Alþýðublaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 9
FOSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Linda Vilhjálmsdóttir Ijóðskáid Fœ vonandi Pétur og Hallgrím „Ég bíð eftir jólagjöfunum, en ég er að vona að ég fái bækumar þeirra Hallgríms Helgasonar og Péturs Gunnarssonar. Svo langar mig í ljóðabók Geirlaugs Magnússonar, Þrisvar sinnum þrettán og Engil í snjónum eftir Nínu Björk. Svo gæti ég hugsað mér að lesa þýðingu Sig- urðar A. Magnússonar á Walt Whit- man.“ Guðlaugur Þór Þórðarson formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna Dal, Krummi pg Guðmundur Arni „Mig langar að lesa bókina hans Gunnars Dal, Krumma og Hreinar línur Guðmundar Áma.“ Georg Guðni myndlistarmaður Nietzsche og siðfrœði náttúru „Það fer eftir því hvað ég fæ í jólagjöf. Mig langar mest í Hallgrím Helgason. Svo er að koma út bók um siðfræði náttúmnnar, sem gæti verið spennandi og Handan góðs og ills eftir Nietzsche. Það er slatti af fræðandi bókum að koma út núna.“ Magnús Jón Árnason bæjarstjóri í Hafnarfirði Hreinar línur — áritaðar af höfundi „Mig langar að lesa eitthvað létt- meti, svo og einhverja góða íslenska skáldsögu, til dæmis Kvikasilfur eft- ir Einar Kárason, Sniglaveisluna hans Olafs Jóhanns og Efstu daga Péturs. Einnig er öllum hollt að glugga í Islenska stílfrœði og Orða- stað. Ég bíð ennþá eftir að fá Hrein- ar línur áritaða frá höfundi." Sveinbjörn I. Baldvinsson dpgskrárstjóri Sjónvarps Isbenskur skáldskapur og Pulp Fiction „Það er alltaf ákveðin óvissa í gangi, skáldskapurinn heillar samt mest. Mig langar að lesa Einar Kára, Vigdísi Gríms, Sjón, Þómnni Vald, Gunnar Dal, Hallgrím Helga, já ég veit alveg að ég kemst ekki yf- ir að lesa þetta allt. Svo langar mig að sjá ljóðabókina hans Kristjáns Karlssonar. Ég veit að ég mun Iesa rit sem tengjast mínu starfi, svo sem bók um Vínlandsferðir eftir norska konu og handritið af Pulp Fiction sem mér áskotnaðist. Einnig langar mig að glugga í Sniglaveisluna." Gunnar B. Kvaran forstöðymaður Kjarvalsstaða Les Islenska stíL- frœði íflensunni „Ég ligg nú í flensu þannig að ég hef nægan tíma til að kynna mér ís- lenska stílfrœði eftir þá Þorleif Hauksson og Þóri Óskarsson. Ég ætla ekki að lesa neitt annað, heldur athuga hvemig við getum notað hana í myndlistinni. Það er nægur biti ylir þessi stuttu jól.“ ÖgmundurJónasson formaður BSRB Pétur, Vigdís og Jakobína „Ég ætla að lesa Pétur Gunnars- son, mér finnst hann svo ágætur, einnig Vigdísi Grímsdóttur og ann- að sem til fellur. Hér á skrifstofunni er lagt hart að mér að lesa íbam- dómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur og ég ætla að verða við því.