Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 Síðbúin grein um nýja siðbót - nokkrar kámugar línur - Orsakir Margir hafa velt fyrir sér uppruna hinnar nýju íslensku siðbótar. Hér verður það ætlað að orsakimar séu margar og má tilnefna: 1. Pólitískar ástæður. 2. Hagsmunalegar ástæður. 3. Persónulegar ástæður - per- sónulegt hatur eða framapot („eins dauði er annars brauð“). 4. Afleiðing nýlegra lagasetninga - einkum stjómsýslulaga er opn- að hefur augu manna fyrir því að einhverjar reglur kunni að gilda um hegðun stjómmál- anna. 5. Akademískar ástæður - það mun vera hlutverk háskóla að taka til meðhöndlunar ákveðin viðfangsefni og að því er virðist er siðbótin þar efst á baugi. Má stundum rekja slíkt til skorts á áhugaverðum rannsókna- efnum sumra háskóladeilda og er þá oft þrautaráð að þvæla um sama við- fangsefnið „til dauða“ eða eins og Guðni rektor Guðmundsson réttilega hefur gert að slagorði í þeim efnum „allt vont kemur frá Svíum“. 6. Breytt ríkisstjómarstefna dag- blaðanna - sölustefnan „án tillits til ..." Fleiri orsakir má eflaust tína til en þetta ætti að nægja. Lagareglur - Sidareglur Að framan var þess getið að rætur hinnar nýju siðbótar kunni að liggja í nýlegri lagasetningu á sviði stjórn- sýslu en siðbótarmenn hafa haft uppi kröfur um skráningu siðareglna stjórnmálamanna. Garðar Gíslason, nú hæstaréttardómari, tekur þetta viðfangsefni til meðferðar í riti sínu „Em lög nauðsynleg?“ Það sama gerir Páll Skúlason í riti sínu „Sið- „ fræði“. Meðal Halldor E. þess sem þeir Sigurbjömsson vclta t:> rtr scr er hvort meg- l skrifar inmunur laga- reglna og siðareglna sé fólgin í „valdbeitingu“ eða „refs- ingu“ er býr að baki hinum fyrr- nefndu en ekki hinum síðamefndu. Em þó rnörk þessara reglna oft æði óljós eins og þeir greina frá. Með „valdbeitingu" eiga þeir við að unnt sé að leita aðstoðar réttarkerfisins, lögreglu, dómstóla og annarra úr- ræða af því tagi, það er við lagabrot- um liggja ákveðin viðurlög. Lætur greinarhöfundur nægja vegna eðli skrifa þessara og til styttingar að staldra við valdbeitinguna eða viður- lögin sem megin greinarmun laga- og siðareglna. Það er Ijóst að siðareglur fela einn- ig í sér viss viðurlög þó ekki séu þau sambærileg við viðurlög við brotum Nýjar reglur um greiðslumat Aukið öryggi fyrir öllu íbúðarkaup kalla á vel ígrundaða ákvörðun og mikilvægt er að vanda þar til allra verka. Með tilkomu greiðslumats hafa einstaklingar átt auðveldara með að átta sig á væntanlegri greiðslubyrði. Nú hefur Húsnæðisstofnun endurnýjað reglur sínar um greiðslumat og miða þær að því að gera íbúðarkaup öruggari en áður. Helstu breytingar eru þessar: ■ Miðað er við að greiðslubyrði allra lána fyrstu 3 árin eftir íbúðarkaup, byggingu eða endurbætur, verði ekki hærri en 18% af heildarlaunum. ■ Meira tillit er tekið til sveiflukenndra launa en áður. Áhersla er lögð á heildarlaun umsækjanda samkvæmt skattskýrslu í stað mánaðarlauna síðustu þrjá mánuði. ■ Lánafyrirgreiðsla, s.s. skammtímalán banka til kaupanda, verður að vera formlega staðfest sem ákvörðun. ■ Sala lausafjármuna, t.d. bíls, og aðstoð skyldmenna verður að hafa farið fram áður en Húsnæðisstofnun samþykkir kaup á veðskuldabrófi. Leitið