Alþýðublaðið - 14.12.1994, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994
MHÐUBIMI
20839. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Gaspur
stjórnar-
andstöðunnar
í viðtali við Alþýðublaðið fyrir nokkru lét Guðmundur J. Guð-
mundsson háðuleg orð falla í garð stjómarandstöðunnar á Al-
þingi, og gagnrýndi hana fyrir „gaspur og vesen“. Þetta em orð
að sönnu, einsog glöggt kemur í ljós þegar skoðuð em viðbrögð
oddvita stjómarandstöðunnar við aðgerðum ríkisstjómarinnar.
í Tímanum í gær em birt viðtöl við Jóhönnu Sigurðardóttur,
Guðmund Bjamason, Kristínu Astgeirsdóttur og Svavar Gests-
son þarsem þau em innt álits á nýkynntum aðgerðum. Það er
skemmst frá því að segja að í svömm íjórmenninganna ber allt
að sama drekkingarhyl: aðgerðimar em „blekking“, „hin mesta
froða“, „uppgjöf ‘ og „rýrar og ómerkilegar“ svo notuð séu orð
stjómarandstöðuoddvitanna.
Nú er svosem ekki við því að búast að stjómarandstaðan gerist
allt í einu málefnaleg þegar aðeins er hálfur fjórði mánuður til
kosninga. Þess er skemmst að minnast að stjómarandstaðan
hélt uppi makalausu og tilgangslausu þófi í nokkrar vikur eftir
að Alþingi kom saman í haust. Viðbrögðin nú em fyrst og
fremst til marks um algera málefnafátækt og innihaldslaust
gaspur.
Er það „blekking“ að verja þremur og hálfum milljarði til at-
vinnuskapandi vegaframkvæmda? Er það „froða“ að auka sam-
vinnu við sveitarfélög um átaksverkefni á sviði atvinnumála?
Er það „uppgjöf1 að afnema tvísköttun lífeyrisgreiðslna? Er
það „rýr og ómerkileg“ aðgerð að framlengja hátekjuskatt og
undirbúa fjármagnstekjuskatt? Og hvað með hækkun skattíeys-
ismarka, aðgerðir gegn skattsvikum, lækkun húshitunarkostn-
aðar, úrlausn fyrir þá sem em í greiðsluvanda vegna húsnæðis-
lána, styrkari fjárhag heilbrigðisstofnana, niðurfellingu ekkna-
skatts og örvun ijárfestinga - er þetta kannski allt ein stórfelld
blekking?
Staðreyndin er því miður sú, að stjórnarandstaðan er algerlega
úrræðalaus. Flokkar Jóhönnu, Svavars, Kristínar og Guðmund-
ar hafa enga stefnu og engin svör. Hvar em tillögur þessa heið-
ursfólks í atvinnumálum? Hvað hefur það fram að færa í vel-
ferðarmálum - annað en gegndarlaus og innistæðulaus yfír-
boð? Hvaða stefnu vilja þau marka í kjarasamningum sem laus-
ir em um áramót - eða fylgja þau barasta Ögmundi Jónassyni,
hinum nýja frambjóðanda Alþýðubandalagsins, og kreíjast
100% hækkunar á línuna?
Því fer fjarri að þær aðgerðir sem ríkisstjómin kynnti um helg-
ina séu allsherjar lausn á öllum vandamálum sem við er að
glíma. Aðgerðir stjómarinnar em hinsvegar spor í rétta átt, og
eiga meðal annars að geta liðkað vemlega fyrir kjarasamning-
um. Þá er og búið að marka skýra stefnu til framtíðar í skatta-
málum, og gripið er til einarðra aðgerða í atvinnumálum. Með
markvissum aðgerðum mun takast að snúa vöm í sókn, hvað
sem líður gaspri og veseni hjá heimsendaspámönnum stjómar-
andstöðunnar.
Buslað í blóðbaði
Fáein orð um hlut-
verk fjölmiðla og
málstað Serba.
Útvarpið hefur á sínum snærum
dularfullan mann sem heitir Asgeir
Friðgeirsson. Eg held að ég fari rétt
með að hann hafi farið til útlanda og
náð sér diplómu uppá það að vera
tjölmiðlafræðingur. Hann virðist líta
á sjálfan sig sem einskonar fjöl-
miðla-sálfræðing og er þessvegna
með hyldjúpar analísur í útvarpinu í
hverri viku um íjölmiðlana, skjól-
stæðinga sína.
Um daginn fjallaði Asgeir um
fjölmiðla og stnð, og komst meðal
annars að þeirri niðurstöðu - sem
ekki er sérlega óvænt - að stríð vorra
tíma séu háð á tveimur vígstöðvum:
Annarsvegar á orrustuvöllum og
Einsog gengur
hinsvegar í kastljósi fjölmiðla þar-
sem tekist er á um almenningsálitið í
heiminum. Öldungis rétt, segjum við
nú bara. í framhaldi af þessu fór Ás-
geir að tala um takmarkanir fjöl-
miðla þegar kemur að frásögnum af
stríðsrekstri: Ijölmiðlar hafa einung-
is áhuga á afleiðingum stríðs en
miklu síður á orsökum þess. Það er
að segja: Sjónvarpsmenn leita uppi
sundurtætt lík, grátandi böm og
borgir í rústum til að sýna áhorfend-
um, en eru ófærir um að greina til-
drög hörmunganna enda er þar
sjaldnast um krassandi myndefni að
ræða sem hrærir uppí tilfinningum
almennings.
