Alþýðublaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 MmieiB 20826. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Prófkjör á Vesturlandi Mikil þátttaka í próíkjöri Alþýðuflokksins á Vesturlandi á laug- ardag gefur ótvírætt til kynna að flokkurinn sé að rétta úr kútn- um eftir erfiðleika síðustu mánaða. I heiðarlegri baráttu tveggja samherja var tekist á um forystu flokksins á Vesturlandi. Gísli S. Einarsson var ótvíræður sigurvegari prófkjörsins og hefur fest sig í sessi eftir það erfíða hlutskipti að taka við af sitjandi þingmanni á miðju kjörtímabili. Mikilvægt er að flokkurinn noti þann meðbyr sem prófkjörið gefur til að vinna sig út úr erf- iðleikunum og tryggja þau úrslit í komandi kosningum sem sterk málefnastaða gefur tilefni til. Skilaboðin frá Vesturlandi til flokksfólks um land allt eru skýr. Heiðarleg barátta um setu á framboðslistum mun ekki skaða flokkinn og málefni hans. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins síðustu vikumar hafa einkennst af miklu áhugaleysi frambjóðenda og kjósenda. Til að prófkjör nái tilgangi sínum er mikilvægt að einhver fjöldi bjóði sig fram og stemmning skapist meðal stuðningsmanna flokksins. Á Vesturlandi buðu sig einungis tveir fram og höfðu margir á orði að lítill áhugi væri á prófkjör- inu meðal flokksfólks. Þetta reyndist rangt og óskandi að fleiri frambjóðendur hefðu gefið kost á sér. Það er mikilvægt fyrir Alþýðuflokkinn að þátttaka verði góð í þeim prófikjörum sem framundan em og margir gefi kost á sér til ábyrgðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er ekki síst mikilvægt þar sem þrír þingmenn flokksins hættu afskiptum af stjórnmálum á þessu kjörtímabili og einn hefur kosið að yfirgefa flokkinn. Fjárhagsstaða Reykjavíkur Það er smám saman að renna upp fyrir borgarbúum hversu al- varlegur viðskilnaður Sjálfstæðisflokksins var eftir samfellda tólf ára stjóm í Reykjavík. Síðustu árin hefur fjármálastjóm Reykjavíkur farið algerlega úr böndunum og er nú svo komið að skatttekjur borgarinnar fara nær allar í rekstur svo lítið sem ekkert er eftir til framkvæmda. Hinir framkvæmdaglöðu sjálf- stæðismenn framkvæmdu því nær algerlega fyrir lánsfé. Þetta hefur haft þær afleiðingar að skuldastaða borgarinnar hefur á örskammri stund breyst mjög til hins verra. Árið 1991 var greiðslubyrði langtímaskulda borgarinnar 0,32% en verður á næsta ári 10,12%. Peningaleg staða borgarinnar hefur versnað um 8,2 milljarða á aðeins þremur og hálfu ári. Hallinn á borgar- sjóði er því jafn alvarlegt vandamál og hallinn á ríkissjóði og raunar hlutfallslega mun meiri. Fortíðarvandinn sem Reykjavíkurlistinn tekur í arf frá Sjálf- stæðisflokknum er hrikalegur. Áratugum saman hafa sjálfstæð- ismenn haldið því fram að einungis þeir gætu stýrt borginni á ábyrgan hátt. Þessi glansmynd flokksins er nú endanlega horf- in, nú er komið að skuldadögunum. Reykjavíkurlistinn hefur þegar tekið ákvörðun um að hækka ekki útsvarið á næsta ári, þó erfið fjárhagsstaða réttlætti slíkar aðgerðir. í erfiðu árferði er ekki endalaust hægt að auka álögur á íbúana. Nú ríður á að leita leiða til spamaðar og forgangsraða á verkefnum. Reykjavíkur- listinn var kjörinn vegna kröfu borgarbúa um aðra forgangsröð- un. Komið hefur í ljós að stefnumörkun í atvinnumálum var í molum hjá síðustu borgarstjóm, enda arðlausar framkvæmdir þar efst á óskalistanum. Atvinnumálanefnd borgarinnar hafði engan starfsmann og nær enga fjármuni til að efla atvinnulíf í borginni. Þessu þarf að breyta. Glæsihallir er ekki lengur hægt að byggja á kostnað viðunandi skólaaðstöðu og dagvistunar fyrir börn borgarbúa. Skóla og dagvistarmál em án efa þau mál sem mesta athygli fá á kjörtímabilinu og nauðsynlegt að gera átak í þeim efnum. Þetta mun Reykjavíkurlistinn gera, þrátt fyr- ir erfiða fjárhagsstöðu. Rökstolar „Þess vegna er ástæðulaust að hafa áhyggjur af heilsu forsætis- ráðherra þótt hann muni enn um sinn berja hinu hárprúða höfði sínu við steininn og halda því fram að ESB sé ekki á dag- skrá. Hann þarf aðeins að finna aðferð til þess að gera hinar tif- andi sprengjur í Sjálfstæðisflokknum óvirkar - síðan mun hann smeygja sér í gula jakkann frá Sachi & Sachi og taka kúrsinn þráðbeint til Brussel.