Alþýðublaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.01.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Sumir tala — aðrir gera í daglegu lífi á vinnustöðum, í fé- lagasamtökum, í skólanum, hvar sem fólk kemur saman til starfa og leikja skiptast menn gjarnan í tvo hópa. Fólkið sem talar og fólkið sem gerir. Stundum fer þetta þó saman. En því miður alltof sjaldan. En talandi hópurinn, kjaftaskarn- ir, eru þekktir út úr af löngu færi. Það eru þeir sem hafa skoðanir á öllu, eru gjarnan neikvæðir og hall- mæla náunganum og finnst aldrei nóg að gert, eða nægilega vel að verki staðið. Yfirleitt láta þeir sér ekki nægja að vera á einum vettvangi - heldur fara á milli með sína stóru dóma. Og blaðra og blaðra. Og blaðra. Svo eru það hinir sem gera. Þeir láta verkin tala. Oft tekst þeim vel upp, stund- urn miður. En þeir láta eitthvað eftir sig. Þeir setja mark á umhverfi sitt. Láta efndir fylgja orðum. Skyldu ekki flestir þekkja þessa tvískiptingu í næsta nágrenni við sig? Niðurrif og neikvæðni Þetta er ekkert öðruvísi í stjórn- málunum. Og ef til vill er þetta enn nteira áberandi þar en annars staðar í samfélaginu. Þar nefnilega tala menn í nafni lýðræðisins, eðlilegra skoðanaskipta og allt það. Og vissu- lega er nauðsynlegt í opnu lýðræðis- þjóðfélagi að hugmyndir séu reifað- ar, stefnumið skýrð, skoðunum komið á framfæri. En það er ein- faldlega alltof lítið af því. En nóg af því að rífa niður, atyrða, skammast, hafa allt á hornum sér. Eg varast að nota orðið gagnrýni í þessu sam- bandi, því heiðarleg gagnrýni á að koma að gagni eins og samsetning orðsins ber með sér. Það er of lítið af því. Þetta nefni ég hér vegna þess, að í okkar litla þjóðfélagi, þar sem fólk hefur sem betur fer vakandi auga með gangi þjóðfélagsmála, þá ber alltof mikið á þessum örfáu en há- væru og um leið sjálfskipuðu þjóð- félagsrýnendum, sem hafa skoðanir á öllu og öllum. Og eru yfirleitt nei- kvæðnin uppmáluð. Mála skrattann á vegginn og sjá vandamál í hverju horni. Stjórnarandstaða er mikilvægur þáttur í stjórnskipan okkar. Hefur það hlutverk að veita stjórn hverju sinni aðhald og reyna að beina henni inn á nýjar brautir telji hún nauðsyn á því. Það verður hver Pallborðið Guðmundur Arni Wfm +r Stefánsson má skrifar að hafa sína skoðun á því, hvemig núverandi stjórnarandstöðu hefur tekist upp íþessu hlutverki. Ekki get ég þó neitað því, að oftar en ekki virðist hún vera í hlutverki blaðrar- ans. Tali og tali, en segi oftast ekki neitt sem máli skiptir. Linnulaust blaður Hver tekur mark á stjórnmála- manni, sem annan daginn er upp- fullur af heilagri vandlætingu yftr aðgerðum stjórnvalda sem rniða að því að draga úr kostnaði, en snýr síðan plötunni snarlega við daginn eftir vegna þess að ekki er nóg spar- að og tjárlagahallinn sé alveg hreint ógurlegur? Eða þegar stjórnmála- menn fara hantförum í baráttu gegn spillingu, en vilja ekkert tala um eigin störf og verklag í því sam- hengi? Eða þegar stjórnmálamenn segjast vilja sameina tiltekin sjónar- mið og krafta, en sundra þeim í verki á sama augnabliki? Eða þegar stjómmálamenn segja hreinlega Hver tekur mark á stjórnmálamanni sem fer hamförum í baráttu gegn spillingu, en vill ekkert tala um eigin störf og verklag í því samhengi? Eða þegar stjórnmálamenn segjast vilja sameina til- tekin sjónarmið