Alþýðublaðið - 03.01.1995, Síða 7

Alþýðublaðið - 03.01.1995, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Veröld á hverfanda hveli Ný stórveldi, gamiar liættur a formanns Davíð Oddsson: Þegar Geir ákvað að iáta af formennsku í flokknum 1983 kallað hann á okkur Þorstein og var reiðubúinn að styðja annan hvorn okkar í embættið. sætið lynda. í borgarstjómarkosn- ingunum tapaði flokkurinn meiri- hlutanum í Reykjavík og í þingkosn- ingunum mánuði síðar tapaði flokk- urinn inikiu fylgi og fimm þingsæt- um. Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri stjórn en haustið 1979 rauf Jóhann Hafstein: Bauð Geir Hall- grímssyni ráðherrastól árið 1970 en Geir þáði ekki. Alþýðuflokkurinn stjórnarsamstarf- ið og kosningar fóru fram í byrjun desember. Klofningur var meðal sjálfstæðismanna á Suðurlandi þar sem Eggert Haukdal bauð frarn sér- lista og á Norðurlandi eystra þar sem Jón G. Sólnes bauð fram sérlista. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2I þing- mann og Eggert komst að. Gunnar Thoroddsen myndaði síðan stjórn sína í febrúar fram hjá formanni flokksins og þingflokki. Geir Hall- grímsson varð fyrir enn einu áfallinu við prófkjör 1982 fyrir þingkosning- ar 1983, en hann hafnaði þá í sjö- unda sæti og náði ekki inn á þing í kosningunum. Gefum Davíð Odds- syni orðið: „Eftir þingkosningarnar sumarið 1983 kom það fljótlega í ljós, að einu flokkarnir, sem voru reiðubúnir að axla ábyrgð, voru Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, og leiddi Geir Hallgrímsson stjómar- myndunarviðræður fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins. Eftir að flokksráð Sjálfstæðisflokksins hafði samþykkt samstarf við Framsóknarflokkinn og drög að stjómarsáttmála, var haldinn fundur í þingflokki sjálfstæðis- manna 25. maí 1983, þar sem Geir lagði það til, að Sjálfstæðisflokkur- inn tæki þann kost að fara með for- sæti hinnar nýju ríkisstjórnar. Tók hann það fram, að staða forsætisráð- herra væri ekki bundin við sig. Átti Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt þeim kosti að hafa fímm ráðherra og sex ráðuneyti. Hinn kosturinn var, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sex ráðhena og sjö ráðuneyti, en Fram- sóknarflokkurinn færi með forsæti ríkisstjómarinnar, hefði íjóra ráð- herra og fimm ráðuneyti. En nú var komið annað liljóð í þingmenn Sjálf- stæðisflokksins en árið 1974, þegar þeir stóðu frammi fyrir svipuðum kostum. Eftir að Geir Hallgrímsson hafði vikið af fundi, var gengið til at- kvæða um tillögu hans, og urðu úr- slit þau, að 9 þingmenn vildu sam- þykkja hana, en 13 kusu hinn kost- inn, að Sjálfstæðisflokkurinn afsal- aði sér forsætisráðuneytinu gegn því að fá fleiri ráðherrastóla og ráðu- neyti. Hringdi Matthías Á. Mathie- sen, sem þá stjómaði fundi þing- flokksins, til Geirs, þar sem hann var staddur á ritstjórnarskrífstofu Morg- unblaðsins, og tilkynnti honum þessi úrslit. Þessi skammsýna afstaða þingflokksins var honum mikil von- brigði." Sídasta stóra fórnin Geir Hallgrímsson varð utanríkis- ráðhena í þessari ríkisstjóm en Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra. Þegar leið að landsfundi Sjálfstæðisflokksins seint á árinu 1983 kallaði Geir á Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson og sagði þeim að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til formanns á landsfundinum. Hann væri reiðubúinn til að styðja annan hvorn þeirra í formannssætið. Davíð sagðist þá ekki gefa kost á sér þar sem hann þyrfti að einbeita sér að starfi borgarstjóra. Þorsteinn var síðan kosinn formaður á landsfund- inum. Um lokin á stjómmálaferli Geirs Hallgrímssonar segir Davíð Oddsson f greininni í Andvara: „Þorsteinn Pálsson hafði lýst yfir því, er hann var kjörinn formaður, að hann myndi ekki sækjast eftir ráð- herrasæti í samsteypustjórn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Kom