Alþýðublaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Menning
Hrafn Jökulsson gluggar í þrjár af fimm
skáldsögum sem í gær voru tilnefndar til
íslensku bókmenntaverðlaunanna:
Lifandi draugar og dautt fólk
Vigdís Grímsdóttir:
Grandavegur 7
Iðunn 1994
Þegar ritdómarar fjalla um bækur
Vigdísar Grímsdóttur, er oftar en
ekki eins og þeir komist í upphafið,
næstum annarlegt hugarástand. Orð
eins og töfrar, galdur og seiður ei u
fastagestir í umsögnum fólks sem
kannski lætur að öðru jöfnu ekki
auðveldlega hrífast af tilverunni.
Skýringin á þessu er auðvitað sú, að
bækur Vigdísar eru áfeng lesning:
Enginn íslenskum rithöfundur nær
jafn tilfinningalegum tökum á les-
endum sínum. I því er galdur Vig-
dísar fólginn.
Grandavegur 7 er aðgengilegasta
skáldsaga Vigdísar og líkleg til þess
að rata beint að hjartarótum hjátrú-
arfyllstu þjóðar í heimi. Flestar eru
persónumar nefnilega af öðmm
heimi. Ekki er um að ræða mannýga
drauga eða geðillar afturgöngur
heldur framliðna óbreytta borgara
og sómafólk sem er á stjái um ver-
öld aðalpersónunnar, fjórtán ára
stelpu í Vesturbænum. I Grandavegi
7 sniðgengur Vigdís öll lögmál tíma
og rúms; til dæmis gerist sagan á
einum degi en spannar eigi að síður
áratugi. Og flestar persónurnar em
semsagt dauðar, strangt til tekið, en
eru lifandi veruleiki hinnar ramm-
skyggnu aðalpersónu. Eftirminni-
legasta sögupersónan er þannig
draughnokkinn Haukur, bróðir
Fríðu aðalpersónu, einmana lítill
drengur sem hefði svo gjaman vilj-
að lifa eilítið lengur. Haukur á áreið-
anlega eftir að töfra fram mörg höf-
ug tárájólanótt.
Grandavegur 7 er ekki eins kraft-
mikil bók og Stúlkan í skóginum,
síðasta skáldsaga Vigdísar: hún er
eins og ómþýð og tregafull sinfónfa
í samanburði við þá trylltu sálu-
messu. Bygging Grandavegs 7
verkar á köflum losaraleg, en hafa
ber í huga að höfundur lætur sér öll
klassísk lögmál í léttu rúmi liggja,
eins og áður sagði, og því ekki nema
rökrétt að hefðbundin byggingarlist
skáldsögunnar sé léttvæg metin. Þó
hefði ekki sakað að skera niður á
nokkrum stöðum (bókin er alls 444
síður) og Vigdís hefði gjarnan mátt
bæta dráttum í nokkrar persóna
sinna. Það síðasttalda á einkum við
um skáldið í bókinni; persónu sem
er formúlukennd meira en góðu hófi
gegnir og kviknar aldrei almenni-
lega til sjálfstæðs lífs. En kannski er
jafnvel það með ráðum gert: Hvað
er skáld annað en gangandi klisja?
Þessar smávægilegu aðfinnslur
breyta ekki þeimi staðreynd að bestu
kaflar bókarinnar eru skrifaðir af
svo kristaltærri snilld að Vigdís
verður ekki borin saman við aðra
höfunda. Það hlýtur að vera í meira
lagi dauðyflislegur draugur sem
ekki hrffst af þessari bók.
„Grandavegur 7erekki eins kraftmikil bók ogStúlkan ískógin-
um, síðasta skáldsaga Vigdísar; hún er eins og ómþýð og tregafull
sinfónía ísamanburði við þá trylltu sálumessu. “
Trúin, ástin og Árni
Árni Bergmann:
Þorvaldur víðförli
Mál og menning 1994
Við fyrstu sýn kemur eflaust
flestum á óvart að sjá skáldsögu
Árna Bergmanns í flokki hinna út-
völdu. Þetta er ekki sagt Árna til
lasts; hinsvegar hefur ekki farið
mikið fyrir honum innan um hinar
fjölmörgu fastastjörnur íslenskra
bókmennta sem láta ljós sitt skína
þetta árið. En Þorvaldur viðförli
var engin boðflenna í Listasafni Is-
lands í gær, og er líklega hressileg-
asta bókin sem hlaut náð fyrir aug-
um dómnefndar.
Árni ræðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur í þessari sögu-
legu skáldsögu. Aðalhetja bókar-
innar, Þorvaldur Koðránsson, var
uppi fyrir þúsund árum og lagðist
ungur í þau miklu ferðalög sem
lögðu honum til viðurnefnið. Leik-
ur sögunnar berst þannig úr ís-
lenskri baðstofu í hóruhús í Mið-
Austurlöndum, austur til Rúss-
lands og suður til Miklagarðs.
Þorvaldur verður þátttakandi í
mörgum mikilsháttar og sögufræg-
um atburðum og gerist skjólstæð-
ingur og málvinur stórhöfðingja og
keisara. Fróðleiksþyrstir lesendur
fá margt að vita, hvort heldur af
kirkjuskipan í Býsans eða upphafí
Kænugarðsríkis.
