Alþýðublaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 7
MIÐViKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Ef þetta er þeirra réttlæti, hvert er þá
þeirra óréttlæti?
Oft hefur verið sagt, að helgasti
réttur hvers manns sé kosningarétt-
urinn. Sagan segir okkur frá ára-
langri baráttu hins almenna borgara
fyrir þessum rétti og enn er þeirri
baráttu hvergi nærri lokið. Vfða um
heim er þessi réttur einungis nafnið
eitt og á ekkert skylt við þann kosn-
ingarétt sem þekkist hér á Vestur-
löndum.
Hér á íslandi hefur kosningarétt-
urinn, það er að mega kjósa, verið
nokkuð almennur meginjrorra þess-
arar aldar og hefur aldur þeirra sem
mega kjósa stöðugt farið lækkandi.
Það er eins og menn hafi staðnæmst
við þann þátt, en hins vegar gleymt
að láta vægi_______________________
atkvæðanna
Pallborðið
1 Guðmundur
í sT^ ^ Oddsson
fe^.k skrifar
vera nokk-
urt atriði í
málinu. A
19. öld var
talað um
„drauga-
bæi“ á Eng-
landi, en
það voru
bæir úti á
landsbyggðinni sem fólkið hafði
yftrgeftð, en þeir héldu þó sínum
þingmönnum. Þetta hefur líka gerst
hér á landi og alveg eins og á Eng-
landi hefur þingmannafjöldinn
haldist úti á landsbyggðinni, þó íbú-
arnir hafi flutt sig um set.
Breyting á vitlausu kerfi
Sú kjördæmaskipan sem við ís-
lendingar búum við er aldeilis kol-
vitlaus. Hér er það bundið í lögum
að íbúum skuli mismunað eftir bú-
setu. Það hlýtur hins vegar að brjóta
í bága við stjómarskrá lýðveldisins,
en þar er gert ráð fyrir að allir lands-
menn hafi sama rétt án tillits til bú-
setu, þjóðfélagsstöðu og efnahags.
Það er því nteð ólíkindum að ekki
skuli vera búið að breyta þessu fyr-
irkomulagi fyrir löngu síðan.
Alltaf þegar nálgast kosningar til
Alþingis kemur þessi sama umræða
upp: Að nauðsynlegt sé að jafna at-
kvæðavægið með því að leyfa þeim
sem brotið hefur verið á í áratugi að
fá einhver aukin réttindi. Lengra
nær þessi umræða aldrei. Hvers
vegna?
Vilji forystu Framsóknar-
og Sjálfstædisflokks
Það er auðvitað út í hött, að
ákveðnir stjórnmálaflokkar skuli
hafa það á sinni stefnuskrá að
landsmönnum sé mismunað.
Hvers vegna í ósköpunum þurf- í
um við í lok 20. aldar, að deila
um það hvort landsmenn eigi að
hafa sama rétt hvar sem þeir búa
á landinu? Þjónar það virkilega ’
einhverjum landsbyggðarbúum I
að við sem búum hér á höfuð- j
borgarsvæðinu skulum hafa I
margfalt minna atkvæðavægi \
heldur en þeir? Ég trúi því ekki.
Hitt sýnist mér miklu líklegra,
að þessi skipan þjóni fyrst og
fremst hagsmunum Framsókn-
ar- og Sjálfstæðisflokks. Að
minnsta kosti eru það einungis
_________ taismenn þessara
flokka sem berjast L _
fyrir því að þessu „ Pjónar það virkilega einhverjum lands-
'ð.SVAimeniungurldí byggðarbúum að við sem búum hér á höfuð-
'ega'enganUáhugfá borgarsvæðinu skulum hafa margfalt minna
að mismuna fóiki. atkvæðavægi heldur en þeir? Ég trúi því ekki.
Ad réttiæta Hitt sýnist mér miklu líklegra, að þessi skipan
óréttlæti . . „ . . . , ,
Fyrir skömmu þjom fyrst og fremst hagsmunum Framsokn-
“alrsk“ ,“,r fandS ar- og Sjálfstæðisflokks."
um þessi mál. Mér fannst þessi
fundur vera býsna fróðlegur og sem
betur fer, þá var sjónvarpað frá hon-
um svo margir hafa getað fylgst
með umræðum forystumanna
flokkanna sem þarna sátu fyrir svör-
um. Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins og Friðrik
Sophusson, váraformaður Sjálf-
stæðisflokksins, höfðu nokkra sér-
stöðu á þessum fundi. Þeirra mál-
flutningur snerist um að réttlæta
óréttlætið en báðir viðurkenndu þéir
að eitthvað þyrfti að gera. Það
hvarflaði ekki að þessum forystu-
mönnum tveggja stærstu stjórn-
málaflokkanna að sjálfsagt og eðli-
legt væri að allir landsmenn hefðu
sömu réttindi. Nei, aldeilis ekki.
