Alþýðublaðið - 14.12.1994, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Fersk ásýnd forystusveitar Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra:
Anna Karólína í öðru sæti
og Aðalheiður í þriðja
- Sismörn Gunnarsson verður áfram í fvrsta sæti. Þetta er till
tillaga
uppstillingarnefndar flokksins, sem ætlar að vera búin að stilla
upp í neðstu sjö sæti listans fyrir 10. janúar.
„Við munum gera þá tillögu, að í
fyrsta sæti verði Sigbjörn Gunnars-
son alþingismaður, í öðru sæti Anna
Karólína Vilhjálmsdóttir íþrótta-
kennari og í þriðja sæti Aðalheiður
Sigursveinsdóttir formaður FUJ á
Akureyri. Uppstillingamefndin ætl-
ar að koma á fund kjördæmisráðsins
ekki síðar en 10. janúar og tilkynna
um röðun í næstu sjö sæti. Við erum
enga stund að þessu, helst vildum
við gera þetta á milli jóla og nýárs,
en sjáum hvað setur. Það em ýmsar
þreifingar í gangi með sætin sem
eftir eru,“ sagði Húsvíkingurinn
Gunnar B. Salomonsson, formaður
kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á
Norðurlandi eystra, í samtali við Al-
þýðublaðið í gær.
„Eg tók svolítið langan tíma í að
ákveða mig, en nú þegar ég hef tek-
ið þessa ákvörðun um að taka annað
sætið, þá leggst þetta vel í mig. Það
er skemmtileg og mjög sérstök
blanda sem skipar þama efstu þrjú
sætin. Við, ungu konumar, í öðm og
þriðja og Sigbjöm sem ég styð heils-
hugar í fyrsta sæti. Ásýnd flokksins í
kjördæminu verður ferskari fyrir
vikið. Ég geri mér að sjálfsögðu
fulla grein fyrir þvf hversu staða Al-
þýðullokksins í dag er erfið, en ég
segi það nú einsog svo oft áður að
héðan getur leiðin aðeins legið
uppávið," sagði Anna Karólína Vil-
hjálmsdóttir íþróttakennari.
„Þessi tillaga uppstillingamefnd-
ar um að við þrjú skipum efstu sætin
á framboðslista flokksins sýnir mik-
inn kjark og nýja hugsun; ferskleika.
Þetta er ung forystusveit á listanum
- Sigbjörn er fæddur 1951, Anna
Karólína 1959 og ég 1973 - og sýn-
ir svo ekki verður um villst, að Al-
þýðuflokkurinn tekur vel á móti
ungu fólki og þeirra viðhorfum í
stjómmálum. Ég lít á þetta sem einn
áfangasigur í baráttu Sambands
ungra jafnaðarmanna fyrir endur-
nýjun á framboðslistum flokksins.
Það er vonandi að önnur kjördæmi
taki þetta fmmkvæði norðanmanna
sér til fyrirmyndar. En ég hlakka
semsagt mikið til að hella mér í slag-
inn og er alls
óhrædd. Við
spyrjum að
leikslokum,"
sagði Aðal-
heiður Sig-
ursveinsdótt-
ir.
Alþýðu-
blaðið spurði Anna Karólína: Ungur
Sigurð Eðvarð sætj
Arnórsson,
varaþingmann flokksins - sem á
einn þingmann í kjördæminu, af-
hverju hann væri ekki í umræðunni
urn efstu sæti á framboðslistanum:
„Eg átti fmmkvæðið að því. Þar
liggja að baki persónulegar ástæður.
íþróttakennari í öðru Aðalheiður:
sæti.
Ég hef meira en nóg að gera í þeim
störfum sent ég gegni í dag; verð þar
af leiðandi ákaflega upptekinn á
næstu mánuðunt og er ekki tilbúinn
til að fóma því starfi. Ég hef hins-
vegar lýst því yfir, að ég muni vinna
Tvítugur formaður FUJ í þriðja
fyrir listann hvað það gagn sem ég
get, hvemig sem hann verður skip-
aður. Það stendur allsekki á mér að
taka þátt í því slarfi," sagði Sigurður
Eðvarð.
Menning
Við erum eins og Hobbitarnir í bókaútgáfu
- Þorsteinn Thorarensen rithöfundur og bokaútgefandi.