Styrkur bókarinnar liggur ann-
arsvegar í margvíslegum fróðleik
sem Arni dregur til sögunnar úr
öllum áttum, hinsvegar í frásagnar-
glöðum og tjörugum stíl. Það er
eiginlega hvergi dauður punktur.
Að sönnu glímir Árni við grund-
vallarspurningar um ást og trú, en
þær vangaveltur kafna aldrei í upp-
höfnum hátíðleika, af því höfundur
hefur sýnilega tileinkað sér það
virðingarverða sjónarmið að
skemmta lesendum. Það er þannig
svo virðulegum aldri, en héðan í frá hljóta menn að binda mikl-
ar og rökstuddar vonir við bœkur hans. “
heilmikill hasar
í bókinni, klám
og ofbeldi eins
og hver vill.
Þótt persóna
Þorvaldar víð-
förla sé ekki
byggð af nein-
um vanefnum,
þá verður hún
þó fyrst og
fremst farvegur
fyrir framvindu
sögunnar. Þor-
valdur er leit-
andi sál á um-
b r o t a t í m u m
sem gengur
Kristi á hönd.
En þrátt fyrir
fölskvalausa
trúarþörfi na
kann Þorvaldur
lítið annað fyrir
sér en bardaga-
listina, og sú
fróma list rekur
hann stríð úr
stríði.
Árni Berg-
mann er stílisti góður. Ekki fer á
milli mála að hann hefur mótast að
verulegu leyti í skóla Laxness, en
hefur þó ekki lært yfir sig, eins og
sagt er og hefur víst hent margan
góðan dreng. Víðast er frásögnin
lipur og skýr, og einatt býsna
hnyttin.
Sögulegar skáldsögur íslenskar
eiga nú aftur upp á pallborðið hjá
Islendingum eftir að hafa legið
óbættar hjá garði um nokkurt
skeið, og er skemmst að minnast
velgengni Falsarans eftir Björn
Th. Björnsson, sem einmitt var til-
nefnd til íslensku bókmenntaverð-
launanna í fyrra.
Með Þorvaldi víðförla tekur
Árni Bergmann óvænt en stórt
skref á rithöfundarbraut sinni. Árni
var lengst af hnepptur í fjötra dag-
legrar blaðamennsku og því var rit-
ferill hans nokkuð skrikkjóttur.
Það kann að hljóma undarlega þeg-
ar um er að ræða höfund á svo
virðulegum aldri, en héðan í frá
hljóta menn að binda miklar og
rökstuddar vonir við bækur hans.
Gáum að þvf.
Gráfiðruð tilvistarangist
Fríða Á. Sigurðardóttir:
I luktum heimi
Forlagið 1994
í nýlegu viðtali var Umberto Eco
spurður hversvegna konur væru
aldrei annað og meira en þarflitlar
aukapersónur í sögum hans. ítalski
metsöluhöfundurinn og fræðimaður-
inn svaraði: „Ég skrifa ekki um sál-
arlíf hvala af því ég er ekki hvalur.
Ég get heldur ekki skrifað um sálar-
líf kvenna af því ég er ekki kona.“
Fn'ða Á. Sigurðardóttir gefur líklega
ekki mikið fyrir þessa speki Umbert-
os: Skáldsagan / luktum heimi er
fyrst og fremst ítarlegt ferðalag um
sálarlíf Tómasar Jóhannssonar, mið-
aldra hagfræðings í tilvistarháska.
Friða sálgreinir aðalpersónu sína af
þvílíkri natni að í bókarlok er ekkert
það tangur eða tetur af garminum
Tómasi sem lesandinn hefur ekki
fengið að kynnast.
í luktum heimi er bók sem höf-
undur byrjar afskaplega vel; lesand-
ann langar jafnvel að yfirtrompa há-
stemmd kápuorðin eða rausnarlegt
lofið sem ritdómar hafa hlaðið á sög-
una. Fríða er nefnilega í essinu sínu
framanaf bókinni og Tómas og krís-
ur hans vekja í senn áhuga og for-
vitni. Stíllinn markar að sönnu engin
tímamót en frásögnin er í viðfelldn-
um rabbtóni og örlar jafnvel á kímni,
og kemur dyggum lesendum Fríðu
talsvert á óvart.
Tómas er að kikna undan fargi til-
gangsleysis, þjakaður af efasemdum
um alla hluti, hundeltur af áleitnum
spurningum sem ógna bæði sjálfs-
mynd hans og lífi. Meðan angistin
leikur sér að Tómasi molnar smám
saman ytri tilvera hans niður; ástin,
fjölskyldan og fyrirtækið.
