Alþýðublaðið - 16.12.1994, Side 5

Alþýðublaðið - 16.12.1994, Side 5
JÓLABLAÐ 1994 ALÞÝÐUMAÐURINN 5b Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri skip- ar annað sæti Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra í komandi Alþingiskosningum: Sjávaraudlindin er sameign þjóðarinnar Anna Karólína Vilhjálmsdóttir er önnur tveggja kvenna sem skipa efstu sæti á lista Alþýðuflokksins því Aðalheiður Sigursveinsdóttir mun skipa þriðja sætið. Aðspurð segist Anna vera ánægð með ákvörðun sína að skipa annað sætið á listanum: „Ég hlakka til að taka þátt í barátt- unni fyrir Alþýðuflokkinn. Það er mikil þörf fyrir tilvist þessa flokks og mér fmnst hann ekki hafa notið sannmælis á undanfömum misser- um.“ „Flokkurinn hefur góða málefna- stöðu á flestum sviðum," sagði Anna Karólína. „Þá nefni ég til dæmis sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmál- in og utanríkismálin. Hvað utanríkis- málin varðar finnst mér sjálfsagt að fólk myndi sér á eigin spýtur skoðan- ir um ESB og fái svo sjálft að taka ákvörðun um það hvort við gerumst aðilar eða ekki. Sjávarútvegsmálin eru þessu kjör- dæmi mjög mikilvæg. Það hlýtur að skipta gnðarlegu máli fyrir sjávarút- vegspláss eins og þau sem hér á Norðurlandi eru að allir hali jafnan rétt til að nýta auðlindina í hafmu. Það er grundvallaratriði að sú meg- ináhersla Alþýðuflokksins að sjáva- rauðlindin sé sameign þjóðarinnar sé virt því það hlýtur að skipta sköpum fyrir framtíð sjávarútvegsplássanna. „Ekki get ég látið hjá líða að minnast á landbúnaðarmálin þar sem margir vinir mínir eru bændur og við setjumst ósjaldan niður til rökræðna. Það er nauðsynlegt að gera átak í markaðsmálum hvað varðar land- búnaðarafurðir og að bændur taki af auknum þunga þátt í slíku markaðs- átaki. Alþýðuflokkurinn hefur haft þetta lengi á stefnuskrá en bændafor- ystan virðist vera átta sig á nauðsyn þessa upp á síðkastið.“ Anna Karólína segist vona að Al- þýðuflokkurinn nái að minnsta kosti einum manni inn á þing. Hún telur að efsti maður listans, Sigbjöm Gunnarsson, hafi unnið mjög gott starf fyrir kjördæmið allt en ekki bara alþýðuflokksfólk. „Listinn er sterkur, hann er sam- hentur enda hafa engar deilur verið uppi um val á honum. Það er jákvætt að við sent skipum efstu sætin erum ekki sérfræðingar á neinu ákveðnu sviði og það mun auðvelda okkur að hlusta á vilja fólksins og taka mark á honum,“ sagði Anna Karólína að lokum. Anna Karólína: Sjávarútvegsmálin eru þessu kjördæmi mjög mikil- væg. Munurinn á Akureyring- um og Reyk- víkingum Fyrir utan þ<m hversu Reykvíking- ar eru niiklu latari við að klára setningar heldur en samlandar þeirra í höfuðborg Norðurlands er annar reginmunur á íhúum þess- arra tveggja borga. Það er alltént mat Viðars Eggertssonar, leikhús- stjóra hjá Leikfélagi Norðurlands, þekkir báða heima og samkvæmt honum eru íbúar Akureyrar miklu betri sögumenn en Reykvíkingar. „Akureyringar eru upp til hópa sagnaþulir miklir í eðli sínu,“ segir Viðar. „Þegar þeir kynnast ein- hverjum nýjum aðila eru þeir ekki f rónni fyrr en þeir vita deili á hon- um - hverra manna hann er, til að geta sett hann á réttan stað f spjaldskrá hugans og tilfinning- anna. Þeim er lífsnauðsyn að skipulag sé á öllu og að þeir hafi góða yfirsýn yfir samfélag sitt. Að öðrum kosti fyllast þeir óöryggi og þá getur andrúmsloftið orðið slæmt, þó loftslagið á Akureyri sé öllu jafna miklu betra en í Rcykja vík. Aðalheiður Sigursveinsdóttir skipar þriðja sæti Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra í komandi Alþingiskosningum: „íslands konur, hefjist handa!" Guðm. Guðmunds. Aðalheiður: íslands konur, hefjist handa! Heimtið yð- ar rétt! Mikið á ég Hannesi Hafstein að þakka. Ef hans hefði ekki notið við væru íslendingar aðeins helmingur- inn af þvf sem þeir eru í dag. Hver veit nema að við værum í sömu spor- um og Svisslendingar sem nýverið „gáfu“ konum kost á því að kjósa í öllum kosningum þar í landi, ef Hannesar hefði ekki notið við. Það eru mikilmenni eins og hann, Stein- vör Sighvatsdóttir, Maddama Vil- helmína Lever og Brfet Bjamhéðins- dóttir sem við eigum að það að þakka hversu framarlega við stönd- um í jafnréttismálum hér á landi. Lítum aðeins nánar á þessa mögn- uðu einstaklinga sem gerðu svo mik- ið til þess að greiða leiðir komandi kynslóða. Steinvör er ein af fáum konum sem getið er um í Sturlunga- sögu, og það ekki án ástæðu þar sem hún var ein valdamesta