„Þetta em að verða 30 ár sem ég
hef verið með bókaútgáfu, byrjaði
árið 1966. Fjölvi er fremur lítil út-
gáfa sem snýst fyrst og fremst um
mín áhugasvið. Og ég er þeirrar
gerðar að grauta í öllu. Stundum
gengur þetta illa óg ntaður er á
hausnum en samt er ég enn að,“
sagði Þorsteinn Thorarensen rithöf-
undur og bókaútgefandi f stuttu
spjalli við blaðið.
Þorsteinn sagði að bækur Fjölva-
útgáfunnar vildu oft gleymast þegar
verið væri að greina frá nýjum bók-
um á markaðinum. „Við emm eins
og Hobbitamir. Þegar þeir fóru út í
heim vissi enginn hvað em Hobbitar.
Hvaða menn em það? Því miður vit-
um við ekki hverjir þið eruð því við
höfum aldrei heyrt ykkur nefnda.
Svoleiðis er það með Fjölvaútgáf-
una. Það veit aldrei neinn hverjir við
erum.“
-Er þetta ekki fullmikið sagt? Þú
liefur unnið margt stórvirki íbókaút-
gáfu sem athygli hefúr vakið.
„Ymislegt hefur svo sem komið
út. Nú er að koma annað bindið af
Hringadróttinssögu eftir Tolkien í
þýðingu minni. Fyrsta bindið kom út
í fyrra og fékk afbragðsgóða viðtök-
ur. Rétt er það. En ef ég á að nefna
eitthvað af því sem ég hef unnið að
má nefna að fyrst var það Aldamóta-
sagan. Því næst Hitlersbókin stóra
en síðan fór ég í Veraldarsöguna og
er kominn með átta hefti af tuttugu.
Nú er ég hins vegar stopp í bili með
Veraldarsöguna þangað til ég fæ eitt-
hvað meira af peningum til að geta
haldið áfram með þetta verk. Svo fór
ég út í það að gefa út Listasögu í
þremur bindum og Nútímalistasögu í
einu rosastóm bindi. Þá get ég nefnt
Undraveröld dýranna og Stóru skor-
dýrabók Fjölva. Einnig skrifaði ég
Tónagjöf um hin og þessi tónskáld
og svo fór ég í Söngvagleði sem
íjallar um ópemr. Það sést á þessu að
ég hef víða komið við,“ sagði Þor-
steinn.
Eins og sjá má af þessari upptaln-
ingu em áhugamál Þorsteins víð-
feðm og hann hefur ekki alltaf farið
troðnar slóðir í bókaútgáfu. Enda er
Þorsteinn Thorarensen urn margt
sérstæður persónuleiki. Lauk lög-
fræðiprófi á sínum tíma en lagði auk
þess stund á háskólanám í ensku,
frönsku og íslenskum bókmenntum.
Hann var blaðamaður á Morgun-
blaðinu og síðar blaðamaður og rit-
stjóri á Vísi. Eftir að hann hóf bóka-
útgáfu skrifaði hann fasta pistla í
Vísi og síðan Dagblaðið í allmörg ár.
Hætti þeim skrifum snögglega eftir
að hafa vitnað rangt í biblíuna, „mgl-
aði svolítið saman Kristi og Pfiatusi,
sneri þessu við,“ eins og hann segir
sjálfur.
Bækur af ýmsum toga
Fjölvi gefur út allmargar bækur nú
fyrir jólin og em þær af ýmsum toga.
Áður er minnst á 2. bindi Hringa-
dróttinssögu eftir Tolkien, sem heitir
Tveggjatuma-tal. Þýðendur em Þor-
steinn Thorarensen og Geir Krist-
jánsson. Fár undir fjöllum eftir
Kristin Helgason fjallar um Eyja-
fjallamálið um síðustu aldamót og er
hókin byggð á dómsskjölum og bréf-
um.
Eilífðan’élin er skáldsaga eftir
Baldur Gunnarsson. Að baki mánans
er heiti á nýrri Ijóðabók eftir Ágúst-
ínu Jónsdóttur. Ekki er vafi á að allt
áhugafólk um fluguhnýtingu fagnar
Stóru flugulmýtingabókiimi eftir
Jaqueline Wakeford. Friðjón Áma-
son þýddi. Hundmð litmynda em í
bókinni til skýringa á þessari list-
grein.