“ Guli jakkinn Davíð OddsNon hefur safnað mörgum virðingartitlum um dagana, enda mála sannast að enginn af hans kynslóð hefur risið til jafnmikilla metorða. Nú hefur hann fengið enn nýjan titil í safnið. Þessa dagana kalla þingmenn Sjálfstæðisflokksins formann sinn - þegar hann heyrir ekki til - dagskrárstjórann. Davíð er orðinn mikill landsfaðir síðan auglýsingastofan Sachi & Sachi lét hann í ný jakkaföt og skip- aði honum að hætta að láta einsog hann hefði skoðanir á pólitík. Sachi & Sachi eru engir aukvisar; meðan aðrar auglýsingasjoppur sérhæfa sig í vængjuðum dömubindum þá em helstu valdantenn heintsins í hópi skjólstæðinga Sachis & Sachis. Margrét blessunin Thatcher var til að mynda alfarið þeirra sköpunar- verk. Þegar búið var að klæða Davíð í gula jakkann í fyrravor tókst honum, með skoðanaleysið að vopni, að bijótast útúr herkví óvinsælda sem farnar vom að ógna bæði rikisstjóm hans og formennsku í Sjálfstæðis- flokknum. Nú er öldin önnur. Davíð er óskoraður leiðtogi síns flokks - og helmingur þjóðarinnar fylkir sér um hann. Þetta hefur verið athyglisverð þró- un: Hin allra síðustu misseri hafa að- eins glöggir stjómmálaskýrendur tekið eftir hægum en markvissum hamskiptum forsætisráðherrans; hvemig hann hefur smámsaman hætt að hafa prívatskoðanir en í staðinn orðið einskonar gagnabanki ólíkra sjónarmiða sem hann túlkar í hvetj- um fréttatímanum á fætur öðmm af föðurlegri mildi og yfirvegun, svo minnir jafnvel á hinn mikla meistara skoðanaleysisins - Steingrím Her- mannsson. Aðeins eitt ættu aðdá- endur Davíðs að forðast að spyrja hann um: Pólitfsk stefnumál. Stefnuleysi Davíðs er á góðri leið með að verða undirstaða að stór- felldum kosningasigri í vor. A sama hátt er það athyglisvert að Framsókn tapar bæði fylgi og liðsmönnum í stómm stfl eftir að nýr formaður tók við. Astæðan er vitaskuld ofurein- föld: Hinn nýi formaður Framsóknar er gmnaður um (algerlega að ósekju) að hafa skoðanir og stefnumál. 1 aðeins einu máli hefur Davíð Oddsson skransað útaf braut hins milda og ábyrga landsföður, og þarmeð lent út í gamalkunnu feni geðvonsku og stjómsemi. Það er þegar hann reynir að telja þjóðinni - og sjálfum sér - trú um að möguleg aðild íslands að Evrópusambandinu sé öldungis ekki á dagskrá. Málið sé ekki til umræðu. Punktur. Krónísk pólitísk þráhyggja? Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa, margir hverjir, lent í dálitlum ógöngum vegna afdráttarlausra yfir- lýsinga Davíðs síðustu vikur og mánuði um að málið sé ekki á dag- skrá. Þeir em ntilli tveggja elda: Annarsvegar formannsins, hinsvegar þess helmings þjóðarinnar sem vill að við látum reyna á það með aðild- ammsókn, hvaða samningi er hægt aðná við ESB. Atburdir dagsins 1718 Sjóræninginn illræmdi, Ed- ward „Svartskeggur" Teach, að velli lagður af Robert Maynard, foringja á HMS Pearl. Svartskeggur var í fimm ár mikill ógnvaldur á Karíbahafi. 1916 Bandaríski rithöfundurinn Jack London deyr; skrifaði fjölda hressi- legra bóka um viðureign manns og náttúm. 1963 John F. Kennedy Bandaríkjaforseti veginn, 46 ára að aldri. 1990 Tuttugu þúsund mótmæl- endur í Búlgaríu krefjast afsagnar kommúnistastjómarinnar. Afmæiisbörn dagsins Rasmus Kr. Rask málfræðingur og íslandsvinur, 1787. Benjamin Brit- ten breskt tónskáld, 1913. Billie Je- an King bandarísk tennisstjarna, vann til 20 Wimbledonverðlauna, 1943. Boris Becker þýskur tennis- leikari, 1967. Nú væri í sjálfu sér auðvelt að af- greiða afstöðu Davíðs í málinu sem króníska pólitíska þráhyggju. En Davíð er eldri en tvævetur í stjóm- málum: Barátta hans gegn því að ESB-málið verði tekið á dagskrá fyr- ir kosningar á ekkert skylt við þrá- hyggju og byggir ekki fyrst og fremst á því, að hann sé eitthvað per- sónulega á móti umsókn. Öðm nær. Davið leit hins vegar mætavel að ESB-málið er pólitískt sprengiefni sem getur sundrað Sjálfstæðis- flokknum f