til viðskiptabanka ykkar eða annarra fjármálastofnana eftir frekari upplýsingum varðandi hinar nýju reglur um greiðslumat. £&<□ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFAOEIID • SUÐURLANDSBRAUT U • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 89 69 00 •”“* OPIO KL. 8-16 VIRKA DAGA á lagareglum. Stjórnmálamaður sem heldur ræðu ofurölvi brýtur í senn laga- og siðareglur. Hann má hand- taka sem hvern annan fyrir ölvun á almannafæri, „stinga í steininn“ og skylda hann til greiðslu sektar. Ný- leg dæmi sanna að brugðist er við með öðmnt hætti og „refsing" slfks stjómmálamanns er einkum fólgin í háværri gagnrýni fjölmiðla og minnkandi tiltrú almennings og kjós- enda. Stjómmálamanninum er „refs- að“ þó með öðrum hætti sé. Þegar siðbótammræðan er skil- greind virðist sem ekki sé skýrt fyrir mönnum hvort setja beri lagareglur um hegðun stjórnmálamanna eða hvort ná má sama marki með skrán- ingu siðareglna. Dænti um skráðar siðareglur em siðareglur blaða- manna. Þar em skráðar siðareglur þær sem blaðamenn eiga að vinna eftir og við brot á þeim fellir Siða- nefnd blaðamanna úrskurð sem birt- ur er í blöðum. Má hér greina megin- mun laga- og siðareglna þar sem hinn brotlegi blaðamaður heldur að jafnaði starfi sínu þrátt fyrir alvarleg brot. Ef urn brot á „lagareglum blaðamanna" væri að ræða væri kannski á stundum eðlilegast að blaðamaður missti starfsréttindi sín. Má hér orða það svo að siðareglur blaðamanna feli í sér vissa vemd og skálkaskjól. Þess ber þó að geta að sumar af skráðum siðareglunt fag- stétta, svo sem lækna geta falið í sér refsikennd viðurlög sem ákveðin em af einhverskonar dómstóli stéttar- innar. Er því hér nefnt að hugs- anlega vœri þörf á að binda í landslög lágmarksverklag blaðamanna og leggur sá er þetta rítar fram tillögu um þau efni. Það sama, er ofan greinir, gild- ir um skráningu siðareglna stjóm- málamanna. Gæta verður þess að unnt er að lögfesta ákveðnar regl- ur um starfshætti þeirra og siða- reglur munu ekki einar sér sam- kværnt eðli sínu stuðla að fram- gangi siðbótarinnar hinnar nýju. Siðareglur má teygja, toga og að lokum skýla sér bak við. Stjóm- málamaður er talinn er hafa brot- ið siðareglur siðbótar getur setið sem fastast og er þannig likt á komið með blaða- og stjómmála- mönnum. Þetta ættu siðbótar- menn að hafa í huga auk þess sem siðspekingar hafa bent á að varla er unnt að skrá siðareglur sam- kvæmt náttúm þeírra. Nýlegt dæmi sannar hins veg- ar, að í krafti ákafrar siðbótarum- ræðu fjölmiðla, samfara þrýstingi af öðru tagi, getur komið til þess að ráðamaður segi af sér. Má því segja að tilteknar aðstæður feli „Hinn dæmigerði íslenski stjórnmálamaður er sem betur fer að jafn- aði eins og þjóðin. Hann er mannlegur og breyskur og alls ekki slétt- ur og felldur ... Hin nýja siðbót vill losna við þessa tegund stjórn- málamanna. Hún vill að stjórnmálamenn séu einnar gerðar. Það kann að vera sú gerð sem framleidd hefur verið af hefðbundnum og snobbkenndum karla- og kerlingaklúbbum ... Það er hins vegar áleit- in spurning hvort kjósendur velji slíka stjórnmálamenn er þeir fella lokadóm allrar siðferðilegrar breytni í kosningum hverjum.