Undarlegt ferðalag eftir Jón Osk-
ar hefur að geyma hugleiðingar um
tilvemna, einskonar ákall um frið á
jörðu. Kvikmyndin Listi Schindlers
hefur hlotið gífurlega athygli og unn-
ið til margra verðlauna. Nú gefur
Fjölvi út bókina Listi Schindlers eftir
Thomas Keneally sem fyllir upp í þá
mynd sem kvikmyndin gaf.
Hitlersbörnin eftir Gerald Posner
hefur að geyma frásagnir bama
frægra nasistaforingja. Þá er að
nefna Kordúlubœkurnar, tvær
Þorsteinn: Stundum gengur illa og maður er á hausnum. A- mynd: E.ÓI.
barnabækur eftir Kordúlu Tollmien,
sem heita Vertu vinur minn og Láttu
þér batna. Margrétarbœkumar em
þrjár bamabækur eftir Gilbert Dela-
haye og Marcel Marlier, sem heita
Margrét flýgur út í heim, Margrét
kynnist tónlistinni og Margrét lœrir
að matbúa.
Létt og Ijúffengt í toppfonni heitir
ný bók eftir bandan'ska næringar-
fræðinginn Marilyn Diamond. Bók-
in hefur að geyma 120 uppskriftir
með hinu svokallaða nýja mataræði
Toppformsins, sem á að miða að
bættri líðan og líkamslögun.
Móðuraflið - Kúndalini Yoga eft-
ir Sri Chinmoy inniheldur lýsingu á
orkustöðvum líkamans og þriðja
auganu. Þá má nefna Góð ráð við
gigt eftir Dan Dale Alexander og
Amalgan eftir Barbro Jöberger sem
fjallar um kvikasilfurseitmn út frá
tannfyllingum.
Loks er að nefna endurprentun á
leiðsöguritum Jónasar Kristjánsson-
ar um Amsterdam og París.
Bubbi spilar og syngur
Bubbi Morthens mun spila í Þjóðleikhúskjallarnum annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld, og em tónleikarnir í samvinnu við Listaklúbb Leikhúskjallarans.
Á föstudagskvöld verða tónleikar á Ristorante Pavarottí á Akranesi og á
laugardagskvöldið verður hann á Gjánni á Selfossi. Á tónleikunum blandar
Bubbi saman nýju og gömlu efni.
ALÞÝÐUFLO K K U RIN N
Alþýöuflokkurinn í Reykjaneskjördæmi:
Framboð í prófkjör
Alþýðuflokkurinn í Reykjaneskjördæmi efnirtil prófkjörs um val í
fjögur efstu sæti á framboðslista flokksins við næstu þingkosn-
ingar. Prófkjörið fer fram dagana 21. og 22. janúar 1995.
Prófkjörsstjórn skipa:
-Sigþór Jóhannesson, Mávahrauni 5, Hafnarfirði, sími 52241
oddviti prófkj'örsstjórnar.
-Bjarnþór Aðalsteinsson, Stórateigi 20, Mosfellsbæ, sími 91- 666428.
-Guðmundur Finnsson, Norðurvöllum 2, Keflavík, símar 91-13258, 91-15779.
-Halldór E. Sigurbjörnsson, Ásbraut 11, Kópavogi, sími 91-40146, 91-44700.
-Magnús Andri Hjaltason, Staðarhrauni 21, Grindavík, sími 92- 68228, 91-641088.
Framboðum skal skila til einhvers prófkjörsstjórnarmanna fyrir
klukkan 24:00, föstudaginn 30. desember 1994.
Framboði skal fylgja skriflegt samþykki framþjóðanda fyrir fram-
boðinu ásamt meðmælum minnst 30 og mest 50 félaga í Alþýðu-
flokknum með lögheimili í Reykjaneskjördæmi.
Alþýöuflokkurinn í Reykjavík:
Borgarfulltrúar
í jóla-Kratakaffi
Borgarfulltrúar
jafnaðarmanna á
Reykjavíkurlistan-
um, þeir Pétur
Jónsson og Gunn-
ar Levy Gissurar-
son, verða gestir í
jóla- Kratakaffi mið-
vikudaginn 14. des-
ember.
Að vanda er húsið
opnað klukkan ,,
20:30 og á boðstól- Hress,r 1 bra£|ð,: Petur °9 Gunnar Levv
um verða kökur, kaffi, kakó og aðrar veitingar.
Jafnaðarmenn í stjórnum, nefndum og ráðum innan borgar-
kerfisins eru sérstaklega hvattirtil að fjölmenna.
- Stjórnin.