Alþýðublaðið - 03.01.1995, Page 3

Alþýðublaðið - 03.01.1995, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 3 . JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 FjárlagahaUi og framtíðin — Krafa um stefnumörkun. „Þekkingin sem fólkið getur tileinkað sér með jákvæðum vilja og góðum skólum er varanlegasta auðlindin sem mestan arð gefur ... Hún gengur ekki til þurrðar nema því aðeins að við vanrækjum hana. Beinn niðurskurður í menntakerfinu má ekki verða, aðeins hagræðing og forgnags- röðun eftir mikilvægi menntunar til hag- nýtra nota. Háþróuð þekking er forsenda þess að auðlindir nýtist að fullu og aðrar nýjar finnist.44 Nú þegar aðeins ársfjórðungur er til alþingiskosninga er fullkomlega tímabært að kjósendur krefji fram- bjóðendur og flokka um skýrt mót- aða stefnu í aðkallandi málum og einnig og ekki síður um helstu stefnumið þeirra fyrir næstu framtíð - til dæmis 25 ár frarn í tímann. Stefnumörkun er nauðsynleg í allri stjómun hvort sem í hlut á stofn- un, fyrirtæki eða einstaklingur. Hún virðist ekki enn ná til þess sem mikilvægast er, þjóöfélagsins. Rekstur þess hefur lengi búið við sífelldar skammtímalausnir og hentistefnu augna- bliksins. Eftir því sem stjórnunin er mikil- vægari er hún oft ábyrgðarlausari. - Þetta er eitt helsta böl okkar tíma. Tilhneiging stjórnvalda til að eyða meiru en aflað er hefur hrjáð þessa þjóð í næstum aldarfjórðung. - Þó að ákveðin þáttaskil hafi orðið hjá þess- ari ríkisstjórn sem nú situr eru að- gerðir hennar oft ósamræmdar og íþyngja þeim helst sem hlífa skyldi. Atvinnulífíð er ótraust svo ekki sé meira sagt: Landbúnaðurinn er enn í frarn- sóknarlægðinni. Bændur búa nú við meira misrétti í st'num atvinnurekstri en áður hefur þekkst hér á landi. Ráðamenn landbúnaðarins skildu ekki eða vildu ekki skilja þróunar- lögmál markaðarins. Ef ábendingar Alþýðuflokksins fyrr á árum hefðu verið teknar til greina hefði landbún- aðurinn verið orðin öruggur og sjálf- bær atvinnuvegur. Fiskveiðistefnan eða réttara sagt fiksveiðistefnuleysið er stærsta vá þessarar þjóðar. Hún hefur fætt af sér sægreifana sent auka kvóta sinn þó leyfiiegur afli dragist saman. Nú þurfa þeir að fá að veðsetja fiskinn í sjónum, sameign þjóðarinnar, til að geta keypt meiri kvóta. Úrelding nýlegra fiskiskipa er einn vinsælasti skuldagaldurinn sem nú er í tísku. - En það er alltaf þjóð- in sem borgar allt stjórnleysi með einhverjum hætti fyrr eða síðar. Ábyrgðarleysi stjómvalda á sér margar orsakir. Stjómmálamenn kaupa sér gjarnan vinsældir með rík- isfé þegar Þess er kostur. Fámenn kjör- dæmi með til- h e y r a n d i hreppapólitík eiga veruleg- an þátt í fjár- lagahallanum ásamt ýmsum gæluverkefn- um stjórnvalda frá 8. og 9. áratugn- um, sem enn eru ógreidd, eða greidd með nýjum lántökum. Viðeyjarstjórnin hefur reynt að takast á við ýmis vandamál með mis- jöfnum árangri. Sumt hefur tekist vcl en annað miður. Það versta er hvað byrðar aðgerðanna eru ranglega lagðar á þjóðina. Þeir sem lifðu und- ir fátæktarmörkum voni ekki aflögu- færir fengu hlutfallslega þyngstu álögurnar. Eiga börnin ad borga? Fjárlagahalli ár eftir ár er óþol- andi. Helstu úrræði tel ég vera: 1) Stóraukin spamaður í ríkis- rekstrinum, þar sem því verður við komið. Tillögur um það verði gerðar af Ríkisendurendurskoðun. 2) Ríkið hætti ýmsum rekstri sem aðrir aðilar væru fúsir til að taka við. Einnig fjárstuðningi við stofnanir at- vinnuveganna og félög sem geta séð um sig sjálf - svo sem þjóðkirkjuna. 3) Veiðileyfagjaldi verði komið á til að ijármagna kostnað af landhelg- isgæslu, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu, Rannsóknastofnun físk- iðnaðarins og ýmsum öðrum kostn- aði sem tengist sjávarúlvegi og fisk- verkun. 