Alþýðublaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.11.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Jón Baldvin á ráðstefnu um Evrópusambandið: ★ Kallar eflir afstödu hinna flokkanna Jt Skýrslur Háskólans sýna að kostir ESB-aðildar eru augljóslega fleiri en gallarnir. Ljóst er að gífurlegur áhugi er á Evrópusambandsmálinu hér á landi ef marka má þátttöku í ráðstefnu sem Alþýðuflokkurinn stóð fyrir á Hótel Sögu um helgina. Um 250 manns sóttu ráðstefnuna, en þar komu fram ítarlegar upplýsingar um kosti og galla hugsanlegrar aðildar Islands að Evrópusambandinu. Allir sem til máls tóku á ráðstefnunni fögnuðu því að Alþýðuflokkurinn hefði frum- kvæði um það að koma Evrópusam- bandsmálinu á dagskrá. Margir gagnrýndu líka það „umræðubann" sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur boðað, en hann hefur sagt að ESB-umsókn væri ekki dag- skrá íslenskra stjómmála fyrr en á næstu öld. Jákvædar skýrslur Eitt af markmiðum ráðstefnunnar var að kynna niðurstöður rannsókna sem nokkrar stofnanir Háskóla ís- lands hafa gert á kostum og göllum hugsanlegrar aðildar Islands að ESB. Öm D. Jónsson frá Sjávarútvegs- stofnun var fyrsti fmmmælandi, en athuganir hans beindust fyrst og fremst að Þróunarsjóði ESB og sam- keppnisstöðu íslensk sjávarútvegs. Fram kom að íslenskur sjávarútveg- ur gæti hugsanlega hagnast af Þróun- arsjóði ESB ef af aðild yrði, en óvissuþættimir væm stórir. Öm sagði að helstu kostimir við aðild að ESB, út frá sjávarútvegshagsmunum íslands, væm greiðari aðgangur að mörkuðum ESB, nánari tengsl milli kaupenda og seljenda og möguleiki á auknu Ijármagni í greinina. Helsti ókosturinn væri núverandi sjávarút- vegsstefna ESB, en ríki innan og ut- an sambandsins hafa lagt áherslu á að breyta henni. Gústaf Adolf Skúlason rakti helstu niðurstöður Alþjóðamála- stofnunar. Meginniðurstöður hans eru þær að gangi önnur Norðurlönd en ísland í ESB korni það til með að hafa í för með sér frekari einangmn Islands á alþjóðavettvangi en nú er. Þá muni möguleikar íslands til að gæta öryggis- og vamarhagsmuna sinna minnka vegna takmarkaðs að- gangs Islands til áhrifa á þróun ör- yggis- og varnarmála í Evrópu. Aukaaðild að Vestur-Evrópusam- bandinu (VES) nægi ekki til að tryggja áhrif Islands á Evrópsk ör- yggis- og vamarmál. Gústaf sagði jafnframt að ef Island stæði utan ESB yrði erfiðara en áður að tryggja viðskiptahagsmuni landsins í fram- tíðinni, sérslaklega í Ijósi þess að EFTA heyrði brátt sögunni til. I máli Guðmundar Magnússonar frá Hagfræðistofnun kom fram að kostimir við ESB-aðild væm aug- ljóslega fleiri en gallamir. Niður- stöður stofnunarinnar sýna að helstu kostimir við aðild yrðu meiri og skil- virkari ijárfesting á íslandi, betri möguleikar til útflutnings fullunn- inna sjávarafurða, lægra verðlag, lægri vextir, aukin atvinna og meiri kaupmáttur, aðhald við stjóm efna- hagsmála og aukin áhrif á ákvarð- anatöku ESB. Guðmundur sagði að fyrstu áhrif aðildar yrðu verðlækkun á landbúnaðarafurðum og lækkun framfærsluvísitölu, en hagur bænda myndi jafnframt batna. Helstu ókost- ir aðildar að ESB, að mati hagfræði- stofnunar, eru þátttaka í óbreyttri fískveiðistefnu ESB, skyldur sem fylgja upptöku reglna ESB, aukin tekjuöflunarþörf ríkissjóðs og skerð- ing á sjálfstæði í efnahagsmálum. Persónulega var Guðmundur inni á Sighvatur Bjarnason, formaður SÍF: Nauðsynlegt að skoða Evr- ópusambandsmálið í fullri alvöru. Haukur Halldórsson, formaður bænda: Andvígur aðild en fylgj- andi því að málið verði athugað í bak og fyrir. Félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi: Fundur í