sú yfirlýsing mér og mörgum öðmm í opna skjöldu. Var Geir Hallgrímsson því áfram eins konar oddviti sjálfstæðismannanna sex f ríkisstjóminni. En eftir því sem tíminn leið tók mörgum að flnnast óeðlilegt, að formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, sæti ekki í ríkis- stjórn. Var það orðað við Matthías Bjamason, að hann stæði upp fyrir Þorsteini, en hann var ófáanlegur til þess. Hann sagðist áður hafa boðist til þess ótilkvaddur og rnyndi ekki gera það nú tilkvaddur. Leitaði Þor- steinn þá eftir því við hina ráðherra flokksins, að þeir rýmdu fyrir sér, en enginn þeirra vildi gera það. Að lok- um varð það úr, að Geir Hallgríms- son þokaði úr ráðhenasæti, þótt hann yndi sér afar vel í utanríkis- ráðuneytinu. Var það síðasta stóra fórn hans fyrir flokkinn og einingu innan hans, en þvf er ekki að leyna, að mörgum vinunt og stuðnings- mönnum Geirs fannst forystumönn- um flokksins hafa mátt farast betur við sinn fyrrverandi formann. Geir Hallgrímsson var veitt lausn úr emb- ætti utanríkisráðherra 24. janúar 1986, en hann varð seðlabánka- stjóri frá 1. september 1986.“ Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaðsins. Brian Beedham, aðstoðarritstjóri The Economist, telur að Vesturlönd- um kunni f framtíðinni að verða ógn- að af þremur hugsanlegum andstæð- ingum: Rússlandi, Kína og islam. 1 ritstjómargrein sérútgáfu tímaritsins í tilefni áramóta, rökstyður hann þá skoðun sína að atburðir næsta árs muni sýna fram á hversu hættulegir þessir andstæðingar kunni að verða. „Fyrstu lotu umsköpunar hins post-kommúníska heims er nú lokið. Það væri ofureintoldun að segja að Vesturlönd hefðu tapað þeirri lotu, þar sem því fylgir óhjákvæmilega að einhverjir aðrir væm sigurvegarar. En engum hefur hlotnast neinn sigur á síðastliðnum fimm ámm. Þó er ljóst að lýðræðisríkin hafa ekki náð þeim árangri sem þau annars hefðu átt að ná. Þegar kommúnisminn hiundi fyr- ir fimm ámm síðan, þá voiu Vestur- lönd ölvuð af hinum hugmynda- fræðilega sigri sínum, ásamt miklum efnahagslegum styrk og óumdeildum hemaðaryfirburðum, eins og Persa- flóastríðið síðar leiddi í ljós. Hefðu Orðasambandið „islamskir bók- stafstrúarmenn" nær yfir töluvert fjölbreyttan hóp manna. Sumir þeirra eru afar fjandsamlegir Vest- urlöndum og lýðræðislegum stjórnarháttum. Aðrir eru meira í ætt við trúarlega umbótasinna á borð við John Wycliffe og Jan Hus. Vesturlönd beitt sér skynsamlega, þá væm þau f dag óumdeilt leiðandi afl heimsviðburða. Þess í stað, sökum óskýrrar hugsunar og hikandi að- gerða, sáu þau á bak þessum yfir- burðum í Bosníu, Sómalíu, Rúanda og víðar. Önnur lota er nú um það bil að hetjast og árið sem nú fer í hönd, mun gefa okkur vísbendingar um það hvemig hún þróast. Vesturlönd verða að fara að kannast við þau öfl sem kunna að ógna öryggi þeirra í fram- tíðinni og bregðast við þeirn eins og vera ber. Helstu keppinautar lýðræðisríkj- anna á sviði alþjóðamála á næstu öld, verða Rússar, Kínverjar og einhver samþjöppun valds í heimi múslima. Þetta ár mun sýna okkur hvort Rúss- ar verða áfram keppinautar Vestur- landa, þrátt fyrir að þeir séu að þróa nteð sér fijálst markaðskerfi; hvort Kína heldur áfram að gera tilkall til stórveldisnafnbótar; hvort það verður einhver „árekstur menningarheima“ islams og Vesturlanda. svo og hvort að allar þessar hættur verði hugsan- lega yfirskyggðar af einhverju alls- heijar stjómleysi. Hinir óheillavænlegu atburðir í Norður-Afríku að undanförnu og þá sérstaklega í Alsír, fá fólk til að álykta sem svo, að Vesturlönd stefni óhjákvæmilega í átök við samtök Ijandsamlegra múslimskra ríkja. Það er mjög hugsanlegt að nokkur araba- ríki falli íhendurislamskrabyltingar- manna, að það rnuni valda flóðbylgju flóttamanna yfir Evrópu og að kalt - eða hugsanlega ekki svo ýkja kalt - stríð rnuni bijótast út við Miðjarðar- hafið. En árið 1995 