“ Atli Heimir Sveinsson tónskáld Thor er einsog strengjakvartettar Beethovens Á mínum óskalista em Handan góðs og ills eftir Nietzsche, Tvífar- inn eftir Dostojevský og svo þarf ég að lesa Tvílýsi eftir Thor Vilhjálms- son aftur. Ég er búinn að renna yfir hana á hundavaði, en það er með Thor eins og strengjakvartetta Beet- hovens, maður þarf að fara í gegn- um þetta nokkmm sinnum." Bryndís Schram framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Hallgrímur frœndi og náttúrlega Gunnar Dal „Ég ætlaði að stinga af með manninum mínum í sumarbústað milli jóla og nýárs, en svo er búið að kalla saman þing, ★þannig að ég verð sjálfsagt föst í eldamennsk- unni, eins og venjulega. Mig langar til að lesa Vigdísi, Hallgrím frænda, Fríðu, Einar Kára, Thor, Sjón, Pétur Gunn og svo náttúrulega Gunnar Dal. Jón er búinn að fá hana og í henni er mikil lífsspeki." Geir Waage sóknarprestur í Reykholti Fylgir starfinu að lesa Biblíuna „Það fylgir starfinu að lesa mikið í Biblíunni um jólin, þá em það nátt- úmlega mest guðspjöllin, svo og Jesaja-textar. Útvarpið spilar nú venjulega Messías eftir Hándel um jólin og hann er fullur af Jesaja-text- um. Þeir em á ensku, þannig að það er gaman að hlusta á textana og bera þá saman við íslensku þýðinguna. Annars, ef ég hef góðan tíma, þá kiki ég venjulega í Sturlungu, eða Heimskringlu. Af þessum bókum sem em að koma út um jólin, þá hef ég heyrt að bókin hennar Vigdísar Grímsdóttur sé spennandi." Hulda Hákon myndlistarmaður Hallgrímur og Sjón heilla , Jólablað Alþýðublaðsins les ég um jólin - að sjálfsögðu. Nú, verð ég að nefna bækur? Þá langar mig að nefna tvær: Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason og Augu þín sáu mig eftir Sjón. Heyrðu jú, svo var ég kannski að spá í Óskars sögu Halldórssonar...“ Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmaður Þrjú vekja mesta forvitni „Mesta forvitni mína vekja bæk- umar eftir Vigdísi Grímsdóttur, Hallgrím Helgason og Sjón, Grandavegur 7, Þetta er allt að koma og Augu þín sáu mig. Þessi þrjú em efst á lista. Síðan vona ég, að færi gefist til að lesa bækur Guð- bergs Bergssonar, Einars Kárasonar og Péturs Gunnarssonar. Já, og ekki má gleyma Tvílýsi eftir Thor Vil- hjálmsson; vonandi kemst ég tæri við hana.“ Sveinn Yngvi Egilsson skáld og bókmenntafræðingur Eyði jólanótt með Silju „Ég ætla að eyða jólanótt með Silju Aðalsteinsdóttur - það er að segja bók hennar um Guðntund skáld Böðvarsson: Skáldið sem sólin kyssti. Sjálfsagt les ég fleira yfir jól- in, en þessa bók hef ég pantað sér- staklega í jólagjöf.“ Sindri Freysson skáld og blaðamaður Dostojevský og Vigdís „Það sem maður les veltur mikið á því sem maður fær í jólagjöf. En þær skáldsögur sem ég reikna með að lesa em Tvífarinn eftir Dostojev- ský, Efstu dagar eftir Pétur Gunn- arsson, Slátrarinn eflir Alinu Reyes og síðan hef ég áhuga á að lesa Grandaveg 7 eftir Vigdísi Gríms- dóttur. Einnig langar mig til að lesa bækur Hallgríms Helgasonar og Siguijóns Birgis Sigurðssonar, Þetta er allt að koma og Augu þín sáu mig. Ein bók til viðbótar er Krókó- dílastrcetið eftir Bmno Schultz. Af Ijóðabókunum em það helst Stokks- eyri eftir Isak Harðarson og Þrisvar sinnum þrettán eftir Geirlaug Magn- ússon sem freista.