Alþýðublaðið - 05.01.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 05.01.1995, Síða 1
Miklar deilur innan Kvennalistans í Reykjavík vegna forvals: Þingkonu hafnað - hörð barátta um efstu sætin A Niðurstöður ekki einu sinni kynntar frambjóðenduni. Barátta milli Elínar G. Olafsdóttur og Þórunnar Svein- bjarnardóttur. Ungu konurnar hóta að hœtta. Guðrún Halldórsdóttir þingkona úti í kuldanum. „Ef Elín verður sett ofarlega á listann en Þórunni ýtt til hliðar, munu ungu konurnar einfaldlega segja skilið við Kvennalistann. Við getum ekki séð að Elín muni fiska mikið af atkvæðum,“ sagði kvenn- alistakona scm Alþýðublaðið ræddi við í gær. Miklar deilur eru nú meðai kvennalistakvcnna í Reykjavík um framboðsmálin. Forval Kvennalistans í Reykja- vík fór fram í desember, en niður- stöður hafa ekki verið kynntar og frambjóðendur hafa ekki sinni fengið að vita í hvaða sætum þeir lcntu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Alþýðublaðsins hlaut Kristín Ástgeirsdóttir afgerandi kjör í efsta sætið, en lítill munur var á næstu konum. Guðný Guð- björnsdóttir varaþingkona mun hafa lent í öðru sæti, Þórunn Sveinbjarnardóttir í þriðja og Elín G. Ólafsdóttir í fjórða. Guðrún Halldórsdóttir þingkona náði ekki einu af efstu sætum. Samkvæmt heimildum blaðsins innan Kvennalistans er nú unnið gegn því að Þórunn skipi þriðja sætið, og mun Kristín Ástgeirs- dóttir þannig vilja að það komi í hlut Elínar. Af samtölum við ung- ar kvennalistakonur er Ijóst að þær munu ekki sætta sig við það, og hóta jafnvel að segja skilið við flokkinn. — Sjá umfjöllun á baksíðu. Þjóðvaki: Sigurður Pétursson í framboð fyrir vestan Alþýdubandalagid í Reykjavík: Kem ekki nálægt starfí innan Alþýðubandalagsins — segir Stefanía Traustadóttir varaþingmaður flokksins. Þjóðvaki mun halda landsfúnd sinn síðustu helgina í janúar. Þá verð- ur gengið frá stefnuskrá hreyfingar- innar og kosin stjóm. Einnig er þá ör- uggt að ákveðið verði hverjir muni skipa efstu sæti framboðslista hreyf- ingarinnar við næstu alþingiskosn- Fyrsta verk fundarins verður að samþykkja skipulag sam- takanna, en eftir því sem Sigurður Pét- ursson, sagn- fræðingur og fyrrum for- maður Sam- Sigurður: Góðar lík- bands ungra ur á að ég fari í fram- jafnaðar - boð á Vestfjörðum. manna segir, er líklegt að 28 manns muni sitja í landsstjórn, en 3 í framkvæmda- stjóm, sem skipuð verði formanni, ritara og gjaldkera. „Annars er þetta ekki orðið fullljóst ennþá og mun væntanlega ekki skýrasl fyrr en á þinginu sjálfu,“ sagði Sigurður. Þá verða og stofnaðar deildir T öllum kjördæmum landsins, sem einstak- lingar og félagasamtök geta átt aðild að. Lítið mun hafa gerst í framboðs- málum samtakanna en skrifuð hafa verið bréf til skráðra stuðningsmanna og þeir beðnir um að koma með til- nefningar. Það verða svo uppstill- inganefndir sem vinna úr þeim. Eftir landsfundinn verður formleg kosn- ingabarátta hafin og sagði Sigurður að hún yrði fyrst og fremst byggð á málefnum og grasrótarvinnu, því samtökin hefðu ekkert tjárhagslegt bolmagn til að standa í einhverju aug- lýsingaflóði á við gömlu flokkana, sem fengju ógrynni fjár frá ríkissjóði. Aðspurður um hvort að hann vildi staðfesta þann orðróm sem verið hef- ur á kreiki að hann færi í slaginn fyrir hreyfinguna á Vestfjörðum, sagði Sigurður að það væru góðar líkur á því. Enn virðist sundrung og óánægja fara vaxandi innan Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Stefanía Traustadóttir varaþingmaður flokks- ins og fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsfélags Reykjavíkur sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær, að hún myndi ekki koma nálægt nein- um störfum fyrir Alþýðubandalagið. „Það eina sem ég get sagt er að ég geri ekki ráð fyrir að starfa mikið fyrir Alþýðubandalagið á næstunni,*' sagði Stefanía í gær þegar hún var spurð hvoit það væri rétt að hún væri á förum úr flokknum. Aðspurð um ástæður þess að hún vildi ekki leng- ur starfa með Alþýðubandalaginu svaraði Stefanía: „Það eru margar ástæður til þess. Það má segja að það sem hefur verið að gerast á undanfömum vikum sé Stefanía: Margar ástæður fyrir þvi að ég mun ekki starfa innan Al- þýðubandalagsins. kannski bara hlutur í ákveðnu ferli frekar en að líta á það eitt og sér. Eg er í starfi fyrir Álþýðubandalagið innan Reykjavíkurlistans og geri ráð fyrir að halda því áfram. En ég mun ekki koma nálægt öðru starfi innan félagsins eða flokksins á næstunni." -Þú cetlar ekki að róa á önniir mið? „Eg er ekki að leita að símanúm- erinu hjá Jóhönnu," svaraði Stefan- ía. I Alþýðublaðinu í gær segist Auð- ur Sveinsdóttir arkitekt og varaþing- maður vera að íhuga úrsögn úr Al- þýðubandalaginu. Vitað er að fleiri kunnir flokksmetin í Reykjavík eru æfir yfir því að hætt var við prófkjör fyrir val á framboðslista flokksins og ýmislegt fleira sem þar hefur verið að gerast. Leirlistin útúr skugganum Á laugardaginn verður opnuð að Kjarvalsstöðum sýningin Leirlist á íslandi. Þar sýna um 20 leirlistarmenn og spannar sýningin allt frá upphafi leirlistar hérlendis árið 1930 til dagsins í dag. Eiríkur Þorláksson er sýningar- stjóri þessarar sýningar. Hann segir i viðtali við blaðið að gerð nytjagripa hafi alltaf verið hluti leirlistar. Á sínum tíma hafi togstreita verið í gangi hér og ekki þótt eins fínt að gera það sem kallast nytjagripi og önnur listaverk. Það sé horfið í dag en leirlistin hafi þó verið svolítið í skugganum af öðru. Á myndinni er Eiríkur við verk eftir Kristjönu Samper. A- mynd: E.ÓI. ★ Sjá umfjöllun og svipmyndir á blaðsíðu 7. Utanríkisrádherra: Mótmælir hernaði Rússa íTétsjeníu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur falið sendiherra Islands í Moskvu að koma athugasemdum á fram- færi við rússnesk stjórnvöld vegna hernaðar Rússa í Tétsjen- íu. í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir: „Utanríkis- ráðherra harmar þau mann- skæðu átök sem átt hafa sér stað í Tétsjeníu í rússneska ríkjasam- bandinu og afleiðingar þeirra á líf óbreyttra borgara á því lands- svæði. Utanríkisráðherra hvetur jafnframt rússnesk stjórnvöld eindregið til að leita friðsamlegra lausna og leggur áhcrslu á sér- stakt mikilvægi þess að grund- vallar mannréttindi íbúa Tét- sjeníu verði höfð í heiðri.“ Þjóðarvitund íslendinga Félag nýrra íslendinga heldur sinn mánaðarlega félagsfund í kvöld, fimmtudagskvöld, í Gerðu- bergi. Gísli Gunnarsson dósent flytur erindi sem nefnist Þjóðar- vitund íslcndinga og söguskilning- ur þeirra. Fundurinn hefst klukk- an 20 og er öllum opinn. Hann fer fram á ensku, en aðalmarkmið fé- lagsins er að efla skilning milli fólks af öllum þjóðernum, sem býr á Islandi, með auknurn menning- arlegum og félagslcgum samskipt- um. Alþýðublaðið í dag: Hvenær sá Jóhanna Ijósið? Önnur sjónarmið 2 Árangur á erfiðum tímurn Leiðari 2 Sumir tala - aðrir gera Guðmundur Arni 3 Frambjóðendur á Reykjanesi Prófkjörsviðtöl 4 Síðasti smókur New York-búa Reykingar 6 Ósómi Hallgríms Helgasonar Lesendabréf 7 Stóraukinn ferða- kostnaður HÍ Frétt um ferðir 8

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.