kvöld FLOKKSSTARF Aðalfundurfélags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 22. nóvember 1994. Fundurinn verður í félagsmiðstöð jafnaðarmanna í Kópa- vogi að Hamraborg 14a, II. hæð, klukkan 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fjölmennum og höfum áhrif á íslensk stjórnmál með beinni þátttöku. Byggjum upp sterktfélag. - Stjórnin. Örn D. Jónsson, Sjávarútvegs- stofnun HÍ: Greiður aðgangur að mörkuðum helsti kosturinn. Gústaf Adoif Skúlason, Alþjóða- málastofnun HÍ: Einangrun okkar mun aukast gangi landið ekki í ESB. Guðmundur Magnússon, Hag- fræðistofnun Hl: Kostir ESB- aðild- ar óumdeilanlega stærri en gali- arnir. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra: Islendingar eigi að sækja um aðild hvort sem Norð- menn segja já eða nei. því að íslendingar ættu að sækja um aðild að ESB, þar væru ýmis tæki- færi, en niðurstaðan færi að sjálf- sögðu eftir því hvemig við nýttum þau. Grýla í Noregi Við upphaf pallborðsumræðna sagðist Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fagna því að ESB- málið væri nú loks komið á dagskrá. Hann fór meðal annars yftr ályktun flokksþings Alþýðuflokksins unt Evrópumál og áréttaði að þar væri verið að tala um umsókn að ESB til þess að meta kosti og galla aðildar. Endanleg afstaða yrði ekki tekin fyrr en samningsniðurstöður lægju fyrir og hefðu verið kynntar rækilega og að þjóðin ntyndi að sjálfsögðu eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæða- Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ: Fagnar því frumkvæði Al- þýðuflokksins að hefja vitræna umræðu. greiðslu. Jón Baldvin taldi það vera nokkuð villandi að bera saman hugs- anlega aðild Islands og Noregs ann- arsvegar. Aðstæður í sjávarútvegi væru mjög ólíkar, þar sem sjávarút- vegur í Noregi væri ríkisstyrkt auka- búgrein, en hér á landi væri þetta helsta atvinnugrein þjóðarinnar með 80 prósent af öllunt útilutningi. Hann telur að miklar líkur séu á því að hægt verði að knýja fram breyt- ingar á fiskveiðistefnu ESB, og besta leiðin til þess sé að ganga í samband- ið og hafa áhrif á það hvernig þær breytingar verði. Jón Baldvin telur að Islendingar eigi að sækja um aðild hvort sem Norðntenn segja já eða nei í þjóðar- atkvæðagreiðslunni næsta mánudag. Hann sagði frá því að samkvæmt mati samtaka fiskvinnslustöðva í Noregi væri það versta staðan sem gæti komið upp fyrir Noreg að ís- lendingar færu inn en ekki þeir. „Þá stæðu Norðmenn frammi fyrir því að þurfa að semja við sjávarútvegs kommissar í Brússel sem heitir Jón Baldvin Hannibalsson. Það væri auðvitað hræðilegt að þeirra mati, þannig að ég er orðin grýla í Noregi - ekki síður en hér heima“, sagði Jón Baldvin. Formaður Alþýðuflokksins sagði að það hefði aldrei verið meiningin að skýrslur Háskóla íslands yrði ein- hverjar leyniskýrslur. Þvert á móti væri nauðsynlegt að kynna niður- stöður þeirra sem víðast og hefja vitræna umræðu um kosti og galla ESB-aðildar. Hann minnti á að stefna Alþýðuflokksins væri skýr en það væri ekki hægt að segja það santa um aðra stjórnmálaflokka. Hann sagði að kjósendur ættu rétt á því að hinir flokkamir gæfu upp af- stöðu sína til málsins. Það hvort þeir útilokuðu aðildarumsókn allt næsta kjörtímabil, frá 1995 til 1999, væri auðvitað stórmál. Skiptar skodanir Sighvatur Bjamason formaður SÍF sagði nauðsynlegt að skoða Evr- ópumálin í fullri alvöm og að Islend- ingar ættu ekki að ýta málinu frá sér án þess að athuga fyrst hvað væri í pottinum. Hann tók það skýrt fram að sjávarútvegssamningur Noregs við ESB væri óviðunandi fyrir Is- lendinga. Það hefði hins vegar sýnt sig að