4) Eignatekjur verði skattlagðar sem aðrar tekjur. 5) Skattalög verði einfölduð og eftirlit aukið til muna. 6) Reynt verði á skipulegan hátt að fá hingað erlend fyrirtæki til at- vinnurekstrar. 7) Vinnuhvetjandi munur verði gerður á milli lægstu launa og at- vinnuleysisbóta. Ef það dregst hlýst af því varanlegur skaði bæði fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Menntun: Örugg audlind Nú, þegar er landið fullnýtt til landbúnaðar með hefðbundnum hætti. Fiskistofnar í lögsögu okkar eru flestir ofnýttir og sumir þeiira mjög mikið. Sýnist hér í fyrstu fárra kosta völ. Jarðhitinn hefur rnjög óljós nýtingarmörk. Vatnsorkan hef- ur verið beisluð þar sem talið var ódýrast að virkja hana. Nýjar virkj- anir þurfa bæði mikið stofnfé og stóra og örugga markaði. Hvorugt er í sjónmáli svo tryggt sé. Þekkingin sem fólkið getur til- einkað sér með jákvæðum vilja og góðum skólum er varanlegasta auð- lindin sem mestan arð gefur. Henni þarf að stjóma rétt sem öðm ef vel á að takast. Hún gengur ekki til þurrðar nema því aðeins að við vanrækjum hana. Beinn niðurskurður í menntakerfinu má ekki verða, aðeins hagræðing og forgnagsröðun eftir mikilvægi menntunar til hagnýtra nota. Háþró- uð þekking er forsenda þess að auð- lindir nýtist að fullu og aðrar nýjar finnist. Samskipti manna og þjóða aukast með ári hverju. Verkkunnátta opnar margar nýjar leiðir sem geta aukið velntegun fólksins í landinu. Við þurfum ekki að kvfða framtíðinni ef við höfum þekkinguna að leiðarljósi og látum ekki græðgi og úreltar hefðir villa okkur sýn meir en orðið er. Höfundur er fyrrverandi sparisjóös- stjóri á Skagaströnd. Pallborpip Nýlega kom út nýtt hefti af norræna menningar- ritinu Horísont og er það lagt undir íslenskan nú- tímaskáldskap. Ljóðskáldið Lárus Már Björnsson hafði veg og vanda af út- gáfunni, í samvinnu við rit- stjórana. Alls em ljóð í heftinu eftir 16 fslensk skáld á öllum aldri. Þau eru: Árni Ibsen, Baldur Óskarsson, Bragi Ólafs- son, Elísabet Jökulsdótt- ir, Gyrðir Elíasson, Ingi- mar Erlendur Sigurðs- son, Jóhann Hjálmars- son, Kristín Ómarsdóttir, Láms Már Bjömsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Sigfús Bjart- ntarsson, Sindri Freys- son, Sjón, Steinunn Sig- urðardóttir og Vigdís Grímsdóttir... Sjónvarpsmynd Einars Heimissonar, Hvíti dauðinn, vakti meiri athygli og almennari ánægju en dæmi eru um af íslenskum sjónvarpsmyndum í seinni tíð. Það er sérstaklega at- hyglisvert í ljósi þess að Einar átti sjálfur allt frum- kvæði að myndinni og sá um fjáröflun að vemlegu leyti. Hann fann leiðir sem ekki hafa verið famar áður við gerð sjónvarpsmynda, og getur verið hæstánægð- ur með árangurinn. Einar hefur reyndar sýnt á síðustu árum að hann er einn efni- legasti kvikmyndagerðar- maður landsins, þótt úthlut- unargreifar menningarsjóða hafi sniðgengið hann að mestu... amkeppni Morgun- póstsins og DV fer nú harðn- andi, ekki síst á smáauglýs- ingamarkaðin- um. Morgun- póstinum hefur hinsvegar ekki tekist að höggva stór skörð í auglýsingar DV, þrátt fyrir margvísleg gylli- boð. Þannig hefur smáaug- lýsingum í MP fækkað, ef eitthvað er, síðustu vikur en DV lætur engan bilbug á sér finna. Þá virðist sem það útspil DV að hefja morgunútgáfu á mánudög- um hafi borið góðan árang- ur. Við heyrum að upp hafi komið raddir um einhvers- konar sameiningu blað- anna, enda fer hlutafé Morgunpóstsins nú mjög þverrandi, en tekjur eru talsvert minni en áætlað var... Hinumegin Fjandinn hafi það, Nonni, þú færð nokkur kúlnagöt í hattinn þinn í HVERJUM EINASTA skotbardaga, og ég verð að segja að ég hef aldrei verið sérlega fullur aðdáunar. Ljóð dagsins „Á Kirkjubóli í Bjarnardal, undir foldgnáum Kaldbaknum og við rætur Gemlufallsheiðar, situr músarrindill einn grár fyrir hærum. Hann hefur setið þarna á söguslóðum Gísla sögu Súrssonar og síðar Heimsljóss nánast allar götur frá því hann kom til manna þá sjö ár voru af öldinni og ræktað stuðlanna þrískiptu grein. Því þegar aðrir fara og flýja „kyrr í sínum heimahögum harður músarrin- dill býr.