fmmeindir sfnar. Sjálf- stæðisflokkurinn er, eins og allir vita, miklu fremur hagsmunabanda- lag en hefðbundinn stjómmálallokk- ur. Þessvegna hefur Sjálfstæðis- flokkurinn enga stefnu í sjávarút- vegsmálum, landbúnaðarmálum, skattamálum eða velferðarmálum. Milli sjónarmiða hinna ýmsu hags- munahópa em óbrúanlegar gjár. Ný- legir landsfundir tlokksins hafa að- eins tekið skýra afstöðu í tveimur málum: Etla skal guðskristni í land- inu og selja Rás 2. Þetta er fyrirliggj- andi stefna Sjálfstæðisflokksins. Að öðm leyti reka hagsntunahópar tlokksins sína eigin pólitfk. Þing- flokkurinn er samansafn af lobbíist- um þar sem allra vega öfl eiga full- Annálsbrot dagsins Deyði hastarlega einn ríkur bóndi að vestan á alþingi, gekk síðan aftur og drap 5 þingmannahesta. Síðan varð ei vart við hann. Setbergsannáll 1412. Byron dagsins Jóhann stakk við lítið eitt, mig minn- ir hann hafi hnotið á skautum, og einhverntíma átti hann að hafa sagt: „Eg er haltur eins og Byron, fagur eins og Byron, og skáld eins og Byr- on!“ Tómas Guðmundsson um Jóhann Jónsson skáldbréiður sinn; Svo kvað Tómas eftir Matt- hías Johannessen. Ord dagsins Dýpsta sœla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirrn nu'd ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum. trúa; sægreifar, landbúnaðarmafían, fijálshyggjuliðið, verkalýðshreyf- ingin, peningamenn, verslunarráðið og Eimskipafélagið. Þessi geróliku öfl hafa haldist innan vébanda eins og sama stjómmálaflokks af því að það þjónar hagsmunum þeirra að geta vflað og dílað við aðrar valda- blokkir. Alvarleg umræða um aðildamm- sókn að ESB myndi hleypa öllu í bál og brand - þar stangast á of miklir hagsmunir of margra til þess að hægt sé að Ieysa málið í kvöldkaffi á Lynghaganum. Þessvegna er það ekki pólitísk skammsýni eða þráhyggja sem veld- ur því að Davíð heldur því fram seint og snemma að málið sé ekki á dag- skrá - það er einfaldlega pólitísk sjálfsbjargarviðleitni. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn þyrfti í alvöru að gera Evrópumálin upp við sig þá myndu fylgja því svo stórfelldar pólitískar jarðhræringar að vandræðalegt bramboltið á vinstrivæng bliknaði í samanburði. Sænski vinurinn En vitanlega kemst Sjálfstæðis- flokkurinn ekki hjá því að taka al- vöm afstöðu til ESB - og Davíð er Lokaorð dagsins Eg er enn á lífi! Hinstu orð Kaligula Rómarkeisara (12-41). Málsháttur dagsins Ekki bítur það er í belg liggur. Skák dagsins Lítum á snöfurleg lok á skák Dlugys og Stoykos. Dlugy, sem hefur hvftt og á leikinn, er býsna sterkur meist- ari og neytti aflsmunar gegn stiga- reyndar búinn að lesa skriftina á veggnum. Það upplýstist í fréttatíma útvarpsins um helgina. Carl Bildt, forsætisráðherra Svía, til skamms tíma, sagði nefnilega Ingimar Ingi- marssyni frá einkasamtali sínu við Davfð Oddsson og Ingimar sagði- allri þjóðinni frá því. Davfð sagði hinum sænska vini sfnum það sem hann þorir ekki ennþá að segja þjóð- inni eða flokknum sínum: Að trúlega muni draga til þess, innan skammrar tíðar, að Island leggi inn aðildarum- sókn að Evrópusambandinu. Davíð gleymdi bara að segja Carli að þetta væri hápólitískt leyndarmál, og þess vegna veit öll þjóðin núna að Davíð er enginn þráhyggjusjúklingur - og að í leyndum síns hjarta er Davíð Oddsson kannski meiri Evrópusinni en samanlagður Alþýðuflokkurinn. Þess vegna er ástæðulaust að hafa áhyggjur af heilsu forsætisráðherra þótt hann ntuni enn um sinn beija hinu hárprúða höfði sínu við steininn og halda því fram að ESB sé ekki á dagskrá. Hann þarf aðeins að finna aðferð til þess að gera hinar tifandi sprengjur í Sjálfstæðisflokknum óvirkar - síðan mun hann smeygja sér í gula jakkann frá Sachi & Sachi og taka kúrsinn þráðbeint til Brússel. lágum andstæðingi sínum. Finnið leik hvíts, hann er bæði fallegur og óvæntur. 1. Hh6P. Þrumuleikur. Hótar bæði svörtu drottningunni og máti, ineð Rg6. 1. ... Dg5 2. Rg6+ Dxg6 3. Hxg6 hxg6 4. De7! og svartur gafst upp. Hvítur hótar nú máti, Dh4. Dagatal 22. nóvember

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.