Vitaskuld er sannleikskom í þess-
ari kenningu, sem reyndar er ekki al-
veg ný af nálinni.
Vondu gæjarnir
En svo sneri Ásgeir sér að Balkan-
stríðinu sérstaklega, og þá fór nú að
vandast málið. Ásgeir færði semsagt
að því nokkur rök, að málstaður
Serba í stríðinu væri mjög affluttur
af fjölmiðlum. Skýringin á því er
fyrst og fremst sú, að mati Ásgeirs,
að fréttamenn þekkja ekki orsakir
skálmaldarinnar í Júgóslavíu heit-
inni. Þeir em allir að busla í blóðbað-
inu, og hafa ekki áhuga á þeim sögu-
legu forsendum sem skýra dútl Serba
síðustu misseri. Og af því fjölmiðlar
þurfa að einfalda alla hluti eins mik-
ið og unnt er, þá vom Serbar settir í
hlutverk vondu gæjanna og eiga sér
ekki viðreisnar von.
Síðan gekk Ásgeir af einurð og
festu í að skýra orsakir stríðsins í Bo-
sníu. Þær em þessar: Frá alda öðli
vom Serbar í Bosníu smábændur og
þessvegna f lægsta þrepi samfélags-
ins. Króatar vom hinsvegar landeig-
endur en múslímar kaupmenn. I
mörghundmð ár hefur verið trampað
á vesalings serbnesku smábændun-
Sagan er skækja stríðsæsingamanna af öllum þjóðum í Júgó- ,k
slavíu sálugu. Stríðið á Balkanskaga á sér engar dularfullar ræt- '
ur í Sögunni. Það er ósköp einfaldlega gamaldags landvinninga-
stríð, snýst um aðgang og yfirráð yfir auðlindum.
um, þeir ofsóttir og strádrepnir við
öll tækifæri. Og í síðustu heimsstyij-
öld kastaði tólfunum þegar efnt var
til helfarar á hendur Serbum.
Hræðsla Serba núna er þessvegna
enganveginn ástæðulaus, segir Ás-
geir. I Ijósi sögunnar geta Serbar
reiknað dæmið til hlítar: Þeir verða
ofsóttir og hundeltir áfram einsog
alla tíð. Hin rökrétta niðurstaða hlýt-
ur þessvegna að vera sú, að Serbar
séu einfaldlega að veija hendur sín-
ar.
Og þá má nú aldeilis hrósa þeim
fyrir best heppnaða vamarstríð sög-
unnar.
Skotheld afsökun
Hyggjum nú aðeins að málatil-
búnaði Ásgeirs. Hann er reyndar
ekki eini maðurinn í heiminum sem
hefur gagnrýnt Ijölmiðla fyrir frétta-
flutning af Balkanskaga. Öðmhvom
birtast í heimsblöðunum greinar eftir
fólk sem útskýrir hemað Serba með
sögulegum rökum, og álasar frétta-
mönnum fyrir stórfelldan skort á
þekkingu. Og enn em þeir sem ein-
faldlega trúa því ekki, að Serbar
fremji alla þessa stórkostlegu glæpi
án þess hafa vemlega skothelda af-
sökun. Em þá fréttir af Balkanskaga
eitt stórt svindl og svínarí? Em
fréttamennirnir yfirborðslegir
froðusnakkar sem halda að heimur-
inn hafi orðið til í gær? Em þeir
kannski eitthvað á móti Serbum?
Það finnst Serbum svo sannarlega.
Þeir skilja ekki hvernig Ijölmiðlar
hantéra stríðið. Serbar skilja ekki af-
hverju fréttamenn skilja ekki að allt á
þetta rætur í omstunni á Kosovovöll-
um fyrir hálfu árþúsundi.
Nýjustu fréttir: Fyrír
500 árum...
Þegar ég var á randi niðrá Balkan-
skaga spurði ég einu sinni serbnesk-
an hermann um nýjustu tíðindi af
stríðsrekstrinum. Jú, hann gat nú sagt
mér allt um það. Hann byrjaði á því
að rekja glæsta sögu hins foma serb-
neska konungsveldis, sagði mér síð-
an undan og ofan af heilögu stríði
Serba og Hundtyrkja sem náði há-
marki í omstunni miklu fyrir 504 ár-
um. Þá kom talsvert ítarleg frásögn
af miskunnarlausu hemámi Tyrkj-
ans, sem aldrei slökkti þó hetjuglóð-
ina í brjósti serbnesku þjóðarinnar
enda náði hún að hrista af sér okið á
síðustu öld. Og svo...
Þremur klukkustundum og nokkr-
um slivóvíts síðar tókst mér að bera
aftur upp spumingu mína um nýjustu
fréttir.