Friðrik Sophusson, annar þing-
maður Reykjavíkur, taldi það með
öllu út í hött, að Reykvíkingar hefðu
sama atkvæðisrétt og til dæmis
Vestfirðingar. Hefur þessi þing-
maður Reykvíkinga ekki meira
traust á sínum kjósendum en það, að
honum finnist bara sjálfsagt að
þeirra atkvæði vegi einungis 1/5 af
atkvæðum Vestfirðinga? Um hverja
er Friðrik Sophusson að hugsa?
Þarna ná þeir saman, Friðrik og
Halldór Ásgrímsson. Er þetta þeirra
réttlæti? Ef svo er, þá spyr ég, hvert
er þeirra óréttlæti?
Landid eitt kjördæmi, eina
lausnin
Ef menn í alvöru meina eitthvað
með því að ná fram jöfnun atkvæð-
isréttar, þá er ekki um neina eina
lausn að ræða, en það er að gera
landið að einu kjördæmi. Þetta sjá
allir, en einungis Alþýðuflokkurinn
hefur barist fyrir þessari lausn og
haft hana í sinni stefnuskrá árum
saman. Allir aðrir flokkar hafa verið
að leita eftir mismiklu óréttlæti af
klárum þrælsótta eða einhverju mis-
skildu dekri við landsbyggðina. Það
er ömurlegt að lesa hugmyndir Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra að
lausn þessa máls. Hans réttlæti nær
á svipaðar slóðir og þeirra Friðriks
og Halldórs, það er að viðhalda
óréttlætinu en draga heldur úr því.
Davíð hefur sett fram það markmið
að hæfilegt sé að atkvæði Reykvík-
inga sé „bara 2,5 sinnum gildism-
inna heldur en atkvæði Vestfirð-
inga.“ Þannig er mat formanns
Sjálfstæðisflokksins og fyrsta þing-
manns Reykjavíkur hvað séu hæft-
leg mannréttindi Reykvíkinga.
Alþýduflokkurinn med sér-
stödu
Svo aftur sé vitnað til þessa fund-
ar með ungu fólki þá kom sérstaða
Alþýðuflokksins afar vel til skila á
fundinum. Jón Baldvin flutti málið
af miklum skörungsskap og rök-
studdi að eina leiðin til að útrýma
þvf óréttlæti sem við gengist,
væri að gera landið að einu
kjördæmi. Þá gætu flokkarnir
raðað á Iistana eins og þeim
sýndist eða þá að leyfa kjósend-
um að raða upp listanum eftir
eigin geðþótta. Sá málflutning-
ur sem Jón Baldvin var með féll
afar vel að hugmyndum unga
fólksins á þessurn fundi, og því
eigum við Alþýðuflokksmenn
að gera kjördæmamálið að einu
aðalmáli komandi kosninga, og
láta þannig á það reyna hve
mikið er að marka
yfirlýsingar manna um fullt
réttlæti í þessum málum
Höfundur er bæjarfulltrúi í
Kópavogi og formaður
framkvæmdastjórnar
Alþýðuflokksins.
Menningarmolar
Kvennakórínn í Hallgrímskirkju
Kvennakór Reykjavíkur heldur aðventutónleika í Hallgrímskirkju dag-
ana 30. nóvember og 2. desember og hefjast þeir klukkan 20:30 bæði
kvöldin. Auk kórfélaga sem em nímlega eitthundrað koma fram smæni
hópar; félagar úr Karlakómum Fóstbræðrum, sönghópurinn Vox Feminae
ásamt einsöngvumm, þeim Björk Jónsdóttur sópran og Þorgeiri Andrés-
syni tenór- Svana Víkingsdóttir leikur undir á orgel. Einnig leikur Ásgeir
Sverrisson á trompet. Stjómandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. Á efn-
isskránni verður íslensk jóla- og aðventutónlist frá ýmsum timum. Tónleik-
amir bera yfirskriftina „Ó, helga nótt“.