mun gefa fyrsta hikandi svarið við þeirri spumingu, hvort að þessi deila verður viðráðan- leg eða hvort hún verður eitthvað sem vofa rnun yfir heilli kynslóð manna. Orðasambandið „islamskir bók- stafstrúarmenrí* nær yfir töluvert fjölbreyttan hóp manna. Sumir þeirra eru afar ljandsamlegir Vesturlöndum og lýðræðislegum stjómarháttum. Aðrir eru meira f ætt við trúariega umbótasinna á borð við John Wyclif- fe og Jan Hus. Það em mennimir sem líklegir eiu til að opna augu múslima fyrir framtíð þeirra sem borgara í nú- tímalegum lýðræðisríkjum. Það skiptir miklu máli fyrir Vesturlanda- búa að vera viljugir til að vinna með þessum öflum, en jafnframt að standa fastir fyrir gegn hinum fyrmefndu. Ef umbótasinnamir hafa betur f valda- baráttunni innan islams, þá em fullar sættir Vesturlanda og múslima í sjón- máli. Ef klaufaskapur Vesturlanda verður til þess að hinir ofsafengnu hafa sigur, þá mega Evrópa og Amer- íka búa sig undir langvinn og til- gangslaus átök við islam, á sama tíma og til muna alvarlegri ógnun við Vesturlönd fengi næði til að dafna í öðmm afkimum heimsins. Það hvemig Vesturlönd taka á ástandinu í Alsír ntun leiða í ljós hvort þau hafa forgangsröðina á hreinu. Þetta ár mun einnig opinbera fram- tíð Rússlands. í lok ársins verður ljósara hvort hrottalegur niðurskurð- ur á útgjöldum hins opinbera nær að koma á stöðugleika í rússnesku efna- hagslífi án þess að skapa það gríðar- legan stéttamun á efnahagssviðinu - mikinn fjölda atvinnuleysingja og fólks við hungurmörk, til hliðar við lítinn minnihluta hrokafullra nýríkra - að jafnvel hin lræga rússneska þol- inmæði bresti. En jafnvel þó að Rúss- ar nái að byggja friðsamlega upp markaðshagkerfi og lýðræðisríki, þá er ekki þarmeð sagt að það verði ein- hver jábróðir Vesturlanda. Það er rökvilla að halda að einungis mis- munandi hugmyndafræði valdi árekstmm stórvelda. Stórveldum lendir líka saman þegai' markmið þeirra rekast á. Markmið Rússa fara ekki saman við markmið Vestur- landa, ef þeir halda áfram að tala um það á árinu, að það sé nauðsynlegt fyrir þá að halda úti heijum í fyrrum sovétlýðveldum í Mið- Asíu, til að- gerða sem Vesturlandabúum fellur ekki í geð. Ef íhlutanir þeirra væm til þess hugsaðar að hjálpa þessum ríkj- um á Ieið þeirra til lýðræðis (eins og ílilutun Bandarikjamanna á Haíti), þá væm þær hugsanlega ásættanlegar. En ef þær em einungis til þess að tryggja áhrif Rússa á þessu svæði, eins og ömgglega er raunin, þá em þær óásættanlegar. Það er jafn óá- sættanlegt að Rússar haldi áfram að halda því fram að Evrópuríki á borð við Pólland og Tékkland, sem stand- ast öll skilyrði NATO fyrir inngöngu í bandalagið þar sem lýðræðisleg markmið þeirra em hin sömu og bandalagsríkjanna, megi ekki ganga í bandalagið vegna þess að Rússar sjálfir standast ekki inngönguskilyrð- in. I báðum þessum málaflokkum ættu línur að skýrast á árinu. Þetta verður líka árið sem Kína verður ekki lengur seíjað með ægi- valdi Deng Xiaoping. Það verður því hugsanlega hægt að segja til um það á árinu, hvort að lokamarkmið Dengs, að koma á frjálsum markaði í Kína og tengja hann áframhaldandi alræði eins flokks á stjómmálasvið- inu, heldur vatni. Ef það gerist ekki og það hendir, sem bjartsýnismenn halda, að efnuð þjóð komi nauðsyn- lega á lýðræði, þá munu Kínveijar samt eiga í deilum við Vesturlanda- búa (svo og Rússa), þegar hagsmun- um þeirra lendir saman. En ef ætlun- arverk Dengs gengur upp og Kínverj- ar verða efnahagslegt stórveldi undir stjóm manna sem halda frani hug- myndafræði sem þeir segja vera val- kost við lýðræði, þá verða deilumar jafnvel enn heiftúðugri. Stærsta opinberun ársins verður hins vegar sú, hvort að það verður eitthvað vit í því að tala um einhver stórveldi, þegar allt kemur til alls, eða hvoit við stefnum á vit allsherjar stjómleysis kjamorkualdar, sem yfir- skyggi alla trú á alþjóðlegt