“ siðareglur siðbótar í sér vissa vald- beitingu - viðurlög. Sameiginlegt með blaðamönnum eiga stjórnmálamenn allt sitt undir mati lesenda og kjósenda, hvort sem þeir sýna það með kaupum á dag- blöðum eða í fornti atkvæðis síns. Siðbrot Hin nýja siðbót er að marki minna umburðarlynd en íslenska þjóðarsál- in. Þannig ypptir þjóðarsálin varla öxlum yfir drykkjulátum, sjóðas- ukki, klfkuskap og öðru því sem hin nýja siðbót fer hamförum yfir. Hin íslenska þjóðarsál hefur nefnilega annað eðli sem systur hennar í öðr- um löndum. Einna greinanlegust er afstaða til hórdómsbrota ráðamanna. Má þar benda á afleiðingar þær sem slík siðbrot hafa til dæmis á feril breskra og bandarískra stjómmála- manna. Hafa breskir íhaldsmenn er boðuðu hina nýju bresku siðbót þurft að þola að höggvið væri í raðir þeirra og hafa örlög þeirra orðið með tor- kennilegum hætti. Reyndar er spurn- ing hvort breytingar eru í aðsigi á siðaviðhorfum íslendinga í þessa veru og er skemmst að minnast ný- legra deilna um siðferði íslenskra presta er opinberaðir hafa verið í íjölmiðlum. Það er hins vegar Ijóst að ekki er Aðalfundur Vélstjórafélag íslands heldur aðalfund fimmtudaginn 29. desember 1994 kl. 14 í Skíðaskálanum Hveradöl- um. Dagskrá samkvæmt 31. gr. í lögum félagsins. Árshátíð Árshátíð félagsins verður haldin á sama stað um kvöldið. Rútuferðir frá Borgartúni 18 upp í Skíðaskála kl. 19. Miðasala á skrifstofunni. Félagsfundur vélstjóra á fiskiskipum Þriðjudaginn 27. desember verður haldinn félagsfund- ur um málefni vélstjóra á fiskiskipum. Fundurinn verð- ur haldinn í Borgartúni 18,3. hæð, og hefst klukkan 14. Félagsfundur vélstjóra á farskipum Miðvikudaginn 28. desember kl. 14 hefst svo fundur með vélstjórum á farskipum. Sá fundur er einnig hald- inn í Borgartúni 18, 3. hæð. sama hver fremur siðbrot og skiptir þar mestu hvar viðkomandi er í valdastiganum. Gilda því hugsan- lega strangari reglur um efsta hluta hins íslenska stjómmálastiga en um lægri stig hans og trúna ráðherrar þar efstir, síðan koma þingmenn, sveit- arstjómarmenn, aðrir stjómmála- menn og svo koll af kolli. Má þvf ætla að stjórnmálamönnum séu laus- ari fætur eftir því sem ofar dregur en það er ekki algilt eins og dæmin sanna þó unnt sé að sjálfsögðu að benda á nýlega afsögn ráðherra nokkurs. Af framansögðu má draga þá ályktun að sitt sýnist hverjum um hvað sé siðbrot og em þau eins og siðareglurnar afstæði í eðli sínu og breytanleg í tíma og rúmi. Hlutverk Alþingis Sú krafa að alþingismenn „setji“ siðareglur á ekki við nein lög eða rök að styðjast. Hlutverk þingmanna er ekki að „setja“ siðareglur heldur lagareglur - sett lög (sjá hér þau ákvæði Stjórnarskrárinnar er snúa að löggjafarvaldinu). Alþingismenn geta ekki frckar en aðrir flokkar manna „sett“ siðareglur um svo al- mennt og mikilvægt atriði sent breytni ráðamanna. Siðareglur myndast með öðrum og oft óljósari hætti - eru „sjálfsprottnar". Það er hins vegar hlutverk alþingismanna á hverjum tíma að meta og skýrgreina þörfina á settum lögum og væri verðugt viðfangsefni þeirra að skrá í sett lög frekari reglur um hegðan ráðamanna við framkvæmd starfa sinna og réttarstöðu þeirra. Getur þá komið til þess að siðareglur taki á sig form lagareglna eftir