Sigurdur A. hjá Samtökunum '78
A fimmtudagskvöldið klukkan 21:00 mun Sigurður A. Magnússon rit-
höfundur lesa uppúr nýútkominni þýðingu sinni á „Söngnum um sjálfan
mig“ eftir bandaríska ljóðskáldið Walt Whitman á bókasafni Samtakanna
’78 að Lindargötu 49. Húsið opnar klukkan 20:00 og aðgangur er ókeypis.
Finnar gefa 140 þúsund til „Hlödunnar"
I tilefni af vígslu nýju Þjóðarbókhlöðunnar mun Esko Háki yfirbóka-
vörður afhenda peningagjöf frá Finnlandi að upphæð 140 þúsund krónur.
Gjöfin er ætluð til bókakaupa í Finnlandi að eigin vali. Með gjöfinni vill
finnska menntamálaráðuneytið og Háskólabókasafnið í Helsingfors (lands-
bókasafn Finnlands) óska þessu nýja og sameinaða tslenska bókasafni
gæfu og gengis á þessum tímamótum. Þetta kemur fram í ávarpi Tom Sö-
derman, sendiherra Finnlands á Islandi sem fylgir gjöfinni.
Barrokkflautur í Norræna húsinu
Barrokkflautuleikaramir Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir korna
fram á Háskólatónleikum í dag, miðvikudag, klukkan 12:30, í Norræna
húsinu. Martial og Guðrún hófu að leika saman sem flautudúett árið 1981
og hafa haldið fjölmarga tónleika á þessum tíma; meðal annars leikið tví-
leikskonsert með Kammersveit Reykjavíkur. Á síðastliðnum ámm hafa
þau verið að auka þekkingu sína á barrokktónlist með því að spila 17. og
18. aldar tónlist á uppntnalegar tréflautur. Á tónleikunum í Norræna húsinu
leika þau tvfleiksverk Georg Philipp Telemann. Jacques Hotteteire og Wil-
helm Friedmann Bach. Aðgangseyrir er 300 krónur, en að vanda er ókeyp-
is inn fyrir handhafa stúdentaskírteinis.
Eitt framfaraskref er betra en ekkert
Pallborðið
Bolli Runólfur
Valgarðsson
skrifar
Loksins hefur verið ákveðið, á síð-
ustu mánuðum kjörtímabilsins, að
leggja fram á Alþingi frumvarp um
breytingu Búnaðarbankans í hlutafé-
lag. Það er eftir öðru að það lenti á
Sighvati Björgvinssyni viðskiptaráð-
heira, að koma því í verk - enda er
hann einn fárra ráðherra f þessari rík-
isstjóm sem lætur hendur standa fram
úr ermum svo einhveiju nemi. Frum-
varpið er í
samræmi við
samþy kkt
flokksþings
A 1 þ ý ð u -
flokksins -
Jafnaðar-
m a n n a -
flokks ís-
lands, um
þetta efni, en
þar var að vísu kveðið á um breytingu
beggja ríkisbankanna f hlutafélög.
Fyrrverandi viðskiptaráðherra, Jón
Sigurðsson. var langt kominn með
undirbúning málsins en ntálið strand-
aði skyndilega í hans eigin flokki, á
Össuri Skarphéðinssyni, Guðmundi
Áma Stefánssyni, Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og Gunnlaugi Stefánssyni. í
Ijósi síðustu frétta hlýtur maður að
álykta að viðskiptaráðherra hafi loks
tekist að tryggja sér stuðning þing-
flokksins við málið, en Össur og Guð-
mundur Ámi, lýstu því yfir á fyrsta
borgarafundinum sem haldinn var
með þeint á Sólon Islandus skömmu
eftir að þeir urðu ráðherrar, að þeir
myndu ekki styðja málið. Breyting
annars bankans sýnir að náðst hefur
málamiðlun í þingflokknum sem vel
má við una enda er eitt stigið fram-
faraskref betra en ekkert.
