Alþýðublaðið - 30.11.1994, Blaðsíða 8
MMUBIMfi
Miðvikudagur 30. nóvember 1994 182.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Norðmenn höfnuðu aðild að ESB í þjóðaratkvæðasreiðslu:
Þurf um að semja um framnald
EES í samfloti við IMorðmenn
- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og telur, að það hefði verið ein-
faldara að semja án Norðmanna.
„Að svo miklu leyti sem úrslitin í
Noregi varða Island þá er fyrsta
spurningin sú hvort það sé okkur í
hag innan EES að vera þar spyrtir
saman við nei-landið Noreg. Mitt
mat á því er að það hefði verið ein-
faldara fyrir okkur að semja beint í
tvfhliðasamningum við Evrópusam-
bandið um framhald EES- samn-
ingsins heldur en að verða að gera
það í samfloti við Noreg,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra í samtali við Alþýðublaðið í
gærkvöldi.
Urslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar
í Noregi um aðild að Evrópusam-
bandinu urðu þau, að aðild var hafn-
að með liðlega 52% atkvæða gegn
liðlega 47% sem vildu aðild. At-
kvæðagreiðslan var ekki bindandi
en Gro Harlem Brundtland forsætis-
ráðherra hefur lýst því yfir að úrslit-
in verði virt.
„Við vorum síðast liðið sumar
búnir að kynna Evrópusambandinu
hugmyndir okkar um framhald EES.
Þá svaraði ESB með þeim réttu rök-
um að þeir gætu ekki farið í viðræð-
ur fyrr en ljóst væri við hverja yrði
að semja. Norskir stjórnmálamenn
töluðu býsna óvarlega um EES-
samninginn í kosningabaráttunni.
Nei-hliðarmenn vegna þess að fram-
sóknarmenn í Noregi voru á móti
EES, já-hliðarmenn vegna þess að
þeir gerðu lítið úr EES sem öðrum
kosti. Sú hugmynd að ætla að fara
að semja um breytingar á EES-
samningum er stórvarasöm því það
myndi kalla á staðfestingarferil í I5
þjóðríkjum og óvíst hvernig því
lyki. Það má ekki breyta EES-
samningum en við þurfum að koma
okkur saman um praktíska pólitíska
lausn að því er varðar eftirlit og
dómstól," sagði Jón Baldvin.
Hann sagði úrslitin í Noregi engu
breyta þvf að Islendingar hlytu að
taka afstöðu í þessu máli á eigin for-
sendum. Við ættum að leggja raun-
sætt mat á okkar eigin hagsmuni,
vega og meta kosti og galla og
leggja málið síðan fyrir íslensku
þjóðina. Sú fullyrðing að fyrirfram
sé vonlaust að semja við ESB um
sjávarútvegsmál standist ekki.
„Sjávarútvegurinn er aðalat-
vinnuvegur Islands og heldur uppi
þjóðfélaginu. Það er grundvallar-
regla ESB að land eða jafnvel hérað
sem á afkomu sína undir einni at-
vinnugrein skuli halda óbreyttri
stöðu. ESB hefur enga veiðireynslu
í íslenskri lögsögu og hefur engin
rök til að kreijast veiðiheimilda inn-
an íslenskrar lögsögu því þau rök
eru öll byggð á veiðireynslu. I EES-
samningunum féll ESB frá öllum
kröfum um einhliða veiðiheimildir
innan okkar lögsögu. Við höfum
fengið það staðfest skriflega og
formlega frá Spánverjum að þeir
tnuni ekki vekja upp á ný slíkar
kröfur gagnvart Islendingum. Öfugt
við Noreg er íslenska lögsagan al-
gjörlega aðskilin frá lögsögu Evr-
ópusambandsins og öfugt við Noreg
höfum við enga sameiginlega fiski-
stofna sem eru nýttir við ESB. Sér-
staða íslensks sjávarútvegs er algjör-
lega ótvíræð.
