Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Jafnaðarstefna - allra tíma Undanfamar vikur hafa verið miklar róstur í pólitík á Islandi. Ástæðan er valdabarátta, þrengri kostur almennings, og það að kjör- tímabili fer senn að ljúka. Sviptingar hafa verið mestar innan þeirra hópa sem telja sig ntiðju- og vinstri menn. Reyndar vilja allir telja sig til jafn- aðarmanna. Nýstofnaður Þjóðvakaflokkur tel- ur sig hafa eitthvað nýtt fram að færa en endurprentar stefnu eina Jafnaðarmannaflokks Islands: Al- þýðuflokksins. Stefnan breytist ekki þótt orðaröð sé breytt, hið raunvemlega inni- hald boðskaparins mun standa, rétt eins og jólaboðskapurinn breytist ekki þótt menn fari með hann á mismunandi vegu. Það sem virðist ein- kenna þá sem hafa verið að ganga til liðs við Þjóðvakaílokkinn er að þeir hafa margir farið halloka á einhvern hátt í framboði, eða ekki náð í gegn með sinn boðskap meðal fyrrverandi fé- laga. Þetta gefur flokknum visst yfirbragð. Stjómarmaður í Granda og Aflvaka, Ágúst Einarsson, pró- fessor, er glöggt dæmi um áðurnefnt og ef til vill er rétt að rifja upp, að hann er mikill talsmaður þeirrar sjávarútvegsstefnu og fækkunar- stefnu bátaflotans sem er að ríða smábátaútgerð á fullu. (Ég tel reynd- ar að núverandi lög um stjómun fiskveiða séu mjög ijarlæg jafnaðar- stefnu.) Þegar verið er að fjalla um jafnað- arstefnu vænta allir jafnaðarmenn þess að þeir sem vilja velferð þjóð- arinnar í nútíð og framtíð, styðji stefnuna í verki með alúð og ein- beittum vilja. Jafnréttið er sá töfra- máttur sem einn getur aflað þjóðinni vegs og virðingar, frelsis og farsæld- ar. Við eigum öll að treysta á þenn- an mátt og tileinka okkur orðin: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Við jafnaðarmenn eigum við þann vanda að glíma að málin hafa aldrei snúist á þann veg að við gæt- um einir myndað afl til að reka þjóð- félagið samkvæmt okkar stefnumið- um. Við höfum eins og flestir aðrir flokkar á íslandi orðið að sætta okk- ur við málamiðlanir. (Er ekki mála- miðlun einkenni íslenskra stjóm- ntála?) Framkvæmd stefnu tengist for- ystu en eðlilegt er að áherslur breyt- ist í takt við þjóðfélagshætti hvers tíma og að sjálfsögðu ræður forystan miklu um hvernig til tekst. Þrátt fyr- ir miklar þrengingar að efnahag lands- ins vegna sam- dráttar og utanaðkomandi aðstæðna hefur at- vinnuleysi síðustu ára verið minna en þau 10% eða meira sem stjórnar- andstaðan og Þjóðhagsstofnun spáðu. Það er rétt að ntinna á að stjómarandstaðan hefur á síðustu vikum kennt ríkisstjóminni um að atvinnuleysi skuli ekki vera minna en það er, þrátt fyrir þessar fyrri spár. Smáflokkar og ósamlyndi hef- ur alltof lengi verið viðloðandi á vinstri væng stjómmálanna og oft er það vegna valdabaráttu einstaklinga. Þessu verður að linna og ég er sann- færður um að það vilja flestir þeirra sem kenna sig við jafnaðarstefnu. Mín skoðun er sú stefna Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmannaflokks Is- lands, sé sú hugsjón sem okkur ber að fara eftir og lifa eftir af fremsta megni. Nálgast