Flokksþing samþykkti
Á flokksþingi í Hafnarfirði í júní
1992 kom fram sú afstaða þingfull-
trúa að skynsamlegt sé, að
stærstur hluti atvinnu-
rekstrarins f landinu lúti
sömu leikreglum og sömu
lögum og búi þannig við
jöfn starfsskilyrði. Þetta
eigi ekki síður við ýniis
fyriitæki og stofnanir í
eigu ífkissjóðs en almenn
hlutafélög í einu einstak-
---------- linga. Og Samband ungra
jafnaðarmanna (SUJ) hefur fyrir
löngu ályktað um þetta sarna. Með því
tók SUJ afstöðu til formbreytingar-
innar sem slíkrar en ekki einkavæð-
ingar enda er þar mikill munur á. Ég
er raunar þeirrar skoðunar að ekki sé
tímabætt að einkavæða bankana en
vil frekar sjá þá sameinaða í einum
stórum hlutafélagsbanka í eigu ríkis-
ins. Þó virðist sem einkavæðing
Lyljaverslunar fslands muni takast
vel og að þar séu skynsamleg vinnu-
brögð viðhöfð, ólík þeim sem notuð
vom við sölu SR-mjöls. Sala Lylja-
verslunarinnar sýnir að hægt er að
einkavæða á skynsamlegan hátt en
við hana fjölgaði hluthöfum úr einum
í 800 á örfáum klukkustundum.
Um hvad snýst
frumvarpid?
I sem stystu máli er í núverandi
frumvarpi viðskiptaráðherra lagt til að
breyta Búnaðarbanka íslands í Bún-
aðarbanka Islands hf. Við stofnunina
verður ríkissjóður einn eigandi að öllu
hlutafé og er kveðið á um að leita
verði heimildar Alþingis síðar þegar
og ef ákveðið verður að selja það. Það
verður ekki á valdi ráöhena banka-
niála eins. Allt starfsfólk bankanna á
rétt á sambærilegu staifi og það gegn-
ir nú hjá nýja hlutafélagsbankanum.
Engin breyting verður á ábyrgð ríkis-
sjóðs á skuldbindingum bankans sem
stofnað var til áður en rekstur hans er
yfirtekinn af hlutafélaginu né heldur
næstu tvö ár frá yfirtökunni. Þetta er
meðal annars gert til að auðvelda að-
lögun að breyttu rekstrarumhverfi.
Ekki er gert ráð fyrir að grundvallar-
breyting verði á starfseminni vegna
breytirigaiinnar umfram það sem al-
ntenn lög um viðskiptabanka og
stefnumótun stjómenda þeiira á hverj-
um tíma kunna að leiða til.
Ástæður breytingarinnar
Markmið ríkisstjómarinnar hefur
verið og er að færa innlendan fjár-
magnsmarkað í svipað horf og tíðkast
í nálægum löndum. Hlutafélagsform-
ið er ríkjandi rekstrarform í atvinnulíf-
inu og því er eðlilegt að öll fyrir-
tæki starfi eftir sams konai' lög-
um. Þess vegna hefði verið eðli-
legast að breyta Landsbankanum
einnig í hlutafélag, eins og upp-
haflega stóð til, þannig að bank-
amir þrír gætu allir nýtt sér kosti
hlutafélagsfonnsins, til dæmis
aukið hlutafé sitt með útboði, en
ekki aðeins íslandsbanki og nú
Búnaðarbanki, ef frumvarpið nær
fram að ganga. Eins og málum er
nú háttað er eigið fé ífkisbank-
anna aukið með skattpeningum
landsmanna. I nálægum löndum,
þar sem ríkið starfrækir banka,
eru þeir reknir sem hlutafélög.
Þrátt fyrir gjaldþrot sumra þeirra
hafa þær raddir ekki komið upp í
þessum löndum að þjóðnýta eigi
bankana. Við stöðuveitingar inn-
an ríkisbankanna og jafnvel
ákvarðanir um fyrirgreiðslur hef-
ur oft gætt pólitískra áhrifa eins
og allir vita. Við breytingu Bún-
aðarbankans í hlutafélagsbanka er
ætlunin að stíga nauðsynlegt
skref til að skilja betur á milli
verkefna löggjafans og fram-
kvæmdavaldsins þar á bæ. Eftir er
þó Landsbankinn, stærsti og öfl-
ugasti (og sumir segja spilltasti)
banki landsmanna.
Höfundur er íslenskufræðing-
ur og situr í flokksstjórn
Alþýðuflokksins.
□
Nytsamar'
Dömuhanskar
m/prjónafóðri i | |
Kr. 3.500.-
Dömuhanskar
m/kanínufóðri
Kr. 3.900.-
Herra-og
dömuhanskar
i gjafaumbúðum
belti-seðlaveski
regnhlífar
□