Alþýðublaðið - 16.12.1994, Page 1
Ný tillaga Gísla Braga Hjartarsonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins á Akureyri, til bæjarstjórnar:
Stofnuð verði
framkvæmdanefnd
Tilgangurinn er að koma
skikkan á stjórnun, áætl-
anagerð og ákvarðana-
töku við verklegar fram-
kvæmdir hjá Akureyrar-
bæ.
Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Al-
þýðuflokksins á Akureyri, hefur lagt fram
frumvarp fyrir bæjarstjóm Akureyrar um að
stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd Ak-
ureyrarbæjar. Að sögn Gísla er tilgangurinn
með frumvarpinu sá að komið verði á betra
skipulagi á stjómun, áætlanagerð og ákvarð-
anatöku vegna verklegra framkvæmda hjá
Akureyrarbæ.
Gísli bendir á að fram til þessa hafi ýmislegt
farið úrskeiðis varðandi framkvæmdir. Til
dæmis sé algengt að kostnaður fari fram úr
kostnaðaráætlun sem gerð sé við upphaf
verks. „Þá hafa oft risið deilur milli tækni-
manna, embættismanna, viðkomandi nefndar
og bæjarráðs," að sögn Gísla Braga „þar sem
hver aðili kennir öðmm um hvemig fór. Dæmi
eru um að bæjarráð haft krafist niðurskurðar á
upphaflegri kostnaðaráætlun verks og talið að
um of dýra lausn haft verið að ræða. Að lok-
inni byggingu hefur hins vegar komið i ljós að
niðurskurðurinn reyndist ekki raunhæfur. Oft
hefur komið í ljós að vinnuferli við hönnun
var alltof skammt á undan verklegum fram-
kvæmdum sem síðan olli auknum kostnaði og
torveldaði að byggingaeftirlit væri nægjanlega
markvisst."
Gísli segir að togstreita haft oft á tíðum
komið upp á milli hinna ólíku aðila sem ná-
lægt framkvæmdum koma vegna ósættis um
hvemig best skuli staðið að viðkomandi fram-
kvæmd og eins vegna óljósrar skiptingu á
hlutverkum. í ljósi þessa telur Gísli nauðsyn-
legt að skilgreina þurfi með formlegum hætti
vinnu og ákvarðanatökuferli við mannvirkja-
gerð svo sem nýframkvæmdir, meiriháttar
éndurbætur og viðhald þannig að hlutverk
hvers og eins sem þátt tekur í verkefninu sé
Ijóst frá upphafi. Þetta yrði eitt af hlutverkum
framkvæmdanefndar.
„Þannig gefst nauðsynlegur tími til frnrn-
athugunar og áætlanagerðar svo ekki komi til
þess að útboð og verklegar framkvæmdir tefj-
ist og geti ekki farið fram á áætluðum tíma,“
segir Gísli. „Ennfremur er nauðsynlegt að
nefndin komi með formlegum hætti á skil-
virku og bættu skipulagi á verkferli bygginga-
framkvæmda. Það má einmitt gera með
ákveðnum skilgreiningum og verklagsreglum
fyrir allt vinnuferlið, tæknilegan undirbúning,
frumathugun, áætlanagerð, hönnun, verklega
framkvæmd og skilamat. Loks er nauðsynlegt
að nefndin setji ákveðnar reglur um samskipti
sín við aðrar fagnefndir bæjarins og þær deild-
ir sem henni er ætlað að þjóna.“
Gísli sagði að eðlilegt væri að stofna til
framkvæmdanefndar sem tilraunaverkefnis
$em stæði út núverandi kjörtímabil og kostir
ög gallar þessa nýja fyrirkomulags yrðu svo
metnir með formlegum hætti undir lok kjör-
tímabilsins.
Gísli leggur áherslu á að tengsl fram-
kvæmdanefndar við bæjarráð verði tryggð
með því að formaður nefndarinnar eigi jafn-
i framt sæti í bæjarráði, þar sem gera megi ráð
fyrir að flestir liðir í fundargerðum nefndar-
innar þurfi að afgreiðast í bæjatráði áður en
þær koma til afgreiðslu bæjarstiómar.
_ Sjá bls 2b
Efnisyfirlit
Jón, fjármála-
ráðherrann,
j aðar skattur inn
og kona Jóns,
Gunna.
Finnur Birgisson 7
Það sem skilur
Akureyringa frá
Reykvíkingum
Viðar Eggersson 7
Ovænt
heimsókn í
leikhús
Akureyringa
Leikrit 5
Valkostir
✓
Islendinga
Leiðari 2
Konur í efstu
sætum Alþýðu-
flokksins
Spjall við Önnu
Karólínu Vilhjálms-
dóttur og Aðalheiður
Sigursveinsdóttir
fjallar um íslenskar
konur
Konur 5
Neyðin kennir
naktri konu
að spinna
Sigbjörn
Gunnarsson 7