Alþýðublaðið - 03.01.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 03.01.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3 . JANÚAR 1995 niMTnmíinm) 20846. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Birta yfír stjórninni íslenska þjóðin hefur sannarlega ástæðu til bjartsýni á nýju ári. Eftir sjö ára skeið samfellds rökkurs í þjóðarbúskapnum er nú loks tekið að bjarma af nýjum degi; öll teikn benda til þess að árið 1995 hefjist nýtt vaxtarskeið í efnahagslífí íslendinga. Rætur batans liggja í fleiri en einn stað. Verulegrar uppsveiflu er tekið að gæta í heiminum, ekki síst í þeim löndum sem Is- lendingar eiga mest viðskipti við. Svo er ríkisstjóminni fyrir að þakka, að aldrei fyrr hafa landsmenn verið jafn virkir í alþjóð- legum viðskiptum og um þessar mundir, og af þeim sökum mun batinn erlendis skila sér mun fyrr en ella inn til landsins. Þannig mun uppsveifla umheimsins innan tíðar gera vart við sig í farvegum viðskiptalífsins og verða því langþráð súrefnis- gjöf- En styrk stjóm á fjármálum íslenska ríkisins í tíð núverandi rík- isstjómar skiptir þó enn meiru, og verður efalítið stökkbretti framfara í efnahagslífí þjóðarinnar. Frá upphafi lagði ríkis- stjómin þyngsta áherslu á að ná góðum tökum á útgjöldum hins opinbera. Umtalsverð - og varanleg - lækkun hefur orðið á út- gjöldum ríkisins, án þess að samdrátturinn hafí bitnað á þeim sem minnst mega sín. Samhliða hafa erlendar skuldir verið greiddar niður þrjú ár í röð, og hafa á þeim tíma verið greiddar niður um 30 milljarða að raungildi. Það er árangur, sem engin ríkisstjóm á lýðveldistímanum getur státað af. Aðhald stjómarinnar, og áræði á réttu augnabliki, leiddi jafn- framt til þess að langþráð vaxtalækkun varð að veruleika, sem var til þess að greiðslubyrði heimilanna og fyrirtækjanna í land- inu minnkaði svo milljörðum skipti. Samhliða var verðbólg- unni haldið í skeljum, og er nú í sögulegu lágmarki. Síðustu tólf mánuði hefur verðlag raunar nær ekkert hækkað að meðaltali, - sem í erfíðu árferði hefur reynst fjölskyldunum í landinu traust vamarvirki. Raungengið, sem leikur lykilhlutverk um afkomu undirstöðugreina atvinnulífsins, hefur aldrei verið jafn hagstætt og núna, og það á ekki sístan þátt í batnandi afkomu fyrirtækj- anna í landinu. Rökstólar Fagnadarerindi Johönnu I Morgunblaðinu á laugardaginn birtist ítarlegt fagnaðarerindi heil- agrar Jóhönnu þar sem hún útlistaði hvemig hún ætlar að leiða þjóðina gegnum táradal hvunndagsins inn í paradís Þjóðvaka. Greinin var eink- um kærkomin fyrir þá áhugamenn um pólitík sem enn eru að klóra sér í hausnum yfir brotthvarli Jóhönnu úr Alþýðuflokknum, enda átti hún þá farsælan sjö ára ráðherraferil að baki og hafði af einurð og alkunnri festu staðið að hverju einasta þjóðþrifa- máli ríkisstjómarinnar - sem hún notar nú hvert tækifæri til að bölsót- ast út í. Pólitískur geðklofi Hið mikla pólitíska manífestó Jó- hönnu í blaði allra landsntanna var sérkennilegur samsetningur í augum þeiiTa sem ekki skilja að stjómniál eru list hins ómögulega. En Jóhönnu tókst sem sagt að gera hvorttveggja í senn: Lofa og prísa árangur ríkis- stjómarinnar líkt og sanntrúuðum stjómarliða ber, - og úthúða sömu ríkisstjórn fyrir margháttaða glæpa- mennsku í garð þjóðarinnar. Þannig tíndi Jóhanna til ýmislegt jákvætt: Lága verðbólgu, lækkandi vexti, hagstæðan viðskiptajöfnuð og batn- andi afkomu fyrirtækja. Heiður þeim sem heiður ber: Vitaskuld er þetta rós í hnappagat Jóhönnu eins og ann- arra ráðherra síðustu árin, hugsuðu lesendur. En svo fór að syrta í álinn, og einhvern veginn eins og pólitísk- urgeðklofi næði yfirhöndinni. Þegar Jóhanna var búin að tíunda nokkur afrek stjómarinnar sneri hún nefni- lega við blaðinu, og skyndilega kom mikill fúkyrðaflaumur um ódæðis- verk sömu stjómar. Afturgenginn Þjódvilji Einhverjir lesendur hafa sjálfsagt haldið, og lái þeim hver sem vill, að eitthvað hafi