Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 1
íslenskt veitingahús í Moskvu? Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Kozyrev ræddu ýmiskonar samstarf landanna á sviði viðskipta og framkvæmda á fundi í Moskvu. Viðræður um sjávarút- vegsmál verða í Murmansk í janúar. „Islensk og rússnesk fyrirtæki hafa haft samstarf um markaðskönn- un varðandi rekstur vöru- og kæli- geymslu í útjaðri Moskvu sem gæti orðið nokkurs konar birgðastöð. Einnig hafa Rússar lýst yfir áhuga sínum á samstarfi við okkur um opn- un veitingastaðar í Moskvu sem byði upp á hágæðafiskrétti,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra í samtali við blaðið. Hann er nýkomin til landsins frá Moskvu þar sem hann átti viðræðufundi með Kozyrev utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði varðandi næstu skref í þessum málum að það væri spurning um hvort íslensk fyrirtæki treystu sér til að taka áhættu með því að efna til samstarfs um þessi verk- efni eins og kringumstæður væru núna í Rússlandi. Hins vegar væru viðskiptatækifæri mikil því margir Rússar væru komnir með mikla kaupgetu án þess að geta nýtt hana. En það væri hætt við því að þeir sem ekki vildu taka áhættu núna í við- skiptum kæmust ekki að þegar allt væri þama orðið áhættulaust. „A fundi mínum með Kozyrev var það markverðast að undirrituð var sameiginleg yfirlýsing um grund- vallarreglur í samskiptum landanna og hins vegar að samkomulag tókst um að efna til tvíhliða viðræðna milli Islendinga og Rússa um sjávarút- vegsmál. Akveðið var að sá fundur fari fram í Murmansk fyrir miðjan janúar,'1 sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. „Eg boðaði það að sendiráð okkar í Moskvu myndi fylgja þessum við- ræðum okkar eftir með því að af- henda utamikisráðuneytinu í Moskvu minnisblað um þau efnisat- riði sem ég hefði lagt til að yrðu um- ræðuefni sérfræðingahópsins sem kemur saman í Murmansk fyrir miðjan janúar. Síðan var jafnframt sagt að við myndum halda opnurn þeim möguleika að efna til fram- haldsviðræðna og þá með þátttöku Norðmanna síðar. Þetta er í fyrsta skipti sem tækifæri hefur gefist til að fara yfir meginat- riði Smugumálsins. Af minni hálfu var því lýst yfir að íslendingar vildu ná sem bestu samstarfi við Rússa varðandi alla þætti sjávarútvegs, veiðar, vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða. Við værum reiðubúnir til samninga sem heildarlausnar sem tæki á mörgum þáttum," sagði utan- ríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að auk þess hafi verið rætt all ítarlega um samstarf landanna varðandi möguleika á sviði viðskipta og framkvæmda. Einnig hefði verið rætt um samskipti innan Barentshafsráðsins og þá sérstaklega til að hvetja Islendinga varðandi samstarfið í Norðvestur-Rússlandi, það er að segja á Murmansk- og Ark- angelsksvæðinu. Seinni hluti fundar- ins hafi hins vegar farið í alþjóðamál þar sem megináherslan var samstarf Rússa við Atlantshafsbandalagið og þá sérstaklega afstaða Rússa til yfir- jýstra áforma um stækkun Atlants- hafsbandalagsins í austurátt. Utan- ríkisráðherra sagði Kozyrev hafa gagnrýnt þá stefnu í ítarlegu máli og talið mikið skorta á skýra hugsun um • markmið og leiðir varðandi þá stefnumótun af hálfu Nató. Það má ekki vanmeta reynslu - segir Elín G. Ólafsdóttir um framboðs- mál Kvennalistans. „Það má ekki vanmeta reynslu og það má ekki setja samasem merki milli ferskleika og þeirra sem eru að feta fyrstu skrefin. Mér finnst skipta mestu að það sé nokkurs konar jafn- ræði í þessum hópum sem eru full- trúar á Alþingi," sagði Elín G. Olafs- dóttir Kvennalistakona þegar hún var innt álits á umræðum um að fá fyrri þingmenn Kvennalistans í framboð aftur. Elín sagði að það væri heilmikil ábyrgð að setjast á þing og útheimti bæði þroska, reynslu og þor. Því skipti máli hvemig liðssveitin væri samansett að þessu leyti. „Með tilliti til þessa finnst mér það ekki fráleitt að konur sem hafi öðlast einhverja reynslu af þingstörfum og hverfa frá komi síðan aftur. Sljkt gæti jafnvel verið mjög