Það er því engan vegin fyrirfram
vonlaust að íslendingar geti náð
samningum um sjávarútveg sem
tryggir að þeir haldi forræði yfir
efnahagslögsögu sinni sem hingað
til. Ef það finnst lausn á þessu máli
eru allir aðrir þættir sem varða
spurninguna um aðild eða ekki aðild
jákvæðir. Fullkominn tollfrjáls
markaðsaðgangur á stærsta markaði
okkar, bætt staða útflutnings- og
samkeppnisgreina, veruleg lækkun
verðlags á lífsnauðsynjum, ódýrari
aðföng íslensks iðnaðar og greiðari
leið fyrir erlent fjármagn til upp-
byggingar atvinnuveganna," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson.
Utanríkisráðherra sagði að Norð-
menn hefðu ekki fundið á sjálfum
sér nauðsyn þess að ganga í ESB af
efnahagslegum ástæðum. Noregur
væri á einstæðu blómaskeiði og ol-
íuauðurinn hefði verið notaður kerf-
isbundið til að byggja upp massívt
styrkjakerfi í landbúnaði og sjávar-
útvegi. Því væru lífskjör f Norður-
Noregi mun betri en á Oslóarsvæð-
Jón Baldvin: Ef við getum tryggt áframhaldandi yfirráð yfir efnahagslög
sögu okkar eru allir aðrir þættir sem snúa að aðiid að ESB jákvæðir. A
mynd: E.ÓI.
inu. Norðurbúar hefðu því óttast að
aðild að ESB mundi draga burst úr
nefi þeirra.
„Norðmenn munu smám saman
uppgötva afleiðingar þess að hafna
aðild að ESB, en kannski nægirolíu-
auðurinn til að draga úr afleiðingun-
um fyrst um sinn. En til dæmis
munu þeir reka sig á það I. janúar að
þeir eru orðnir utangarðs í norrænni
samvinnu. Þeir munu reka sig á það
að ytri tollar Evrópusambandsins
hafa risið á ný eftir endilöngum
sænsku landamærunum. Þeir munu
reka sig á það að í staðinn fyrir frí-
verslun með ftsk á EFTA-svæðinu
standa þeir frammi fyrir nýjum toll-
múrum og nú geta þeir ekki snúic
sér til Svía eða vinveittra EFTA-
þjóða til að semja um tollalækkanir
Þeir verða að snúa sér til Brusse
sem fer nú með ytri tolla og við-
skiptastefnu Svíþjóðar, Finnlandt
og Danmerkur. Og Norðmenn munt
uppgötva það að fiskvinnslan í Nor-
egi mun í vaxandi mæli leita til Dan
merkur og þeim tekst ekki að brjót
ast út úr þeirri stöðu að vera fyrst oj
fremst hráefnisútflytjendur," sagð
Jón Baldvin Hannibalsson að lok-
um.
Sinfónían spilar verk Jóns Leifs
(slenskt tónmál: verk Jóns Leifs á
sinfóníutónleikum á morgun.
Sinfónfuhljómsveit Islands heldur
tónleika í Háskólabíó á morgun, l.
desember, klukkan 20:00. Með
hljómsveitinni koma fram Kór Is-
lensku óperunnar og Gradualekór
Langholtskirkju. A efnisskránni eru
fjögur verk; þrjú eftir Jón Leifs;
Hinsta kveðja, Minni íslands og
Þjóðhvöt, og tíunda sínfónía Gustavs
Mahlers. Stjómandi er Petri Sakari. I
fréttatilkynningu Sinfóníunnar segir
meðal annars: Það er vel við hæfi að
flytja verk Jóns Leifs á fullveldisdegi
Islendinga því í hugum margra talar
Jón Leifs íslenskara tónmál en flest-
ir. Jón, sem var Húvetningur, var að-
eins 17 ára þegar hann lagði land
undir fót og fór til Leipzig í Þýska-
landi hvar hann stundaði nám í pí-
anóleik, tónsmíðum og hljómsveita-
stjóm. Atvikin höguðu því þannig að
Jón ílentist í Þýskalandi og bjó þar í
28 ár. Jón átti velgengni að fagna í
Petri Sakari: hefur aukið hróður
Sinfóníuhljómsveitar íslands á er-
lendum vettvangi.