“„ Svo hljóðar inngang- ur að viðtali Rúnars Helga Vignissonar skálds við Guð- mund Inga Kristjánsson þjóð- skáld Vestfirðinga. Viðtalið birtist í Vestfirska fréttablað- inu og er vitaskuld með Ijóð- rænu yfirbragði. (Þess skal get- ið, að Guðmundur Ingi er höf- undur kvæðisins Músarrindill: Aðrir bera fötin fegrijfrakka- stélin inerkiIegri./Hann er grá- um kufli klæddurjkvartar ekki um rýran skammt./Þótt við hret og hörku byggi/hann er alla stund sá tryggi./Illa bú- innm illa fæddur/unir hann í dalnum samt.) Fimm á förnum vegi Hvernig fannst þér áramótarœða forseta Islands. Sigurður P. Snorrason, hag- Erlingur Kristjánsson, smiður: fræðingur: Hún fór fram hjá mér, Mjög góð að vanda. en ég ætla að lesa hana í blöðunum. Sæmundur Sæmundsson, bíl- stjóri: Ég horfði ekki á hana. Friðrik Álfur Mánason, fyrir- sæta: Hlustaði ekki á hana. Anton Gunnarsson, nemi: Hotfði ekki á hana. Viti menn Þeir sem trúa á sjálfa sig í raun og veru eru allir á geðveikrahælum. Spakmæli dagsins í DV i gær, haft eftir G.K. Chesterton. En að þessu sinni var fátt um lína drætti í sjálfu handritinu sem var frekar gleðisnautt og grínið allt að því rætið stundum. Sum atriðin voru allsendis ófvndin, einsog til dæmis lokalagið sem var nærri því pínlegt á að horfa. Umsögn Auöar Eydal um áramótaskaupið. DV í gær. Mér tinnst fjölmiðlar stundum ekki vera agaðir sem skyldi og sletta ýmsu fram. En það giidir reyndar aðeins um ákveðinn hluta f jölmiðla, ákveðna grein þeirra. Eg vildi sjá meiri aga hjá fjölmiðlum og meiri aga í þjóðfélaginu. Mér finnst samfélagið nokkuð agalaust. Ég er viss um það, að æskunni myndi falla betur að tinna fyrir meiri aga. Vigdís Finnbogadóttir forseti í viötali viö Vestfirska fréttablaðiö. Ég held að þéringar komi aft- ur. Þær eru að koma aftur annarsstaðar á Norður- löndum. Það að þúa kom með 68- kynslóðinni, sem gerði þéringar að hégórna, fannst þetta vera tildur. En þéringar eru ákveðið virðingarform. Sama. Sjálfsagt er að óska sjúkralið- um til hamingju með nýjan kjarasamning. Ekki fer á milli mála að þær unnu þar góðan varnarsigur eftir langt og erfitt verkfall. Leiöari Ellerts B. Schram í DV í gær. Jóhannes páfi sagði í áramóta- ræðu sinni að hlutur kvenna við að korna á friði í heiminum væri nijög mikill. DV í gær. Mikil upplausn ríkir nú á vinstri væng stjórnmálanna. Ekki fer á milli mála að sú ákvörðun félagshyggjuflokk- anna að bjóða ekki fram í eigin nafni í höfuðborginni sjálfri var glapræði út frá þeirra sjónarmiði, þótt stundarávinningi kunni að vera fagnað. Áramótagrein Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu á laugardag. í beinu framhaldi kosning- anna hófust síðan ofsóknir á hendur Guðmundi Arna Stefánssyni. Þær urðu til hér suður í Hafnarfirði en færðust síðan í landsf jölmiðlana. Þeir sem rógsherferðina hófu hér suður frá ætluðu sér kannski ekki að fara jafn langt og raun varð á. En þeirra er „afrekið“ og þeir munu eiga eftir að bíta í mörg súr epli þegar fram líða stundir. Ingvar Viktorsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Fjarðarpósturinn, 29. desember. Ég hef varið rúmum helmingi ævinnar á Vestfjörðum. Ólafur Hannibalsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum í samtali við Vesturland.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.