skipulag. Þetta verður ár ráðstefnunnar sem mun taka urn það ákvörðun hvort sá samningur sem nú er í gildi um bann við útbreiðslu kjamorkuvopna verð- ur framlengdur og endumýjaður. Ef það gerist ekki þá verður 21. öldin öld kjamorkuvopnaútbreiðslu. Mun- urinn á heiminum eins og hann er í dag þar sem einungis handfylli ríkja eiga kjamorkuvopn og þess heims þar sem öll ríki sem betur geta koma sér upp sínum kjamorkuvopnum, af sömu ástæðu og miðaldabarónar byggðu sér allir sína eigin kastala, er geigvænlegur. Utkoma ráðstefnunnar ræðst að miklu leiti af framvindu atburða í Norður-Kóreu. Ef það er Ijóst við upphaf ráðstefnunnar að Norður- Kórea á ekki kjamorkuvopn, þá á bannið við útbreiðslu vopnanna möguleika á því að standa. Ef það er hinsvegar einhver möguleiki á því að Norður-Kóreubúar hafi komið sér upp, þó ekki væri nema vopnum af hógværustu gerð með blekkingum og undirferli. þá verður mjög erfitt að standa í vegi fyrir því að stíflan bresti. Þónokkur önnur ríki standa klár til að segja að ef Norður-Kóreumenn geti þetta þá geti þau líka og Evrópubúar ættu að veita því athygli að París, Berlín og Róm em í skotfæri meðal- drægra eldflauga flestra þessara ríkja. Fleiri ríki munu fylgja í kjölfarið, þó ekki væri nema bara til að geta varið sig í heimi sem skyndilega hefur orð- ið allmikið hættulegri en hann var. Slík róttæk breyting á dreifingu æðstu birtingamtyndar hemaðar- mátlarins, væri álíka áhættusöm fyrir Vesturlönd og aðra. Það er ef „Vest- ur!önd“ verða ennþá til. Önnur stór spuming aldarlokanna er hvort að löndin sem sigraðu kalda stríðið, ná að halda utan um starfhæft bandalag sitt. Þeim hefur tekist það hingað li! - svona rétt svo. En stöðug innbyrðis samkeppni á efnahagssviðinu og hin pólitíska innhverfa, sem nú hefur gripið Bandaríkin, Evrópu og Japan, gæti orðið til að reka flein í samstöðu þeirra. Ef Vesturlönd leysast upp, þá verður sigur þeirra yfir kommúnism- anum, einhver skammvinnasti sigur mannkynssögunnar.“ The Economist / mám RAÐAUGLYSINGAR Utboö Vesturlandsvegur í Reykjavík. Mislæg gatnamót við Höfðabakka. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík og Vegamálastjóri óska eftir tilboðum í gerð mislægra gatnamóta á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Um er að ræða gerð brúar auk aðliggjandi vega og vegtenginga. Helstu magntölur brúarhluta: Mótafletir 6.000 m^, steypu- stvrktarjárn 320 tonn, spennistál 19 tonn, steinsteypa 2.100 og stálsmíði 9 tonn. Helstu magntölur vegarhluta: Skering í laus jarðlög 74.000 m^, skerina í berg 1.500 m^, fylling og neðra burðarlag 115.000 mr, púkk 35.000 m^, malbik 108.000 og kantsteinar 3.200 m. Verki skal lokið að hluta 4. september 1995, en að öllu leyti eigi síðar en 15. október 1995. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5 , Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. janúar nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 30. janúar 1995. Þjóðhátíðarsjódur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1995 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361, 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem nú- verandi kynslóð hefurtekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á veg um Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum Þjóð minjasafnsins. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einn- ig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum, a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótar- framlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau." Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknar- frestur er til og með 28. febrúar 1995. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upp- lýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma 5699600. Reykjavík, 29. desember 1994, Þjóðhátfdarsjóður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.