Þýskalandi en f föðurlandi var verk-
um hans tekið með fálæti og andúð
oft og tíðum.
Guðbergur víkur fyrir Jim
Nú em fjórar sýningar eftir á leik-
ritinu Sannar sögur af sálarlífi
systra. Þetta er meinfyndið og raun-
sætt verk um fjölskyldu í rammís-
Iensku sjávarplássi og hefur verið
sýnt við miklar vinsældir og ágæta
aðsókn á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins. Sannar sögur er leikgerð
Viðars Eggertssonar á þremur
skáldsögum Guðbergs Bergssonar,
Hennann og Dídí, Það sefur í djúp-
inu og Það rís úr djúpinu.
Leikendur í Sönnum sögum af
sálarh'fi systra em Guðrún S. Gísla-
dóttir, Ingrid Jónsdóttir, Þóra Frið-
riksdóttir, Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét
Guðmundsdóttir, Valdimar Om
Flygenering, Herdís Þorvaldsdóttir,
Björn Karlsson, Jón St. Kristjáns-
son, Höskuldur Eiríksson og Sverrir
Arnarsson. Leikmynd er í
höndum Snorra Freys
Hilmarssonar, Asa Hauks-
dóttir sér um búninga, en
lýsingu annast Asmundur
Karlsson. ^ Aðstoðarleik-
stjóri er Asdís Þórhalls-
dóttir. Leikstjóri er Viðar
Eggertsson.
Sannar sögur víkur nú af
Smíðaverkstæðinu fyrir
gamanleik Jim Cartwright,
Taktu, lagið Lóa í leik-
stjórn Hávars Sigurjóns-
sonar.
Sannar sögur af sálarlífi
systra: Guðrún S. Gísla-
dóttir (Katrín) og Stein-
unn Ólína Þorsteinsdóttir
(Tóta) í hlutverkum sín-
um.
Framleiðendafélagið leitar réttar síns hjá Samkeppnisráði:
RÚV kært fyrir brot á samkeppnislögum
„Samkvæmt íslenskum lögum er
kvikmyndagerð skilgreind sem
samkeppnisiðnaður og við teljum
að RUV stundi slíkan samkeppnis-
iðnað. Samkeppnisaðstaða okkar á
markaðnum er þar af Ieiðandi mjög
skökk. Við framleiðendur erum
bjartsýnir á að Samkeppnisráð taki
erindið til umræðu og felli jákvæcð-
an úrskurð," sagði Viðar Garðars-
son, formaður Framleiðendafélags-
ins á blaðamannafundi í gærdag.
Félagið var stofnað í júní 1993 af
tólf fyrirtækjum sem framleiða
kvikmyndir af ýmsu tagi.
Ójöfn adstada
Félagið hefur kært RÚV til Sam-
keppnisráðs þar sem framleiðslu-
deildir RÚV sem framleiða innlent
dagskrárefni fyrir Sjónvarpið séu í
samkeppni við einkafyrirtæki á
ójöfnum forsendum. Félagið segir
að framleiðsludeildum RÚV sé ekki
haldið bókhaldslega aðgreindum frá
öðrum rekstri og raunkostnaður við
einstök verk liggi þannig ekki fyrir.
Félagið telur sig hafa af því veru-
lega hagsmuni, að slfk aðgreining
lægi fyrir, þar eð meðlimir þess
segjast geta framleitt sambærilegt
efni og RÚV framleiðir innanhúss
fyrir mun Iægra verð en ríkisstofn-
unin.
Þetta keinur fram í kæru sem Val-
borg Þ. Snævarr héraðsdómslög-
maður hefur sent Samkeppnisráði
fyrir hönd Framleiðendafélagsins.
Kæran, sem var kynnt á blaða-
mannafundinum í gærdag, er á
hendur Ríkisútvarpinu - sjónvarpi
fyrir meint brot á samkeppnislögum
númer 8 frá árinu 1993. Hún er dag-
sett 21. nóvember 1994.