æskilegt. Eg er ekki að tala hér um persónur held- ur hugmyndafræðina,“ sagði Elín. Hún kvaðst ekki hafa heyrt raddir um að fá fyrrverandi þingkonur í framboð í öðrum kjördæmum en í Reykjanesi. Elín sagði engar nýjar fréttir vera af framboðsmálum Kvennalistans í Reykjavík. rr Gamall og góður Stalínisti" „Ég hef þá kenningu að á þriðja glasi geti sannir Alþýðu- bandalagsmenn ekki stillt sig um að fara að tala um Stalín. Og í veislu um daginn varð ég enn vitni að því að Alþýðubandalags- menn fóru að gleðjast yfir þess- um mikla leiðtoga. Það var mikið sungið og þegar var tilkynnt að einn forsöngvarinn væri „gamall og góður stalínisti“ greip um sig almenn kátína. Þetta var einmitt á þriðja glasinu. Menn hlógu dátt og margir settu upp þennan „hann var nú góður þrátt fyrir allt karlinn“-svip sem ég hef svo oft séð í andlitum Alþýðubanda- Iagsfólks,“ skrifar Egill Helgason meðal annars í pistli sínum í dag. ★ Sjá Silfur Egils á blaðsíðu 2. Jólasveinn sem segir ekki nei Þessi jólasveinn er al- gert dauðyfli, en það sakar ekki að biðja hann um eitthvað gott í skóinn. Hann segir alveg örugglega ekki nei. ★ Sjá „Útsendarar Alþýðublaðsins i jólaskapi" á blaðsíðu 7. A-mynd: E.ÓI. Fáviti í Þjódleikhúsinu Þjóðleikhúsið frumsýnir á öðrum í jólum leikrit byggt á hinu heims- þekkta ritverki Dostojevskís, Fúvit- anum. Myshkin fursti, sem Hilmir Snær Guðnason leikur, er takmarka- laust græskulaus og góðhjartaður. Því er hann kallaður Fávitinn. henn hefur einnig þann kross að bera að vera flogaveikur. Alls staðar í kring- um hann er illska og fláræði, undir- Nýiasta apótekið ^ 0’r»mi iim r\nni moi+iIÍAr\A‘ Nýjasta apótek landsmanna hefur opnað í Torginu, verslunar- og þjónustumiðstöðinni í Grafarvogi. í tilefni opnunar eru mörg frábær opnunartilboð í snyrtivörudeildinni. Verið velkomin. Dæmi um opnunartilboð: Nýi Sun Moon Stars dömuilmurinn, 30 ml. kr. 2.200- Escada rakspíri og svitastifti í setti, kr. 3.000- Unglingailmurinn Red- og Blue Jeans, 75 ml. kr. 2.290- Max Factor snyrtivörur með 20% afslætti. Nýi Tocade dömuilmurirtn fiá Rochas með 15% afslætti. Hydra Star, dag- og næturkrem ftá Dior í öskju, kr. 2.990- SchoII fótaefrtin í gjafaöskjum með 25% afslætti. Neutrogena ofriæmisprófaðar húðvörur með 25% afslætti. Ódýrir varalitir á kr. 275- og margt fleira. GRAFARVOGS APOTEK Torginu, verslunar- og þjónustumiðstöðinni Hverafold 1-5, Grafarvogi, 112 Reykjavík, sími 587-1200 Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga 10-14 en lokað á sunnudögum nema annað sé tilkynnt. ferli og græðgi. Myshkin hrindir af stað atburðarás sem laðar fram kosti þeirra sem á vegi hans verða, en ger- ir illt ástand jafnvel verra. Þetta er saga um kærleikann og kristna trú, þjáninguna, mannúð og mann- vonsku. Auðmýktinni er teflt fram gegn klækjum. I verki sínu fávitan- um, íjallar Dostojevsky um þessar miklu andstæður af einstæðum skilningi og innsæi snill- ingsins, en þetta er í fyrsta sinn sem leikverk byggt á sögu hans er sýnt á landi. Leikstjórinn, Kaisa Korhonen, er með þekkt- ustu leikstjórum Norður- landa Hún hefur áður sett upp verk hér á landi, en það var með Nemenda- leikhúsinu fyrir fáum ár- um. Aðstoðarleikstjóri er Kári Halldór. Þau hafa sér til fulltingis frábæra leik- húsmenn frá heimalandi Kaisu, Finnlandi. Önnur hlutverk en furstans hrekklausa eru á hendi Baltasar Kormáks, Tinnu Gunnlaugsdóttur, Helgu Bachmanns, Stein- unnar Ólínu Þorsteins- dóttur, Halldóm Bjöms- dóttur, Eddu Arnljótsdótt- ur, og Gunnars Eyjólfs- sonar. Fleiri þekktir leik- arar fara með smærri hlut- verk. Þómnn Sigríður Þorgrímsdóttir hannar búninga, Jóhann G. Jó- hannsson, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins hefur að sjálfsögðu umsjón með tónlistinni en hljóðstjóm- in er í höndum ekki óffægari Stuðmanns en Sigurðar Bjólu. Leikgerð þessi er eftir Bretann Simon Grey, þýdd á íslensku af Ingi- björgu Haraldsdóttur, en hún er endurskoðuð af leikstjóranum Kaisu og landa hennar Seppo Parkkinen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.