Alþýðublaðið - 23.12.1994, Page 8

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 + ,/teá&w)r- dö/c/cu,? Sími 5 34 66 Hvaða bækur langar fólk til að hafa með sér uppí rúm á aðfangadagskvöld? Hverjir höfundanna sem nú róa lífróður á flóðbylgju jólabókamarkaðarins njóta náðar íslenskra bókaorma? Magnús Árni Magnússon og Stefán Hrafn Hagalfn hafa farið um víðan völl undanfarna daga og rætt við 22 einstaklinga um eftirlætis jólalesninguna í ár: HaUgrímur PÖSTUR OG SÍMI Salómonsdómur 22 álits- gjafa Alþýðublaðsins um girnilegustu jólalesning- una í ár féll á þann að veg, að tvær bækur standi nokkuð uppúr flóðinu: Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason og Grandavegar 7 eftir Vigdísi Grímsdótt- ur. Hallgrímur „reyndist sprettharðastur kepp- enda” og hlaut 11 tilnefn- ingar, en Vigdís 9. A eftir þeim koma Sjón (7), Pét- ur Gunnarsson (6), Einar Kárason (5) og Thor Vil- hjálmsson (4). Islensku skáldsögurnar virðast þannig vera í náðinni þetta árið sem fyrr. Þrjár æviminninga- og viðtals- bækur urðu jafnar með 3 tilnefningar hver: Aðal- heiður Hólm Spans, Gunnar Dal og Guð- mundur Arni. Fjórar vin- sælustu Ijóðabækurnar fá hinsvegar ekki nema 2 tilnefningar hver. Sér- staka athygli vekur - miðað við árstímann - að Kiblían á ekki upp á pallborðið og fær jafn- margar tilnefningar og Kóraninn, 1. Af erlend- um höfundum er Fjodor Dostojevský í mestu uppáhaldi. Emilíana Torrini hljómlistarkona Bróðir minn Ljónshjarta og Kóraninn „Eg ætla að lesa Bróður minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í sjötta sinn og líka Ilminn eftir Patr- ick Siiskind. Svo langar mig í Krír- aninn í íslenskri þýðingu Helga Hálfdánarsonar alþví ég er búin að lesa hann á ensku og hef gaman af öilum pælingum um trúmál. Augu þín sáu mig eftir Sjón kemur og til greina. Kannski Þetta er allt að koma hans Hallgríms Helgasonar, ég veit það ekki... Annars er ég frekar lítið inní þessu jólabókaflóði. Eg les ofboðslega niikið allt árið um kring og fer mjög oft á bókasafnið að krækja mér í gimilegar bækur. Eg reikna með að gera það þessi jól- in einsog fyrr.." VIÐAR EGGERTSSON leikhússtjóri Er ákaflega spenntur fyrir Grandavegi 7 „Mig langar óskaplega til að lesa Grandaveg 7 eftir Vigdísi Grfms- dóttur; er ákaflega spenntur fyrir þeirri bók. Síðan er ég náttúrlega með leikritahandritabunka á nátt- borðinu. Æi.Tannski ég taki mér jólafrí frá leikritunum og lesi svolít- ið af bókum. Þetta er allt að koma eftir Hallgrifn Helgason langar mig mikið til að lesa og eins Fríðu Á. Sigurðardóttur og Ijóðabókina eftir Nínu Björk Árnadóttur, Engill í snjónum. Á dagskránni eru líka Villtir Svanir eftir Jung Chang, Guðbergur Bergsson með Ævinlega og Veistu, ef vin þú átt sem Þorvald- ur Kristinsson skrifaði um Aðal- heiði Hólm Spans." Þórey Sigþórsdóttir leikkona Hef verið að glugga í verk Jökuls „Grandaveg 7 hennar Vigdísar Grimsdóttur og Orðahók Lempriér- es eftir Lawrence Norfolk langar mig báðar til að lesa yfir jólin. Eg er reyndar aðeins byrjuð á þessari síð- arnefndu. Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason og Aitgu þtn sáu inig eftir Sjón em einnig gimilegar. Svo hef ég verið að glugga í heildar- útgáfu verka Jökuls Jakobssonar sem er virkilega skemmtileg og brýn lesning fyrir leikara." Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld Þetta er allt að koma og Kvœði 94 „Það eru nokkuð margar bækur á óskalistanum, má ég ekki nefna þær helstu? Jamm. Grandavégur 7 eitir Vigdísi Grímsdóttur, Kvœði 94 eftir Kristján Karlsson, Tvílýsi eftir Thor Vilhjálmsson, Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason, ævisögur Aðalheiðar Hólm Spans og Jakobfnu Sigurðardóttur og Villtir svanir em allt bækur sem mig langar til að lesa yfír jólahátfðina." 30. desember er síðasti dagur fyrir breytingar í Símaskrá 1995. Einstaklingar, félög og fyrirtæki. Eruð þið ánægð með skráningar í Símaskránni 1994? Ef ekki, gerið þá breytingar í tíma. Athugið að skráður atvinnusími tryggir fyrirtækjum, félögum og einstaklingum í atvinnurekstri aðgang að atvinnuskránni - gula hefti Símaskrárinnar. í nafnaskránni 1995 - bláa heftinu - verða eingöngu skráð heimilissímanúmer. Skráið ykkur rétt, í síðasta lagi 30. desember. Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur Jekyll & Hyde jólaleg lesning „Ég les ævinlega margar bækur í einu. Þær sem ég er að lesa nú og ætla að lesa yfir jólin eru Ævinlega eftir Guðberg Bergsson, Veistu, efþú vin átt eftir Þorvald Kri stinsson, Höfuðskepitur eftir Þórunni Valdimarsdótt- ur. í gærkvöldi las ég Hið undarlega mál Jekylls og Hydes í einunt rykk. Það er mjögjólaleg lesning." Ólína Þorvarðardóttir íslenskufræðingur fes Guðmund Arna upp á sagnfrœðina „Eg er að vona að ég fái Vigdísi og Fríðu íjólagjöf. Svo ætla ég út í bókabúð til að kaupa Guðmund Árna, því ég treysti því ekki að neinn gefi mér hana. Maður verður að lesa hann upp á sagnfræðina. Ég er líka búin að vera að lesa Glœp og refsingu síðustu fintm mán- uði og á von á því að Ijúka henni um jólin.“ f Upplýsingar: Sími: 563 6620 Fax: 563 6609 Gylfi Gröndal rithöfundur Les mest Ijóðabœk- ur „Ég les mest Ijóðabækur og yllr jólin ætla ég að lesa Stokkseyri eftir ísak Harðarson, Á bersvœði eftir Jónas Þorbjarnarson, Andalúsíuljóð arabískra skálda í þýðingu Daníels Á Daníelssonar, Guð og mamma hans eftir Jóhönnu Sveinsdóttur og Ur ríki samviskunnar sem Sigurður A. Magnússon ritstýröi fyrir Am- nesty International. Ég hef safnað Ijóðabókum síðan ég var unglingur og enginn gefur mér neitt annað í jólagjöf." Þórarinn V. Þórarinsson fríjmkvæmdastjóri VSÍ Olafur og Einar efstir á óskalistan- um „Ég er að gera mér vonir um að geta lesið þá Olaf Jóhann og Einar Kára. Ég er ekki alveg vonlaus um að fá þær í jólagjöf og þær eru efstar á óskalistanum. Þetta em stutt jól, þannig að ég býst ekki við því að lesa mikið meira.“ Þessir fengu tilnefningar Hallgrímur Helgason 11, Vigdís Grímsdóttir 9, Sjón 7, Pétur Gunnarsson 6, Einar Kárason 5, Thor Vilhjálmsson 4, Aðalheiður Hólm Span & Þorvaldur Kristins- son 3, Fjodor Dostojevský 3, Fríða Á. Sigurðardóttir 3, Guð- bergur Bergsson 3, Guðmundur Árni Stefánsson & Kristján Þor- valdsson 3, Gunnar Dal & Hans Kristján Árnason 3, Ólafur Jó- hann Ólafsson 3, Geirlaugur Magnússon 2, Jung Chang 2, Kristján Karlsson 2, Nietzsche 2, Nína Björk Árnadóttir 2, Þorleifur Hauksson & Þórir Óskarsson 2, Þórunn Valdimarsdóttir 2, Alina Reyes 1, Andalúsíukvæði 1, Astr- id Lindgren 1, Biblían 1, Bruno Schultz 1, Guðmundur Böðvars- son & Silja Aðalsteinsdóttir 1, Heimskringla 1, Hrafn Gunn- laugsson & Árni Þórarinsson 1, Jóhanna Sveinsdóttir 1, Jólablað Alþýðublaðsins 1, Jón Hilmar Jónsson 1, Jónas Þorbjarnarson 1, Jökull Jakobsson 1, Kóraninn 1, Lawrence Norfolk 1, Óskar Halldórsson & Ásgeir Jakobsson 1, Patrick Súskind 1, Robert Louis Stevenson 1, Sigurður A. Magn- ússon 1, Sturlunga 1, Walt Whit- man 1. Alþýði tblaðið Bestgeymda leyndarmálið ogVigd

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.