Raunir Tómasar hafa næstum á
sér biblíulegan blæ svo minnir helst
á félaga Job, frægasta fórnarlamb
heimsbókmenntanna. Og þegar allt
er komið í óefni grípur Fríða til þess
ráðs að kynna Tómas fyrir ungri
stúlku sem virðist komin rakleitt úr
biblíunni líka, og heitir meira að
segja Rut. Eftir að Rut kemur til sögu
fer mjög að halla undan fæti. Þyngst
á metunum vegur, að persóna Rutar
er svo ósannfærandi og óspennandi
að það hálfa væri nóg. Það er þvf
banamein trúverðugrar spennu í sög-
unni þegar Tilvistarangistin Mikla
hjá Tómasi gufar upp einsog dögg
fyrir sólu Rutar, og fyrir vikið fá
krísurnar hans á sig helsttil gráfiðrað
yfirbragð.
En I luktum heimi er engin blóð-
rauð ástarsaga af gamla skólanum,
ástin reynist vitanlega enginn bjarg-
vættur heldur þvert á nióti síðasti
naglinn í kistu Tómasar. Af einhverj-
um ástæðum kemur Aristóteles mik-
ið við sögu í þeim harmleik, og er
vissulega nýmæli að sjá gamla
manninn í hlutverki hjónadjöfuls.
Seinni hluti bókarinnar er þó fyrst
og fremst æði langdregin og inni-
haldslítil sálarflækjuskýrsla. Sumum
finnst eflaust að höfundur taki les-
andann ineð sér niður í regindjúp
mannshugans, en öðrum að verið sé
að svamla í grunnu lauginni.
„Ástin reynist vitan-
lega enginn bjarg-
vœttur heldur þvert
á móti síðasti nagl-
inn í kistu Tómasar.
Af einhverjum
ástœðum kemurAr-
istóteles mikið við
sögu íþeim harm-
leik, og er vissulega
nýmæli að sjá
gamta manninn
í hlutverki
hjónadjöfuls. “
*
Islensku bókmenntaverðlaunin:
Fimm skáldsögur - en
fjölbreytni í
almenna flokknum
Orðabók, tvær ævisögur, stílfræði og Árbók Ferðafélagsins tilnefndar.
Guðrún Nordal, formaður dóm-
nefndar sem tilnefndi fimm bækur
til Islensku bókmenntaverðlaun-
anna í flokki fagurbókmennta, sagði
í ræðu sinni gær að dómnefndin
hefði sannarlega ekki verið öfunds-
verð af því að þurfa að velja úr þeim
26 bókum sem lagðar voru fram.
Það er enda mála sannast að sjaldan
eða aldrei hafa jafnmargar íslenskar
skáldsögur komið út á jólavertíð.
Og skáldsögurnar eru einráðar f
flokki fagurbókmennta: Ekki ein
einasta ljóðabók hlaut náð fyrir aug-
um dómnefndar. Það er athyglis-
vert, rneðal ánnars í ljósi þess að
ljóðskáld hafa til þessa hreppt verð-
launin f þrjú skipti af fimm sem þau
hafa verið veitt.
Eftirfarandi skáldsögur voru til-
nefndar: Tvflýsi eftir Thor Vil-
hjálmsson, útgefandi Mál og menn-
ing; Þorvaldur víðförli eftir Árna
Bergmann, útgefandi Mál og menn-
ing; Grandavegur 7 eftir Vigdísi
Grímsdóttur, útgefandi Iðunn; í
luktum heimi eftir Fríðu Á. Sig-
urðardóttur, útgefandi Forlagið;
Kvikasilfur eftir Einar Kárason, út-
gefandi Mál og menning.
Dómnefnd skipuðu Guðrún Nor-
dal, Ásdís Egilsdóttir og Þorsteinn
Þorsteinsson.
Þá voru fimm bækur tilnefndar í
annarra rita, og vekur athygli að
tvær ævisögur em í þeim hópi, báð-
ar útgefnar af Hörpuútgáfunni sem
ekki hefur verið aðsópsmikil til
þessa þegar íslensku bókmennta-
verðlaunin em annarsvegar.
Bækurnar fimm em: Islensk stfl-
fræði eftir Þorleif Hauksson og Þóri
Óskarsson, útgefandi Mál og menn-
ing í samvinnu við Háskóla Islands;
Orðastaður eftir Jón Hilmar Jóns-
son, útgefandi Mál og menning;
Árbók Ferðafélagsins eftir Guð-
rúnu Ásu Grímsdóttur, útgefandi
Ferðafélagið; Skáldið sem sólin
kyssti, ævisaga Guðmundar Böðv-
arssonar eftir Silju Aðalsteinsdótt-
ur, útgefandi Hörpuútgáfan: Saga
Halldóru Briem eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur, útgefandi Hörpuút-
gáfan.
Dómnefnd skipuðu Ólafur Odds-
son formaður, Haraldur Ólafsson
og Sverrir Tómasson.
Mál og menning gefur út helm-
ing tilnefndu bókanna og Harpa
tvær en iðunn, Ferðafélagið og For-
lagið eiga eina bók hvert forlag.
Kynjaskipting er hníljöfn: Fimm af
bókunum em eftir konur og fimm
eftir karla.
Alls kom 41 bók til greina, en út-
gefendur þurfa að borga 25.000
krónur með hverri bók til þess að
hún eigi möguleika á tilnefningu.
25 bækur vom lagðar fram í flokki
fagurbókmennta en 16 i' flokki ann-
arra rita.