því sent til tekst en milli þessara reglna liggur ákveð- inn „leyniþráður". Kemur þá eink- um til greina nýsmíði laga um ráð- herra, stjórnsýslulega stöðu þeirra, stjórnsýslubrot þeirra og viðurlög við þeiin og sérgreindar reglur er snerta framkvœmd ráðlierrastarf- ans. Ber að Imfa í huga við smíði slíkra reglna sérstöðu þá er ráð- herrar hafa í íslenskri stjórnskipun. Hyggja ber og að stofnun stjórn- sýsludómstöls sem vel er til þess fallinn að lírskurða unt lagabrot (stundum einnig siðbrot í eðli sínu) stjórnmálamanna - einkum ráð- herra. Það er hins vegar rétt að benda á það hér að við tilteknar aðstæður og einkum þegar fjölmiðlar leggjast þungt á áramar þá kann að vera að siðareglur, sem fjölmiðlar skilgreina jafnan jafnóðum og það kann að eiga við, geti hafl „áhrif' sem lagareglur - leiði til einhvers, til dæmis þess að ráðherra segir af sér. Það er hins veg- ar umhugsunarefni að þegar siða- reglum er beitt með þeim hætti er ekki unt nein jöfnuð að ræða, saman- ber þá meginreglu að allir em jafnir fyrir lögunum og þá væntanlega einnig fyrir siðareglunum. Þeir sem fyrir fjölmiðlafári verða hverju sinni fá að súpa seyðið af meintum sið- brotum sínum en aðrir og oft sínu „verri“ siðbrotamenn sleppa með skrekkinn. „Málsmeðferð" Ijölmiðla verður aldrei, hversu málefnaleg sem hún kann að vera, jafnað við málsmeðferð fyrir dómi þar sem jafnan er gætt jafnréttis og samræm- is við meðferð rnáls og niðurstöðu. MálsmeðferðaiTeglur dómstóla em blandaðar siðareglum og fela í sér grunnreglur varðandi mannhelgi og jöfnuð en siðareglur siðbótar kunna að vera byggðar á allt öðmm grunni - pólitfskum eða hagsmunalegum stoðum. Siðbótarreglumar em opnar fyrir misbeitingu og ekki síst nú um stundir þar sem veruleg hægri „slag- síða“ hrjáir fjölmiðla á Islandi. Hinn íslenski stjórnmálamadur Hinn dæmigerði íslenski stjóm- málamaður er sem betur fer að jafn- aði eins og þjóðin. Hann er mannleg- ur og breyskur og alls ekki sléttur og felldur. Geta þeir sem um það efast litið yfir þá sem langan feril hafa að baki í fslenskum stjómmálum og munu þeir greina þessi sérkenni. Hin nýja siðbót vill losna við þessa tegund stjórnmálamanna. Hún vill að stjórnmálamenn séu einnar gerðar. Það kann að vera sú gerð sem framleidd hefur verið af hefðbundn- um og snobbkenndum karla- og kerlingaklúbbum, hrærð saman við flaum af ræðu-, stjómmála- eða framkomunámskeiðum, og síðan siðbætt af „sænskættuðum“ siðbót- arkenningum er framreiddar hafa verið og kryddaðar „siðbótarelftu“ hvers flokks. Það er hins vegar áleit- in spurning hvort kjósendur velji slíka stjórnmálamenn er þeir fella lokadóm allrar siðferðilegrar breytni í kosningum hverjum. Til hlidsjónar: EiríkurTómasson, Úlfljótur 2. tbl. (1994), bls. 171-177. Garðar Gíslason, Eru lög nauðsynleg? (Reykjavík 1989). Hart, H.L.A.: The Concept of Law (Oxford 1961). Ólafur Jóhannesson, Stjórnskipun íslands (Reykjavík 1960). Páll Skúlason, Siðfræði (Reykjavík 1990). Siðareglur blaðamanna samþykktar á aðalfundi 1991. Þór Vilhjálmsson, Réttarfar l-ll (Reykjavik 1987 (fjr.). Höfundur er þjóðréttarfræð- ingur og situr í stjórn Alþýðu- flokksfélags Kópavogs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.