brenglast á Morgun- blaðinu við frágang greinarinnar, að minnsta kosti breyttist fagnaðarer- indi Jóhönnu mjög óforvarendis í svartagallsraus sem hljómaði eins og afturgenginn Þjóðvilji þegar hann var upp á sitt besta: „Skattastefna ríkisstjómarinnar sem endurspeglar skattaparadís fyrirtækja og fjár- magnseigenda skal áfram standa, þrátt fyrir efnahagsbatann, en skatta- klyíjamar áfram lagðar af fullum þunga á þá sem síst skyldi." Bravó! Um hvað er Hin Mikla móðir (eins og hún var nefnd á stofn- fundi Þjóðvaka) að tala? Hver kom „skattaparadísinni" á laggirnar? Hver er svona mikill vinur „íjár- magnseigenda"? Hver hefur lagt klyfjar á þá sem síst skyldi? Kannski ætti Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður að beina þessum spurningum til Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrver- andi ráðherra. Og þó. Jóhanna myndi sjálfsagt ásaka Jóhönnu um dylgjur og svívirðingar - og ekki gott að vita hvemig það endaði. En svona þar fyrir utan: Var ekki þessi andskotans ríkisstjórn að enda við að framlengja hátekjuskatt? Og var ekki - loksins, loksins! - sam- þykkt að koma á fjármagnstekju- Hver kom „skattaparadísmni114 á laggirnar? Hver er svona mikill vinur „fjármagnseigenda44? Hver hefur „lagl klyfjar á þá sem síst skyldi44? Kannski ætti Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður að beina þessum spurningum til Jóhönnu Sig- urðardóttur fyrrverandi ráðherra. Og þó. Jóhanna myndi sjálfsagt ásaka Jóhönnu um dylgjur og svívirðingar - og ekki gott að vita hvernig það endaði. skatti? Það er barasta svolítið kald- hæðnisleg pólitísk tilviljun að það skyldi ekki takast fyrr en Jóhanna hafði yfirgefið stjómarskútuna. Loksins stefna í sjávarútvegsmálum! Jóhanna Sigurðardóttir þótti í ráð- herratíð sinni talsvert upptekin af ákveðnum málaflokkum (við nefn- um engin nöfn), og hún fékkst helst ekki til þess að tala um neitt annað. En hún hefur sannarlega gengið í margháttaða endurnýjun lífdaga við að stofna hreyfingu fólksins utan um sig. Það er þannig harla broslegt að lesa í grein Jóhönnu hvemig hún tiplar í kringum sjávarútvegsmálin. Stefna Þjóðvaka í málum mikilvæg- asta atvinnuvegs þjóðarinnar er hvorki meira né minna en svohljóð- andi: „Endurskoða þarf sjávarút- vegsstefnuna og snúa við þeirri þró- un, að forræði á þessari sameign þjóðarinnar verði smám saman eign fámenns hóps.“ Það var ekkert annað. Ætli þessi samsuða sé verk Agústs Einarsson- ar sægreifa og siðbótarfursta - eða hinna harðsvíruðu veiðigjaldasinna úr Birtingu? Eða sér kannski Asgeir Hannes um sjávarútvegsmálin? Saxast á limina hans Björns Jóhanna hefur eignast fleiri áhugamál upp á síðkastið. Morgun- blaðið spyr hana, hvort beri að koma á jöfnum atkvæðisrétti landsmanna, og hvað sé viðunandi niðurstaða í viðræðum flokkanna um breytingar í þeim efnum. Það er kannski ekkert tiltökumál þótt Jóhanna verji mcstum hluta svars síns við þessari skýru spum- ingu í að fjalla um nauðsyn þess að draga úr afskiptum stjómmálamanna í bankakerfinu og sjóðakerfinu! Með öðmm orðum: Jóhanna svar- ar hvomgum lið spumingar Morgun- blaðsins, en ítrekar fyrri yfirlýsingar um að „stjórnlagaþingi" verði falið að fjalla um málið. Alþingismenn em sem sagt ekki hæfir til þess að fjalla um breytingar á stjómarskrá lýðveldisins - ekki hæfir til þess að setja lög. Ja, ýmislegt mega nú þingmenn- imir okkar þola í seinni tíð, og marg- víslegar ávirðingar; en þetta er í fyrsta skipti sem alþingismaður lýsir þvf yfir að hann sé óhæfur til þess að gegna þeirri einu skyldi sem hann er kjörinn til - að setja lög. Og úr því þingmennirnir mega ekki heldur sukka og svamla í sjóðakerfmu, ja, þá er nú heldur tekið að saxast á lim- ina hans Bjöms míns, eins og kerl- ingin sagði. Srædi Hinnar i móður Það væri fróðlegt að fara ítarlega ytir fagnaðarerindi heilagrar Jó- hönnu. I stuttu ntáli sagt ætlar hún að stórhækka laun allra nema hátekju- pakksins; hún