Betri nýting fjármagns
„Þróunin allsstaðar í heiminum er
að fara í þessa átt, að bjóða út inn-
lenda dagskrárgerð á opnum mark-
aði. Við getum til að ntynda horft á
ríkisreknar sjónvarpsstöðvar á
Norðurlöndunum og Bretlandi þar
sem alltaf meira og meira efni er
framleitt utan stofnananna. Við höf-
um orðið var við ágætar undirtektir
hjá mörgum yfirmönnum RÚV,“
sagði Jón Þór Hannesson, stjórnar-
maður í félaginu.
„Miðað við úrskurði Samkeppn-
isráðs sem ég hef skoðað sýnist
manni, að Samkeppnisráð sé agres-
sívt og þeim sé full alvara að fylgja
samkeppnislögunum eftir af mikilli
hörku. Eg hef trú á að ráðið fjalli um
málið af sanngirni," sagði Valborg
Þ. Snævarr, lögfræðingur félagsins.
„Skattgreiðendur eiga kröfu á því
að fjármagni ríkisstofnunar sé eins
vel varið og kostur er...Te!ja um-
bjóðendur mínir fjárhagslega að-
skilnað framleiðsludeildar frá RÚV
geta leitt til betri nýtingu þess fjár-
magns,“ segir í kæru hennar til ráðs-
ins.
„I stofnlögum Ríkissjónvarpsins
segir, að það skuli styðja við og efla
íslenska kvikmyndagerð. Eg tel að
RÚV hafi að miklu leyti gleymt
þessu yfirlýsta hlutverki sínu og
einbeiti sér nú að framleiðslu innan-
húss,“ sagði Guðmundur Kristjáns-
son, stjórnarmaður í félaginu.
Rangar forsendur
I kæru Valborgar Þ. Snævarr sem
hún sendi Samkeppnisráði fyrir
hönd félagsins segir: „Rauntölur
um framleiðslu einstakra þátta eða
kvikmynda liggja ekki fyrir, f sama
skilningi og aðrir framleiðendur
verða að skila inn kostnaðaráætlun-
um til sjónvarps þegar til verksamn-
inga er stofnað um einstök verk.
Oftlega gerist það að þegar sjálf-
stæður framleiðandi leggur fram
kostnaðaráætlun vegna cinstaks
verks er verkinu hafnað á þeirri for-
sendu að ódýrara sé fyrir stofnunina
að framleiða verkið innanhúss, það
er í framleiðsludeild stofnunarinnar.
Er umbjóðendur mínir hafa óskað
skýringa á því hvemig stofnunin
telur sig geta unnið verkið með hag-
kvæmari hætti verður fátt urn svör.
Kemur þá í Ijós að forsvarsmenn
framleiðsludeildar telja ekki til
kostnaðarliða við framleiðslu
verksins launakostnað starfsmanna,
tækjakostnað, rekstrarkostnað,
stofnkostnað, kostnað vegna um-
sýslu, yfirstjórnar og þess háttar
heldur eingöngu útlagðan kostnað
vegna verksins.“
Nidurgreiddur rekstur
Valborg Þ. Snævarr skrifar enn-
fremur: „Þá skal og á það bent að
RÚV er undanþegið greiðslu ým-
issa opinberra gjalda sem ríkisfyrir-
tæki en sjálfstæðir framleiðendur
verða að reikna slík gjöld inn í áætl-
anir sínar um kostnað við fram-
leiðslu. Raunkostnaður við fram-
leiðslu dagskrárefnis liggur því
aldrei fyrir og er með þessum hætti
beinlínis komið í veg fyrir sam-
keppni við gerð dagskrárefnis fyrir
sjónvarp.
Samanburður á þessum grund-
velli sýnir að samkeppnisrekstur er í
þessu tilviki greiddur niður af
verndaðri starfsemi RÚV.“
Baráttuglöð stjórn Framleiðendafélagsins, Jón Þór Hannesson, Guð
mundur Kristjánsson og Viðar Garðarsson formaður: Samkeppnisað
staða okkar á markaðnum er mjög skökk og við framleiðendur erun
bjartsýnir á að Samkeppnisráð taki erindið til umræðu og felli jákvæðar
úrskurð, segir formaðurinn. A-mynd: E.ÓI.