og krafta, en sundra þeim í verki á sama augna- bliki? ekki neitt; tala í hringi; gæta þess að styggja engan þjóðfélagshóp, en blaðra linnulaust? Þið þekkið þessa menn. Þeir eru á sjónarvarpsskjánum á hverju kvöldi, í útvarpinu og dagblöðunum á hverjum degi? Þetta eru þeir sem blaðra. Og aðrir minni spámenn fylgja síðan kjölfarið með sama vaðalinn. Halda að svona eigi þetta að vera. Gerum greinarmun Það em þrír mánuðir til kosninga. A þeim tíma verður mikið talað. Er það ekki býsna heppilegur tími fyrir fólk til að greina á milli þeirra se.m em í raun að segja eitthvað og hinna sem eru bara að tala? Við eigum nóg af stjómmála- mönnunt. Of mikið af blöðrurum. Of lítið af gerendum. Þess vegna er brýnt að greina þar á milli, þannig að kjósendur kaupi nú ekki köttinn í sekknum í kosningunum í apríl næstkomandi. Höfundur er alþingismaður. Dapurleiki dagsins Það dró ljótan skugga yfir jólahald íbúa New York-borgar þegar fregnir bámst á jóladag af sjálfsmorði lög- reglumanns sem aðeins örfáum klukkustundum fyrr hafði fengið nið- urdreginn mann til að fremja ekki sjálfsmorð. Klukkan var fjögur að ^morgni YogTim- othy J. Torres, )26 ára, h a f ð i nýlokið við að snæða morg- unverð á veitingahúsi við Times-torg þegar jnann dró upp lögreglus- kambyssu sína og skaut 'sig' í höfuðið. Torres lést samstundis. Hann vartólfti lögreglumaðurinn í New York á síð- asta ári til að fremja sjálfsmorð. „Það er hræðilega erfitt til að sætta sig við slíkan atburð á þessari fallegu hátíð sem jólin em,“ sagði Rudolph Giuli- ani borgarstjóri, dapur í bragði. „En því miður er það nú svo yfir hátíðam- ar að hinn félagslegi þi-ýstingur verður ■Ml Lögreglu- þjónninn Torres. Hinumegin Mikil harka er hlaupin í prófkjör Framsóknar í Norðurlandi vestra. Páll Pétursson vaknaði við þann vonda draum að efsta sætið hans var að ganga honum úr greipum, til Stefáns Guðmundssonar. Víðtækt samkomulag var meðal sterkra frambjóð- enda að fella Pál, en hann þykir hafa styrkt stöðu sína uppá síðkastið; fer nú mik- inn um kjördæmið enda á hann víða inni greiða hjá hæstvirtum kjósendum. Páll hugsar Stefáni þegj- andi þörftna og kunnugum þykir óhugsandi að þeir geti setið santan á toppi listans við kosningamar. I viðtali við Tímann í gær fer Páll að vísu fögmm orðum um Stefán, og kallar hann „vin, félaga og samheija til margra ára“ en ekki dylst að heiltin kraumar í Höllu- staðabóndanum. Andstæð- ingar Framsóknar í kjör- dæminu bíða ekki síður spenntir eftir úrslitum, enda yrðu það mikil tíðindi ef Páll félli með braki og brestum... Meira um vini vora, framsóknarmenn. Kjömefnd flokksins í Reykjavík hefur nú lagt fram tillögu um skipan sex efstu I^.^Hsæta ^fyrir i Jf kosn- J ing- Ivor. Finn- ur Ingólfsson trónir vitan- lega á toppnum, og Græn- landsfarinn Olafur Örn Haraldsson er í öðru sæti eftir frækinn prófkjörssigur. Asta Kagnheiður Jóhann- esdóttir féll með látum niður í þriðja sætið, sem kunnugt er, en hún er hvergi sjáanleg á listanum. í þriðja sæti er gert tillögu um Arnþrúði Karlsdótt- ur, og st'ðan koma þrjár konur til viðbótar: Vigdís Hauksdóttir, Þuríður Jónsdóttir og Ingibjörg Davíðsdóttir... Mikill titringur varð meðal alþýðubanda- lagsmanna, einkum á Aust- fjörðum, eftir aðAlþýðu- blaðið skýrði frá því, að margir viídu losna við Hjörleif Guttormsson úr efsta sætinu. Hjörleifur er ekki eini þingmaðurinn ____ sem á undir högg að sækja. Krist- |inn H. Gunn- arsson stendur höllum fæti á Vestfjörðum, og á Norð- urlandi vestra er nú enn á ný komin upp umræða um að finna þuifi ferskari frambjóðanda en Ragnar Arnalds. Hann var fyrst kjörinn á þing fyrir ... ............... ........... ............ mannsaldri árið "^a' Pau eru orra eftirlifandi, gott folk! Pessi sjaldgæfu og ynd- 1963 bá iiiv'ur oe 's'e9u sköpunarverk eiga enga náttúrlega óvini, en blöðrudýr- ' ' in eiga stutta og erfiða ævi í þessu hrjóstruga landi." Fimm á förnum vegi Fannst þér skaupið of persónulegt í garð Ólafs G. Einarssonar ogÁrna Sigfússonar? Katrín Oddsdóttir, nei, nei, nei. Alls ekki. nemi: Nei, Ása Guðlaug Lúðvíksdóttir, nemi: Það var kannski aðeins of mikið í garð Olafs, en Arni átti þetta skilið. Sigrún Magnúsdóttir, borgari; Mér fannst það alltof persónulegt í garð beggja. Arnbjörg Valsdóttir, nemi: Nei, ég held að þeir hljóti að geta tekið svona gtíni. Hugrún Sigurjónsdóttir, upp- eldisfulltrúi: Nei, mér fannst þetta allt í lagi. Viti menn Mér Ilnnst apaköttur hið vingjarnlegasta og minnst meiöandi orð sem hægt var að nota. I upphatlega handritinu, sem dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar las yfir og gerði enga athugasemd við, var verra orð. Edda Björgvinsdóttir, einn af höfundum áramótaskaupsins, um haröa gagnrýni á skaupið. DV í gær. Það er ekki fyndið þegar menn eru kallaðir apakettir. Ellert B. Schram í leiðara DV í gær. Ég er í sjálfu sér ekkert trúaður á gildi prófkjöra til að búa til góðan Iista. En ef það verður prófkjör gef ég að sjálfsögðu kost á mér í öll sæti iistans. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra. DV í gær. Leiðin til sátta liggur í því að menn fallist á að deila völdum milli ólíkra hópa. Það á jafn vel við í fyrrverandi Júgóslavíu, Rúanda, Sómalíu og Tsjetsjníju. Forystugrein Morgunblaðsins í gær. Newt Gingrich kallar Hillary Clinton tík. Fyrirsögn í DV í gær. Þessi samþykkt sambandsstjórnar VSÍ þýðir 2 til 3 prósenta launahækkun og það sjá allir að hún er varla svaraverð. Björn Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins. DV í gær. En hér er einfaldlega ekkert slíkt á ferðinni. Heldur einungis persónulegar svívirðingar, um hroka, vanþekkingu, og ýmislegt þaðan af verra. Og tímasetningin var ekkert slor, hálfum mánuði fyrir jól, þegar aðal bóksalan var að fara í gang. Þá kemur sérstök viðvörun frá Súsönnu um manninn sem í raun og veru er með svikna vöru, er bara „markaðssettur“. Úr ádeilu Einars Kárasonar um Súsönnu Svavarsdóttur. Mogginn i gær. Tsjetsjenía verður að helvíti Rússa. Fyrirsögn í DV í gær. Réttarhöldin voru opin og réttlát. Það er ljóst af úrskurðinum að dómstóllinn tók tillit til allra staðreynda er fyrir hann voru lagðar. Lesendabréf í Morgunblaðinu í gær frá Ömur Orhun, sendiherra Tyrklands á Islandi (með aðsetur í Osló). Sendiherrann mótmæiir leiðara Morgunblaðsíns þarsem þungir fangelsisdómar yfir nokkrum þing- mönnum voru harðlega fordæmdir. Ég er bóndi á Höllustöðum og hef svosem ekkert losað mig þaðan. Ég er giftur ágætri konu í Reykjavík og tel mér það mjög til tekna á allan hátt, og líka pólitískt. Páll Pétursson þingmaður Framsóknar um prófkjörsbaráttuna á Norðurlandi vestra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.