Alþýðublaðið - 08.12.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 08.12.1994, Page 1
Alþýðuflokkurinn í Reykjaneskjördæmi: Hörkuspennandi prófkjör Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson takast á um efsta sætið. Líklegt að Petrína Baldursdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson keppi um þriðja sæti. Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra og Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður takast á um efsta sætið í opnu próf- kjöri Alþýðuflokksins á Reykja- nesi, sem haldið verður 21. og 22. janúar um tjögur efstu sætin á framboðslista. Rannveig hefur Kópavog, Garðabæ og Mosfellsbæ að mestu á sínu bandi, en á móti kemur að Guðmundur Arni hefur geysilega öflugan stuðning í Hafn- arfirði. Ef að líkum lætur verða það því Suðurnesjamenn sem úr- slitum ráða um efsta sætið. Fylk- ingar- frambjóðendanna þykja nokkuð jafnar þar og erfitt að spá um hvor hefur yfirhöndina. Petrína Baldursdóttir alþingis- maður sækir fast í þriðja sætið, en þar gæti Guðfinnur Sigurvinsson - ef hann gefur kost á sér einsog sennilegt þykir - orðið henni afar skeinuhættur. Guðfinnur er fyrr- verandi bæjarstjóri í Keflavík. Keppnin um þriðja sætið gæti því orðið ekki síður spennandi en um Rannveig: Ætlar að halda forystu- hlutverkinu. það fyrsta. Ýmsir hafa gert að því skóna, að slagurinn á milli Rann- veigar og Guðmundar Arna verði svo tvísýnn, og atkvæði skiptist þannig, að atkvæðahár frambjóð- andi - væntanlega annaðhvort Guðfinnur eða Petrína - geti Guðmundur: Öflugur stuðningur í Hafnarfirði. Petrína: Sækist eftir 2. til 3. sæti. Guðfinnur: Framboð hans er ekki ákveðið. stungið sér upp á milli þeirra. Við- mælendum blaðsins bar saman um að óh'klegt sé, að þetta geti gerst - en fáir treystu sér þó til að útiloka slíkt enda fordæmi fyrir því úr öðrum prófkjörum. Framboðsfrestur er ekki runninn út, og því óvíst hve margir gefa kost á sér í prófkjörinu, en rúm- lega tíu nöfn hafa verið nefnd. Þessir hugsanlegu frambjóðendur eru óskrifað blað að því leytinu til, að erfitt er um stöðu þeirra að spá og standa flestir nokkuð jafnir. Ólíklegt þykir að nokkur þeirra blandi sér svo heitið geti í topp- slaginn - að minnsta kosti enn sem komið er. - Sjá nánari umfjöllun á blaðsíðu 7. Framsóknarflokkurinn á Norðurlandi eystra: Sótt ad Páli Péturssyni Framsóknarmenn í Norðurlands- kjördæmi eystra efna til prófkjörs um miðjan janúar. Samkvæmt heim- ildum blaðsins verður sótt að Páli Péturssyni sem hyggst skipa 1. sæti listans áfram. Stefán Guðmundsson vill þó ekki að svo stöddu staðfesta að hann stefni á 1. sætið. Formaður kjörnefndar, Þorsteinn Asgrímsson á Varmalandi, sagði í samtali við blaðið að prófkjörið yrði opið fyrir flokksfólk og þá sem lýstu yfir stuðningi við flokkinn. Þeir sem gefa kost á sér eru Páll Pétursson á Höllustöðum sem hefur skipað fyrsta sætið í undanfömum kosning- um, Stefán Guðmundsson á Sauðár- króki sem hefur verið í 2. sæti, Elín Líndal á Lækjamóti sem skipaði 3. sæti, Sverrir Sveinsson á Siglufirði sem var í 4. sæti og þau Gunnar Bragi Sveinsson Sauðárkróki, Her- dís Sæmundsdóttir Sauðárkróki, Magnús B. Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd og Valur Gunnarsson oddviti á Hvammstanga. Þorsteinn sagðist ekki hafa orðið var við mikla umræðu um prófkjörið ennþá, enda nokkrar vikur til stefnu. En það ætti eflaust eftir að lifna yfir fólki þegar nær drægi prófkjörinu. Samkvæmt heimildum blaðsins vilja margir framsóknarmenn í kjör- dæminu að Stefán Guðmundsson færist upp í I. sæti í stað Páls. Áhrif Páls Péturssonar eru sögð dvínandi á sama tíma og vegur Stetáns hefur farið vaxandi. Blaðið spurði Stefán hvort hann hyggðist stefna á I. sæti listans við prófkjörið, en hann kvaðst enga ákvörðun hafa tekið um það. Kvennalistinn í Reykjavík: Mjög leynileg skoðanakönnun Kvennalistinn í Reykjavík er með skoðanakönnun í gangi meðal fé- lagskvenna um hverjar skuli skipa efstu sæti á framboðslista flokksins við komandi kosningar. Það munu vera 10 konur sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. Fyrir skömmu lauk nokkurs konar forvali hjá Kvennalistanum og 10 konur úr því voru valdar til áfram- haldandi úrtaks við val á framboðs- listann. Kvennalistakonur eru nú að skila inn seðlum með nöfnum þeirra kvenna sem þær vilja á listann. Kvennalistakonur vilja ekki flíka því hvaða 10 konur það eru sem nú er verið að greiða atkvæði um. Það sé fyrst og fremst mál félagsins en ekki neinna óviðkomandi, svo sem kjósenda úti í bæ. Á skrifstofu Kvennalistans feng- ust aðeins þær upplýsingar í gær, að spumingum varðandi skoðanakönn- unina skuli beina til Guðrúnar Agn- arsdóttur. Þegar til átti að taka kom hins vegar í ljós að Guðrún er erlendis. Olnbogabarn íslenskrar tímaritaútgáfu „Loksins, loksins, syngja börnin. blómin, býflugurnar og bændurnir. Gleði þeirra geta allir skilið og tekið þátt í. Tímaritið "O", hið mannlega, mikilvæga, merkilega og munaðarfulla olnbogabarn íslenskrar tímaritaútgáfu er komið út í fjórða sinn, minna en nokkru sinni fyrr...Blaðið er með næsta hefðbundnu sniði og endurspeglar það sem stendur okkur næst og ef til vill um leið hvað fjærst. Öllu nær opinberri sjálfsfróun er ekki hægt að komast án þess að vera handtekinn," skrifa ritstjórarnir Katrín Ólafsdóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson í ritstjórnarpistli nýj- asta tölublaðs "O" sem kom út fyrir skemmstu. Ljósmyndari Alþýðublaðsins greip þau skötuhjú glóðvolg úti skógi með kynn- ingarplaköt hins stórmerkilega rits og smellti af filmukossi. A-mynd: E.ÓI. Alþýðublaðið í dag Alþingismenn og gráglettni örlag- anna Rökstólar 2 Balkanskaginn: Er lausn fundin? Magnús Árni 3 Aðskilnaður ríkis og kirkju Leiðari 2 Guðrún Finnbogad. Bók um Rússland 5 Bankabók Nóra Örnólfur Árnason 8 Framsókn á Vestfjörðum: Tekur Pétur ekki 2. sætið? „Ég veit ekki hvort ég tek annað sætið ef mér býðst það. Ég veit ekki hvort það er sterkt að hafa mann í baráttusæti sem hefur verið hafnað í fyrsta sæti, en ég mun ræða við mína stuðningsmenn," sagði Pétur Bjama- son í samtali við blaðið. Pétur var varaþingmaður Fram- sóknarflokksins á Vestijörðum og tók sæti Olafs Þórðarsonar á Alþingi fyrir nokkrum vikum þegar Ólafur veiktist. I prófkjöri framsóknar- manna á Vestljörðum um síðustu helgi urðu úrslit þau að Gunnlaugur Sigmundsson framkvæmdastjóri í Reykjavík fékk llest atkvæði í 1. sæti listans en Pétur kom næstur. Anna Jensdóttir á Patreksfirði lenti í þriðja sæti. Gunnlaugur hefur verið viðloð- andi Framsóknartlokkinn lengi og gegnt ýmsum störfum í kerfinu á vegum flokksins. Hann er sérstakur skjólstæðingur Steingríms Her- mannssonar og Pétur var spurður hvort hann teldi stuðning Steingríms hafa ráðið úrslitum um sigur Gunn- laugs í prófkjörinu. „Það liggur Ijóst fyrir að það voru Vestfirðingar sem kusu í prófkjörinu og það eru þeina atkvæði sem ráða. Ég hef heyrt þessar raddir um stuðn- ing Steingríms en get ekken um það borið. Ég get ekki lagt mat á hvað réði þama úrslitum," sagði Pétur Bjamason.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.