Alþýðublaðið - 03.01.1995, Page 4

Alþýðublaðið - 03.01.1995, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 Afbragð ungra manna nn mannkosti og gLæsileik Á gamlársdag voru liðin 70 ár frá dauða Jóns Thoroddsens. Hann var einn mestur efnismaður sinnar kynslóðar, og miklar vonir bundnar við hann sem skáld og stjórnmálamann. Hann varð aðeins 26 ára. Tómas Guðmundsson: Jón Thoroddsen Jón Thoroddsen, höfundur fyrstu prósaljóðabókarinnar sem út kom á íslensku og eitt helsta foringja- efni Alþýðuflokksins á þriðja ára- tugnum. Fyrir réttum 70 árum, hinn 3. janú- ar 1925, var forsíða Alþýðu- blaðsins lögð undir minningargrein Stefáns Jóhanns Stefánssonar um Jón Thoroddsen lögfræðing og skáld. A miðopnu blaðsins voru fleiri minningarorð, meðal annars eftir Jón Baldvinsson formann Al- þýðuflokksins og Þórberg Þórðar- son, sem þá hafði nýlega getið sér frægð fyrir Bréf til Láru. Jón Thor- oddsen varð aðeins 26 ára gamall, og var mörgum harmdauði, enda var hann einn mestur efnismaður kyn- slóðar sem þó fóstraði marga yfir- burðamenn. Það er ávallt varhuga- vert að skrifa söguna í viðtengingar- hætti, en Jón Thoroddsen hafði alla burði til að verða hvorttveggja í senn: Stórskáld og mikilhæfur stjórnmálaleiðtogi. Jón Thoroddsen fæddist hinn 18. febrúar 1898 á ísafirði, sonur Skúla alþingismanns og Theodóru skáld- konu. Bæði voru þau svipmiklir persónu- leikar og afburðafólk. Jón tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1918. í hans tíð voru í skólan- um ýmsir þeir sem síðar settu sterkan svip á öldina. Tómas skáld Guðmundsson var skólabróðir Jóns og náinn persónuleg- ur vinur. Mörgum áratugum síðar rifjaði Tómas upp kynni sín af Jóni í samtalsbók- inni Aö haustnóttum eftir Matthías Johann- essen: „Eg leit mjög upp til hans og dáðist mik- ið að honum, eins og raunar allir þeir, er höfðu nokkur kynni af honum, og ennþá hygg ég vini hans á einu máli um það, að hann hafí verið af- bragð ungfa manna um gáfur, mannkosti og glæsileik. En það var engu líkara en að dulin meðvitund um alltof fáa ævidaga hafi ósjálfrátt knúð hann til þess að flýta sér að lifa, því það litia, sem hann lét eft- ir sig, ljóð, leikrit og sögur, voru allt verk, sem unnin voru á ótrúlega stuttum en hamingjusömum augnablikum." cand. jur. In memoriam Jón var atkvæðamikill í félagslífi h 1 Menntaskólanum, og meðal ann- ars varaforseti Framtíðarinnar, mál- fundafélags nemenda. Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor hefur kannað ítarlega heimildir um þátt Jóns í starfi félagsins (Skímir 1979), og þar kemur fram að Jón lagði mikla rækt við mælskulist. Hann þótti einn al- besti ræðumaður skólans og hlaut reyndar sérstök verðlaun Framtfðar- innar síðasta skólaárið. I MR gaf Jón sig líka mikið að umræðum um bók- menntir, skrifaði ritdóma og fjallaði um skáldskap. Seinna skrifaði Jón Thoroddsen tvo ritdóma, um Illgresi Amar Amarsonar (Alþýðublaðið, 16. október 1924) og Undir Helga- hnúk, aðra skáldsögu Halldórs Lax- ness (Lögrétta 11. nóvember 1924). 1 ritdómi sínum um ljóð Arnar hrósar Jón honum fyrir ádeilu og skop: „Við Islendingar höfum eignast lítið af skemmtilegum skáldum. Nú á síðari tímum lítur helzt út fyrir, að skáldin ætli að gera okkur alla að grátkonum. Örn er undantekning. Hann er skemtilegt skáld, og hann á að njóta þess.“ í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki - Jón Thoroddsen gaf út tvö lítil kver n I með skáldskap. Bæði komu þau út árið 1922: Annarsvegar leikritið María Magdalena og hinsvegar tímamótaverkið Flugur. Mörg dæmi em vitaskuld um fálæti samtímans gagnvart nýjungum, og einatt gera menn sér ekki ljóst fyrren seint og um síðir að tímamót hafi orðið. Flug- ur Jóns var fyrsta bókin sem út kom á íslandi sem einvörðungu hafði að geyma prósaljóð. Það er skemmst frá því að segja að umfjöllun um bókina var í mýflugumynd: Ein örstutt bókafregn í Tímanum, en ekki einn einasti ritdómur. Og í marga áratugi umlukti þögnin Flugur; bókarinnar var í mesta lagi getið í framhjáhlaupi í yfirlitsritum um skáldskap. Það var ekki fyrren með ritgerð Sveins Skorra, 1979, að mönnum varð Ijóst að þeim hafði helstil lengi sést yfir dálítinn dýrgrip. Flugur voru endurútgefnar 1986. Gísli Sigurðsson bókmenntafræð- ingur skrifaði vandaðan og ítarlegan inngang að bókinni, þarsem hann sagði meðal annars að Ijóðin væru „margslungin og þaulhugsuð", laus við alla mælgi, snerust gjaman að- eins um eina smámynd þarsem ekki væri nema helmingurinn sagður. Gísli sýnir fram á að táknmál gegnir veigamiklu hlutverki í skáldskap Jóns, enda er yfirleitt ekkert einsog það sýnist í ljóðum hans. Gísli skiptir Ijóðum Jóns í tvo meginflokka: „Annars vegar eru gamansöm og háðsk, jafnvel bitur ljóð um konur og líðandi stund en hins vegar ljóð um almennari vanda- mál eða hinstu rök mannlegs lífs.