“ Jól í Bézhetsk — ljóð eftir Onnu Akhmatovu Þar eru hvítar kirkjur - og dunandi glampandi ís, þar blómstra nú augu sonar míns litla blá einsog komblóm. Yfir borginni gömlu skína rússneskar nœtur alsettar demöntum, og mánasigðin á himninum er þar gulari en nokkurt hunang. Þar blása þurrir snjóbyljir utan afsléttunum handan við ána, og mennfagna þar jólunum - glaðir einsog englamir; þá er allt prýtt í bestu stofunni, kveikt á lömpunum hjá íkonunum og Hin helga bók liggur opin á eikarborðinu. Þar hefur hörkulegt minnið, svo naumt á allt nú, opnað fyrir mér loftherbergi sín með djúpri hneigingu; en ég gekk ekki inn, ég skellti aftur þessari hrœðilegu hurð; og borgin ómaði öll afglöðum jólabjöllum. Geir Kristjánsson íslenskaði Skáldkonan Anna Akhmatova (1889- 1966) mátti þola miklar ofsóknir á undirstjórn bolshévíka í Sovétríkj- unum. Eiginmaður hennar, skáldið Gúmiljov, var tekinn af lífi 1921. Sonur hennar var lokaður inni í fangelsi og sjálf varð hún fyrir of- sóknum. Undir andlátið fór hún að njóta almennrar viðurkenningar, enda er hún í hópi mestu skálda ald- arinnar. Ljóðið Jól í Bézhetsk birtist í bókinni Undir hælum dansara sem inniheld- ur úrval Ijóðaþýðinga Geirs Krist- jánssonar úr rússnesku. Tjaldið fellur — ljóð eftir Jón Thoroddsen Það rignir rósum. Englarnir klappa og hrópa. Guð almáttugur hneigir sig og brosir. Ungur, óreyndur engill stenst ekki mátið. Hann veifar vœngjun- um og œpir: Lengi lifi Guð almáttugur. Hann lifi. Himinninn skelfur af húrrahrópum, en Guð almáttugur bítur snöggvast á vörina. Hann er eilífur. Svo brosir hann og hneigir sig. Gabríel erkiengill hefur boð inni og heldur aðalrceðuna. Honum mœlist vel að vanda. Leikararnir hafa þvegið sér og haft fataskipti. Þeir eru sóttir, og þeir strjúka hendinni um augun. Guð almáttugur stígur niður úr hásæti sínu, og slœr kumpánlega á öxl aðalleikarans: Þú varst óborganlegur, segir hann, og lítillœkkar sjálfan sig. Eg skil þetta ekki, segir leikarinn. Hér er glaumur og gleði, en ég kem frá landi hörmunganna. Já, þú varst ágœtur, segja englarnir. Eg efast um, að aðrir hefðu leikið það betur, segir Gabríel erki- engill, og hann ber gott skyn á slíka hluti. Leikarinn setur hnykk á höfuðið og hlœr. Það var leikur, segir lumn og blístrar. En segðu mér eitt, Guð almáttugur. Afhverju vitum við ekki, að við erum að leika? Þegarþið vitið það, leikið þið ekki. Þið setjist bak við tjöldin og hoifið á. Þetta sagði Guð almáttugur og veislunni var lialdið áfram. Jón Thoroddsen fæddist 1898, sonur Skúla þingmanns og Theodóru skáldkonu; tók stúdentspróf í Reykjavík 1918 og embættispróf í lögfræði frá Háskóla íslands 1924. Um haustið fór hann til náms í Kaupmanna- höfn en á jóladag varð hann fyrir sporvagni og lést tæpri viku síðar, á gamlárskvöld 1924; aðeins 26 ára að aldri. Árið 1922 sendi Jón frá sér Flugurfyrstu íslensku Ijóðabókina sem einvörðungu hafði að geyma prósaljóð; þar birtist hið nýstárlega og frumlega Ijóð Tjaldið fellur. Jón Thoroddsen var einn mestur efnismaður af sinni kynslóð, og mikils var af honum vænst, bæði í skáldskap og stjórnmálum: hann var jafnaðar- maður og foringjaefni Alþýðuflokksins. Tómas Guðmundsson, vinur Jóns, orti eitt fegursta erfiljóð íslenskrar tungu í minningu Jóns Thor- oddsens.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.