kona lands- ins. í Sturlungu segir að ef að deilu- mál um jarðarskika kæmu upp skildu Sigvarður, þáverandi biskup og Steinvör ráðfæra sig um hið rétta í hverju máli fyrir sig. Ef þau greindi hins vegar á skildi Steinvör ráða. Hún hafði, sem sagt, mikið, ef ekki mesta vald sem kona hefur haft í Is- landssögunni og er því einn af hom- steinum i kvennfrelsisbaráttunni. Maddama Vilhelmína Lever var hinsvegar fyrsta konan til þess að kjósa hér á landi. Það var í kosningu til sveitarstjómar á Akureyri árið 1863 að hún sá sér leik á borði, hún brá þeim einföldu rökum fyrir sig að konur væm líka menn. Þar við sat að hún kaus, en síðar var textanum í kosningalöggjöfinni breitt til þess að fyrirbyggja allan slíkan misskilning. Það var svo litlum fjörtíu og fjór- um ámm síðar að Bríet Bjamhéðins- dóttir kveður sér hljóðs og hvetur konur til þess að krefjast sömu launa og sömu réttinda og karlmenn sem vinna sömu störf. Arið 1909 fá svo allar konur kosningarétt til sveitar- stjómar. Það var svo loks árið 1911 fyrir vasklega ffamgöngu Hannesar Hafstein að konur fengu kosninga- rétt til Alþingis. Þessu fólki á ég mikið að þakka. Höfum vid gengid götuna til góds? En hvemig stöndum við í dag. Höfum við konur í raun fengið það sem við ætluðum okkur árið 1907 þegar að Bríet kom fram á sjónar- sviðið og sagði: „Konan er sköpuð til þess að gegna sömu skyldum og njóta sömu rjettinda og karlmaður- inn, að svo miklu leyti sem hæfileik- ar hennar og vilji leyfa“. Eru baráttumál kvenna eins langt á veg kominn hér á landi og menn vilja vera láta? Fá konur jafn vel borgað og karlar fyrir sömu vinnu? Því miður ekki, og oft á tíðum langt því frá. Konur em flestar hveijar í láglaunastöðum. Hverju sætir það, óverðugri vinna eða lakari starfs- kraftar? Hvomgt. Mín skoðun er sú að við höfum sofnað eilítið á verðin- um í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna. Það var góð og gild bylt- ing kvenfrelsisins sem færði okkur íslendingum mun fleiri konur til áhrifa í þjóðfélaginu. Nú getum við meira að segja státað okkur af konu sem forseta og einni sem borgar- stjóra. Þetta lítur allt mjög vel út á pappímum, en kjaramál kvenna hafa því miður ekki batnað að sama skapi. Hvemig stendur á því að baráttan er ekki komin lengra en raun ber vitni? Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum hina ötulu kvennfrelsisbar- áttu þá njóta konur ekki sömu kjara og sömu réttinda þegar á heildina er litið. Er það vegna þess að við höfum ekki hæíileika til þess eða vilja? Það er víst þetta bakslag sem veldur, því að það er eins og maðurinn geti aldrei stigið tvö skref áfram án þess að taka svo að minnsta kosti eitt aft- urábak. Sú kynslóð sem nú er í þann mund að slíta bamskónum ólst upp með kvennabaráttunni og verður að lok- um ónæm fyrir áróðrinum. Ég tala nú ekki um ef sömu slagorðin gilda sem áttu við um eitthvað sem löngu er unnið, allavega til hálfs. Þegar svo er komið þurfa menn að setja ný markmið og haga baráttunni eftir þeim. Sameiginleg rödd kvenna til úrbóta við atvinnuleysinu heyrist ekki, jafnvel þó að konur séu í meiri- hluti atvinnulausra og búa að jafnaði lengur við atvinnuleysi. Hveiju sætir þetta? Vonandi er ástæðan ekki sú að þær konur sem við stjómvölinn hafa verið séu þess ekki megnugar að bæta stöðu kvenna. Konur sem starfa í pólitík hljóta að vilja kynsystmm sínum sömu kjör og karla og þannig stefna þær saman að einu marki, burt séð frá öllum flokkadráttum. En mér virðist nú samt sem að konur séu í æ harðnandi samkeppni sín á milli, að þær séu enn undirgefnar og hlýðnar, í stað þess að snúa bökum saman og látum drauminn um jafnan rétt kynj- anna rætast. (Það felst ekkert síður í því að berjast fyrir fæðingarorlofi karla). Við megum ekki láta það ger- ast að afskipti kvenna á atvinnu- markaðnum fari minnkandi þrátt fyr- ir slæman efnahag. Við vorum ekki til þess fæddar að skríða aftur inní eldhúsið. Ekki ber svo að skilja á skrifum þessum að karlmennirnir okkar vinni okkur allt til foráttu, en það er nú einu sinni svo að það hlýt- ur að standa okkur næst að berjast fyrir okkar réttindum, það er einl'ald- lega þegnskylda okkar. Islands konur, hefjist handa! Heimtið yðar rétt! ír Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. w% HITA- OG VATNSVEITA AKUREYRAR Óskum viðskiptavinum okkar oq starfsfólki og farsældar á komandi ári Þökkum viðskiptin

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.