þau markmið sem þar em sett þótt við verður að beygja okkur fyrir staðreyndum eins og málamiðlunum og fleiru sem er ef til vill ekki í samræmi við það sem við viljum helst. Pallborðið Gísli S. Einarsson skrifar „Við jafnaðarmenn eigum við þann vanda að glíma að málin hafa aldrei snúist á þann veg að við gætum einir myndað afl til að reka þjóðfélagið samkvæmt okkar stefnumiðum. Við höfum eins og flestir aðrir flokkar á íslandi orðið að sætta okkur við mála- miðlanir. (Er ekki málamiðlun einkenni íslenskra stjórnmála?)“ Konur eru í sókn hvað sem hver segir. Þær voru til dæmis í óvenju- miklum meirihluta stúd- entahóps sem útskrifaðist frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag. Hið ótrúlega gerðist: Af 25 stúdentum eru konur 21! Bestum námsárangri náði vitaskuld kona, Helga Hrönn Jón- asdóttír, sem útskrifaðist af málabraut eftir sjö anna nám í skólanum. Ekki kunnum við að greina frá ástæðunum sem þama liggja að baki. Kannski eru hafnfirskir piltar bara svona ófróðleiksfúsir og nenna ekki í skóla... Margter mannanna meinið og eitt þeiiTa plagar for- eldra ungra bama óendanlega: Dag- vistarvandinn. Nú er svo komið, að í einu sveitar- félagi á landinu sýnist hætta á, að þessi vandi verði of lítill. I nýútkomnu málgagni jafnaðarmanna í Kópavogi er þannig sagt frá því hvemig Gunnar Birgis- son. oddviti sjálfstæðis- manna og for- maður bæjar- ráðs, útskýrði á bæjar- stjórnarfundi hvers vegna ekki hefði verið látið neitt fjármagn í nýjan leikskóla við Agnarsmára þar í bæ: „Ef við hefðum haldið áfram með þennan leik- skóla, þá hefði biðlisti barna í bænum orðið of stuttur." Svo ntörg vom þau orð Gunnars. Of stutt- ur? lllt í efni. Getur þá til dæmis verið, að Kópavogs- bær skuldi of lítið? Hvað segja hagfræðingar... Hinumegin Ky fi ynlausir tskar ryðja sér nú til rúms sem útflutningsvara. Fyrirtæki Njörvi hefur altént gert sölusamning við ítali um sölu á 50 þúsund laxaseið- um í samvinnu við Lax hf. Seiðin eru öll geldingar, eða kynlausir fiskar. í Eld- isfréttwn segir, að þetta sé athyglisvert fyrir þær sakir að milliríkjaviðskipti með seiði hafi verið erfið vegna hræðslu við að sjúkdómar berist á milli landa. Auk þess hafi Norðmenn haft yfirburðastöðu á markaðin- um fyrir kynbótaseiði sem vaxa hratt. Skýringin á áhuga Itala á íslenskum seiðum sé fyrst og fremst sú að hægt sé að bjóða upp á þessa kynlausu fiska sem ekki verða kynþroska, sem verið hefur sérstakt vanda- mál hérlendis og erlendis... Einmitt það? Jæja, ég vil sko miklu frekar vera lifandi lík, búið til ur afgöngum og niðursneiddum búkum heldur en af- skræmdur lítill grafarræningi einsog þú! Sýra dagsins Unga fólkið í Kópavogi lætur ekki að sér hæða. Allt frá því að Kópa- vogur var opinberlega gerður að vöggu pönksins hefur það keppst við að vera kjaftforara en flokks- málgögnin þar í bæ og það er hæg- ara sagt en gert. Svona er nýjasta útgáfan sem birtist á sérstakri ung- lingasíðu í Alþýðublaði Kópavogs: „Hafið þið pælt í því að Davíð Oddsson, Jón Baldvin, Sighvatur Björgvinsson, Ólafur