ætlar að snarlækka skatta allra nenta hátekjupakksins; hún ætlar að efla velferðarkerfið um allan helming; hún ætlar að bæta menntakerfið til muna; hún ætlar að útrýma atvinnuleysinu; hún ætlar að siðvæða pólitíkina; hún ætlar að efia fjölskylduna; hún ætlar að auka ný- sköpun í atvinnulífinu og renna fleiri og styrkari stoðum undir það. Þetta er nú allt og sumt. Og ef ein- hverjir halda að Jóhanna viti ekki hvernig hún ætlar að fjármagna her- legheitin, þá er hún nteð svar við því líka. Peningana ætlar hún að sækja í djúpa vasa hátekjupakksins, og svo ætlar Jóhanna líka að skera niður dagpeningagreiðslur. Svo einfalt er það nú. En við spyrjum eins og skáldið; Hvað varstu að gera öll þessi ár? Saman hafa þessir þættir lagt grunn að auknum þrótti í innvið- um athafnalífsins, og allt síðasta ár hafa ráðherrar stjómarinnar lagt áherslu á að í vændum væri batnandi tíð. Reynsla síðustu mánuða og spár færustu sérfræðinga sýna að það hefur gengið eftir. Landsframleiðslan, sem menn töldu að myndi ekki aukast á nýliðnu ári, jókst eigi að síður um 2 af hundraði á milli áranna 1993 og 1994, og gert er ráð fyrir að sá vöxtur haldist á næstu árum. Fjárfestingar eru að aukast, at- vinnuleysi er að minnka, og æ fleiri nýjungar í framleiðslu spegla aukið áræði og útsjónarsemi atvinnulífsins. Það er að vora í þjóðlífinu, og stjómvöld hafa af einlægni og heilindum reynt að spara hvorki áburð né aðra virkt til að hlúa að kímblöð- um nýrra og betri tíma. Ríkisstjóminni hefur um afar margt tekist vel til, þegar hún iít- ur yfir feril sinn, og það er ástæða til að taka undir með orðum forsætisráðherra á gamlársdag; „Það er birta yfir ríkisstjóm- inni.“ Dagatal 3.janúar Atburdir dagsins 1521 Leó X páfi bannfærir Martein Lúter. 1653 Sjávarflóð, stundum nefnt Háeyrarflóð, veldur miklu tjóni á Suðurströndinni, einkum Eyr- arbakka. 1899 Kristilegt félag ungra manna stofnað í Reykjavík, að frum- kvæði séra Friðriks Friðrikssonar. 1946 William Joyce, kunnur undir heitinu Lord Haw-Haw, breskur áróðursmaður nasista hengdur fyrir landráð. 1959 Alaska verður 49. og stærsta fylki Bandaríkjanna. Afmælisbörn dagsins Markús Tullíus Cicero rómverskur stjómmálamaður, rithöfundur og mælskumaður, 106 f.Kr. Clement Attlee leiðtogi breska Verkamanna- flokksins og forsætisráðherra 1945- 51,1883. J.R.R. Tolkien Suður-afr- ískur rithöfundur, höfundur Hringa- drottinssögu og Hobbit, 1892. Vic- tor Borge danskur skemmtikraftur og píanóleikari, 1909. Victoria Principal bandarísk leikkona, kunn- ust úr Dallasþáttunum. Annálsbrot dagsins Um veturinn, 5. Februarii, drekkti stúlka sér í sjó í Fúlavík í Gull- bringusýslu, Steinunn Jónsdóttir að nafni. Sjávarborgarannáll, 1726. Bull dagsins Mér þótti skáldskapur hans í fyrstu hálfgert bull. En það eru merkir menn sem hafa álit á skáldskapnum hans, og þeir vita þetta betur en ég. Etelríour Pálsdóttir, móðir Steins Steinarr, í samtali við Matthías Johannessen. Málsháttur dagsins Svo er hver kvaddur sem hann er klæddur. Ord dagsins Nú er sumar í Köldukinn, kveð ég ú millum vita. Fyr md nú vera faðir minn en flugumar sprinei af hita. Jónas Hallgrímsson. Lokaord dagsins Klukkan er fjögur. En skrýtið. Svo klukkan er fjögur. Skrýtið. Nóg! Hinstu orð landkönnuðarins Sir Henrys Mortons (1841- 1904). Skák dagsins í tilefni nýs árs er kjörið að líta á endatafl tveggja valinkunnra meist- ara, Moskalenkos, sem hefur hvítt og á leik, og Miljanic. Peð beggja em albúin að rísa til mannvirðinga, en hvítur er einu skrefi á undan. Staðan er hinsvegar viðkvæm og hvítur þarf að feta einstigið af mikilli nákvæmni til að hafa sigur. Eini rétti leikur hvíts liggur enganveginn í augum uppi. Og því er spurt: Hvað gerir hvítur? 1. Ke4! Moskalenko bregst ekki bogalistin. 1.... Bf5+ 2. Ke5 Bh7 3. Rh2+! Miljanic gafst upp: 3.... Kg3 4. Rfl+ Kf2 5. Kf4! og sigurinn er í höfn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.