfestingar erlendra aðila í fisk- vinnslu á Islandi. Sameining jafnaðarmanna - Ungir jafnaðarmenn hvetja til aukins samstarfs ungliðahreyf- inga þeirra fiokka sem kenna sig við félagshyggju, á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Upplýsingar um SUJ - Auk þess liggja fyrir skýrslur og álitsgerðir málefnahópa sem störfuðu fyrir og á þinginu um: (a) Siðbót í íslenskum stjórnmál- um. (b) Kjördæmamál og flokka- kerfið. (c) Innri mál og framtíðar- mótun SUJ. Allar samþykktir og ályktanir Sambands ungra jafn- aðarmanna er hægt að nálgast á skrifstofum SUJ á II. hæð Al- þýðuhússins í Reykjavík, Hverfis- götu 8-10. Síminn er 91-29244 og faxið 91-629155. Framkvæmda- stjóri Sambands ungra jafnaðar- manna er Baldur Stefánsson. Framkvæmdastjórn SUJ skipa: Jón Þór Sturluson formaður, Gestur G. Gestsson 1. varafor- maður, Aðalheiður Sigursveins- dóttir 2. varaformaður, Friðrik Kristján Jónsson ritari, fna Björk Hannesdóttir gjaldkeri, Steinn Ei- ríksson meðstjórnandi og Jenný Magnúsdóttir meðstjórnandi. Forsetar málstofa SUJ eru: Eirík- ur Bergmann Einarsson utanrík- ismál, Jón Eggert Guðmundsson umhverfismál, Gunnar Alexander Olafsson atvinnu- og efnahags- mál, Héðinn Skjaldarson velferð- armál og Gestur Páll Reynisson menningar- og menntamál. Vegna harðrar gagnrýni Suðurlandsbúa á Evrópustefnu SUJ þótti lög- reglugæsla viturleg. Alvara... Gestur G. Gestsson, 1. varaformaður SU J, ræðir um frábæra fundarstjórn Bolla R.V. Ekki...

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.