Allaballi, Jó- hanna Sigurðardóttir og Friðrik Sophusson eru öll af '68- kynslóð- inni? Þetta fólk er allt fyrrverandi blómabörn. Líklega hafa þau öll verið droppandi sýru á hverjum einasta guðsgefna degi. Líklega tókst þessu fólki að drepa í sér hverja einustu taugafrumu með öll- um þeim aragrúa efna sem á boð- stólum voru." Jóhanna og Sighvat- ur, fyrrverandi blómabörn? Öll droppandi sýru? Og við sem héld- um að ekkert þeirra nema Davíð væri af '68-kynslóðinni. Skamm, skamm... Fimm á förnum vegi Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Aðalheiður Bragadóttir, nemi: Mig langar í kjól. Margrét Haraldsdóttir, hús- móðir: Bara eitthvað fallegt. Berglind Gunnarsdóttir, 10 ára: Mig langar bara í myndavél. Daði Halldórsson, 8 ára: Ég óska mér tölvu. Jóhanna Rut Hafsteinsdóttir, 10 ára: Lúffur, spil og bók sem heit- ir Ævintýri með afa. Viti merm Róður ruðningshetjunnar OJ. Simpson þyngist enn: Notaði jólagjöfína við morðið. Fyrirsögn í DV I gær. Nei, þetta voru nú ekki mikil voðamenni. Annar er fjölda- morðingi, en óvíst um fjöld- ann, og hinn nauðgari en aðallega ragmenni. Megas um Axlar-Björn og Svein skotta, fyrirmyndirnar að söguhetjum hans í skáldsögunni Björn og Sveinn. Viðtal Davíðs Þórs Jónssonar í Heimsmynd. Þeir eru timni, strákarnir sem ég hef sofið hjá á síðasta ári. Af því er eitt „pjúra“ slys. Einn þeirra var kærasti, en annar svona hálf-kærasti. Þetta er allt svolítið flókið. 21 árs gömul stúlka I viðtali við Heimsmynd í grein um kynlifsvenjur ungs fólks. Norsku veðurathugunar- mennirnir ellefu sem halda til á Bjarnarey, geta nú um jólin gengið í kringum eitt dýrasta jólatré sögunnar. Þeir fengu í gær nýtt tré með þyrlu eftir að ísbjörn hafði étið jólatréð sem þeir áttu að gleðjast við um jólin. Frétt í DV í gær. Með fullri virðingu fyrir nefndarfólkinu þá skil ég ekki afhverju verið er að setja miðaldafræðinga og miðaldra fræðinga í nefndina. Kolbrún Bergþórsdóttir um nefndina sem tilnefndi bækur til íslensku bókmenntaverðlaunanna. DV í gær. Eggert Haukdal, þingmaður Sjálfstæðisflokks á Suður- landi, ber til baka sögusagnir um að hann sé hættur við sérframboð í kjördæminu. Frétt í Tímanum í gær. Ömmur og afar! Tökum höndum saman og sýnum í verki þá væntumþykju og ábyrgðartilfinningu sem við berum til barnanna okkar. Gefum þeim ekki stríðs- eða önnur ofbeldisleikföng í jólagjöf. Lesendabréf frá „Friðarömmum" í Mogganum í gær. Hundruð aldraðra án hjúkrunar. Fyrirsögn fréttar í Morgunblaðinu um afleiðingar verkfalls sjúkraliða. Ég er ein þeirra sem ávallt hafa kosið Kvennalistann. Mér sýnast þær blikur á lofti nú að Iistinn verði að efna til verulegrar uppstokkunar ef hann á að halda einhverju fylgi. Lesendabréf í DV I gær frá Láru Guðmundsdóttur. Stórfelldum skattsvikum, sem eiga sér stað í þjóðfélaginu, fylgir slíkt óréttlæti að ekki verður lengur við unað. Hér verða stjórnvöld að taka til hendi af meiri röggsemi en beitt hefur verið hingað til. Guðmundur Bjarnason varaformaður Framsóknar. DV í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.