“ Gísli segir að greina megi ákveðna heildarafstöðu hins unga skálds til kvenna, og bætir síðan við þessum athyglisverðu orðum: „Sú afstaða er ekki tengd gleði og þrám heldur miklu fremur sorg og uppgjöf. Jón virðist hafa gefist upp á konum.“ Jón Thoroddsen var jafnaðarmaður o Úr Flugum Jóns Thoroddsens Frost á Grímsstöðum Ég ligg í rúmi mínu, og er í góðu skapi. Það er frost á Grímsstöðum - 20 stiga frost. Seinasti mó- molinn er orðinn að ösku, það er jarðbann og heyleysi, presturinn vill ekki hjálpa, hefur nóg með sig, nær að setja betur á. 20 stiga frost á Grímsstöðum framleiðir 20 skáldsögur. Tímaritin verða fljótlesnari. Ég þakka þér, skósmiður. Þegar tímaritin koma út, gerist ég ritdómari. Ég skrifa: Pappír og prentun í besta lagi. Frágangur allur góður, og bækurnar yfirleitt hinar eigulegustu - einkar hentugar til tækifærisgjafa. En það skal tekið fram, að sögurnar eru byggðar á misskiln- ingi. Umræddan dag var aðeins 2 stiga frost á Grímsstöðum. Ég klæði mig, fer út, og sé skósmið. Ég hleyp til hans, og hringsný honum: Það er frost á Grímsstöðum - 20 stiga frost. Hann tekur upp blað og bendir. 2 stig, segir hann, og fer leiðar sinnar. Ég spyr þig, ó, skósmiður. Ert þú í heiminn kominn, til þess að þú berir sannleikanum vitni? Hvar er vitnastefnan þín? Hver áminnti þig um sannsögli? Ólánsgarmur ertu. 20 menn skrifa skáldsögu í dag. 20 menn trúa því, að 20 stiga frost sé á Grímsstöðum. Mikil er ábyrgð þín. Vita nuova Úti er dagurinn blár og bjartur, en inni situr sorgin og segir fanganum sögur. Skuggarnir þyrpast í hornin og hlusta. Sólin hækkar á lofti. Geislarnir, sem skjótast dansandi gegnum járnvarinn gluggann, kyssa burt myrkrið úr klefanum. Einn þeirra vogar sér lengra en aðrir. Hann dansar eftir gólfinu, og kyssir á fótinn á Oscari Wilde. Fanginn lítur upp og undrast. Sorgin hættir að segja frá og brosir. Oscar Wilde stendur upp og gengur að glugg- anum. Hann horfir á litlu, bláu röndina, sem fang- arnir kalla himin. Og hann sér hvítt ský þjóta eft- ir himinhafinu. Undarlegur söngur vaknar í huga hans. Hann er útlagi, sem á heima handan við hafið. Þar bíður hans eitthvað, sem hann elskar. Þú, sem ég elska. Ég hrindi bátnum úr nausti, því ég er sjúkur af heimþrá. Og ég hrópa til þín yfir hafið: Með hvítum seglum stefnir hann að ströndum þínum, útlaginn, sem elskar þig. Kvenmaður Hún var formáli að ástarævisögum manna. Hún var innskotskafli. Hún var kapítulaskipti. Og nú er hún ástarævisaga mín. En það hefur gleymst að prenta orðin: Öll réttindi áskilin. I og til hans var litið sem foringja- efnis hins únga Alþýðuflokks. I minningarorðum sínum sagði Stefán Jóhann: „Vinir hans og flokksbræð- ur gerðu sér góðar vonir um dáðríkt starf hans í stjórnmálum. Er því við fráfall hans ómetanlegt skarð höggv- ið í fylkingu íslenskra jafnaðar- manna." Og Jón Baldvinsson skrif- aði: „En því fleiri vonir eru brostnar, sem ættmenni, vinir og flokksbræður gerðu sér um framtíð hins unga manns. Hvers vegna? Vegna þess, að Jón Thoroddsen hlaut í vöggugjöf gáfur og tjölhæfni ættar sinnar. Hann var skáld og orðslyngur ræðumaður, efni í mikinn mælskumann. Hann var líka gæddur afburða-dugnaði, að hvaða verki sem hann gekk.“ Jón fór einu sinni í framboð, í Norður-ísafjarðasýslu 1923. Hann bauð sig fram utan flokka, en engum duldist að hann fylgdi Alþýðu- flokknurn að málum. Sveinn Skorri telur í ritgerð sinni, að Jón hafi með þessu viljað vinna á persónulegum vinsældum. Þær dugðu ekki til; og segir nánar frá framboði Jóns f minn- ingargrein Þórbergs Þórðarsonar sem birtist á síðunni hér til hliðar. Jón tók embættispróf í lögfræði frá y ■ ■ ■ ■ —........... I Háskóla íslands 1924 og sigldi um haustið til Danmerkur og hugðist kynna sér fyrirkomulag og stjóm bæjarmálefna. A jóladag varð hann fyrir sporvagni í Kaupmannahöfn, og lést tæpri viku síðar, á gamlárs-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.