Sagan á stedja lyginnar
Það er góðra gjalda vert að kunna
skil á sögu Balkanskaga og reyndar
get ég fullyrt að margir erlendir
fréttamenn sem ég kynntist í Júgó-
nn
slavíu sálugu haft verið talsverðir,
sérfræðingar í þeim efnum.
En eitt verða Ásgeir og skoðana-
bræður hans að skilja. Sagan er ,jjn,
Balkanskaga eitl sterkasta vopnið
sem beitt er í siríðinu. Serbar nóto—.
söguna til að réttlæta fjöldamorð og
landvinninga. Áróðursmeistarar
þeirra em snillingar að vekja ótta :
meðal serbnesks almennings með
hryllingssögum úr fortíðinni. Og
einsog önnur vopn er Sagan lögð á
steðja lyginnar og smfðuð með sleg- j
gju óttans. Sagan er skækja stríðsæs-
ingamanna af öllum þjóðum í Júgó-
slavíu sálugu.
Stríðið á Balkanskaga á sér engar
dularfullar rætur í Sögunni. Það ef:
ósköp einfaldlega gamaldags land-
vinningastríð, snýst um aðgang oe
yftrráð yftr auðlindum. StríðsæsT
ingamenn nota hryllingsSöguna til
þess að etja saman fólki sem bjó í
sátt og samlyndi í 50 ár. j
Fréttamenn, margir hvetjir, líta”
svo á að þeir hafi siðferðilegri skyldu
að gegna. Stjömublaðamenn ýmissS
heimsblaða hika ekki við að segja:
Já, svo sannarlega tek ég afstöðu f
þessu stríði - gegn Serbum.
Og hvernig má annað vera? Stað-
reyndimar - afleiðingamar hans>
Ásgeirs - tala sínu máli. Serbar em
því miður vondu gæjamir á Balkan-
skaga. Hitt er svo annað mál að þar
em því miður engir góðir gæjar eftir.
Dagatal 14. desember
Atburdir dagsins
1799 Georg Washington frelsishetja
og fyrsti forseti Bandaríkjanna deyr.
1837 Breskar hersveitir bæla niður
uppreisn í Kanada. 1906 Fyrsti þýski
kafbáturinn, U1, tekinn í notkun.
1911 Norski landkönnuðurinn Roald
Amundsen og menn hans komast á
Suðurpólinn fyrstir manna. 1973
Mannræningjar láta lausan táninginn
John Paul Getty II þegar aftnn greið-
ir 750.000 dollara lausnargjald; áður
höfðu þeir skorið af honum eyrað til
að árétta kröfur sínar.
Afmælisbörn dagsins
Nostradamus, franskur stjömu-
spekingur, læknir og heimsendaspá-
maður, 1503. Brynjólfur Sveinsson
Skálholtsbiskup, 1605. IngibjörgH.
Bjarnason skólastjóri Kvennaskól-
ans og fyrsta konan sem kjörin var á
Alþingi. Georg VI varð konungur
Bretaveldis þegar bróðir hans, Eð-
varð VIII, afsalaði sér krúnunni til að
kvænast frú Simpson, 1895. Lee
Remick bandarísk leikkona, 1935.
Málsháttur dagsins
Ekki komast allir uppá krambúðar-
loftið.
Ord dagsins
Þegar finnur þjökuð önd
þrautum linna anna,
snýr hún inn d undralönd
endunninninganna.
Kolbeinn Högnason.
Annálsbrot dagsins
Hvarf prestur norðlenzkur, séra Jón
Gíslason að nafni. Sá reið af alþingi
og ætlaði til Bessastaða. Hesturinn
fannst með reiðskapnum í Dyrfjöll-
um fyrir norðan Hengil, en prestur-
inn hefur aldrei fundist.
Setbergsannáll, 1619.
Heimspekingur dagsins
En þótt skáldið væri magnað var
maðurinn, persónuleikinn, síst
áhrifaminni. Árunt saman var hann
einskonar sókrates á strætum og
gatnamótum höfuðstaðarins og síðan
yfirbóhem gildaskálanna þegar batn-
aði í ári. Enginn átti fleiri málkunn-
ingja en þessi einstæðingur.
Jóhannes úr Kötlum um Stein Steinarr.
Hugsjón dagsins
Meir hugðu þeir jafnan að lremd
þessa heims lífs en dýrð annars
heims fagnaðar.
Um fóstbræöuma Þorgeir Hávarsson
og Þormóð Bersason Kolbnínarskáld;
Fóstbræða saga.
Skák dagsins
Hvítur virðist til alls vís í stöðu dags-
ins: Riddarinn er uppivöðslusamur í
svörtu herbúðunum og hvítu peðin
láta sig dreyma um stórfellda stöðu-
hækkun. En Brynell sent stýrir
svörtu mönnunum og á leikinn gerir
nú í einu vetfangi útum sigurvonir
Meisters. Hvað gerir svartur?
s
i
á á
BM
W
M
X & //
1.... Hexc7 Og Brynell beið ekki
boðanna heldur gafst upp. Ella hefði
skákin tellst: 2. bxc7 RM+! 3. axb4
Ha8-+ og mátar.