íslendingar væra góðir samn- ingamenn og því væra allir mögu- leikar á því að við næðum mun betri samningum en Norðmenn. í því sambandi vitnaði hann í EES- samn- inginn og nýlega samninga sem ís- lenskir saltfiskútflytjendur hafa gert nýlega. Það hvað við annan tón hjá Hauki Halldórssyni formanni Stéttasam- bands bænda. Hann sagðist vera andvígur aðild Islands að ESB, en taldi þó nauðsynlegt að ræða málið og skoða alla kosti og galla áður en ákvörðun yrði tekin. Haukur gagn- rýndi skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ verulega og sagði hana fulla af fyrir- vörant. Hann sagði það fjarri lagi að matvöraverð lækkaði unt ntilljarða til neytenda nteð inngöngu í ESB. Sem dæmi nefndi hann að athuganir sýndu að matvælaverð rnyndi ekki lækka í Svíþjóð með inngöngu þeirra í ESB. Þá sagði Haukur að rannsókn- ir á hinum Norðurlöndunum sýndu að landbúnaðarframleiðsla myndi dragast verulega saman á næstu ár- um með aðild að ESB. Það myndi þýða aukið atvinnuleysi hjá þeim þjóðum sem gangi í sambandið. Hann telur framtíðar hagsmunum ís- lands best borgið með víðtækum al- þjóðlegum samningum, meðal ann- ars við NAFTA. Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ sagði að umræðan um ESB hefði verið mjög ómarkviss hér á landi og fagnaði þvt' frumkvæði Al- þýðuflokksins í því að hefja vitræna umræðu. Hann gagnrýndi sérstak- lega þá leynd sem hvílt hefði yftr skýrslum Háskólans og ummælum forsætisráðherra að fyrst ætti að vísa þeint til utanríkismálanefndar Al- þingis og halda þeim þar í einhvern tíma. Ari sagði alþingismenn ekki neina sjálfskipaða sérfræðinga um Evrópumál og því þyrfti að ræða hlutina víðar í þjóðfélaginu. Hann sagði að EES-satnningurinn sýndi að við gætum tekið fullan þátt í Evrópu- samstarfmu og að við ættum að gera það áfram. Islenska verkalýðshreyf- ingin hefði hins vegar einangrast frá samstarfmu eftir að hin EFTA lönd- in fóra að streyma inn í ESB. Ari sagði mikla hættu á því að íslending- ar myndu einangrast ef hin Norður- löndin gegnu öll inn í ESB, en hann sagðist ekki vera tilbúin til þess að taka afstöðu með eða á móti á þessu stigi - til þess þyrfti ítarlegri um- ræðu. Ráðstefnugestir tóku virkan þátt í umræðum og lögðu frant fjölmargar fyrirspumir til þeirra er sátu í pall- borðinu. Umræðan snerist mikið um landbúnaðannál, þar sem ntikið bar í milli hjá Hauki Halldórssyni og Guðmundi Magnússyni hjá Hag- fræðistofnun um það hvaða áhrif ESB-aðild myndi hafa á verðlækkun landbúnaðarafurða. Lúðvík Jósefsson látinn Lúðvík Jósefsson fyrrverandi ráðherra og alþingismnöur er látinn í Reykjavík, áttræður að aldri. Lúðvík var cinn af svipmestu stjórn- inálamönnum þjóðarinnar og sérstaklega kunnur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmál- um og útfærslu landhelginnar. Lúðvík fæddist 16. júní árið 1914 í Nes- kaupstað og lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1933. Hann var kennari við gagnfræðaskól- ann á Neskaupstað 1934 til 1943. Þá hóf hann störf við útgerð og var forstjóri Bæjarútgerð- ar Neskaupstaðar frá 1948 til 1952. Lúðvík var alþingismaður frá 1942 til 1979. Hann var sjávarútvegs- og viðskiptaráðhcrra 1956 til 1958 og 1971 til 1974. Lúðvík átti sæti í bankaráði Útvegsbanka íslands 1957 til 1971 og í bankaráði Landsbanka íslands frá 1980 til dauðadags. Hann gengdi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Lúðvík Aðalsteinn Jóscfsson var formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1961 til 1971 og 1975 til 1979. Hann var formaður Alþýðu- bandalagsins 1977 til 1980.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.